Söguskáldsagan Ariasman eftir Tapio Koivukari (2012) um samskipti Íslendinga og Baska, hvalveiðarnar á Ströndum og síðar Spánverjavígin svokölluðu 1615, er vel skrifuð bók og áhrifamikil lesning. Bókin er líka skemmtileg lýsing á mannlífinu á Ströndum í upphafi 17. aldar og tíðarandanum þegar tveir ókunnugir menningarheimar mætast. Áður höfðu Íslendingar kynnst harðneskju einokunarverslunarinnar Dana og ólöglegri […]
Um árið var mikið talað um að styrkja “brothættar byggðir” til að tryggja að land héldist í byggð. Í því fellst mikil menningarleg verðmæti og þar sem saga okkar allra á oft rætur. Þrátt fyrir miklu meiri umferð tengt ferðamönnum og þungaflutningum gegnum héruð, hefur víða hallað stöðugt undan fæti og þótt íbúar geri sitt […]
Skrifaði fyrir 2 árum pistil á fésbókinni af tilefni útgáfu bókar Bergsveins Birgissonar. – Þormóður Torfason, en sem á nú betur heima á blogginu mínu og sem horfið getur síður í algleymið eins og hendi sé veifað. Til hvers lesum við bækur? Sennilega mest til að hafa ánægju af og bæta innsýn okkar í lífið. […]
Í tilefni af „kvefveirunni“ Covid19 og þegar heimurinn okkar fór á hliðina, 2020, köldum vetri á Íslandi í ár og nú slæmrar veðurspáar um helgina, endurrita ég hér grein Jónasar Jónassen landlæknis úr alþýðutímaritinu Eir, nánar tiltekið nóvemberheftinu 1899. Dreifbýlið og kaldar aðstæður hér á landi þurfa þannig alls ekki alltaf að vera ókostir. Jafnvel […]
Skíðaganga Strandamanna um síðustu helgi Lífsgæði er afstætt hugtak. Heilsa og atvinnutækifæri skipa þar a.m.k. stóran sess. Í mesta þéttbýlinu er vissulega mikið meira um atvinnutækifæri og menntunarmöguleika. Ókostirnir eru hins vegar stressið, mengunin og jafnvel félagsleg einangrun í öllu fjölmenninu. Lækna- og heilbrigðisvísindin leita nú allra ráða að fá almenning til að stunda heilbrigðari […]
Gönguferðir á fjöll erlendis í framandi og ólíku menningarumhverfi, er mikil upplifun og ævintýri. Ný viðmið í ólíkar áttir og sem aðeins næst með heimamönnum í fjöllunum, þorpunum og jafnvel stórborgunum. Með öruggri íslenskri og erlendri farastjórn nýtist tíminn best. Ferð sem síðan færir út okkar eigin landamæri ef svo má segja og skilning á […]
Nú í lok ágúst fórum við hjónin í gönguferð á albönsku alpana með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Um einstaka upplifun var að ræða, bæði er varðar göngur í stórbrotnu umhverfi með frábærri leiðsögn og kynningu á lífsstíl, sögu og menningu albönsku þjóðarinnar. Þótt aðeins hafi verið um 10 daga ferð að ræða, náðum við að ferðast […]
Nú ég staddur við læknisstörf norður á Ströndum, nánar tiltekið Hólmavík. Það var einkennilegt síðan að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum sl. þriðjudag langt norður í Árneshreppi þegar ég átti þangað leið í blíðskapa veðri. Náttúran á Ströndum í öllu sínu veldi og snjór á Veiðileysuhálsi. Í Norðurfirði í hádegismatnum hjá Margéti Jónsdóttur og Gunnsteini […]
Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi hrukku sennilega margir við á landinu góða og fréttir bárust af meintum svikum og hættulegum vinnubrögðum ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Paolo þessi framkvæmdi fyrstu plastbarkaaðgerðina með meintri stofnfrumígræðslu í heiminum árið 2011 á erlendum nema við HÍ, Andemariam Teklesenbet Beyene og sendur var frá […]
Í ferð okkar hjóna sl. sumar til norðausturhluta Tyrklands og sem ég hef greint frá í fyrri pistlum, upplifði ég og íslenska samferðafólkið ekki bara tignarlegt landslag, stundum ótrúlega líkt því sem við þekkjum á Íslandi, heldur vítt bil í mannkynssögunni. Þúsund ár gátu skilið á milli einstakra staða, og þar sem fornminjarnar og byggingar […]