Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 16.08 2016 - 16:02

Reykjavíkurflugvöll út, en sjúkraþyrluflug inn í Þingholtin !!!

Nokkrir þingmenn hyggja að þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðisgreiðslu á afdrifum Reykjavíkurflugvallar sem Reykjavíkurborg vill að hverfi úr Vatnsmýrinni. Þegar er búið að loka neyðarbrautinni og byggingaframkvæmdir byrjaðar við brautarendann. Í framtíðaruppbyggingu nú á Nýjum Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir þyrlupalli á 5 hæð rannsóknarbyggingar næst meðverðarkjarnanum sjálfum, bráðamóttöku og hjarta spítalans sem einnig mun […]

Föstudagur 12.08 2016 - 13:50

Dauðasyndirnar sjö við Hringbraut!

  Fyrir rúmlega hálfu ári skrifaði ég pistil hér á Eyjunni Af hverju ekki mikið betri Landspítala á betri stað fyrir minna fé ??? og þar sem talin eru upp 7 stórkostleg mistök varðandi staðarval Nýja Landspítalans við Hringbraut og sem ágætt er að rifja upp í tilefni umræðunnar í dag og væntanlegra Alþingiskosninga í lok október […]

Föstudagur 05.08 2016 - 12:23

Fáninn í Lückendorf

  Í síðustu viku fögnuðum við hjónin sextíuára afmælisárinu okkar með börnum, tengdabörnum og barnabörnum í Þýskalandi. Um leið ákveðna nálgun við söguna og forfeður aldir aftur í tímann. Á Íslandi og í Evrópu, nánar tiltekið Danmörku og í gamla Prússlandi. Þannig um leið ákveðna sýn á lífsbaráttu okkar allra og mikilvægi frelsis og framfara […]

Mánudagur 27.06 2016 - 10:29

Algjörir forsendubrestir á staðsetningu Nýs Landspítala við Hringbraut

  Sennilega má eitthvað gott finna í bútasaumshugmyndum að Nýjum Landspítala við Hringbraut. Tvær meginforsendur upphaflegs staðarvals fyrir einum og hálfum áratug eru hins vegar brostnar. Reykjavíkurlugvöllur í næsta nágrenni við spítalann og sem nú er sennilega á förum og gott aðgengi almennings til framtíðar. Byggingarlóðin er auk þess orðin allt of lítil og þröng. Staðreyndir sem […]

Föstudagur 17.06 2016 - 07:07

Eins og síld í tunnu – Nýi þjóðarspítalinn við Hringbraut!

    Við Íslendingar erum svo lánsamir að vera fámenn en rík eyþjóð í miðju Atlantshafi með nóg og gott landrými til íbúabyggðar um nær alla strandlengjuna. Eins og verið hefur í um þúsund ár þrátt fyrir allskonar harðindi á köflum. Höfuðborgarsvæðið hefur byggst upp sem höfuðborg alls landsins og þjónað því lengst af vel […]

Þriðjudagur 24.05 2016 - 23:17

Nýtt höfuðborgarskipulag í þágu 101 Reykjavík !

Nú skal ég taka strax  fram að ég er ekki sérfræðingur í borgarskipulagsmálum. En af tilefni nýrrar kynningar á borgarskipulagi Reykjavíkurborgar og þéttingu byggðar, aðallega kringum miðbæinn og sem starfandi læknir á höfuðborgarsvæðinu öllu í þrjá áratugi, kemst ég ekki hjá að leggja nokkur orð í belg. Kannski mest sem á rætur að rekja til umræðunnar […]

Fimmtudagur 28.04 2016 - 16:46

Nýr bráðabirgða BLSH við Hringbraut fyrir yfir 100 milljarða króna !?

Nú allt í einu virðist vera kominn annar tónn í stjórnsýsluna um framkvæmdir á Hringbrautarlóð. Ætli menn þar á bæ séu eitthvað farnir að vitkast í málinu eftir alla umræðuna? Nú  er farið að ræða um þjóðarsjúkrahúsið okkar við Hringbraut eigi bara að verða einhver tímabundin redding, en þá jafnvel fyrir meiri pening en kostar […]

Miðvikudagur 20.04 2016 - 19:10

Heimaskítsmát Alþingis í Nýja Landspítalamálinu við Hringbraut

Umræðan um ósk þjóðarinnar á betri staðsetningu Nýja Landspítalans hefur ekki farið framhjá neinum og sem endurteknar skoðanakannanir hafa sýnt sl. ár. Greinileg almenn samstaða er um að ný staðarvalsathugun verð gerð sem fyrst og áður en framkvæmdir hefjast við sjálfan meðferðarkjarnann, en sem dregist hefur von úr viti vegna fyrri ákvörðunar mikils meirihluta Alþings […]

Laugardagur 16.04 2016 - 14:29

Frá Stórubólu til Zika – ágrip blóðvatnslækinga og bólusetninga á Íslandi

    Fátt er sameiginlegt með þessum sóttum nema að þær eru báðar alvarlegar veirusýkingar hjá mönnum. Sú fyrri með hárri dánartíðni og dæmigerðum útvortis bólum og sárum, en sú síðari með flóknari smitsjúkdómsmynd og fósturskaða. Stórabólan tilheyrir fortíðinni og sem er nánast búið að útrýma, þökk sé tilkomu bóluefnis fyrir meira en tveimur öldum, […]

Mánudagur 11.04 2016 - 23:15

Kálfanes á Ströndum

Nú ég staddur við læknisstörf norður á Ströndum, nánar tiltekið Hólmavík. Það var einkennilegt síðan að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum sl. þriðjudag langt norður í Árneshreppi þegar ég átti þangað leið í blíðskapa veðri. Náttúran á Ströndum í öllu sínu veldi og snjór á Veiðileysuhálsi. Í Norðurfirði í hádegismatnum hjá Margéti Jónsdóttur og Gunnsteini […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn