Föstudagur 12.10.2018 - 18:47 - FB ummæli ()

Allar bjargir bannaðar?

 

Raunveruleg ný hættuvá er komin upp gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og mögulega nýjum dýrasmitsjúkdómum sem berast munu til landsins með fersku innflutti kjöti frá Evrópu. Með markmiðum Samtaka verslunarinnar á Íslandi, vegna gróðasjónarmiða en undir formerkjum neytendhagsmuna og „neytendaverndar“, en viðspyrnuleysi Ríkisstjórnar Íslands. Vegna markaðsákvæða ESB landa og EFTA dómstóllinn úrskurðaði sl. vetur að ætti að gilda líka fyrir Ísland, samkvæmt EES samningnum. Regluverk sem er sérsniðið að þegar áunnum vandamálum, s.s. mögulega smiti sýklalyfjaónæmra flórusýkla í dýrum í Evrópu sem smitast getur auðveldlega í þarmaflóru manna, svokallaðra sameiginlegra súnu-baktería (zoonosis).

Sýklalyfjaónæmi súnu-baktería í eldisdýrum erlendis er eingöngu tilkomið vegna mikillar sýklalyfjanotknar í landbúnaði erlendis og þar sem jafnvel úrgangur hverskonar getur mengað vatn sem notað er til vökvunar í akuryrkju og grænmetisræktun. Erfðaefni þessara baktería geta auk þess fluttst til baktería sem finnast eingöngu í jurtaríkunu og þar með í grænmetisræktunina t.d., en síðan aftur í menn eins og nýlega var í fréttum.

Ekkert af þessu hefur þegar átt sér stað í landbúanaðinum á Íslandi og sem kappkostað hefur að nota þar sem minnst af sýklalyfjum. Þjóð sem stendur í því tilliti fremst meðal ríkja heims. Sameiniðuþjóðirnar og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa skilgreint vaxandi sýklalyfjaónæmi meinvaldandi baktería sem eina mestu heilbrigðisógn mannkyns og spyrna þarf gegn með öllum ráðum. Bæði með minni sýklalyfjanotkun í landbúnaði og meðal manna og þar sem við stöndum okkur ekki nærri eins vel.

Íslensk stjórnvöld virðast samt ekki ætla að beita sér með lagasetningu fyrir þessar séríslensku góðu lýðheilsuaðstæður, til varnar smithættunni og að sýklalyfjaónæmar súnur berist til mannfólksins á Íslandi með innfluttu erlendu fersku eldiskjöti og sem alltaf bera með sér ótiltekið magn eftir slátrun. Eins m.t.t. áhættu á mögulegum nýjum dýrasmitsjúkdómum sem borist getur með fersku erlendu sláturkjöti að mati dýralækna og sem við höfum blessunarlega verið að mestu laus við vegna einangrunar landsins gegnum tíðina og öflugum smitsjúkdómavörnum og takmörkunum á innflutningi lifandi dýra erlendis frá. Beita mætti auðvitað sértækum neyðarlögum í þágu smitvarna landsins og lýðheilsusjónarmiða gegn EES ákvæðunum. Aðgerðarleysi í þessum efnum mun hins vegar væntanlega kosta mörg mannslíf og óheyranlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið allt í náinni framtíð.

Massífur innflutningur á sýklalyfjaónæmum súnum mun fljótt festast varanlega í íslensku mannaflórunni. Með innflutningi á sýklalyfjaþolnum súnum á eldhúsborðið og síðan í alla fjölskyldumeðlimi. Svo ekki sé talað um smitið í kjötborði kaupmannsins og ef umbúðir leka. Eftir smit, vikum, mánuðum eða jafnvel árum síðar, bíða mögulega ónæmu súnurnar tækisfæris á að sýkja okkur frá garnaflórunni, þá hugsanlega alvarlegir meinvaldar sem erfitt getur verið að finna rétt sýklalyf gegn (ef þau fyrirfinnast á annað borð og sýkillinn jafnvel fjölónæmur). Og eins ef það verður bara ekki orðið of seint og venjuleg sýklalyf ekki dugað frá byrjun, sóttin ágerist og við jafnvel við dauðans dyr.

Mikil sýklalyfjanotkun og notkun breiðvirkra sýklalyfja meðal manna á Íslandi, einkum barna og gamals fólks, gerir vandann enn erfiðari og flóknari viðureignar. Áskapur vandi sem er sjálfum okkur og skipulagi í heilbrigðiskerfinu um árabil að kenna og sem mun síðan auðvelda útbreiðslu sýklalyfjaónæmu súna. Við höfum þegar mikla reynslu mjög hraðrar útbreiðslu annarra flórubakteríu í öndunarvegi (nefkoki) og sem barst til landsins um árið og sem tengdist ákveðið sýklalyfjanotkun meðal manna og einkum barna og þar sem lungnabólgubakterían (fjölónæmur pneumókokkur) átti í hlut. Þannig að samanlögðu og með algengum innflutningi á sýklalyfjaþolnum súnum til landsins, jafnvel að verði alvarlegra heilbrigðisvandamáli en nágranaþjóðirnar standa frammi fyrir í dag!

Allir, hraust börn jafnt sem fullorðnir, en þó meira þeir sem veikir eru fyrir, eru útsettir fyrir sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra súna. Sérstaklega þeir sem hafa einhverra hluta vegna þurft á sýklalyfjum að halda nýlega og sem gefur þá ónæmum súnustofnunum sem á annað borð hafa tekið sér tekið bólfestu í görn, tækifæri á að “blómstra” á kostnað næmu flórunnar eins og t.d. ESBL colibakteriur. Svipað má segja um MÓSANA í nefinu okkar og síðar í sárasýkingum eða á aðskotahlutum hverskonar. Hér erum við ekki einu sinni að tala um matareitrunarbakteríur eins og Kamphýlóbakter eða Salmonellu sem allir þekkja, en þar sem ákveðnir stofnar geta líka verið sýklalyfjaónæmir erlendis. Allskonar hins vegar oftar alvarlegar algengar sýkingar í okkar viðkvæmustu líffærakerfum og þar sem venjuleg sýklalyf hafa hingað til dugað okkur ágætlega í flestum tilvikum.

Aðgerðirnar nú gætu í samlíkingu gagnvart íslensku jurtaflórunn verið t.d. að ákveðið hefði verið að flytja inn til landsins eitraða lúpínu til jarðvegsbindingar og gegn skordýrum (sem ekki fyrirfinnast á Íslandi) vegna fallegra blóma að mati mið-Evrópubúa og sem fengi síðan að sá sér hömlulaust yfir villtar íslenskar lágjurtir og jafnvel yfir gömlu lúpínubeðin óvinsælu. Um holt og hæðir Íslands. Jafnvel í húsgarða landsmanna að lokum svo ekkert er við ráðið. Dreifu sér auk þess líka í akra og tún bænda með skertum hey- og korngæðum og uppskerubrestum. Óbeislað sjókvíaeldi er landsmönnum þó sennilega hugleiknara dæmi í dag og þar sem nátttúran er ekki látin njóta vafans.

Hér erum við að tala um miklu mikilvægri flóru, nærflóru okkar sjálfra og sem er stór hluti heilbrigðishugtaksins. Inni í okkur og jafnvel á og við viljum hafa sem best áhrif á og stjórna, með lífstíl og góðu mataræði. Á landi sem vegna einangrunar og smitvarna hingað til hefur gefið okkur einstakt forskot á flestar aðrar þjóðir og heilbrigðari landbúnaðarafurðir og þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði er nánast hvergi minni í heiminum. Vegna gæða landsins okkar og góðra heilbrigðisaðstæðna hingað til. Næmu bakteríurnar okkar og sem hafa þrifist með okkur nánast óáreittar í þúsund ár og flest sýklalyf duga ennþá á, ef þær gera einhvern óskunda af sér.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Spaugilegt · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 1.10.2018 - 15:03 - FB ummæli ()

Íslendingar enn og aftur á aftasta bekk – sagan endalausa.

Í tilefni nýrrar skýrlsu Landlæknisembættisins og Sóttvarnarlæknis um sýklalyfjanotkun á Íslandi 2017 og sem kom út í dag, degi heilbrigðis barna, endurbirti ég hér ritstjórnargrein mína í hefti Læknablaðsins, febrúar 2016, Betur má ef duga skal, ásamt nýjum skýringarmyndum. Góð vísa er enda aldrei of oft kveðin og sem á aldrei betur við en einmitt í dag! Mesta áhyggjuefnið er að sýklalyfjanotkun meðal manna hefur aldrei verið meiri og eykst stöðugt ár frá ári, á meðan dregur úr henni jafnt og þétt á hinum Norðurlöndunum. Þótt örlítið hafi dregið úr sýklalyfjanotkun barna samanborið við árið 2016 og sem var metár í þessu sambandi, hefur minnkunin verið óveruleg hér á landi sl. ár (<8%) (sjá mynd hér að neðan). Þrátt fyrir tilkomu öflugugar bólusetningar gegn penumokokkum frá 2011 og sem að öllu óbreyttu ættu að hafa getað hindrað algengustu bakteríusýkingar í loftvegum barna, einkum eyrnabólgu.

Unnið hefur verið að ná lyfjanotkuninni niður sl. ár á vegum embættisins og sjá má í skýrslunni, en sem snýr samt að mestu leyti með eftirliti með ónæmum sýklum sem borist geta til landsins með matvælum. Líka að breytingum á verklagsreglum lækna með ávísunum á sýklalyf af sænskri fyrirmynd (STRAMA verkefnið). Í flestum tilvikum er verið að gefa sýklalyf við veirusýkingum og þar sem sýklalyf virka ekkert á eða við vægum bakeríusýkingum sem líkaminn ræður best við sjálfur. Í alþjóðlegum leiðbeiningum er fyrst og fremst mælt með mati á sýklalyfjagöf við efri loftvegasýkingum í heilsugæslunni sjálfri og þar sem boðið er upp á nára eftirlit og fræðslu, frekar en skyndilausnir á vöktum. Höfuðborgarsvæðið er enn og aftur verst hvað þetta snertir. Einu góðu fréttirnar í skýrslunni í dag er hvað Íslendingar nota lítið af sýklalyfjum í landbúnaði miðað við aðrar þjóðir og sem hingað til hefur eflaust komið lýðheilsunni að milku gagni, ásamt góðu aðgengi að hreinu vatni og alm. heilnæmu umhverfi. Hvað er þá eiginlega til ráða??

Hlutfallslega er lang mest ávísað á sýklalyf meðal 0-4 ára barna

Ónauðsynleg sýklalyfjanotkun er talin eiga stærstu sök í hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi meðal helstu sýkingavalda mannsins. Það er því mat Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að eitt af veigamestu verkefnum heilbrigðiskerfa heims sé að taka á þessum vanda (1). Notkun sýklalyfja í landbúnaði hefur síðan verið víða enn meiri en meðal manna (2). Tengsl milli sýklalyfjanotkunar og þróunar ónæmis er vel þekkt, m.a. með stökkbreytingum í erfðaefni í baktería sem fluttst geta á milli tegunda og síðan útbreiðslu ónæmu stofnana í þjóðfélaginu og á sjúkrahúsum á kostnað þeirra næmu. Auðvelt hefur verið að sjá slík tengsl hér á landi milli eins algengasta sýkingarvaldsins, lungnabólgubakteríunnar svokölluðu, Streptococcus pneumoniae, sem gjarna finnst í nefkoki barna og valdið getur erfiðum sýkingum, einkum miðeyrnabólgu, kinnholubólgusýkingu og lungnabólgu (3). Kraftaverkalyfið penicillín sem talið er hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað lyf og lengt meðaldur í hinum vestræna heimi um meira en áratug, fékk því miður ekki lengi griðstað í aldingarðinum Eden eftir að það kom fyrst á markað fyrir rúmri hálfri öld. Sama sagan hefur síðan verið með flest önnur sýklalyf síðar og bakteríurnar orðið ónæmar fyrir þeim og engin ný öflug lyf í augsýn (1). Eins og segja má reyndar um flestar lífverur, aðlagast bakteríuflóran þannig breyttum umhverfisaðstæðum hverju sinni. Það er hinsvegar á valdi lækna að sjá til þess að spilla flórunni ekki um of, okkur öllum í hag síðar.

Síðastliðna tvo áratugi hefur verið markvist unnið að því hjá heilbrigðisyfirvöldum að draga úr óþarfa ávísunum lækna á sýklalyf, einkum til barna með væg sýkingareinkenni (3). Í slíkum tilfellum er að jafnaði um veirusýkingar að ræða þar sem sýklalyf koma að engu gagni eða þá vægar bakteríusýkingar sem líkaminn ræður í flestum tilvikum vel við (3). Þá er frekar hvatt til nánara eftirlits með sýkingareinkennum og ef þau versna. Þannig hefur víða verið hægt að komast hjá sýklalyfjagjöf í meirihluta tilvika víða erlendis, einkum meðal barna. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur af slíkum aðgerðum hér á landi á ákveðnum landsvæðum yfir ákveðin tímabil. Í klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis er nánar nánar tiltekið um ábendingar fyrir sýklalyfjameðferð varðandi flestar algengustu sýkingarnar og fyrsta val lyfja. Þar er vert að hafa í huga enn eitt vandamálið hér á landi snýr einmitt að mikilli notkun breiðvirkra sýklalyfja á kostnað þeirra þröngvirku.

Sýklalyfjaávísanir á ári til 0-4 ára barna per 1000 börn. Ísland samanborið við Svíþjóð.

Í Læknablaðinu 2016 var birt grein eftir Önnu Mjöll Matthíasdóttur og félaga um breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum með tilliti til umræðunnar (4). Í niðurstöðum rannsóknarinnar má glöggt sjá að ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað um aukna árvekni gegn ónauðsynlegri sýklalyfjameðferð. Spyrja má sig þó af hverju gengið hafi svona illa að draga úr mikilli og oft óþarfa sýklalyfjanotkun hér á landi, á sama tíma og betur gengur hjá nágranaþjóðunum. Rannsóknir hafa sýnt að ávísanavenjur lækna á sýklalyf ráðast af mörgum þáttum öðrum en bara þekkingu læknis. Mikið vaktálag, styttri viðtalstímar, væntingar sjúklings, lyfjaauglýsingar og vinnubrögð kollega í sömu aðstæðum geta líka haft mikil áhrif á ákvörðun um lyfjaávísun eða ekki (5). Víða er undirmönnun í heilsugæslunni og vaktálag því mikið hér á landi, ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu þar sem sýklalyfjanotkunin er mest.

Sem betur fer er sýklalyfjaónæmi alvarlegustu sýkingarvaldanna enn lítið hér á landi miðað við víða erlendis, enda landið frekar einangrað, þjóðin fámenn og almennt heilbrigði gott. Engu að síður höfum við fengið faraldra fjölónæmra pneumókokka á síðustu áratugum og sem náð hafa bólfestu í nefkoki hjá allt að 20% barna sem rekja má að hluta til mikillar sýklalyfjanotkunar meðal þeirra (3). Sýkingum fjölónæmra sýkingarvalda á sjúkrahúsum má einnig halda niðri með réttri notkun sýklalyfja og áherslu á hreinlæti og góðar smitsjúkdómavarnir. Varnarbarátta, þar sem sífellt meira hefur samt orðið að láta undan.

Ákveðnir algengir sýkingarvaldar á sjúkrahúsum erlendis eru orðnir í sumum tilvikum ónæmir fyrir öllum hugsanlegum sýklalyfjum sem til eru og því aðeins tímaspursmál hvenær slíkar sýkingar komi einnig upp hér á landi. Fjölgun ferðamanna, aukinn innflutningur á hverskonar hrávöru og tíð ferðalög landans erlendis geta flýtt þessari þróun bæði í samfélaginu og á sjúkrahúsunum. Nýjar bólusetningar gegn algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum í þjóðfélaginu, t.d. pneumókokkum, ættu líka að geta dregið að minnsta kosti tímabundið úr sýkingartíðni algengustu sýkinganna sem þeir valda og skapa okkur betra tækifæri til aðhaldsaðgerða. Það er þó alltaf á ábyrgð læknanna sjálfra að nota sýklalyfin af meiri kostgæfni en verið hefur og sporna þannig gegn þróuninni. Vandi lækna er því sá að bera hag sjúklingsins í huga, jafnhliða að viðhalda samfélagslegri ábyrgð á því sem kann að þróast á morgun.

Heimildir:

1. Center for Disease dynamics, economics and policy 2015. The state of the world´s antibiotics 2015. CDDEP: Washington, D.C.

2. Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2013. Landspítali, Sóttvarnalæknir, Lyfjastofnun, Matvælastofnun. 2014.

3. Arason VA, Sigurdsson JA. The problems of antibiotic overuse. Scand J Prim Health Care. 2010;28(2):65–66.

4. Matthíasdóttir AM, Guðnason Þ, Halldórsson M, Haraldsson Á, Kristinsson KG. Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimili- og heilsugæslulæknum. Læknablaðið 2016;102: 27-31.

5. Petursson P. GPs’ reasons for “non-pharmacological” prescribing of antibiotics: A phenomenological study. Scand J Prim Health Care. 2005;23:120–5.

http://www.bbl.is/frettir/frettir/notkun-syklalyfja-i-landbunadi-tengist-einu-alvarlegasta-lydheilsuvandamali-samtimans/1407/

Tollfrjáls innflutningur á sýklalyfjaþolnum samfélagsmósum?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 20.9.2018 - 18:25 - FB ummæli ()

Hjólaslysin og samgönguöryggið í borginni

Hjólahjálmurinn minn góði

Góð hreyfing er heilsunni jafn nauðsynleg og góð næring og svefn. Hjólreiðar eru vissulega góð hreyfing og sannarlega góð fyrir líkama og sál í flestum tilvikum. Hjólreiðar eins og þær eru stundaðar á höfuðborgarsvæðinu í dag eru engu að síður ein áhættumesta frístundin sem þú getur valið og um leið óöruggasti samgöngumátinn sé litið til slysaáhættu. Hjólreiðar er orðin ein algengasta orsök alvarlegra slysa í dag og sem flestir eru feimnir að ræða vegna ímyndarinnar um hinn heilbrigða lífstíl. Tilefni a.m.k. til hugleiðingar um besta lífstílinn sem við tileinkum okkur til að koma okkur í betra form og núvitundar. Eitt af megin markmiðum góðrar lýðheilsu á Íslandi.

Mikill áróður fyrir hjólreiðum án tillits til íslenskra aðstæðna, ræður sennilega mestu um háa slysatíðni hér á landi. Sárlega vantar þó nákvæmar tölfræðilegar upplýsingar um slysin og hér settar fram skoðanir sem fyrst og fremst eru hugleiðingar höfundar byggðar á áralangri reynslu sem læknir á Bráðamóttöku LSH. 

Lagðir hafa verið hjólastígar víða á síðustu árum, en sem jafnframt eru gjarnan göngustígar. Veðurfar, ísing, lausamöl og oft á annan hátt oft ófullkomnir fjölnota stígar. Sambland göngustíga og hjólreiðastíga eru augljóslega ekki hentugir til hraðaksturs hjóla og sem skapa áhættu jafnframt fyrir aðra vegfarendur. Jafnvel ungra barna í leik eða eldra fólks í göngutúr með t.d. hundana sína í taumi.

Sú venja virðist færast líka í vöxt að nota ekki bjölluna hér á höfuðborgarsvæðinu þegar aftan frá er komið á mikilli ferð til að fipa ekki vegfarandann fyrir framan og sá taki ekki óvænt hliðarspor. Að betra sé að þjóta bara framhjá. Hættuminnst sem sagt að taka bara sénsinn! Rafreiðhjólin gefa eins óvanari reiðhjólamanni tækifæri að fara hraðar en aðstæður annars leyfðu. Sprenging hefur verið í sölu á slíkum reiðhjólum sl. misseri. Fallþunginn og afleiðingar áreksturs er miklu meiri á slíku farartæki og sem vegur oft helmingi meira en venjulegt reiðhjól. Eins þeim mun mikilvægara að bremsur og öryggisþættir hjólsins sjálfs séu ávalt í góðu lagi.

Mörg fyrirtæki hvetja starfsmenn sína engu að síður til að hjóla í vinnuna. Heilsunnar vegna á umhverfisvænan máta og til að létta á bílaumferðarþunganum gegnum miðborgina. Jafnvel sem hið opinbera áætlar í framtíðaruppbyggingaáformum á nýju þjóðarsjúkrahúsi, stærsta vinnustað landsins. Markmiðið er að meirihluti starfsmanna hjóli eða gangi í vinnuna!!

Ef slys eru reiknuð inn í almennu heilsumarkmiðin okkar og sem sjálfsagt er að gera, að þá kann ýmsum að bregða í brún. Ekki síst samanborið við annan ferðamáta með almenningssamgöngum eða í einkabílnum því margfallt fleiri (40-60 sinnum) slasast alvarlega á reiðhjóli samanborið við akstur í bíl á höfuðborgarsvæðinu. 

Flesta daga koma nokkrir slasaðir á BMT LSH, einkum yfir sumarmánuði, margir með sjúkrabíl af slysavettvangi, aðrir á eigin vegum. Oftast eru áverkar eftir hjólaslysin, fall eða árekstur, þá ljót sár á höfði eða andliti og brot hverskonar þar sem rifbrot, axlar- og viðbeinsbrot og önnur útlimabrot eru algengust. Útiloka þarf í byrjun alvarlegustu áverkana áður en sár eru hreinsuð og saumuð. Sum beinbrotanna kalla á skurðaðgerðir. Heilaáverkarnir eru oftast sem betur betur “aðeins slæmur heilahristingur”, þökk sé reiðhjólahjálmunum í flestum tilvikum og sem verja nokkuð vel það viðkvæmasta, heilann í okkur. Fátt hlífir mænunni nema sjálf hryggsúlan og sem stundum brotnar.

Sumir hljóta líka alvarlega innvortis áverka, loftbrjóst tengt rifbrotum og innvortis blæðingar tengt t.d. drofi á milta eða lifur. Sumir slasaðir ná sér aldrei til fulls og sitja uppi með varanlegan skaða og verri almenna heilsu í kjölfarið. Miklu verri heilsu en þegar af stað var farið í hjólatúrinn „góða“ upphaflega.

Alvarlegir áverkar og þá auðvitað undanskildar vægar tognanir í háls og baki, eru sjaldséðir áverkar eftir bifreiðaárekstra hverskonar í borgarumferðinni. Þökk sé öruggum bílum og bílbeltunum ásamt loftpúðunum. Áverkar sem eru þó vel skráðir vegna bótaskyldu tryggingafélaga og vegna lögregluskýrslugerðar sem misfarast oft í venjulegum hjólaslysum og einn á í hlut. Sennilega skipta reiðhjólaslysin sem leitað er með til BMT og heilsugæslu, þúsundum á ári hverju. Minnstu hjólaslysin skila sér hins vegar ekki til læknis eins og gefur að skilja, þ.á.m. vægari höfuðhögg barna sem samt geta haft alvarlegar afleiðingar. Hlutfallslega miðað við akstur í bíl er slysaáhættan á reiðhjóli sennilega a.m.k. hundraðföld.

Vissulega eru hjólreiðar góðar fyrir líkamlega heilsu þegar allt gengur vel. Hreyfingaleysi er enda mikið tengt lífstílssjúkdómunum svokölluðum. Ofþyngd, sykursýki, æðakölkun, hjarta- og heilablóðföllunum svo það helsta sé nefnt, jafnvel sem óbein áhætta á að þróa með sér krabbamein. Önnur hreyfing en hjólreiðar við vafasamar aðstæður getur auðvitað komið að miklu gagni. Tímaleysi og umferðaröngþveiti er hins vegar mikil undirliggjandi ógn í nútíma þjóðfélagi og þar sem margir hjólreiðamenn sjá sér leik á borði til að snúa á. Og vissulega er útiveran hressandi og afslappandi á margan hátt. En hvað með aðra hættuminni hreyfingu eins og t.d. bara göngur, hlaup og sund sem taka oft aðeins meiri tíma. Eða ástund flesta annarra íþrótta almennt þar sem hjólreiðar eru einna áhættusamastar allra. Eðlisfræðin með sínum fallhraða og þunga er auðvitað aldrei undanskilin þegar um áverka er að ræða og sérstaklega þar sem hausinn er of fyrstur að skella niður í jörðina eða á aðskotahluti sem á vegi hans verður.

Umræðan um árið þegar sumir mæltust til að lögleiða hjálmanotkun litaðist á eftirminnilegan hátt hins vegar í afneitun margra hjólreiðakappa og jafnvel í samtökum þeirra. Að verið væri að stilla upp hjólreiðum sem hættulegri athöfn sem drægi úr áhuga. Lögleiðing reiðhjálma er engu að síður staðreynd hvað börnin varðar og sem talar sínu máli og ekki bara frauðplastkubbur á haus eins og sumir hafa sagt, jafnvel fyrrverandi þingmaður Viðreisnar. Þá heyrðust líka raddir að hjálmar gæfu falkst öryggi. T.d. gefið bílstjórum vísbendingu að hjólreiðarmaðurinn væri betur varinn en hann í rauninni er og að ekki þyrfti að taka jafn mikið tillit til hans í umferðinni svo sem við framúrakstur. Í raun svipuð ómarkviss rök og þegar sumir reiðhjólamenn sem fara geyst vilja ekki trufla gangandi eða aðra hjólandi vegfarendur á göngustígnum með bjölluhringingu á síðustu stundu. Ofuráherslur á hjálmanotkun og bjölluhringingar skemmi ímyndina á hinni heilsusamlegu hjólreiðum!

Hjólreiðar við góðar og öruggar aðstæður og þegar hjólið sjálft er eins örugg og verða má og slysahættan í lágmarki, er flestum til gagns og skemmtunar. Ef aðstæður eru slæmar, öryggisþáttum ábótavant eða að hjólreiðamaðurinn sé mest í kappi við sjálfan tímann, geta hjólreiðar verið stórhættulegar og sem við sjáum því miður nú tengt samgönguáætlunum í Reykjavík og nágrennis. Hjólreiðamanninum sjálfum og öðrum saklausum vegfarendum sem á veigi hans kann að verða þá oft til skaða.

Á annað þúsund misalvarleg reiðhjólaslys á ári

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

Föstudagur 14.9.2018 - 11:43 - FB ummæli ()

Hlemmur hraðferð, sællar minningar

Í gamla daga var hægt að taka þægilega hraðferð með Strætó, milli miðborgarinnar, Lækjargötu eða Hlemm, og úthverfanna. Ferð sem tók oft aðeins 10-15 mínútur og þegar maður átti oftast skemmtilegt og gott erindi í miðborgina. Þetta kom upp í hugann ekki eingöngu tengt umferðavandanum í dag heldu meira þegar ég hugsa um “Hlemm heilbrigðiskerfisins”, Bráðamóttöku LSH í Fossvogi og þangað sem oft vel á þriðja hundruð sjúklinga, misveikir og slasaðir leita á hverjum sólarhring. Hins vegar sannarlega eingin hraðferð þangað frekar en nú í miðbæinn og þar sem engar tímaáætlanir standast. Þjónusta sem upphaflega var skipulögð fyrir allt aðrar þarfir, en sem nú er kappkostað að koma á í neyð og að koma sem flestum út aftur með misgóðum árangri enda margir aldraðir strandaglópar í kerfinu. Endastöð líka veglausra farþega í heilbrigðiskerfinu öllu, ekki síst höfuðborginni sjálfri. Síðasta athvarf þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og sem sum stjórnmálaöfl í ríkisstjórninni þykjast berjast hvað mest fyrir. Og aukningin er mikil ár eftir ár, að viðbættri allri þjónustu fyrir milljónir blessaðra ferðamanna sem heimsækja landið okkar.

Höfuðborgin sinnir sínu skipulagi á sinn sérstaka hátt og sitt sýnist hverjum nú um lífvana miðbæinn fyrir hinn venjulega Reykvíking sem orðið forðast hann eins og heitan eldinn. Umferðin aldrei hægari enda samþjöppun þjónustu náð nýjum hæðum á kostnað íbúagæðanna. Allt snúist um að borgin græði sem mest á útlendingum, stofnunum og nú jafnvel nýjum þjóðarspítala á Hringbrautareyjunni. Í þokkabót fyrir ómældan aukakostnað og óhagræði á alla vegu miðað við skynsamlega staðsetningu. Ómöguleiki stjórnmálanna hafa þannig fengið nýja merkingu í samstarfi tækifærisflokkanna nú með stærsta stjórnmálaflokki landsins. Til að gæta sinna sérhagsmuna og trúnaðar við jafnvel eldgamla forystu. Skynsamleg skipulagsuppbygging, hagkvæmni og mannleg heildstæð þjónustu virðast skipta  þá minnstu máli.

Steininn tekur þó út hvað sjálft heilbrigðiskerfið varðar með skertu aðgengi og þjónust hvert sem litið. Ný múlbundin rekstraform hafa sum staðar náð í gegn í sveltri heilsugæslunni til áratuga, m.a. til að fylla í stærstu götin. Enn er t.d. langt í land að allir hafi sinn heimilislækni eins og við þekktum í gamla daga. Tíminn og mannleg samskipti við heilbrigðiskerfið er markaðsett með sparnaði og auðveldast að vísa bara á kvöldvaktir og nýja aðgangshindraða Hlemminn. Allir í heilbrigðiskerfinu hlaupi bara hraðar, fyrir sömu laun. Og nú einning í skertri og samningslausri sérgreinaþjónustu sem heilbrigðisyfirvöld virðast hatast út í. Miklu ódýrara að stefna sjúklingum bara á yfirfullan Hlemminn og í basta falli vanmáttugar göngudeildir.

Göngudeildarkerfi sem sumir stjórnmálamenn samt dreymir um á nóttunni og jafnvel að koma megi upp, sambærilegt á göfugri hátt eins og var með gömlu góðu Hlemmur-Lækjargata hraðleiðinni og þegar borgin var allt önnur og manneskjulegri en hún er í dag. Borg sem jafnvel í þá daga byggði veglegan og fullkominn spítala fyrir bráðaþjónustuna á besta stað sem fannst í bænum og sem var þá í Fossvogi. Hálfrar aldar sluksuháttur hefur því svo sannarlega komið illa í bakið á Reykvíkingum hvað skipulags- og heilbrigðisþjónustuna varðar og sem engan endi virðist nú ætla að taka. Skömm stjórnvalda hefur aldrei mátt vera meiri á lýðveldistímanum og jafnvel að meðtöldum þjóðveldistímanum sem stjórnmálamennirnir kappkosta nú að minna okkur á í dag, með bros á vör og blóm í hnappagatinu. Á mesta “hagsældartímabili” Íslandssögunnar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Fimmtudagur 9.8.2018 - 13:53 - FB ummæli ()

Ætlum við að fórna séríslenskum lýðheilsugæðum?

Skólahænurnar á Hólmavík

Klasakokkar valda flestum sárasýkingum meðal manna og dýra. Sýklalyfjaþolnir klasakokkar, svokallaðir Samfélags-MÓSAR (MRSA) eru sem betur fer ekki almennt þekktir í okkar almennu manna- og dýraklasakokkaflóru á Íslandi og sýkingar tengdir þeim því sjaldséðar hér á landi. Þessu er öðruvísi farið í öðrum löndum þar sem hlutfall slíkra sýkinga eru oft algengar. Upphafleg uppspretta slíkra sýkla er að hluta frá landbúnaði, tengt dýraeldi og kjötrækt og þar sem sýklalyfjanotkun er mikil. Allt að 80% fersk svínakjöts til manneldis hefur þannig mælst smitað af Samfélags-MÓSUM í Danmörku og rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjungur svínabænda þar bera MÓSA í nefi. Þannig komnir í normalflóruna þeirra og sem smitast geta auðveldlega í sár og í aðra einstaklinga sem þeir umgangast. Í Danmörku einni greinast um 4000 tilfelli MÓSA-sýkinga/smita á ári hverju. Að flytja inn ferskt kjöt erlendis frá, smitað af sýklalyfjaþolnum flórubakteríum dýrsins beint í kjörborð íslenska kaupmannsins er álíka og sérpanta mikinn ófögnuð og ógn við íslenska lýðheilsu í sérútbúnum neytendaumbúðum. http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/11/20/samfelagsmosar-i-hrau-kjoti-og-sarasykingum/

Það sem gerir kannski vandann sérstakan á Íslandi er hvað smitleiðir nýrra stofna sýkla, sérstaklega sýklalyfjaónæmra, getur orðið hraður. Þar ræður miklu, mikil sýklalyfjanotkun almennings, ekki síst meðal ungra barna (hæst á Norðurlöndunum). Einnig hátt hlutfalla barna í leikskólum og mikil þátttaka almennings, sérstaklega ungs fólks í hópíþróttum í íþróttahúsum, á gervigrasvöllum, líkamsræktarstöðvum og á sundstöðunum og þar sem hreinlæti er víða ábótavant og eftirlit í lágmarki. MÓSAR hafa t.d. náð að verða 30-40% orsök sárasýkinga á vissum sambærilegum stöðum erlendis. Við höfum líka reynslu af mjög hraðri útbreiðslu nýrra fjölónæmra pneumókokka í nefkoksflóru íslenskra barna (allt að 20% á árunum 1990-2000) og sem hefði átt að vera okkur góð lexía hvað þekkingu varðar á áhrifaþáttum dreifingar sýklalyfjaónæmra stofna í landsflóruna.

Heilbrigðisstofnanir hér á landi hafa hingað til a.m.k. leitað MÓSA-smitbera sem þangað sækja þjónustu til að hefta útbreiðslu og ef sjúklingur hefur dvalist á heilbrigðisstofnum erlendis sl. mánuði. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sem meðhöndlað hefur MÓSA-smitbera á einhverju stigi (líka samfélagsmósa), eru sendir í kembileit og mega ekki vinna með aðra sjúklinga fyrr en hugsanlegt smit hefur verið upprætt. Samt á að samþykkja nú að sýklalyfjaónæmu saurgerlarnir (ESBL E, Coli) og samfélagsmósarnir (MRSA) verði fluttir inn erlendis frá með hráu fersku blæðandi kjöti og í umbúðum sem alltaf geta lekið (frosið kjöt heftir þessa smithættu hins vegar mikið). Í kjötborð kaupmannsins og þá á aðrar kjötvörur og síðan í eldhús landsmanna. Þegar lýðheilsumarkmiðin eru að því er virðist látin víkja fyrir hagsmunum Samtaka verslunarinnar, í nafni neytendaverndar og gæða!!!

MÓSA-innrás samkvæmt lögum

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 1.8.2018 - 19:20 - FB ummæli ()

MÓSA-innrás samkvæmt lögum

Umræða og áhyggjur stjórnvalda nú eftir að EFTA dómsúrskurðurinn í vetur sem kvað á um að öll höft íslenska ríkisins á innflutningi á erlendum sláturafurðum væru óheimilar hefur litast fyrst og fremst af hræðslu á matareitrunum og ef marka má t.d. ríkisfjölmiðillinn RÚV. Aðallega er um að ræða hræðslu á Salmonellu- og Kamphýlobaktersmiti sem er miklu hættumeira úr erlendri hrávöru en þekkst hefur hér á landi. Í Bretlandi hefur t.d. allt að þriðjungur slátraðs kjúklings borið með sér Kamphylobaktersmit. Nú snýst málið þannig f.o.f. að betri upprunamerkingu kjötsins og gæðaeftirliti sem alls ekki er til staðar hér á landi, nema þá í mýflugumynd. Gott og vel og ef ekki væri lítið framhjá miklu víðtækara (algengara) og langvinnara varanlegu vandamáli, tengt sýklalyfjaþolnum/ónæmum „eðlilegum“ flórubakteríum sem alltaf berst með fersku kjöti (sér í lagi ófrosnu). Flóra sem smitast þá mun óhjákvæmilega í stórum stíl í almenna flóru landans og síðan til dýranna okkar. Sýklar sem munu valda miklu algengari tilfallandi sýklalyfjaónæmum sýkingum hjá mannfólkinu á Íslandi í framtíðinni ef að líkum lætur. Meðal annars með sárasýkingum hverskonar og t.d. þvagfærasýkingum, meðal annars hjá ungum börnum auðvitað.

„Venjulegir“ sýklalyfjaónæmir E. Coli saurgerlar (ESBL) og klasakokkabakteríur (Ca-MRSA, MÓSAR) finnast oft í/á erlendu hráu kjöti og sem dýrin hafa borði með sér við ræktun (í allt að meirihluta kjúklings t.d. frá Svíþjóð og í dönsku svínakjöti). Þessar bakteríur smitast óhjákvæmilega í kjötið við slátrun. Lýðheilsusjónarmið um vernd íslensku næmu flórunnar okkar verða þar með látin lúta í lægra haldi fyrir ESB ákvæði. Ekki eins og með lúpínuna í íslenska jurtaríkið á sínum tíma, heldur með sýklum sem valdið geta lífshættulegum sýkingum og óheyrilegum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið allt. M.a. í lyfjakostnaði (miklu dýrari og breiðvirkari sýklalyf ef þau þá finnast eða eru til) og seinkaðri og oft flókinni meðferð.

Heilbrigðisstofnanir hér á landi hafa t.d. hingað til leitað MÓSA-smitbera til að hefta útbreiðslu og ef sjúklingur hefur dvalist á heilbrigðisstofnum erlendis sl. mánuði. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sem meðhöndlað hefur MÓSA-smitbera á einhverju stigi, eru sendir í kembileit og mega ekki vinna með aðra sjúklinga fyrr en hugsanlegt smit hefur verið upprætt. Samt á að samþykkja nú að sýklalyfjaónæmu saurgerlarnir og samfélagsmósarnir verði fluttir inn erlendis frá í tonnatali með hráu blæðandi kjöti og í umbúðum sem alltaf geta lekið. Í kjötborð kaupmannsins og síðan eldhúsin og í landsmenn alla, þ.m.t. börnin okkar. Þegar lýðheilsan er látin víkja fyrir hagmunum Samtaka verslunarinnar, í nafni neytendaverndar og gæða!!!

Samfélagsmósar í hráu kjöti og sárasýkingum

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 22.6.2018 - 10:46 - FB ummæli ()

Sjúkrafluningum með flugi allt of óöruggur stakkur búinn

Hér er mynd af einni af 17 nýjum AW101 þyrlum norsku strandgæslunnar og sem ætlaðar eru til sjúkraflutninga, sérútbúnar fyrir flug norðurslóðu. Þær eru með mjög fullkomnum tækjabúnaði til leitar og björgunar við þröng og erfið skilyrði (m.a. lasermiðuðum lendingarútbúnaði. Eins mjög öflum afísingabúnaði sem eldri þyrlur hafa ekki. Þær hafa umtalsvert meiri flughraða (277km/klst) en eldri þyrlur og lengra flugþol eða í allt að 7 klst. Augljóst má vera að slíkar þyrlur mynu henta okkur Íslendingum vel fyrir landið allt og miðin. Tvær AW101 þyrlur höfðu Íslendingar reyndar pantað 2008 fyrir LHG, en hættu síðan við 2012. Norðmenn reka yfir 20 bækistöðvar fyrir sjúkraþyrluflug víðsvegar um landið allt. Nú er verið að ræða um að kaupa/leigja tvær gamlar Puma-þyrlur af Norðmönnunum, í stað tveggja enn eldri þyrlna sem notaðar hafa verið hér á landi um árabil. Innviðauppbyggingin í raun á mesta hagsældartímabili Íslandssögunnar.

Ítrekað verið bent á vanda sjúkraflugs hér á landi sl. ár og sem nálgast að vera 1000 á ári og eykst stöðugt. Aðallega er rætt nú um skert öryggi vegna lokunar neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Skertir samningar um flug alls staðar af landinu sem eru um 700 á ári, vöntun á flugbrautum fyrir vélar sem slíkt flug krefst úti á landi og vannýting á þjónustu þyrlusveitar LHG hefur einnig verið nefnt. Erlendum ferðamönnum fjölgar um 30% á ári og nýjustu fréttir herma að 80% aukning er á alvarlega slösuðum túristum í umferðinni á Íslandi 2015-2016 samkvæmt nýjustu fréttum og þar sem fyrri rannsóknir sýna að túristar eiga stærsta þátt í alvarlegustu umferðaslysunum á ófullkomnum vegunum landsins. Fyrirséð þannig vaxandi skerðing að nauðsynlegum öruggum flutningum á bráðveikum og slösum af landinu öllu til þjóðarsjúkrahússins til sérhæfðar greiningar og meðferðar og þar sem hver mínúta getur skipt máli.

Sem ákveðna lausn við vanda sem skapast hefur af lokun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli hafa stjórnvöld beint augum að opnun neyðarbrautar á Keflavíkurflugvelli sem mun kosta allt að 300 milljónir króna og sem samt engan vegin fullnægir þjónustu þegar um neyðartilfelli er að ræða og sem lengir flutning um a.m.k. eina klukkustund. Nú þegar er viðbragðstími fyrir sjúklinga með blóðþurrðarsjúkdóma (aðllega í hjarta og heila) oft allt of langur og fram kemur í nýrri grein í Læknablaðinu. Flugvöllum til notkunar fyrir almennt sjúkraflug hefur einnig stórlega fækkað sl. ár á landsbyggðinni og sem gera þessi mál öll vandmeðfarnari og eykur enn álag á sjúkraflutningum með þyrlum.

Forsvarsmenn ríkis og borgar vísa hvor á annan. Ríkið ber ábyrgð á framkvæmdum við Nýjan Landspítala og borgin á lokun neyðarbrautar. Árið 2012 gerðu þessir aðilar þó með sér samning að flugvöllur væri ekki skilyrði lengur við staðarval spítalans í samræmi við nýtt Aðalskulæag Reykjavíkurborg, AR 2010-2030 og sem fyrri skipulag gerði ráð fyrir ásamt stórauknum samgöngubótum til spítalans. Skipuleggjendur Spítal hópsins reikna síðan með að þyrlupallur verði aðeins notaður í undantekningatilfellum við sjúkraþyrluflugið eða sem samsvaraði um innan við 12 lendingum á ári (árið 2012) en þegar sjúkraflutningar með þyrlum LHG nálgast nú að vera um 300 á ári!! Í um helming slíkra flutninga er um alvarlegra veika eða slasaða að ræða sem þurfa að komast sem fyrst undir læknishendur til frekari greiningar og meðferðar. Áverkar og veikindi eru oft enda óljósir í byrjun og þar sem flestir þurfa á síðar skurðaðgerðum og gjörgæsluplássi að halda. Til að kóróna vitleysun er síðan enn þrengt að lendingarsvæði að fyrirhuguðum þyrlupalli með byggingum allt í kring, meðal annars á Valslóð og gamla enda neyðarbrautarinnar. Löngu er ljóst að aðeins verði leyfðar lendingar á 2-3 mótora þyrlum  vegna öryggissjónarmiða, en ekkert tillit samt tekið til mengunar, hávaða sem fylgja þyrufluginu á viðkæmu spítala- og rannsóknastarfseminni eða auðvitað stórslysahættu á spítalalóðinni sjálfri og meðferðarkjarna ef plan A gengur nú ekki upp einhverja hluta vegna og vill verða!!

Eins er bent á í Læknablaðinu að sennilega séu þyrlusjúkraflutningar þegar í dag vannýtt tækifæri hér á landi og bent jafnvel á þörf á léttari þyrlum til sjúkraflutninga, t.d. frá Suðurlandi. Eins og nú horfir er því allt útlit fyrir að flutningstími sjúkra og slasaðra að þjóðarsjúkrahúsinu okkar og sérhæfðrar læknishjálpar geti lengst til muna í framtíðinni með lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar og staðsetningar Nýs Landspítala við Hringbraut þar sem aldrei verður hægt að bjóða upp á öruggt sjúkraþyrluflug. Er þetta það sem þjóðin kaus varðandi endurreisn heilbrigðiskerfisins árið 2017 og fyrir nána framtíð?

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2017/01/nr/6182

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 19.6.2018 - 01:35 - FB ummæli ()

Lífshættulegt tap gegn stjórnvöldum!!

Hið frækna landlið Íslands í fótbolta á HM í Rússlandi og sem sýnir hér samhug með keppinaut sínum, Nígeríu á föstudaginn.

Hvað sem segja má um byggingaáform Nýs Landsítala ohf. nú við Hringbraut og sem reyndar að margra dómi eru mjög misráðin, er víst að engin jafn mikilvæg gagnrýni hefur verið þögguð jafn rækilega niður af stjórnvöldum hér á landi á seinni árum. Einkum sl. 5-6 ár og eftir að ljóst var að upphaflegar forsendur voru brostnar á Hringbrautinni (og sem voru þó sér fyrirfram pantaðar af hagsmunaaðilum upp úr aldarmótunum síðustu, þar á meðal Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg.

Allan þennan tíma hefur ekki mátt ræða nýja staðarvalsathugun þrátt fyrir ótal rök fagaðila og stöðugt nýja forsendubresti. Í dag sjá flestir þessi rök og jafnvel að framkvæmdin stefni í gífurlegan sokkinn kostnað þegar upp verður staðið. Fyrir utan óhagræði og óþægindi á viðkvæmri spítalastarfseminni á Hringbraut meðan á framkvæmdum stendur. Aðgangshindranir fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk eru þó alvarlegastir næsta áratuginn í þessu dæmi öllu og jafnvel miklu lengur. Eins stórhættulegar sjálfskapaðar aðstæður fyrir sjúkraþyrluflutninga sem sífellt færist í vöxt og verða mikilvægari og lesa má nær daglega í fréttum.

Hvernig má þetta vera með jafn mikillvægt mál og að öll varnaðarorðin sem vel þekkja til, séu hundsuð. Jafnvel sett í fréttabann eins og hjá RÚV ohf. Rök sem flestir stjórnmálamenn sjá í dag en segja síðan að sé of seint að ræða! Allir vita að nýtt aðalskipulag Reykjavíkur (AR 2011-2030) þurrkaði út samgöngubætur sem skilyrtar voru í fyrra staðarmati á Hringbraut 2008 og sem urðu að vera til staðar ÁÐUR en framkvæmdir hæfust! Nú eins óvissa, og jafnvel stefnt að brottför Reykjavíkurflugvallar strax um svipað leiti og fyrsta byggingaáfanga á að verða náð 2024! Ein af annarri meginforsendum upphaflegs staðarvals á Hringbraut á sínum tíma.

Ekkert nýtt áhættumat á þyrlusjúkrafluginu við spítalann síðan gert eftir 2012, vegna gjörbreyttra hættulegra aðstæðna við spítalann, m.a. vegna staðsetningar þyrlupallsins og byggðarinnar nú allt í kring!

Þjóðinni á eftir að blæða fyrir þessa kúgun á skoðanafrelsi þjóðarinnar og klúðrinu á einni dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar. Gríðarlegur aukinn kostnaður hefur eins verið reiknaður við allar framkvæmdir í heildardæminu, miðað við ef byggt væri á besta stað! Stjórnvöld hafa meðvitað þannig hundsað allar ábendingar og hlutast jafnvel til þess með þöggun á ríkisfjölmiðlinum! Allir sjá þetta í dag nema e.t.v. þeir heilaþvegnu á Alþingi. Byggingamálin á þjóðarsjúkrahúsinu væru komin í miklu betri farveg í dag ef strax hefði verið hlustað, eða um svipað leiti og t.d. SBSBS (Samtök um betri spítala á betri stað) hóf baráttu sína, í bestu trú, fyrir um 5 árum síðan, án allra sérhagsmuna. Og vissulega mæti ennþá gera betur í dag ef bara allan viljan vantaði ekki. Þjóðin getur enn unnið þennan stórleik aldarinnar.

Í dag vantar reyndar miklu frekar mannskap í heilbrigðiskerfið, einkum hjúkrunarfræðinga, en endilega meiri steypu og stál á Hringbrautinni. Hálfu sjúkradeildarnar eru lokaðar vegna manneklu, eins og sjá má t.d. á öldrunardeildum, geðdeildum m.a. fíknigeðdeild og síðan á sjálfri Hjartagáttinni í sumar. Stöðugt lífshættulegt yfirflæði hefur síðan verið allt allt árið og miklu lengur á Bráðamóttöku LSH vegna langleguvanda og þjónustu við aldraða.

Lífshættulegu tafirnar sem stjórnvöld hamra bara á ef farið er í nýja og nútímalega staðarvalsathugun á framtíðarsjúkrahúsinu okkar eru þannig ekki byggingalegs eðlis. Nei, þær eru vegna þekkingar- og skeytingaleysi miklu frekar og vonandi ekki mannlegar óvildar. Með tilliti til mannlegrar gæsku, hugvits og reynslu sem býr í grunnlögum heilbrigðiskerfisins, bæði þess ríkisreka og einkarekna. Allra síst er þörf á að ríkisfjölmiðlar séu notaðir til að þagga niður umfjöllun á miklu hagkvæmari lausnunum, til skemmri og lengri tíma. Og það til að þóknast systurhlutafélögum í meirihlutaeigu ríkisins!

Við sem þjóð hljótum að geta gert kröfu um að 100-200 milljarða króna byggingafjárfestingar af almannafé og fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins næsta áratuginn, sé sem best varið og forgangsraðað sé eftir þörfum og hagkvæmni á hverjum tíma. Annars standa síðan bara húsin kannski tóm þegar yfir lýkur á henni Hringbraut?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 10.5.2018 - 12:06 - FB ummæli ()

Gætu lífeyrissjóðirnir bjargað okkur úr gapastokknum á Hringbraut?

Það stefnir í allt að 160 milljarða króna reikniskekkju á Hringbrautarframkvæmdum og rekstri LSH næstu 5 árin!

80 milljarða vantar nú þegar til reksturs LSH til 2023.  Síðan stefnir í að byggingakostnaður við fyrsta áfanga Nýs Landsspítala fari allt að 100% fram yfir áætlaðan byggingakostnað 550.000 per. fm2. í fyrsta áfanga til 2023 og miðað við þá reynslu sem þegar er kominn á framkvæmdir við Hörpuhótelið. Fermetraverð var áætlað um 1.200.000 kr. á Hörpuhótelinu en sem nú stefnir í að verða a.m.k. 1.500.000 kr., auk mikilla tafa og þegar eru orðnar vegna erfiðleika við framkvæmdir á þröngri miðbæjarlóðinni. Fullkomin spítalabygging í tveimur húsum, meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi, kostar a.m.k. ekki meira en hótelbygging (um 80.000 fermetrar og því væntanlega aldrei undir 80 -100 milljarða króna).

Verða Hringbrautarframkvæmir síðan enn meiri blóðsuga á rekstur spítalans en orðið er? “Fjárveitingar til reksturs spítalans árið 2018 er um tveimur milljörðum lægri á föstu verðlagi en árið 2008, þrátt fyrir verulega aukna eftirspurn eftir þjónustu og fjölgun verkefna.”

Miklu hagkvæmari og hraðari framkvæmdir fást auðvitað samt með að byggja á hagkvæmum og opnum stað eins og SBSBS hefur margsinnis bent á sl. ár og sem auk þess yrði miklu aðgengilegri og meira miðsvæðis fyrir höfuðborgarsvæðið allt. Fyrir sjúkraflutninga, sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk og sem ætti miklu meiri möguleika að klárast í einum áfanga á ca 10 árum með undirbúningstíma, t.d. á Keldum. Eins til að losna við gríðarlegt ónæði á starfseminni við Hringbraut og aðlægt umferðaröngþveiti næsta áratuginn við miðborgina, enda fyrirliggjandi forsendur úr aðalskipulagi Reykjavíkurborgar (AR2002-2024) löngu brostnar með AR 2010-2030 og Reykjavíkurflugvöllur jafnvel á förum.

Nú hafa skapast miklir möguleikar að fá lífeyrissjóði landsins til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi og innviðauppbyggingu, ekki síst þegar um er að ræða ríkisábyrgð. Öruggur fjármagns- og lánakostnaður gæti skilað mikilli hagræðingu í byggingakostnaði þjóðarsjúkrahúss á besta stað á lágmarkstíma og reksturs sem hentar. Reiknað hefur verið út fyrir samtökin SBSBS að hagræðingin af þessu öllu saman miðað við föst árleg fjárlög til LSH, færi langt með að borga niður lántökukostnaðinn, ca. 100 milljarðar króna á hálfri öld. Er ekki fyrir löngu kominn tími að reikna a.m.k. allt dæmið aftur á Hringbrautinni, í stað þess að stefna í óheyrilegan sokkinn kostnað með smjörklípuaðferðinni við ómögulegar aðstæður og fyrir séð að hugsa þurfi allt dæmið að nýju og framkvæmdum loks lýkur um 2030?

Opinn fundur SBSBS (Samtaka um betri spítla á betri stað) verður á morgun 11. maí í Norrænahúsinu með þátttöku fulltrúa stjrónmálaflokkanna af tilefni borgarstjórnarkosninga 2018, eins og fyrir Alþingiskosningarnar 2017.

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

Miðvikudagur 11.4.2018 - 16:38 - FB ummæli ()

Hornreka þjóð á Hringbraut!

Þöggun stjórnvalda á gagnrýnisraddir um byggingaáformin á Nýjum Landspítala á Hringbraut síðastliðin 4 ár og þegar löngu mátti vera ljóst að fyrri forsendur og staðarvalsniðurstöður voru gjörbreyttar, er ein alvarlegasta þöggun fyrir almannahagsmunum sem um getur og sem stefnir í að geta valdið sokknum kostnaði sem toppar IceSave skuldina frægu.

Einn alvarlegasti hlutinn snýr þó að fyrirséðum hættulegum aðgangshindrunum að nýja þjóðarspítalanum á Hringbraut og Alþingi samþykkti “í sinni endanlegu mynd” 2014. Eins er varðar öryggi sjúkraþyrluflugs til spítalans og eins óvissu með framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar fyrir almennt sjúkraflug og sem var ein af grunnforsendum upphaflegs staðarvals þjóðarspítalans á Hringbrautarlóðinni. Í dag vantar t.d. nýtt áhættumat vegna fyrirhugaðra lendinga á þyrlupalli á 5 hæð rannsóknarhússins, vegna gjörbreyttra forsenda aðflugs frá því pallurinn var hannaður 2011. Nánar tiltekið brottnáms aðflugsbrauta (opinna svæða) og lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli og uppbyggingu hótela- og íbúabyggðar við NA enda brautarinnar sunnan spítalans (m.a. á Valslóðinni). Umfang og þörf þyrlusjúkraflutninga hefur stóraukist sl. ár og stefnir nú í þörf á nær daglegum flutningum, ekki síst á slösuðum.

Stórgallaðar og hættulegar spítalaáætlanir geta í myndlíkingu verið eins og stórslasaður sjúklingur og fjölmiðlar, nærstaddir vegfarendur en sem líta bara undan. Málið varðar hins vegar í raun öryggi og velferð flestra þjóðfélagsþegna oft í mestu neyð lífs síns. Heilbrigðisstarfsfólki ber að taka ábyrga afstöðu til málsins og eins með tilliti til framtíðarþróunar þjóðarsjúkrahússins okkar.

Nýr heilbrigðisráðherra og meirihluti Alþingis kýs hins vegar að stinga hausunum áfram í sandinn. Þrátt fyrir endurtekin sérpöntuð staðarmöt fyrir nýju þjóðarsjúkrahúsi á Hringbraut, síðast 2008 og stofnun opinbers hlutafélags um verkefni 2010, að þá hafa allar grunnforsendur GJÖRBREYTTIST síðar. Mikil og miklu hraðari uppbygging í miðbænum en nokkurn grunaði með tilheyrandi umferðarálagi og nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar (AR 2010-2030) sem þurrkaði út nauðsynleg umferðarmannvirki og greiðan aðgang bílaumferðar, m.a. fyrir sjúkraflutninga og starfsfólk sem var gert ráð fyrir í fyrra aðalskipulagi Reykjavíkurborgar (AR 2002-2024) enda ein af grunnforsendum Hringbrautarstaðarvalsins. Þannig algjör forsendubrestur þegar orðinn fyrir Hringbrautarstaðarvali 2014 þegar Alþingi lagði blessun sína á gjörninginn en sem allir sjá í dag hvað var einfeldningslegur. Nýjar hugmyndir nú um Borgarlínu og Miklubrautina í stokk eru allt of seint komnar varðandi spítalauppbyggingu í miðbænum og hleypa kostnaðinum þá miklu meira upp, jafnvel tvöfalda heildarkostnaðinn. Eins hefur komið í ljós miklu verra ástand eldra húsnæðis á Landspítalalóðinni en upphaflega var gert ráð fyrir og þannig fyrirséður miklu hærri kostnaður við enduruppbyggingu á allt að 60.000 fm2 húsnæðis Landspítalans í öðrum og þriðja áfanga Hringbrautarverkefnisins og lagt er upp með á árunum 2024-2030.

Til að klóra í bakkann vegna stöðunnar eru komnar nýjar tillögur frá framsýnni stjórnmálamönnum, m.a. í stærsta ríkisstjórnarflokk landsins, Sjálfstæðisflokksins, nánar tiltekið á nýyfirstöðnum landsfundi þeirra. Stranda megi “dæmda” verkefninu a.m.k. eftir 1. áfangann og að strax skuli vera farið í staðarvalsathugun fyrir frekari sjúkrahúsuppbyggingu á besta stað. Í svipaðan streng tekur nýr Landlæknir í viðtali í Morgunblaðinu um helgina. Miðflokkurinn vill hins vegar nýtt stöðumat strax og lagt fram þingsályktun á Alþingi í því skyni. Flokkur fólksins, Píratar og jafnvel Framsóknarmenn vilja nýtt staðarmat fyrir nýjan spítala. Allir vel meinandi horfa nú til Keldnalandsins í því samhengi og sem löngu fyrir aldarmót var hugsað sem besti framtíðarstaður fyrir nýtt og gott þjóðarsjúkrahús. Svipaðar hugmyndir voru einnig með Vífilstaðalandið. Hugmyndafræðin og sem lagt var upp með upphaflega um eitt stórt sameiginlegt háskólaþjóðarsjúkrahús á Hringbraut frá því rétt eftir aldarmótin síðustu, m.a. í hagræðingar- og sparnaðarkyni og sem stjórnvöld vísa enn til, er hins vegar fyrir löngu hrunin. Til hvers að bíða og sökkva sér enn dýpra í sokkinn kostnað og óhagræði í stað þess að endurskoða og ræða allt málið fyrir opnum tjöldum?

Fyrir löngu er kominn tími á opinbert stöðumat framkvæmdaáætlana Alþingis frá því 2014 við Hringbraut til að forða megi þjóðinni frá óheyrilegum sokknum kostnaði, jafnvel strax eftir 1. áfangann. Eins gríðarlegu óhagræði og ónæði í öllu starfsumhverfi spítalans við Hringbraut vegna framkvæmdanna næsta áratuginn. Síðast enn ekki síst stórhættulegu og skertu aðgengi af landi sem úr lofti að sameiginlegri aðalbráðamóttöku alls landsins næstu áratugina. Þjóðin á miklu betra skilið, ekki síst eftir allar hremmingarnar í heilbrigðiskerfinu sl. áratugi og sem daglega eru í fréttum.

Hugsa verður allt Hringbrautardæmið strax upp á nýtt. Starfsmynd og samþykkt Alþingis frá 2014 gerir samt ennþá ráð fyrir heildardæminu öllu og að því verði lokið á árunum 230-2035. Ekki að hætt verði við allt meðan á framkvæmdum stendur við 1. áfangann og nú er mikið rætt og jafnvel miklu fyrr sem er skynsamlegast!!  Í dag vantar okkur fyrst og fremst hjúkrunarrými fyrir aldraða og sem yfirfylla t.d. alla ganga gömlu bráðamóttökunnar í Fossvogi og fleiri reyndar gjörgæslupláss fyrir svæfingardeildir spítalana vegna m.a mikillar aukningar á alvarlegum umferðaslysum og sem nær daglega eru í fréttum. Bráðadeildin sjálf stendur annars nokkuð vel að vígi húsnæðislega séð, ásamt góðu umferðalegu aðgengi og aðstæðum er varðar sjúkraþyrluflugið. Fráflæðið er hins vegar mesta vandamálið og starfsfólk sárvantar, einkum hjúkrunarfræðinga. Sumar deildir gamla Landsspítalans standa t.d. hálf tómar og lokaðar vegna manneklu eingöngu. Gamla fólkið þarf hins vegar allaf þjónustu við sitt hæfi og sannarlega vantar sárlega upp á það í dag, þjónusturými og öldrunarhjúkrunarrými hverskonar.

Við getum vel beðið eftir fullkomnu og nýju hátækniþjóðarsjúkrahúsi á besta stað í rúman áratug. Þar sem allir þjónustuþættir fyrirmyndar þjóðarsjúkrahúss verði vel skoðaðir og hagræðingin höfð í fyrirrúmi.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn