Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 30.10 2012 - 13:11

..og getur ráðið miklu um ávísun lyfja?

Lyfjamál eru nær daglega til umræðu í þjóðfélaginu, en því miður oftast ekki af góðu þar sem ofnotkun eða misnotkun ber oft á góma. Sumum reynist auk þess erfitt að skilja tengsl notkunarinnar við gæði heilbrigðisþjónustunnar. Gæði viðtalsins við sjúklinginn skiptir þannig oft meira máli en magn eða fjöldi viðtala m.a. í bráðaþjónustunni og sem velferðarráðherra hefur […]

Fimmtudagur 25.10 2012 - 23:10

Verður „íslenski ruddinn“ bannaður líka?

Mikið hefur verið fjallað um söluhöft munntóbaks í Evrópu sl. daga, m.a. í fjölmiðlum hér á landi, en minna um sölu á íslenska fínkornótta neftóbakinu hér á landi. „Íslenska ruddanum“ eins og hann er oft kallaður, enda oftast notaður sem munntóbak nú orðið. Munntóbakið snus er hins vegar framleitt undir ströngu gæðaeftirliti í stöðluðum neytendapakningum […]

Mánudagur 15.10 2012 - 16:06

Faraldurinn skelfilegi sem við ættum öll að hræðast

Heilsuhrun þjóðar er mun alvarlegra hrun en efnahagshrun og sem mesta athygli hefur fengið hér á landi sl. ár. Annað hrun sem margt bendir til að við séum að stefna hraðbyr inn í þótt öll viðvörunarljós blikki eins og áður. Þegar algengustu sjúkdómarnir varða síðan sífellt algengari meðal þeirra sem yngri eru og meðlífaldur lækkar í stað þess að […]

Miðvikudagur 10.10 2012 - 18:50

..sem ærir okkur öll.

Ég vil byrja á að óska öllum geðsjúkum og aðstandendum þeirra til hamingju með baráttudaginn, Alþjóðageðheilbrigðisdaginn, 10. október 2012. Fyrir betri skilningi stjórnvalda á vandamálum geðsjúkra svo og betri meðferð sjúklinga. Hvort heldur er með aðstoð geðlækna og sálfræðinga, lyfjameðferðar eða bættum aðbúnaði á sjúkrastonunum. Allt svið sem betur má bæta í dag, svo og […]

Þriðjudagur 02.10 2012 - 21:52

…fyrir mig og mína.

Í tilefni af dæmalausri umræðu um heilbrigðismálin þar sem mesta áherslan hefur verið lögð á byggingu nýs háskólasjúkrahús, jafnvel á kostnað frumþjónustunnar sem er að molna, og allt er jú spurning um rétta forgangsröðun, vil ég leggja til litla ferðasögu frá Atlasfjöllunum í Marokkó. Sögu um skort á frumheilsugæslu. Eins hvað það litla, og sem við í dag teljum svo sjálfsagt, skiptir í raun […]

Mánudagur 01.10 2012 - 10:17

Andlitsslæður og bros

Áður en farið er að rekja reynslusögur eftir göngur um fjallaþorp og Atlasfjallgarða í Marokkó, er rétt að átta sig örlítið betur á sögunni og einkennum þjóðarinnar sem þar býr. Sjötíuprósent eru Berbar sem hröktust undan Aröbum á tímum faróanna í Egyptalandi. Til fjalla í Atlasfjallgarðinum og til hrjóstugra landa þar í kring og þurrkar […]

Laugardagur 29.09 2012 - 17:14

Ilmur frá Norður-Afríku

Það er mikið ævintýri að koma til framandi lands og leggja nýja jörð undir fætur sér. Sérstaklega þegar menningin er mjög ólík því sem við eigum að venjast, gróður, dýralíf og veðurfar sömuleiðis. Þar sem þarfasti þjóninn er múlasninn sem skiptir sköpum í fjöllunum. Kaktusar og ilmandi ávaxtatré og kryddjurtir. Við hjónin heimsóttum Atlasfjölin í […]

Þriðjudagur 04.09 2012 - 13:33

Kreppan í kroppnum

Hvað gerist þegar sálin er brotin og langþreyttur líkaminn er búinn að fá meira en nóg? Þegar einskonar hrun verður innra með okkur og við fáum ekki alltaf skilið, en skiljum þó. Hver ertu duldi djöfull?, spyrjum við þá gjarnan okkur sjálf. Vefjagigt (fibromyalgia) er sállíkamlegur sjúkdómur í vöðvum, stoðkerfinu almennt og taugakerfinu, án vefrænnar eða […]

Fimmtudagur 30.08 2012 - 21:18

„Verðbólgan“ í apótekinu

Nýlega var mér bent á mikinn verðmun á lausasölulyfinu Voltaren geli og sem er ætlað til útvortis notkunar á undirliggjandi bólgur, hér á landi og í Danmörku. Túba (50 grömm) sem keypt var fyrir nokkrum dögum í Danmörku (m.a. með íslenskum leiðbeiningum) kostaði 758 ísl. kr (37 kr danskar), en sama túba hér á landi kostar 2.079 kr. Etthundraðgramma túba kostar hér […]

Mánudagur 27.08 2012 - 13:15

Hvíta efnið sem drepur

Mikið er rætt um offitu þessa daganna. Ofþyngd og offita í vestrænum ríkjum er mest vegna ofneyslu á sykri. Þar sem umframinntaka á brennsluefni leiðir til fitusöfnunar að lokum og til sykursýki. Sennilega er samt ekkert efni jafn algengt að valda ótímabærum dauða að lokum og sykurinn gerir í dag. Sé hans neytt í of miklu magni, […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn