Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Mánudagur 06.01 2014 - 09:37

Hvíti hvalurinn og skipsstjórinn Ahab

Skáldsagan um hvalinn Moby-Dick á sér ekki aðeins margar samsvaranir í heimsbókmenntunum, heldur einnig í íslenskum veruleika. Við vorum einu sinni mikil hvalveiðiþjóð og þekktum norðurhöfin og hætturnar þar þjóða best. Samsvörunin er enn raunverulegri ef við rifjum upp hvernig sjálfri þjóðarskútunni var siglt um árið. En hver er boðskapurinn okkar í dag með sögunni […]

Þriðjudagur 17.12 2013 - 12:41

Kjöthakk á tilboðsverði

Eftir fréttir sl. daga, meira erlendis en hér heima að vísu, er maður alveg gáttaður á þeim trúnaðarbresti sem hefur orðið á milli matvælaframleiðenda og neytandans. Meðal tuga stórfyrirtækja sl. misseri sem telja að þeir geti boðið neytandanum hvað sem er. Samkvæmt hádegisfréttum RÚV „hefur fréttaveitan Associated Press eftir heimildarmanni í frönsku lögreglunni að talið […]

Mánudagur 18.11 2013 - 20:46

Spegill, spegill herm þú mér…

Læknar mega ekki auglýsa sig og sína starfsemi samkvæmt íslenskum læknalögum nema í 2-3 hóflegum auglýsingum þegar þeir hefja rekstur. Þannig er verið að sporna gegn óþarfa markaðshyggju á lækningum og samkeppni um inngrip sem ekki þykja hæfa læknaeiðnum og reglum um góða starfshætti lækna. Á landi þar sem allir eiga að njóta sem jafnast aðgengis […]

Laugardagur 02.11 2013 - 21:29

Lífsstíllinn, ekki kúrinn

“ Í dag ná almennt aðeins um 10% offitusjúklinga að léttast. Flestir, um 90%, ná ekki að léttast þrátt fyrir oft óteljandi kúra. Og það sem verra er, halda áfram að fitna.“ Það er eins og að bera í bakkafullan lækinn að fara ræða offituvandann enn einu sinni. Ég má þó til vegna umræðunnar um […]

Fimmtudagur 10.10 2013 - 14:46

Getur mislingafaraldur komið upp í Vestmannaeyjum?

Í dag berast fréttir af því að aðeins um 75% foreldra í Vestmannaeyjum hafi látið bólusetja börnin sín fyrir Mislingum, Hettusótt og Rauðum hundum (MMR) við 4 ára aldur og sem er alls ófullnægjandi til að hjarðónæmi gegn þessum veirusóttum haldist í samfélaginu. Af þessu tilefni endurrita ég nú grein um efnið sem ég skrifaði […]

Föstudagur 20.09 2013 - 11:23

Lífshættulegur vandi Landspítala

„Læknisþjónusta eins og önnur heilbrigðisþjónusta er dýr. Verðmiði langrar læknismenntunar hefur hins vegar verið gjaldfelldur og sem stendst í dag engan veginn samanburð við nágranalöndin. Fjölskyldusjónarmið ungra lækna skipta líka meira máli en áður og læknar láta ekki lengur bjóða sér þrælslega vinnu og endalausar vaktir fyrir lágt kaup, ekki síst þegar margfalt betri aðstæður […]

Þriðjudagur 17.09 2013 - 13:07

Krabbamein unga fólksins og HPV veirusýkingar

„Nýgengi leghálskrabbameina kvenna á Norðurlöndunum, sem í flestum tilvikum (>70%) tengist HPV veirusýkingu upphaflega, er um 9 konur af hverjum 100.000. Forstigsbreytingarnar finnast hins vegar miklu oftar og hátt í 300 konur fara í keiluskurð á hverju ári hér á landi í dag vegna þeirra, auk þess sem margfalt fleirum konum er fylgt náið eftir. […]

Föstudagur 06.09 2013 - 15:25

Eyjan kvödd

Eftir 4 ára skrif hér á Eyjunni, tel ég nú rétt að breyta aðeins til og leita út fyrir „landsteinanna“ í skrifum mínum.  Ég vil þakka Eyjunni fyrir að hýsa mig þessi ár og að hafa gefið mér tækifæri á að koma mínum sjónarmiðum á framfæri um mikilvæg heilbrigðismál og fleira þeim tengdum, á afar sérstökum tímum. Eins ykkur lesendum Eyjunnar fyrir lesturinn svo […]

Laugardagur 31.08 2013 - 18:43

„Í túninu heima“

Það er orðið tímabært að kveðja frábært sumar, og hlakka til haustsins með öllum sínum litbrigðum. Mosfellingar hafa haldið upp tímamótin með bæjarhátíðinni, Í túninu heima. Eins til að minnast þeirra gömlu daga þegar menn höfðu komið björg í bú fyrir veturinn. Litbrigðin í mannlífinu eru hinsvegar margskonar, allt árið um kring. Ekki er heldur hægt að […]

Miðvikudagur 28.08 2013 - 13:33

Snákaolíur og tískukúrar

Oft blöskrar mig í daglegri vinnu, öll vitleysan sem tröllríður getur endurtekið yfir þjóðina, miklu meira hér á landi að því er virðist en í nágranalöndunum. Þegar sjúklingarnir mínir virðast teymdir í blindni af markaðsöflunum og jafnvel látnir borga offjár fyrir gagnslausar, en stundum líka hættulegar meðferðir. Það virðist þá að trúin ein eigi að geta flutt fjöllin, en sem kostar […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn