Færslur fyrir flokkinn ‘útivist’

Fimmtudagur 19.05 2011 - 23:41

Vor

Vor, er stutt orð. Kalt vor, er stutt setning. Sumrin á Íslandi eru líka stutt og nú er aðeins um mánuður í sumarsólstöður. Hvernig má þetta vera? Við bíðum og bíðum og áður en við vitum af er aftur farið að snjóa fyrir norðan og dýrin komin í hús. Og áður en maður veit af […]

Fimmtudagur 12.05 2011 - 17:34

Í boði jöklanna

Það þarf ekki stórglæsilega Hörpu til að geta notið. Hljómlistar, litadýrðar eða menningar yfirhöfuð, allt hvernig á það er litið. Jöklaævintýri er t.d. aðeins hluti þess sem íslensk náttúra sjálf býður upp á. Maður þarf aðeins að vera tilbúinn að þiggja, vera með, ganga, horfa og hlusta. Með erfiðari göngum sem ég hef farið á lífsleiðinni var ferð […]

Mánudagur 02.05 2011 - 23:38

Maísól á Esjunni

Síðdegis fór ég með konunni í síðdegisgöngu á Esjuna. Á fyrsta sumardeginum, ef svo má segja. Í 17° hita og drottningin skartaði svo sannarlega sínu fegursta. Kórónan sjaldan fallegri og tignarlegi, svo hvít og stór en samt svo fínleg. Það var eins og hún gréti gleðitárum þar sem lækjasprænurnar fossuðu fram úr giljunum. Á toppnum […]

Mánudagur 18.04 2011 - 22:13

Sjálfbærni í sveit

Nýlega fjallaði ég um framtíðarfyrirmynd að sjálfbærni í landbúnaði og plönturæktun hverskonar hér á landi í Draumnum um aldingarðinn Eden. Önnur sjálfbærni sem snýr að samfélagi fatlaða er ekki síður mikilvæg, þar sem Íslendingar hafa verið í fararbroddi í bráðum öld. En nú eru blikur á lofti með áframhaldið. Í allri ljósadýrðinni sem naut sín […]

Sunnudagur 17.04 2011 - 23:44

Með storminn í fangið

Í gær gerði ég og konan mín tilraun með félögum okkar í Út og vestur að komast á topp Snæfellsjökuls. Eftir 4 tíma göngu játuðum við okkur sigruð í þetta sinn. Í 1200 metrum og þegar ekki sást lengur úr augum og aðeins rúmlega 200 metrar eftir, var upphaflegt takmark tilgangslaust. Ferðin var engu að […]

Þriðjudagur 05.04 2011 - 11:02

Danir nota líka hjólahjálma

Töluverð umræða var hér á blogginu og í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum síðan um hvort lögleiða eigi notkun hjólahjálma fyrir fullorðna eins og börn eða ekki. Hluti hjólreiðarmanna og jafnvel félagasamtök sem þeir skipa, hefur hins vegar barist einharðlega gegn slíkri lögleiðingu sem þeir telja forræðishyggju og skapa gerviöryggi í umferðinni. Bílstjórar taki jafnvel minna […]

Sunnudagur 03.04 2011 - 11:08

Áhrif streitu á heilsu barnanna okkar

Mikið hefur verið rætt um það hvað við getum gert til að bæta heilsu okkar og líðan, ekki síst á krepputímum þegar tengsl líkama og sálar eru aldrei nátengdari. Ekki síst þar sem í nútíma þjóðfélagi má tengja flesta sjúkdóma við stress. Skortur á tíma og mikið álag má segja að sé faraldur 21. aldar […]

Laugardagur 26.03 2011 - 14:42

Þjóðfáninn er sparilegur

Í vikunni kom út ný bók, Þjóðfáni Íslands. Notkun, virðing og umgengni. Afskaplega vönduð bók og sem fjallar m.a. um fánareglurnar sem nú eru til endurskoðunar á alþingi Íslendinga. Til hamingju með bókina. Umræða um notkun íslenska þjóðfánans, virðingu og umgengni er alltaf vel þegin. En notum við fánann okkar of lítið og á hann […]

Sunnudagur 20.03 2011 - 10:25

Draumurinn um aldingarðinn Eden

Nú þegar allt er að fara til fjandans er gott að geta látið sig dreyma, ekki síst dagdrauma á sunnudegi. Og kannski eigum við séns eftir allt saman. Í vikunni rakst ég á umfjöllun á SkyNews um „Eden projectið“ á Bretlandi sem þykir fyrir marga hluti sérstakt og áhugavert. Ekki síst þar sem þar er […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 12:51

Brestir og vonir

Barátta árstíðanna stendur nú yfir og í gær lá vorið í loftinu, og andvarinn bæði kaldur og hlýr í senn. Klakaböndin slitnuðu í móunum á heiðinni minni og margir lækir urðu til, þar þeir undir öðrum kringumstæðum áttu alls ekki heima. Drulluslettur komu á buxnaskálmarnar sem eru kunnuglegar frá því gamla daga, þegar maður var lítill drengur og […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn