Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 14.02 2013 - 21:36

Hneygsli aldarinnar?

Í fyrra var PIP gelbrjóstapúðamálið skandall ársins í Evrópu, fölsuð lækningavara er varðaði síðan heilsutjón hundruð þúsunda kvenna og sem er ekki komið nema að litlu leiti upp á yfirborðið hvað varðar langtímaafleiðingar. Iðnaðarsílikongel sem ætlað var í húsgagnaframleiðslu og sem át upp skelina á undurskjótum tíma eða yfir 60% á 10 árum í lífi  […]

Þriðjudagur 12.02 2013 - 14:13

Uppruni tegundanna

Sennilega átta ekki allir sig á alvarleika hrossakjötsmálsins sem tröllriðið hefur matvælamarkaðinum í Evrópu og skyndibitamenningunni. Ekki að hrossakjötið sé endilega verra kjöt undir tönn en nautakjöt og sem það er sagt vera, nema e.t.v. miklu eldra og seigara. Heldur ekki vegna bragðsins, heldur annars sem er miklu alvarlegra. Að ekki sé hægt að rekja uppruna kjötsins til framleiðsluhátta, […]

Mánudagur 11.02 2013 - 12:12

Óábyrg stjórn heilbrigðismála á Íslandi

Mikil umræða fer nú fram um að heilbrigðiskerfið sé að molna, líka hjá stjórnmálamönnunum og er það nýtt. Mikilvæg umræða sem hefur kraumað í töluverðan tíma, en verið haldið niðri af stjórnvöldum og sem ég hef m.a reynt að gera grein fyrir hér á blogginu mínu og víðar. Sameining spítalana í nafni hagræðingar upp úr aldamótunum […]

Miðvikudagur 06.02 2013 - 13:23

Verður takmarkinu náð?

Hugsunin um framtíðina er oftast ráðandi, en fortíðin er samt það sem mestu máli skiptir þegar árangurinn er metinn í lífinu. Þó síður þegar mikilvæg og krefjandi verkefni standa fyrir dyrum sem manni hefur verið trúað fyrir. Ekki síst þegar við teljum okkur hafa lært af mistökum lífsins og viljum láta hendur standa fram úr ermum. Lífið líður […]

Fimmtudagur 31.01 2013 - 22:21

Hafa reykingar aukist hjá ungum karlmönnum með banni á hættuminna munntóbaki?

                        Það eru vissulega gleðilegar niðurstöður að eitthvað skuli draga úr algengi tóbaksreykinga hér á landi og fram kemur í nýrri skýrslu Landlæknisembættisins sem kom út í gær. Tóbaksreykingar Íslendinga 15-89 ára minnkuðu þannig úr 14.3% 2011, niður í 13.8%, 2012. Vegna skrifa minna […]

Mánudagur 28.01 2013 - 21:20

„Þeir hæfustu munu lifa“

Hér vil ég reyna að gera grein fyrir miklu mikilvægara málefni en Icesave dómsúrskurðinum sem við nú gleðjumst yfir, en hefði aldrei ráðið endanlegum úrslitum um afkomu okkar hvort sem er. Stundum erum við líka heppin og forsjónin okkur hliðholl, jafnvel þótt við höfum farið illa að ráði okkar. Í dag fögnum við sigri, en svo þarf ekki […]

Laugardagur 26.01 2013 - 09:24

Öfugsnúin forræðishyggja!

Undanfarið hefur verið mikið fjallað um væntanlegt sölubann á munntóbaki í Evrópu og hér á landi, sérstaklega sænska snusinu og sem er blönduð og veikari tóbaksvara, en minna um höft á miklu sterkari og varasamari tóbaksvöru, íslenska fínkornótta neftóbakinu. „Íslenska ruddanum“ eins og hann er oft kallaður og sem er mest notaður sem munntóbak nú orðið […]

Mánudagur 21.01 2013 - 14:55

Blóðsugulækningar í endurnýjun lífdaga

Miðað við ástandið í heilbrigðisþjónusunni í dag og stöðugar fréttir berast af, er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og ímynda sér hvað framtíðin getur borið í skauti sínu. Fyrir rúmlega 20 árum síðan þegar ég starfaði sem læknir á Slysa- og bráðamóttökunni á gamla og góða Borgarspítalanum sem þá hét, fékk ég afar minnisstætt hlutverk […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 21:45

Svipbrigði með landi og þjóð

Eftir nokkuð langt starf í heilsugæslu og víðar í heilbrigðisþjónustunni hef ég náð að kynnast þjóðinni frá ólíkum landshornum nokkuð náið á annan hátt. Kynnst aðeins samnefnara í hinni íslensku sál ef svo má segja, en einnig mörgum ólíkum sérkennum og eiginleikum. Oft dugnaði, nægjusemi og æðruleysi, en líka því þveröfuga og öfgafulla. Ekkert síður þó […]

Þriðjudagur 08.01 2013 - 18:00

HPV veiran og krabbamein unga fólksins

HPV veiran (Human Papilloma Virus) veldur ekki bara kynfæravörtum (condylomata acuminata) sem eru mjög algengar meðal ungs fólks hér á landi, heldur líka flöguþekjukrabbameini að undangengnum forstigsbreytingum í leghálsi þúsunda kvenna á ári hverju, auk hratt vaxandi nýgengi flöguþekjukrabbameina í munnholi og við endaþarm hjá báðum kynjum um heim allan. Krabbamein sem í dag má fyrirbyggja að miklu leiti með betri […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn