Laugardagur 28.08.2010 - 09:44 - 36 ummæli

Efnahagslegt sjálfstæði – „Icelandic style“

Í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld töldu margir að efnahagslegt sjálfstæði væri nauðsynlegur grunnur undir pólitískt sjálfstæði.  Núverandi kynslóð sem hefur tekist að rústa arfleið forfeðra sinna er á öðru máli og skyldi engan undra.

Eimskipafélagið, Landsbankinn, Útvegsbankinn, Búnaðarbankinn, Rafmagnsveitan og Hitaveitan, allt voru þetta stolt foreldra okkar og fyrri kynslóða sem höfðu lagt mikið á sig til að byggja þessi fínu fyrirtæki upp fyrir næstu kynslóðir.  Ekki grunaði menn að börn þeirra myndu rústa þessum gersemum og koma þeim beint eða óbeint í hendur útlendinga.   Þessi fyrirtæki sem þjóðin barðist fyrir að setja á stofn sem hluta af sjálfstæðisbaráttunni.

Núverandi kynslóð Íslendinga hefur annan skilning á hugtakinu „sjálfstæður“ en fyrri kynslóðir eða aðrar þjóðir.  Í hugum flestra annarra verður efnahagslegt sjálfstæði ekki aðskilið frá pólitísku á þann hátt sem Íslendingar telji að „reddist“.  Lönd í Asíu telja að sjálfstæði sé í réttu hlutfalli við stærð  gjaldeyrisvarasjóðs og því lengra í burtu sem þau geta haldið AGS því sjálfstæðari eru þau.   Ekki svo á Íslandi, þar skiptir formið öllu máli.

Bein eða óbein yfirráð erlendar aðila yfir atvinnutækifærum virðist aukaatriði miðað við formleg yfirráð yfir auðlindum.  En auðlindir í hendi stjórnmálamanna án aðgangs að opnum fjármagnsmörkuðum á sanngjörnu verði kalla yfirleitt á spillingu og valdníðslu segir saga annarra landa.  Er reynsla okkar af eftirlitsstofnunum framkvæmdavaldsins nægilega traust til að hafa engar áhyggjur af þessum málum.  Varla.

Svo er vert að athuga að enn eina ferðina í Íslandssögunni eru það fulltrúar erlendra aðila og fjármagnseigenda sem eru orðnir að elítustétt í landinu og eru með margföld laun verkafólks og þeirra sem vinna hjá þeim fyrirtækjum sem þessir útlendingar eiga beint eða óbeint.

Þetta 18. aldar fyrirkomulag virðist ekki skipta öllu máli í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 21. öldinni.  Formið skiptir meira máli en innihaldið.  Svo framalega sem Íslendingar eiga auðlindirnar að forminu til er sjálfstæðið tryggt.  Sú staðreynd að útlendingar eiga í raun togara, frystihús, orkuvinnslu og banka í gegnum skuldir og geta ráðið arðsemiskröfu á sitt fjármagn í gegnum lánstraust sem þeir ákveða, skiptir Íslendinga í dag minna máli en forfeður okkar eða aðrar þjóðir.

Lausnin er í raun einföld.  Íslendingar hafa óskoraðan yfirráðarétt og eignarhald yfir íslenskum auðlindum en arðurinn rennur til útlendinga í formi vaxta sem þeir skammta sér sjálfir.  Eru þá ekki allir ánægðir?  Hvað ætli næsta kynslóð Íslendinga segi?  Hennar tími mun renna upp.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (36)

  • Þórhallur Kristjánsson

    Ísland er ekki mikið meira í rúst heldur en flest lönd í nágrenn við okkur. Skuldir íslendinga eru svipaðar og hjá öðrum löndum. Ísland var eitt fátækasta land veraldar fyrir rúmlega 100 árum. Ef við lítum nokkara áratugi til baka þá sést hversu gríðarlega er búið að byggja landið upp undanfara áratugi.

    Vittleysingarnir sem stjórnuðu landinu og fjármálakerfinu fóru algeru offari síðastliðin ár og stjórnvöld stjórnuðu og miðuðu við kolröng markmið. Bankarnir áttu bókhaldslegar eignir fyrir um 12000 milljarða þegar hrunið varð en eftir hrunið kom í ljós að þessi verðmæti var bara froða.

    Erlendir aðilar hafa afskrifað um 7000 milljarða vegna íslensku bankanna og það er bara þeim sjálfum að kenna. Þegar peningar eru lánaðir þarf að huga að því í hvað verið er að lána. Þeir sem lánuðu glórulaust til íslensku bankanna átti að vera ljóst hvað þeir voru að gera.

    Í dag er verið að vinda ofan af ruglstefnu undanfarinna ára og skuldir verða greiddar niður. Hvað ætli þjóðfélagið spari td við það að ná verðbólgunni niður og hafa vextina þetta mikið lægri en þeir hafa verið undanfarin ár ?

    Ísland er því ekki í neitt slæmum málum eða verii heldur en aðrar þjóðir.

  • Þórhallur,
    Þarna er ég ekki sammála þér. Hin Norðurlöndin eru í miklu betri málum en við. Þau eru ekki í gjörgæslu AGS. Þetta viðhorf að AGS sé bara eins og hver annar ferðamaður hér er hættulegt.

    Gjaldmiðill hinna Norðurlandanna hefur ekki hrunið og þar eru engin gjaldeyrishöft, þessi lönd hafa lánstraust og geta fjármagnað sig á opnum markaði á viðunandi kjörum. Ekkert af þessu geta Íslendingar. Þetta er einmitt kjarni í þessari færslu – efnahagslegt sjálfstæði skiptir máli.

  • Því miður Þórhallur þú gerir þér greinilega ekki grein fyrir stöðunni.
    Það er raunar rétt að við höfum ekki eins háar heildarskuldir eins og td. Japan en ekkert OECD ríki kemur með tærnar þar sem við höfum hælana hvað varðar vaxtagreiðslur og skuldabyrði. Skuldirnar eru til skamms tíma og sem hlutfall af þjóðarframleiðslu borgum við gríðarlega hátt hlutfall í vaxtagreiðslur. Lánstraustið er í ruslflokki og þurfa að endurfjármagna lán núna fyrir ríkissjóð og stór opinber og hálfopinber fyrirtæki er hrein hörmung jafnvel óraunhæft. Það hefur verið bent á að það þurfi að vera jákvæður vöruskiptajöfnuður nær 160 miljörðum á ári einungis til að standa straum að vaxtagreiðslunum og við erum langt frá því marki núna.
    1 króna af hverjum 5 í ríkissjóð fer í vaxtagreiðslur.
    Við erum með ónýtan gjaldmiðil, örmynt og hagkerfið hugsanlega 3% af stærð hagkerfis Noregs og ekkert hægt að bera okkur við sænsku eða norsku krónuna það er bara veruleikafyrrt bull. Það er auk þess fyrirsjáanlega mun hagkerfið dragast saman. Fjármagnskostnaðurinn er sligandi. Já hvað tekur við þegar við fáum ekki lengur niðurgreitt lánsfé og tryggingu AMF og norræna þjóða? Þetta ástand núna er ekkert varanlegt.
    Við eigum eftir að sjá gríðarlegan samdrátt í opinberri þjónustu með hugsanlega 15-20% uppsögnum hjá ríki og sveitarfélögum.
    Væntanlega munu um 25% missa vinnuna í fjármálageiranum enda er hann jafn stór núna hvað varðar starfsmannafjölda og hann var árið 2007.
    Annað er fasteignamarkaðurinn sem er eins og ósprungin sprengja sem liggur inn í hagkerfinu. Allir vita að verð á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu 4 faldaðist á raunverði á 10 árum og verðið nú (sem er haldið uppi af óskhyggju og handafli) er 3 falt og það á eftir að hrynja niður í það sem það var árið 2000. Offramboð, gríðarlega erfið fjárhagsstaða heimila, gríðarlegur samdráttur í kaupmætti ofl. ofl. mun að endingu þrýsta þessu niður og þá mun augljóslega allt rúlla. Íbúðarlánasjóður og endurreystu bankarnir sem enginn vill eiga.

    Hvaða framtíð ætlum við að bjóða ungu fólki hér? Að kaupa sig inn á ofmetinn fasteignamarkað og þrauka til að halda lífinu í dauðvona lífeyriskerfi sem það fær ekkert út úr.
    Frysting á útgjöldum til heilbrigðismála miðað við það að þjóðin mun eldast mun þýða að heilbrigðiskerfið og aðbúnaður aldraða mun stórversna á næstu 20 árum.
    Hvað vill fólk við höfum mikið af velstæðu fólki 50-80 ára meðan ungt fólk 18-35 ára mun hafa það skítt og hugsanlega yfirgefa landið með börnum sínum sem eru barnabörnin og framtíð þjóðarinnar.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Það er verið að setja fram fjárlög í Danmörku og þar er mikill halli á ríkinu og skuldir að aukast. Noregur eru augljóslega í betri málum en Ísland enda eitt ríkasta land veraldar.

    Gjaldeyrishöftin voru sett a vegna þess að hávaxtastefna SÍ laðaið hingað mörg hundruð milljarða af erlendu fé. Seðlabankinn notaði síðan gjaldeyrinn til þess að greiða viðskiptahallann og átti engan gjaldeyri þegar það þurfti að greiða útlendingum aftur til baka. Er hægt að stjórna peningamálum af mikið meiri fávisku heldur en var gert ?

    Útlendingar eiga enn um 400 milljarða af krónum hér og erfitt verður að losa um gjaldeyrishöftin meðan ekki er samið um að setja þetta fé í langtíma ríkisbréf eða takmarka að þetta flæði ekki allt út þegar losað verði um gjaldeyrishöftin.

    Nágrannalönd okkar eru líka Bretland og Írland. Staða þessara landa er lítið betri en Íslands. Miðað við hvað ruglið hefur verið mikið hér undanfarin ár og efnahagshrun Íslands var með því stærsta í veröldinni þá er ljóst að við þurfum einhver ár til þess að laga ástandið.

    Hinsvegar gengur sú endurreisn betur heldru en menn þorðu að vona. Þjónustujöfnuður og vöruskiptajöfnuðurinn eru að sjá til þess að það er jákvæður viðskiptajöfnuður upp á tugi milljarða á ári.Þannig safnast gjaldeyrir til þess að greiða erlendar skuldir en það tekur tíma að taka til eftir stór partý.

    Ástandið er mun betra heldur en svartsýnustu menn eru sífellt að tala um.

  • Eg held vid verdum ad lita til orda Bjarts i Sumarhusum, thar sem hann segir, ad skuldlaus madur er sjalfstaedur madur. Vid erum thvi midur langt fra tvi aü vera sjalfstaed hvad tha fjarhagslega sjalfrada. Utras Sigurdar Einarssonar og co. hefur endad i einhverju mesta eignatapi islensku thjodarinnar fra upphafi. Vid eigum nanast ekkert og tho vid thykjumst eiga audlindirnar, tha er thad i besta falli til malamidla, thar sem vid hofum ekki efni a ad nyta thaer og fyrirtaekin sem eru ad nyta thaer eru skuldsett upp fyrir haus og thaer skuldir eiga utlendingar.

  • Ég get ekki neitað því að það er talsverð kaldhæðni að sjá stjórnarmann í félagi skuldsettra heimila gagnrýna skuldsetningu á auðlindum og fyrirtækjum og nýta tækifærið til að hnýta í Sigurð Einarsson.

    En annars er allt rétt sem hér hefur komið fram.
    Íslendingar eru sennilegast búnir að setja heimsmet í fjármálaheimsku.
    Einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóður eiga ekkert lengur geta sig hvergi hreyft án leyfis frá lánveitendum. Þetta kalla menn að sjálfstæði.

  • Og ert thu Sjodur ad verja gerdir Sigurdar Einarssonar og co, sem settur allt a hlidina i landinu i brjaladislegu bjartsyniskasti og thar med heimilin. Heimili sem eru skuldsett upp fyrir hofud vegna fjarglaefra Sigurdar Einarssonar og co. Heimili sem ekki vaeru skuldsettu upp fyrir haus ef Sigurdur Einarsson og co. hefdu bara hagad ser af abyrgd. Sigurdur Einarsson og co. skuldudu 12.000 milljarda ef ekki meira thegar bankarnir fellu. Their reyndu ad bjarga ser med thvi af fella gengid og auka a verdbolgu. 50-60% af skuldum heimilanna eru tilkomnar vegna fjarglaefra Sigurdar Einarssonar og co. Eg vaeri ekki stjornarmadur i Hagsmunasamtökum heimilanna, ef ekki vaeri fyrir fjarglaefri Sigurdar Einarssonar og co. Satmökin vaeru ekki til nema vegna thess ad Sigurdur Einarsson og co. akvadu ad vedsetja landid.

  • Hvernig heimilin í landinu haga skuldsetningu sinni er skammarlegt og það er í raun fyrsta skrefið. Svo hegða menn sér eins og fyrirtækjunum og hjá hinu opinbera. Það að fólki finnist það eðlilegt í verðbólgulandinu Íslandi að skulda 70,80,90,100% af markaðsverði í fasteignabólu segir bara að Íslendingar búa ekki yfir nægri þekkingu til að verða fjárráða. Lántaka er ekkert grín og þegar maður klúðrar sínum hlut þá ýtir maður ekki á „undo“ eða stofnar lobbyistasamtök.

    Íslenska krónan var alltaf á leiðinni á þann stað þar sem hún er í dag. Seðlabankinn bjó til nokkurra ára „góðæri“ með því að ýta undir carry trade en því myndi alltaf ljúka og krónan átti alltaf eftir að lækka. Það að kenna einstökum aðilum um það er bara vitleysa. Eins og kemur fram hér að ofan eru ennþá hundruðir milljarða af óinnleystum krónubréfum. Því höggi hafa menn frestað en það kemur á endanum.

    Sigurður Einarsson og hvað allir þessir kallar heita settu sín fyrirtæki á hausinn og hluthafar ásamt kröfuhöfum eiga að gera allt sem þeir geta til að rúa þá inn að skinni. Að sjálfsögðu. En það fríar þig eða aðra Íslendinga ekki undan ábyrgð á eigin gjörðum. Slíkt er ekkert annað en cheap svar og forðast að tækla vandann sem er að Íslendingar hafa ekki hundsvit á peningum.

  • Ja, Sjodur, var kronan alltaf a leidinn thangad sem hun er i dag! Vissulega var gert rad fyrir ad hun endadi aevi sina i gengisvisitölunni 250 einhvern timann i kringum 2050, en ekki 2008. Eg get lagt fyrir thig spar allra bankanna, Sedlabankans og margra fleiri sem gafu i skyn ad gengid faeri i versta falli i 136, ekki 250 eda 209 eins og thad er i dag. Thu verdur ad gera betur til ad vera truverdugur. T.d. vaeri fyrsta skref ad skrifa undir nafni. Segdu mer nafn thitt og eg skal gladur eiga i malefnalegri umraedu vid thig, en nafnlausan raedi eg ekki frekar vid thig.

  • Jóhannes

    Andri Geir kemur hér inn á afar mikilvæga þætti, þ.e. hvernig þjóðin getur hámarkað efnahagslega velferð og haldið efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði sínu. Bæði hagfræðin og reynslan sýnir að hagnýting á samkeppnisforskoti samhliða frjálsum viðskiptium við aðrar þjóðir hefur leitt til efnahagslegrar velferðar án of mikilla fórna. Helsta samkeppnisforskot Íslendinga er klárlega gríðarlegar auðlindir landsins, en miklu síður aðrir þættir s.s. hugvit eins og þjóðremban reynir oft telja okkur trú um. Því skiptir verulegu máli hvernig auðlindir þjóðarinnar verða nýttar, landsmönnum en ekki erlendum fjármagnseigendum til velsældar. Sem betur fer er komin í gang alvarleg og sumpart skynsamleg umræða um hagnýtingu auðlinda landsins og vonandi verður kemur vitræn niðurstaða,komandi kynslóðum til heilla.

    Varðandi núverandi ástand efnahagsmála virðist Gunnr hér að ofan hafa mikil til síns máls og ég er algerlega sammála þeim atriðum sem nefnd eru. Það er mjög mikið af óleystum vandamálum á Íslandi og líklegt að nokkur ár taki að ná sannfærandi viðspyrnu og að Ísland dragist nokkuð aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum varðandi lífskjör.

    Stóra vandamálið er að Íslendingar þurfa stóraukinn hagvöxt til að standa undir skuldbindingum þjóðarbúsins og tryggja gott atvinnustig í landinu. Þótt núverandi stjórnvöld hafi fengið góðan skammt af fortíðarvanda til að leysa hafa þau því miður lítinn áhuga á hagvexti og aðgerðum í atvinnumálum til að efla hann. Áhersla á ýmiss mannréttindamál og félagshyggju geta verið góð en þau skapa ekki efnisleg verðmæti, verðmæti sem þjóðin þarfnast sárlega næstu árin.

  • http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/GreinargerdirogRaedur/RitogSkyrslur/Kynningarefni/2010/glaera_021.gif

    Viðskiptahallinn greiðist til baka með beinhörðum gjaldeyri sem þýðir ekkert annað en gengisfelling krónunnar.

  • Þetta er því miður, að mörgu leiti rétt hjá Marínó en það eru í raun margir skúrkar í íslensku viðskiptalífi sem var að mestu blekkingarleikur sem byggðist á skuldsettum yfirtökum, illa upplýstum almenningi og meðvirkum stjórnvöldum og eftirlitsaðilum. Hér hefur verið keyrð biluð hagstjórn sem byggðist á miklum framkvæmdum og gríðarlegri skuldasöfnun.
    Stjórnvöld hafa verið vanmegnug að taka nauðsynlegar en sársaukafullar ákvarðanir fyrir og eftir hrunið og stjórnvöld keyrðu fram hjá ótal rauðum ljósum og ótalmargar aðvörunarraddir voru hundsaðar í aðdraganda hrunsins.
    Það var mokað lánsfé inn landið ma. af opinberum og hálfopinberum aðilum meðal annars Íbúðarlánasjóð og búin til gervivelferð og neysluhagkerfi sem hafði enga undirstöðu enda sást þetta á gríðarlegum viðskiptahalla.

    Tími tækifæranna er að líða og núna bíður ekkert eftir nema blóðugur niðurskurður og 2 áratugar með sparnaði og samhaldsemi.
    Persónulega get ekki séð fyrir mér neinar vitrænar framkvæmdir miðað við þessi lánakjör sem í boði eru. Þjóð skuldaranna fær ekki lengur lán, það er byrjað að snúa upp á hendina á fjármagnseigendum sem eru í raun lífeyrissjóðirnir og þeirra fé endist ekki lengi.
    Það er í raun skelfileg tilhugsun hvað gerist þegar IMF fer og við verðum látin sigla okkar sjó. Fólk heimtar réttlæti og heldur að dómstólar geti haldið uppi fjármálakerfinu, það er að mörgu leiti skiljanlegt en því miður ekki raunhæft. Við erum sjálfstæð fullvalda þjóð og getum náttúrlega gert það sem við viljum, kosið trúða, fjölistamenn eða hreinræktuð fífl á þing eða í bæjar og borgarstjórnir afleiðingarnar þurfum við sjálf að bera.
    Td. skuldar Reykjavíkurborg 360% af tekjum að stórum hluta í erlend lán, bæjarfélög eru mörg í hrikalegri skuldagildru, Íbúðarlánasjóður er í raun gjaldþrota sem og Byggðastofnun og ég held hreinlega þegar dómínókubbarnir verða allir fallnir þá get ég ekki séð annað en allt fjármálakerfið fer á hliðina. Þeir ættu fyrir löngu að vera byrjaðir að minnka það enda er kostnaðurinn óbærilegur og leggst augljóslega á skuldara.

  • Jóhannes

    Af því að gengi okkar ágætu krónu kom til umræðu og eitthvert ímyndað endagengi hennar, þá er ágætt að horfa til sögunnar. Verðbólga hefur að jafnaði verið verulega hærri á Íslandi en í helstu viðskiptalöndum og krónan í stöðugum veikingarfasa, eingöngu mishratt. Ekkert bendir til að þessi þróun muni breytast.

    Eftir að tilraun seðalbankans frá 2001 með flotkrónuna beið algert skipbrot, hefur ekki verið bent á neina færa leið til að halda stöðugu verðlagi og gengi til samræmis við það sem gerist í stærri hagkerfum. Geir Haarde ætlaði að skipa nefnd til úttektar á peningamálastefnunni í ljósi fenginnar reynslu en áhuginn dofnaði eitthvað hjá forsætisráðherranum þáverandi.

    Gengisvísitala 200, 250,300 eða 400 er engin endastöð fyrir íslenska krónu, verði henni haldið sem lögeyri. Það er einungis spurning um tímasetningu hvenær sérhverju marki er náð.

  • Johannes, eg a ekki von a thvi ad hun verdi logeyrir okkar um aldur og aevi. 2% laekkun kronunnar a ari var ekki fjarri thvi sem buast matti vid midad vid verdbolgu a arunum 1990 – 2005. A thvi timabili var verdbolga 9 eda 10 sinnum undir 4% (er ekki med tolurnar hja mer nuna), einu sinni 4% og 4 – 5 sinnum meiri en 4%. Thad var thvi alveg edlilegt ad buast vid stodugleika.

    Eg er sammala Gunnr um ad her verdur erfitt ad framkvaema a naestunn vegna skorts a lansfe og naegilega efnudum fjarfestum.

  • Við höfum haft 4 tímaskeið krónunnar og ekkert þeirra skeiða er eðlilegt.
    1930-1960 Tímabil gjaldeyrishafta og skammta og fyrirgreiðslustjórnmála.
    1970-1995 tímabil verðbólgu og óðaverðbólgu var um 20% 1974 og náði 80-100%+ 1983
    2001-2007 Tímabil ofurkrónu, gríðarlegrar skuldasöfnunaar
    2008- nú (.. 2038?) Tímabil hafta

    Ég get í raun ekki séð að við getum haldið úti gjaldmiðlinum krónunni nema með gríðarháum vöxtum og það mun kosta okkur dýrt, sumir hafa haldið því fram að kostnaðurinn við krónunna eru um 200 miljarðar á ári fyrir hagkerfið en hef ekki forsendur til að meta það.
    Ef við getum komið henni á flot verður það allt önnur króna en við höfum vanist. Eins og lítill korktappi á Atlandshafinu gerir það að gengið mun sveiflast gríðarlega og mun náttúrlega hindra alla eðlilega viðskiptastarfsemi.

  • Jóhannes

    Íslenska krónan hefur orðið að stórpólitísku máli sem tengist einhverjum hugmyndum um sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.

  • Ómar Kristjánsson

    Við erum komin í hringinn með krónuna samkv. yfirlitinu hjá Gunnr.

    En talandi um krónu, að þegar tekið var tvö 00 af krónunni m árið – var það þá ekki bara ný króna í rauninni, eða nýr gjaldmiðill. Israelar gerðu þetta líka ekkert fyrir svo löngu. Tóku bara eitt 0 að vísu, minnir mig.

    Varðandi fyrri kynslóðir, uppbyggingu fyrirtækja og síðari kynslóðir – að er ekki stundum sagt að fyrsta kynslóð byggi upp með ótrúlegum dugnaði og aðhaldssemi, önnur kynslóð nýtir sér uppbygginguna sem fyrir er og stendur og þrífst á henni og viðheldur, útbreiðir og jafnvel bætir við, þriðja kynslóð fer svo í ruglið og rústar öllu.

  • Björn Kristinsson

    Gunnr
    28.08 2010 kl. 14:35 #

    Þetta er rök sem halda ekki. Skýrsla Þórarins G. Péturssonar sýnir glöggt að þótt við hefðum haft EUR þá hefði það EKKI hjálpað til við hrunið, í reynd töluverðar líkur á því að það hefði orðið mun stærra og langvinnari og sársaukameiri aðlögum. Þar kemur glöggt fram að það sem kom okkur í þennan vanda hafi verið:

    *Lítill agi í ríkisfjármálum
    *Mikinn viðskiptahalla
    *Gíraðan einkageira
    *Gerfihagvöxtur – lántökur

    Það sem rak síðan naglann í kistuna var peningastefnan, veikar grunnstoðir eftirlitsstofnanna en síðast en ekki síst lýðræðið var hrunið, það virkaði ekki lengur; kerfið var hrunið innan frá.

    Sjóður
    28.08 2010 kl. 13:51 #

    Lántökur almennigs voru ekkert meiri en gengur og gerist í nágrannalöndum og þótt víða væri leitast í vestrænum hagkerfum. Fullyrðingar um annað standast ekki skoðun. Það sem fer hins vegar með almenning er verðtrygging og hvernig hún er reiknuð.

    Skoðaðu þessa staðreynd að stór hluti VNV er húsnæðisliður. Verðtryggð lán tóku inn á sig húsnæðisbólu en lækka vart neitt að ráði nú þrátt fyrir mikla raunlækkun húsnæðis vegna skuldastöðu fyrirtækja; verðlag lækkar ekki.

    70,80,90 og jafnvel 100% lán voru ekki séríslensk uppfinning. Í Bretlandi var boðið upp á 110% lán með vaxtaafslætti í 3 ár ! Bjóddu betur.

  • http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/GreinargerdirogRaedur/RitogSkyrslur/Kynningarefni/2010/sld009.htm
    Ef þetta stenst hjá þessari ríkisstjórn að þeir ætli að auka tekjur (skatta/álögur) ríkissjóðs frá 468 miljaraða (2010) til 610 miljarða (2013) og skera niður útgjöldin frá 555 miljörðum (2010) til 517 miljarða (2013) mun það í raun ganga frá hagkerfinu íslenska dauðu.
    Þjóðarkakan mun dragast saman til að halda lífinu í allt of stóru opinberu kerfi og mun í raun sjúga blóðið úr blóðlitlu atvinnulífi.

    ConLib ríkisstjórn Íhaldsflokks og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi ætlar að fara öfuga leið þeir ætla að minnka gatið með 3/4 niðurskurði og 1/4 skattahækkunum, nákvæmlega þveröfuga átt.

    Gjaldmiðilsumræðan er í raun ESB umræðan í hnotskurn enda er ekkert annað í boði en Evra eða ekki Evra. Klárla er nýr gjaldmiðill engin patent lausn fyrir okkur í þessu skelfilegu aðstöðu sem við erum.
    Það hefur bent á einhliða upptöku annars gjaldmiðils en það er ekki hægt að fjármagna það og klárlega mun það í dag umsvifalaust valda gríðarlegum fjármagnsflótta frá landinu enda er landið að breytast í eitt versta skattahelvíti á jörðinni. Auk þess liggja hundruð miljarða af fé læst inn í hagkerfinu og það færi á deginum.

    Við erum langt langt frá að fullnægja skilyrðum Evru upptöku. Klárlega hjálpar krónan okkur núna tímabundið hvað varðar launalækkun til að halda uppi atvinnustigi og koma á jákvæðum viðskiptajöfnuði en ef jafnvægi næst á er það gríðarlegur kostnaður sem hlýst að þessu. Sá kostnaður bitnar í raun á þjóðinni sem lélegri lífskjör Við fáum ekki Evru á ESB aðildar enda brjálæði að ætla í einhliða upptöku Evru í okkar stöðu. Hitt er að hanga á krónunni og væntanlega þurfum við að skera aftur tvö núll af henni eftir 15-20 ár.

  • Enda kom skýrt fram að ég talaði um verðbólgulandið Ísland og var aðallega að vísa til verðtryggðra lána.
    Slík lán eru menn ekki að taka erlendis og hvað þá með slíkri veðsetningu

  • Björn Kristinsson

    Þórhallur Kristjánsson
    28.08 2010 kl. 11:29 #

    Skuldir okkar eru hörmulegar, einkum vaxtakostnaðurinn. Hann einn og sér getur hæglega sett ríkið í þrot. Það gæti hæglega komið upp sú staða að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir óbeint. Hvernig þá ?

    *Látnir kaupa óarðbær fyrirtæki
    *Látnir fjármagna óarðbærar framkvæmdir
    *Neiddir til að lækka ávöxtunarkröfu sína niður fyrir núverandi lágmark þ.e. 3,5% raunávöxtun. Það eitt og sér felur í sér skerðingu á framtíðarlífeyri.
    *Látnir kaupa enn frekar erlend krónubréf fyrir eignir sínar erlendis.
    o.s.frv.

    Sjóður
    28.08 2010 kl. 14:04 #

    Sammála, á meðan við höfum viðskiptahalla þá er gengi krónunnar haldið upp með lánum frá Nágrannaríkjum okkar og AGS. Þess vegna var aðeins ýtt á „pause“ takkan fyrir 2 árum. Hin raunverulega staða er miklu verri en gengi IKR á millibankamarkaði í dag sýnir. Það er alveg sama hve margar greinar eru ritaðar um „…landið rís“. Hlutir hafa verið lagaðir, en staðreyndirnar tala sýnu máli.

    Andri,

    „Lausnin er í raun einföld. Íslendingar hafa óskoraðan yfirráðarétt og eignarhald yfir íslenskum auðlindum en arðurinn rennur til útlendinga í formi vaxta sem þeir skammta sér sjálfir. Eru þá ekki allir ánægðir? Hvað ætli næsta kynslóð Íslendinga segi? Hennar tími mun renna upp.“

    Sjálfstæðisbarátta Íslands er hafin ! Við skulum hins vegar átta okkur á því að komandi kynslóðir líta ekki á sjálfstæði með sömu augum við við sem erum að nálgast miðjan aldur. Einfaldlega vegna þess að þessar kynslóðir „think globally, act locally“. Frelsi til athafna, tjáningar og form lýðræðisins verða sennilega þeirra viðmið.

  • @Björn Kristjánsson
    Ég hef aldrei sagt að evra væri patent lausn á okkar vanda langt í frá. Ég tel hins vegar að ef við hefðum tekið upp evru 2001/2002 þá hefði bankakerfið ekki blásið svona út og hreinlega myndi Seðlabanki Evrópu neytt bæði helmingaskiptasjórnirnar til aga í fjármálum. Síðasta helmingaskiptasjórnin er sem ég hef kallað heilalausu helmingaskiptastjórnina ömurlegasta stjórn sem hér hefur sitið þá voru örlagafyllstu mistök íslenskrar efnahgasstjórnar tekin. Nátturlega voru skelfileg mistök gerð af hrunstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar og síðan þessari sem nú situr sem er hreint hörmuleg og velkist um eins og undan veðri og vindum og er í raun minnihlutasjórn. Vandamálið er stærra þar sem sjórnarandstaðan er ráðþrota og almenningur heimtar ekkert minna en efnahagslegt kraftaverk.
    …. því miður fyrir það er tími efnahagslegra kraftaverka og kraftaverkamanna er endanlega liðinn á Íslandi.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Það er ekki glæsilegt bú sem við afhendum næstu kynslóð, hún mun líklega verða að verja mest af sinni starfsæfi í að þrífa skít foreldra sinna, en hver endist í það alla æfi? Það má búast við að það verði einmannalegt hér á elliheimilum landsins eftir 30 ár, þ.e.a.s. ef einhverjir fjármunir eru til að halda þeim opnum!

  • Þórhallur Kristjánsson

    Sumir sem hér skrifa eru mjög neikvæðir og sjá allt svart. Staðreindin er að undirliggjandi útflutningsatvinnuvegir Íslands hafa lítið haggast við hrunið. Það eru fjórir undirstöðuatvinnuvegir sem eru að skapa okkur gjaldeyri.

    Ef ég man þetta rétt þá er matvælaframleiðslan (sjávarútvegur) með um 28 %
    Ferðamennskan er með um 25 % og áliðnaðurinn er um 25 %
    Afgangurinn er í hugverkaiðnaði sem er orðin 22 % af heildarútflutningi íslendinga og fer hratt stækkandi.

    Í fyrra var viðskiptajöfnuðurinn í plús 31 milljarður. Á þessu ári bendir margt til þess að hann verði jafnvél hærri. Atvinnuleysið er minna heldur en menn gerðu ráð fyrir. Verðbólgan er að hverfa og vextir hafa lækkað mikið. Einnig eru skuldir ríkissins minni heldur en reiknað var með.

    Ástandið er alls ekki eins slæmt og þeir svartsýnu eru að tala um. Það getur engin ætlast til þess að við komumst í sama ástandi og var hér fyrir hrun einungis nokkrum árum eftir hrunið. Lífsgæðin sem íslandingar höfðu fyrir hrun voru heldur ekki raunveruleg því þau stóðu af lántöku en ekki undirliggjandi framleiðslugetu landsins.

    Hvað varðar gjaldeyririnn þá skiptir ekki máli hvað hann heitir og við getum alveg eins haft krónuna áfram. það sem á að ákvarða hvaða verð á gjaldmiðlinum er miðað við aðra gjaldmiðla er viðskiptajöfnuðurinn. Þegar búið er að greiða erlendar skuldir á gengið á gjaldmiðlinum að stýrast miðað við að viðskiptajöfnuðurinn sé nálægt núlli. þannig er gengið alltaf rétt skráð og landsmenn að lifa á framleiðslugetu landsins en ekki gerfivelsæld byggðri á lántökum.

  • Það sem er hættulegt í þessu sambandi er þessi kynslóðamismunur þar sem fólk fætt 1965 og fyrr er yfirleitt í góðum málum og þeir sem fæddir eftir 1975 eru í slæmum og skelfilegum málum.
    Síðan sitja gamlingjarnir með ellilífeyrinn sinn og skuldlitlu/lausu eignirnar meðan hinir eiga að vinna í 30 ár til að halda uppi velferðinni, greiða í lífeyrissjóðina og fá síðan ekkert til baka, að kaupa ofmetið húsnæði. Koma börnum til mennta og sjá heilbrigðiskerfið og menntakerfið stropast næstu árin.
    Ég því miður óttast að sjá gríðarlegan fólksflutning ungs og vel menntaðs fjölskyldufólks frá Íslandi jafnvel til landa ESB og þessi atgerfisflótti mun vara í 1-2 áratugi. Þessi blóðtaka gæti hugsanlega verið enn kostnaðarsamari fyrir þjóðina en kostnaðurinn við bankahrunið.

  • Ómar Kristjánsson

    Þórhallur, ert það ekki þú sem hefur oft verið að segja að skuldir íslands séu svo gígantískar að þeir eigi að defálta? Og í framhaldi að ísland geti ekki staðið við sínar alþjóðlegu skuldbindingar? Og núna er bara allt í gúddí.

    Varðandi ræðu þína um gengi krónunnar og viðskiptajöfnuð os.frv – já já, við þekkjum þá sögu nú óskaplega vel. Tómt vesen og hringlandahátturog endalaus lífskjaraskerðing með pennastrikum sisona á einni nóttu.

  • Jóhannes

    Jón Steinsson benti réttilega á að kostir í gjaldmiðilsmálum væru annars vegar að halda krónunni með þeirri verðbólgu, vaxtakostnaði og verðrýrnun gagnvart sterkari gjaldmiðlum sem óhjákvæmilega fylgdi. Kosturinn er sá að verðrýrnun krónunnar aðlagar sveiflur og mistök í hagstjórn að nýju jafnvægi, reyndar á kostnað allra launþega. Hinn kosturinn væri að taka upp sterkari gjaldmiðil, en það myndi þýða aga og kunnáttu í hagstjórn, nokkuð sem Íslendingar hafa ekki kynnst til þessa.

  • @Þórhallur,
    1) þessi jákvæði viðskiptahalli er því miður allt of lítið jákvæður.
    Verð á olíu hefur verið lágt og fer því miður hækkandi og það mun breyta þessu.
    2) Allur niðurskurður á ríkisútgjöldum og útgjöldum sveitarfélaga er eftir.
    3) Við erum í skjóli IMF/AGS og fáum niðurgreitt lánsfé, þetta er ekkert ástand sem varir. Þetta er lognið á undan storminum.
    4) Íbúðarsprengjan tikkar og mun stroka út eigið fé fólks og fyrirtækja og ganga að endurreystu fjármálakerfinu dauðu.
    5) Þjóðarkakan er ekkert að stækka og skattheimta að aukast til að halda lífinu í opinbera kerfinu sem lifir sínu eigin lífi.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Ómar Kristjánsson
    Ég hef sagt að það væri ekki víst að Íslendingar mundu þola að bæta IceSave skuldinni við þær skuldir sem þegar eru.
    Nú virðast hins vegar allar líkur benda til að þrotabúið nái að greiða stærstan hlutann af skuldinni og þjóðin hafnaði frumvarpinu sem lagt var fyrir.

    Skuldirnar eru háar en það glíma mörg önnur lönd við háar skuldir. Undirstöðuatvinnuvegirnir okkar eru hins vegar að skapa okkur jákvæðan viðskiptajöfnuð sem smá saman nær að greiða erlendu skuldirnar.

  • Björn Kristinsson

    Þórhallur Kristjánsson
    28.08 2010 kl. 16:20 #

    Verð að leiðrétta þig aðeins. Árið 2009 var neikvæður viðskiptajöfnuður upp á -3.8% af vergri landsframleiðslu. Það er reiknað með að hann verði enn neikvæður fyrir árið 2010 upp á -2.2%. Tölurnar sem þú vísar til eru án þess að tekið hefur verið tillit til vaxtagreiðslna vegna uppgjör bankanna; þess vegna erum við enn að safna erlendum skuldum.

    Það eru engar tímaraðir komnar upp hvenær þessum vaxtagreiðslum líkur, því einfaldlega hefur ekki komið fram hvenær uppgjöri gömlu bankanna verður lokið.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Björn Kristinsson

    Þú ert að tala um viðskiptajöfnuð með áhrifum gömlu bankanna. Ef þú gerir það þarftu að taka með reiknaða áfallna vexti gömlu bankanna sem íslensska ríkið þarf ekki að greiða.

    Hér er skjal frá Seðlabankanum sem byrtir raun stöðuna á viðskiptajöfnuðinum. Skoðaðu línu 69 dálk E i skjalinu. Viðskiptajöfnuðurinn var jákvæður í fyrra upp á 31 milljarð og verður sennilega betri í ár.

    http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1739

  • Björn Kristinsson

    Þórhallur þú verður að skoða alla stöðuna. Talan sem þú vísar til sýnir aðeins hálfan sannleikann. Það snýst ekkert um það hvort íslenska ríkið þurfi að greiða þetta. Þetta eru fjármunir sem fara úr landi, gjaldeyrir sem við eigum ekki of mikið af.

    Það var viðskiptahalla árið 2009, verður einnig fyrir árið 2010 en spár Seðlabankans gera ráð fyrir að hann verði í járnum 2011. Þetta er staðan.

  • Það eru efnahagserfiðleikar í heiminum.
    Vandmálin liggja hjá ofurskuldugum þjóðum sem hafa lítinn innlendan sparnað. Grikkland hefur í raun alltaf lifað um efni fram þeir voru í slæmum málum fyrir Evruupptökuna og þeir hafa ekki haft nógan aga og sterka hagstjórn til að takla sterkan gjaldmiðl en raunar er efnahagskerfi Grikklands míkróskópískt fyrir Evruna.
    Það er efnahagur Þýskalands sem dregur upp Evruna og þar sýndu þeir fram á hagvöxt miklu meiri en bjartsýnustu menn spáðu og þýska vélin er komin í gang enda hefur gríðarlegum fjárhæðum verið vari á síðstu 20 árum með að fjárfesta í infrastrúktur í Austurhlutanum.

    Klárlega eru Spánn og Portúgal í slæmum málum og Ítalía er þar næst.
    Ástandið er er slæmt í Bretlandi en þeir eru utan við evrusamstarfið og ástæðan er skuldsetning og að opinbera kerfið hefur stækkað gríðarlega en mér virðist ástandið vera tekið föstum tökum af Cameron og félögum í ConLib stjórninni.

    Bandaríkin er er slæmum málum og enda er hagkerfi þeirra eyðsluhagkerfi og lánahagkerfi. Þar sem venjulegt fólk er skuldum vafið og það að húsnæðið féll í verðgildi hefur strokað út eigið fé margra og gert það að verkum að það hefur lent á götunni.

    Ekkert þessara landa kemst þó í hálfkvist við vandræði okkar sem eru „The Perfect Storm“ í efnahagslegu tilliti.
    Gjalmiðillin, skuldastaðan, efnahagskerfið með verðbréfamarkaðinn, fjármálakerfið, húsnæðismarkaðinn og fjárhag heimila, atvinnuástand og framtíðarhorfur.
    1. Íslenska krónan er de facto fallinn sem gjaldmiðill og trausið á henni nánast ekkert og neyðast menn að halda henni í flotkví gjaldeyrishafta og hamla og eru að þétta í götin. Gjaldeyrisbrask með íslenskar krónur er auðvelt og í raun löglegt í öllum löndum nema Íslandi. Þetta byggist á gríðarlegum gjaldeyrissjóð tekinn að láni enda hafa menn réttilega áliktað að trausið væri of lítið að hún færri niður úr gólfinu og hagkerfið með. Sumir falla í raun í þá gryfju að halda að gengið sé í raun að styrkjast meðan krónan svamlar í lítilli tjörn með kút og kork og það er verið að stilla vatnsborðið á þessum ákaflega grunna markaði sem er í raun enginn alvöru markaður með krónur.
    2. Lánstraust þjóðarinar er í ruslakistunni, það er í „trash bond“ flokki. Það þýðir að lánakjör eru hrikalega slæm. Það sem hefur í raun bjargað okkur er að við höfum ekki þurft að leita á þennan markað enda fengið niðurgreidd lán frá IMF og norrænu þjóðunum.
    Þetta bitnar ekki minst á erlendri fjárfestingu í landinu auk þess heldur að við erum núna horfin af radarskjám erlendra fjárfesta og lánadrottna.
    3. Fjármálakerfið með bönkum og sparisjóðum er hrunið það og stendur ákaflega tæpt og stórar líkur á því að því skoli aftur fyrir borð ef illa er að staðið og fleirri hættur steðja að því og við erum langt frá því að vera komin í skjól.
    4. Verðbréfamarkaðurinn er hruninn og farinn. Nokkur fyrirtæki standa þarna upp á punt í Kauphöllinni þar á meðal Marel, Össur ásamt tveimur færeyskum bönkum færeysku olíufélagi, Sláturfélagi Suðurlands, tveimur flugfélögum þaraf Icelandair og tölvusalanum Nýherja og þar með er allt upp talið ef ég man það rétt.
    Það er í raun hætt að birta fréttir af þessari hörmung enda eru viðskipti þarna míkróskópísk og í raun kemur Össur og Marel til að hverfa af þessum lista og ég get í raun ekki séð fyrir mér að þessi færeysku fyrirtæki hafi af þessu og væntanlega verður þarna ekkert innan skamms.
    5. Fjárhagstaða heimila á Íslandi er mismunandi en í raun byggist mikið á eignastöðunni á verðmæti húsnæðis og það er núna á miklu yfirverði og hver markaðsvirði húsnæðis er er í raun ekkert augljóst. Markaðsverð er það sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir húsnæði á hverjum tíma. það hefur verið bent á það ótal oft að verðið 4 faldaðist á 10 árum fra 1999 til 2009 og síðan hefur það aðeins sigið og er nú ívið meira en 3 falt að raunverði miðað við 1999 ég tel að ekki sé ólíklegt að verðið fari í 1,5 miðað við 1999 og það þýðir 50% verðfall að raunvirði og jafnvel niður fyrir það.
    Skulir heimila hafa margfaldast vegna gengisfall krónunnar og vísitölubindingar.
    6. Gríðarlegri erfiðri skuldastöðu ríkisins og sveitarfélaga hefur verið gerð skil þar sem við greiðum margfalt hærra hlutfall af þjóðarframleiðslu til greiðslu erlendra skuldra en nokkuð annað land og það mun ekki breytast í bráð.
    Það er áframhaldandi skuldasöfnun opinberra aðila enda gengur niðurskurðarferlið allt of skammt og tekur allt of langan tíma.

    Ég get ekki séð að hagstjórnin verði neitt auðveld og umræðan í þjóðfélaginu bendir ekki beint til að fólk yfir höfuð áttir sig á þessu.
    Sumir halda raunar að botninum sé nú náð en það held ég sé því miður ekki rétt.
    Í stað að einbeita sér af fullum krafti að reyna að rétta stöðuna með að stöðva umframeyðslu og stöðva áframhaldandi skuldasöfnun með niðurskurði og endurskipuagningu hjá ríki og sveitarfélögum og reyna að ýta undir traust á okkur með td. viðræðum við ESB (hvort sem það þá skilar einhverjum samningi sem er nú annað mál í mínum huga) enda mikilvægast að fá niður skuldaálag og minnka vaxtagreiðslur og þá losast fé sem hægt verður að nota í annað.

  • „Skjaldborgin um heimilin“ sem var í raun eitt af kosninaloforðum þessar ríkisstjórnar verður í raun fjármögnuð af heimilunum sjálfum og fáum ef nokkrum öðrum.

    Skuldaleiðrétting/niðurfelling heimila/atvinnulífs verður fjármögnuð beint eða óbeint af ísledingum og að mestu leiti af íslenskum skattgreiðendum og það gildir einu hvort þetta kemur í gegnum íslenskt réttarkerfi eða væri ákveðið á Alþingi. Réttlætisgyðjan á augljóslega ekkert fé eða heldur fólk það?

    Það eru ekki sjóðir gulls grafnir í þessum endurreistu bönkum eða það að takist að galdra fram einhverja dulda sjóði með efnahagslegum töfrabögðum tími efnagslegra sjónhverfinga er sem betur fer liðinn á Íslandi.

  • Efnahagsvændræði okkar eru það alvarleg og margslungin að við erum í raun komin út úr allri skólabókarhagfræði.
    Það er ekki líklegt að við náum okkur út úr þessu á eigin spýtur.

    Ein alvarlegusta afleiðingin af þessu hruni að fólk hefur í raun misstiltrúna á stjórnvöldum og lítið hafi í raun gerst til að byggja upp þetta traust.
    Núverandi stjórnvöld né núvernandi stjórnarandsaða eru í raun ekki neitt sérstaklega trúverðug enda virðist engin hafa gegnumhugsa aðgerðaráætlun um endurreisn þjóðarinnar.
    Þjóðin væntir leiðsögn en fær hana ekki.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Björn Kristinsson

    Reiknaðir áfallnir vextir gömlu bankanna mynda ekki raunverulegt greiðsluflæði frá landinu.
    Ef þú tekur þessa vexti með þá er augljóst að erlendar skuldir landsins halda áfram að aukast endalaust. En eins og ég segi þá kemur islenskt þjóðarbú ekki til með að greiða þessa vexti og því á ekki að taka þá með þegar viðskiptajöfnuðurinn er reiknaður.

    Þú getur haft samband við Seðlabankann til þess að fá útskýringar á þessu ef þu trúir mér ekki.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur