Hver kannast ekki við það að þurfa að ganga einstaka sinnum í myrkri? Oftast er það heima við þar sem við þekkjum vel aðstæður og ekkert kemur á óvart. En stundum erum við á ókunnum slóðum og verðum að treysta á önnur skilningarvit en sjónina og þá fálmum við fram fyrir okkur í þeirri von […]
Sennilega endurspeglast sjaldan jafn vel tengsl sálarinnar við líkamann og þessa daganna. Sállíkamlegir sjúkdómar er stór hluti þeirra kvilla sem við heimilislæknar fáumst við dags daglega. Spenna, kvíði og þunglyndi sem birtist í álagseinkennum hverskonar og myndgervingu líkamlegra kvilla frá vöðvabólgu til gerviþungunar. Það sem er sérstakt við stöðuna í dag er að sífellt fleiri […]
Í dag, 18. nóvember er Evrópudagur til áréttingar um rétta notkun sýklalyfja og áminningar um vaxandi sýklalyfjaónæmi. Mikill skilningur hefur áunnist í þýðingu sýklalyfjaónæmis tengt mikill sýklalyfjanotkun í þjóðfélaginu, ekki síst hér á landi þar sem ástandið er orðið grafalvarlegt. Sýklalyfin hafa verið notuð óspart á vesturlöndum og nú nálgumt við óðfluga þann tíma sem var fyrir tilkomu […]
Fátækt er afstætt hugtak, að minnsta kosti ef við hugsum um fátækt hér á landi miðað við fátækt eins og hún gerist verst úti í hinum stóra heimi. Fátækt er engu síður alltaf sár hvernig svo sem við skilgreinum hana og hlýtur alltaf að miðast við þær grunnþarfir sem við sjálf skilgreinum í þjóðfélaginu. Það […]
Sé ekki, heyri ekki, veit ekki eru, skulum við segja, athafnir sem því miður oft eru notaðar í heilbrigðisvísindum og stjórnun, sennilega ekkert síður en örðum vísindagreinum og stjórnsýslufræðum. Þótt læknir vilji yfirleitt alltaf gera allt það besta fyrir sjúklinginn getur greiðinn verið á misskilningi byggður eða þá að læknirinn taki ekki nógu mikla samfélagslega ábyrgð eða afstöðu með gjörðum sínum. […]
Hlutirnir ganga oft einkennilega fyrir sig á eyrinni. Það sem þótti sjálfsagt áður er bannað en það sem var bannað þykir orðið oft sjálfsagt. Eða skulum við segja látið viðgangast. Hroki og valdabarátta, virðingarleysi og ójöfnuður hvers konar. Þetta sjáum við í daglegri umræðu og aldrei betur en í uppskurðinum nú eftir hrunið. Þvílíkt lán sem hrunið var […]
Í dag höfum við mest þörf fyrir hugarró og hvíld að mínu mati enda stress og kvíði alsráðandi í þjóðfélaginu. Hver hefur til dæmis á móti að dveljast nokkra daga í paradís eða jafnvel í konungshöll á miðöldum ef þess væri kostur? Listaverk hverskonar upp um alla veggi og hámenningin alsráðandi. En ekki lengi og frekar vil […]
Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að sitja fundi þar sem allt er fyrirfram ákveðið. Frekar verið að boða en leita ráðgjafar og samráðs. Ég sjálfur óska þess heitast að til mín sé leitað eftir ráðgjöf, sérstaklega í þeim efnum sem sérfræðiþekking mín nýtist best. En áhuginn virðist oft takmarkaður og sennilega er […]
Nú er kominn tími að snúa við blaðinu. Ræða eitthvað uppbyggilegt og gott. Eitthvað einfalt og fallegt, stórt og ævintýralegt. Segja börnunum sögur. Barlómur hefur tröllriðið þjóðinni síðastliðin tvö ár og það er rétt eins og sumir segja í dag. „Það er komið nóg“. Með neikvæðninni endalaust eyðileggjum við okkur innan frá. En hver […]
Í gærkvöldi var minnst á lífsfyllingu hér á eyjublogginu hjá Jónu Ingibjörgu. Stórfengleg ferð á suðurpólinn var sérstaklega tilnefnd. Ekkert síður allur undirbúningurinn og áhugamálið en ferðin sjálf. Eitthvað sem gæfi lífinu lit þegar skyldum sleppir. Eða eitthvað annað þarna á milli, eins og kom upp í hugann hjá mér í gærkvöldi. Ferð á dimmri nóttu […]