Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 13.01 2011 - 16:16

Sjón er sögu ríkari

Allar nýjar alþjóðlegar leiðbeiningar í meðferð miðeyrnabólgu barna gera ráð fyrir að beðið sé með sýklalyfjameðferð, nema einkennin séu slæm. Sérstaklega er ráðlegt að bíða með meðferð barna eldri en eins árs. Hvatt er til eftirlits með einkennum sem kunna að versna. Vandamálið hingað til varðandi meðferðina hefur hins vegar verið vöntun á eftirliti og þar sem […]

Miðvikudagur 12.01 2011 - 13:44

Mengun og raunveruleg heilsuógn barna

Það er ekki laust við, að sótt hafi að mér töluverður hrollur sl. daga og sem ég hef aðskilið frá kuldahrollinum vegna veðráttunar þar sem hann sækir mest að mér inni, við lestur frétta og að fylgjast með umræðu um mengun vegna sorpbrennslu víða um land. Með ólíkindum hefur manni fundist hvað stjórnsýslan hefur verið sofandi og […]

Föstudagur 31.12 2010 - 10:04

Tákn nýrra tíma

Sennilega endurspeglar hátíðarhöld áramótanna hug þjóðarinnar betur en nokkuð annað, jafnt til fortíðarinnar og framtíðar. Spennan magnast upp síðustu daga ársins sem endar svo með át- og sprengiveislu á sjálft gamlárskvöld og langt fram á nýársdagsmorgun. Börnunum í okkur sjálfum hlakkar mikið til og nú loks fáum við að sletta ærlega úr klaufunum eftir að hafa þurft að sitja […]

Miðvikudagur 29.12 2010 - 12:36

„Ekki er kyn þótt keraldið leki“

Í lok árs er gott að rifja upp þann atburð sem valdið hefur manni mestum heilabrotum og undrun. Í gamla daga kunnu menn að lýsa því sem fyrir augu bar. Ekki síst þegar framkvæmdir höfðuðu til almennrar þekkingar og verkvits en sem í dag kallar á verkfræðikunnáttu. Þrýstingur landsbyggðarpólitíkusa við gæluverkefni sín er sjálfsagt að einhverju leiti […]

Þriðjudagur 28.12 2010 - 09:48

Nýi tíminn og sá gamli

Áramót eru alltaf sérstök. Þá renna saman minningar af atburðum sem allir verða að horfast í augun við öðru hvoru, áföllum og sorgum. Ár sem hlýtur að hafa verið okkur öllum eftirminnilegt á einhvern hátt, og sem vekur upp væntingar þess sem koma skal og söknuð þess sem aldrei getur komið aftur. Áramótin er líka tími loforða um að gera […]

Föstudagur 24.12 2010 - 14:30

Hvíti stígurinn minn

Á jólunum er við hæfi að koma með smá hugvekju enda fæðist þá jólabarnið í manni og maður lítur öðrum augum á umhverfið. Boðskapur jólanna er svo sem alltaf skýr enda hugsum við þá meira hvert um annað. Lífið er þó ekki alltaf gefið og hver og einn er sinn gæfu smiður að vissu marki. Við getum líka öll lagt ýmislegt að mörkum […]

Sunnudagur 19.12 2010 - 22:38

Læknisfræðileg ábyrgð og samvinna heilbrigðisstétta

Neðanritað er yfirlýsing formanns Læknafélag Íslands, Birnu Jónsdóttur, vegna umræðu að aðrar heilgbrigðisstéttir geti gengið i störf heimilækna. Sérstaklega vill undirritaður taka undir þetta álit Læknafélags Íslands sem kom fram í bréfinu sem félagið sendi heilbrigðisráðherra, Alþingi og forstjórum heilbrigðisstofnana um landið. Því til staðfestingar sendir undirritaður einnig áskorun til allra þingmanna þar að lútandi […]

Fimmtudagur 09.12 2010 - 14:29

Eigum við að hækka hraðatakmörkin í umferðinni og sleppa umferðarljósunum?

Svarið við þessari spurningu er auðvitað nei þótt nú í kreppunni megi finna rök fyrir því að hægakstur í þröngum umferðargötum og sífeld stopp á ljósum við erfið umferðargatnamót auki á eldsneytiskostnað og seinki okkur aðeins þegar okkur liggur mikið á. Auðvitað er öryggið fyrir öllu. Í morgun las ég eins og landsmenn í Fréttablaðinu um hugmyndir ákveðinna þingmann […]

Þriðjudagur 07.12 2010 - 14:02

Eyðibýlin

Í upphafi jólaföstu þegar barnshjartað er farið að slá aðeins fastar og kveikt hefur verið á öllum jólaljósunum er ömurlegt að þurfa að fyllast svartsýni yfir málefnum þjóðarinnar. Á sama tíma og botninum er að verða náð eftir Hrunið mikla skuli vera yfirvofandi annað hrun sem að sama skapi er einnig okkur sjálfum að kenna. Landsflótti menntafólks […]

Fimmtudagur 02.12 2010 - 23:15

Lekinn

Oft verður sannleikurinn kjurr að liggja þar sem hann er sennilega best geymdur. Í flestum tilvikum er sannleikurinn þó sagna bestur og best að hann komi sem fyrst fram í dagsljósið. Slúður og kjaftasögur, sem jafnvel eru sagðar í hita leiksins milli tveggja einstaklinga er dæmi um oft afskræmdan sannleika, en sem er nú oft […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn