Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 09.02 2011 - 13:04

Íslendingar fyrr og nú

Það er áhugavert að velta fyrir sér breytingum á íslensku þjóðfélagi á einni öld. Í Kastljósþætti á mánudaginn var sagt frá einum fyrsta atvinnuljósmyndara landsins, Bárði Sigurðssyni sem tók flestar sínar myndir í Þingeyjarsýslunni í byrjun síðustu aldar. Ómetanlegar myndir sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu sem m.a. sýndu háa heimilismenningu á Íslandi í upphafi 20. […]

Laugardagur 05.02 2011 - 13:05

Beyglan mín og 2000 slasaðir.

Hvort skyldi vera verðmætara á Íslandi, efnið eða andinn, veraldagæðin eða mannauðurinn? Svar við spurningunni um líf og dauða fer þó varla á milli mála. Ég er heimilislæknir og starfa líka sem sérfræðingur á Slysa- og bráðamóttöku LSH, 4-5 vaktir í mánuði á kvöldin og um helgar. Ég er með 16 ára sérnám í læknisfræði […]

Þriðjudagur 01.02 2011 - 22:27

Kemur vorið í ár?

Uppi á heiði var frosin jörð, aldrei þessu vant. Réttara sagt, rétt yfirborðið enda sökk maður stundum niður í drulluna sem undir lá. Ýmislegt minnir þó á að vorið ætti að vera á næsta leiti. Dagurinn er orðinn lengri og bjartari og eftirvæntingin að heyra fuglasöng og kvak vaknar. Ég er jafnvel farinn að sakna […]

Þriðjudagur 01.02 2011 - 10:12

Hvað má heilsan kosta?

Þessa vikuna stendur Lýðheilsustöð í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og barnatannlækna fyrir tannverndarviku. Tilefnið er ærið enda tannheilsa barna hvergi verri á Norðurlöndunum. Tannglerungsskemmdir barna eru taldar miklar hér á landi meðal annars af mikilli neyslu kolsýrðra  og sætra drykkja. Rétt er að benda á frábært veggspjald til að átta sig á óhollustu drykkja sem við bjóðum […]

Mánudagur 31.01 2011 - 12:46

Um ofnotkun og misnotkun lyfja á Íslandi

Í framhaldi af umræðu um misnotkun Rítalíns hér á landi er rétt að ræða aðeins um hugsanlegar orsakir ofnotkunar lyfja almennt og sem í sumum tilfellum getur leitt til misnotkunar. Í orðinu misnotkun fellst að einhverjum er gert eitthvað til miska og höfðar til neikvæðrar verkunar. Það á ekki bara við um einstaklinginn sem slíkan heldur þjóðfélagið allt. Mælanleg […]

Laugardagur 29.01 2011 - 09:01

Alvarleg misnotkun Rítalíns meðal fullorðinna á Íslandi

Vandamál tengt misnotkun lyfja sem eru ávísuð af læknum í oft góðri trú en sem eru síðan misnotuð til vímuefnanotkunar er alvarlegt heilbrigðisvandamál hér á landi, því miður. Jafnvel algengara en í ýmsum öðrum löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ofnotkun metýlfenidatlyfja (Rítalíns og skyldra lyfja) voru til umræðu á læknadögun í vetur. Upp undir […]

Fimmtudagur 27.01 2011 - 12:21

Hvernig málum við myndina?

Sitt sýnist hverjum um ágæti heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og þá stefnumörkun sem hana varðar á síðustu árum. Í tilefni Læknadaga 2011 sem eru haldnir þessa daganna skrifaði ég pistil  sem er birtur á visi.is í dag undir heitinu „Heilbrigðisógnir heimilanna“ og læt hann fylgja með hér á blogginu mínu. Þjóðfélagsgerðin hefur mikið breyst í aldanna rás og sálræn velferð skiptir […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 12:29

Nýtt alþingi

Enn og aftur þurfum við að hugsa okkar gang og hugsa framtíðina upp á nýtt. Stjórnlagaþing sem ekki hefur umboð þjóðarinnar en valdalaust og þeir ekki öfundsverðir sem þar ættu að sitja. Æðsti dómstóll hefur kveðið skýrt upp sinn dóm eins og hann gerði upphaflega á Þingvöllum fyrir 1000 árum. Við þann dóm þýðir ekkert að […]

Fimmtudagur 20.01 2011 - 13:55

Sjálfbær heilsa

Undanfarna daga hafa orkumál tengt sjálfbærri orkuþróun (sustainable development) verið mikið til umræðu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- og orkumálaráðherra ætlar nú að leggja fram þingsályktunartillögu um orkuskipti í samgöngum með uppbyggingu græns hagkerfisins að leiðarljósi. Rafbílavæðing fyrst þjóða er raunhæfur möguleiki ef vilji stjórnvalda er fyrir hendi og myndi skipa okkur á fremsta bekk meðal iðntæknivæddra þjóða. Tækifæri sem […]

Þriðjudagur 18.01 2011 - 09:58

Lög og reglur

Það er sitthvað lög eða regla. Það vantar sem betur fer ekki lögin hér á landi en regluverkið, meðal annars hjá sjálfum löggjafanum, er oft sárlega ábótavant. Nú þegar sjálf lögreglan kvartar um úræðaleysi gagnvart óhæfum ökumönnum í umferðinni væri rétt að líta í baksýnisspegilinn og rifja upp þann losarabrag sem ríkt hefur á þeim bænum og […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn