Miðvikudagur 01.12.2010 - 11:11 - 8 ummæli

Litlir hagræðingarmöguleikar í heilbrigðismálum

Skýrsla OECD um heilbrigðismál er athyglisverð.  Þar segir að íslenska kerfið sé vel rekið og að Íslendingar fái einna mest út úr sínu kerfi miðað við útgjöld.  Þetta eru góðar og slæmar fréttir.  Þær þýða að hér eru litlir auka hagræðingarmöguleikar í heilbrigðismálum, allur frekari niðurskurður verður að koma í formi minni og óöruggari þjónustu við sjúklinga.

Hins vegar er engin skýrsla til um svipaða stöðu í menntamálum, þar eru yfirgnæfandi líkur á miklum hagræðingarmöguleikum enda eyðum við allrar þjóða mest innan OECD í menntamál sem hlutfall af landsframleiðslu.

Það skýtur því ansi skökku við að mestur þungi í niðurskurði ríkisstjórnarinnar sé í heilbrigðismálum.  Sá niðurskurður sem dregið hefur verið í land með þar, má örugglega sækja að hluta til með meiri hagræðingu í menntamálum.

Betur má ef duga skal, og eins og svo oft áður þarf erlendar stofnanir til að benda á hið augljósa!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Hvar viltu skera niður í menntakerfinu? Komdu með einhverjar konkret hugmyndir sem hægt er að ræða.

  • Grunnkerfið á að vera í friði og framhaldsskólarnir líka , við þurfum fleiri verk og tæknimenntaða einstaklinga. Sparnaðinn á að taka í Háskólakerfinu þar er hægt að spara góðar upphæðir með því t.d. að einbeita sér að grunnmenntun og leggja áherslu á nokkrar rannsóknargreinar þ.s. landið getur markað sér sérstöðu. Annars útí heim með unga fólkið – heimskt er heimalið barn.

  • Lesandi.
    Það er æpandi dæmi óhagræði á öllum skólastigum. Við verðum að skoða allar þær breytingar sem hafa orið á síðastliðnum 10 -15 árum en á þeim tíma hafa útgjöld til menntmála þróast frá því að vera undirmeðaltali OECD í það að vera hæst. Námsárangur virðist samt ekki hafa batnað og við erum ennþá með eitt hæsta brottfall frá námi innan OECD. Ef horft er á fjölda fólks á þrítugsaldri sem ekki hefur lokið neinni menntun þá þarf að leita út fyrir Evrópu tilTyrklands að finna verri stöðu og hér.

    Það voru gríðarleg mistök að færa grunnskólann til sveitarfélaganna miðað við þær kröfur sem gildandi grunnskólalög gera. Hvert sveitarfélag þarf að byggja upp innviði sérfræðinga og stjórnsýslu til að standa á bak við sína skóla. Ísland er eins og meðalsveitarfélag í útlöndum og að dreifa kröftunum með þessum hætti er bara rugl. Það voru samt nánast allir í kerfinu (embættismenn og stjórnmálamenn) sammála um að gera þetta þar sem þetta stækkar kerfið, fleiri sem komast að í skólanefndum, fleiri sérfræðingar sem fá vinnu o.s.frv. Árgangurinn er hins vegar hörmulegur, verri útkoma úr Piza könnunum og stór aukinn kostnaður.

    Fjöldi háskóla er síðan bara brandari sem þarf ekki að útskýra nánar. Algert oframboð er á viðskipta og lögfræði menntun en skortur er á útskrifuðu fólki af raunvísinda og tæknisviðum.

    Konrekt hugmyndir væru til að byrja með að færa grunnskólann aftur til ríkisins og losa sveitarfélögin undan þessum bagga, þar myndu sparast stórar fjárhæðir. Annað að leggja niður nokkrar viðskipta og lögfræðideildir/skóla á háskólastigi þar er algert oframboð í gangi.

  • Ég vil bæta því við að umbætur í menntakerfinu er grundlvallar atriði varðandi það að koma landinu út úr kreppunni. Ein megin ástæðan fyrir því hve atvinnuleysistölurnar eru svona háar er hvað þjóðin er illa menntuð. Það eru fyrirtæki sem vilja stækka en fyrir utan gjaldeyrishöft og fjármögnunarvanda þá er ekki til hæft vinnuafl hér á landi fyrir þessi fyrirtæki.

  • Hjalti Atlason

    Einsetning grunnskólanna var mjög dýr aðgerð.
    Keyptum fullt af steypu með tilheyrandi viðhaldi handa nemendunum í stað þess að eyða í góða kennara.

    Semsagt hætta með einsetna grunnskóla sérstaklega í nýjum hverfum.

  • Einu sinni þurfti ég að koma frasanum „einsetning skóla“ yfir á útlensku. Það var ómögulegt.

  • Þetta er hreint hörmulegt og að við þurfum að borga síaukna vexti á hækkandi skuldum þjóðarinnar auk þess sem þjóðarframleiðlan er minnkandi þýðir í raun að við getum ekki haft stærra velferðarkerfi en því sem nemur 1/2 þess sem er á hinum Norðurlöndunum og skiptir raunar litlu eða engu máli hver hér stýrir. Það eru engar efnahagslegar forsendur fyrir norrænu velferðarkerfi sem er náttúrlega grátlegt.
    Vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar mun óbreytt þjónustustig í heilbrigðis og öldrunarþjónustu þýða gríðarlega útgjaldaaukningu.
    Ef útgjöld verða fryst frá því sem nú er mun það þýða mikinn samdrátt miðað við framfarir í læknisfræði og það að þjóðin mun eldast.

    Það er geysilegur ábyrgðarhluti að taka ekki á festu á ríkisfjármálunum en að fresta vandanum og það mun kosta þjóðina dýrt. En stjórnmálamenn hugsa í 4 ára tímabilum og fram að næstu kosningum og þjóðin kanski fram að næstu mánaðarmótum.

  • Lesandi,
    Þú ert líklega nýr lesandi á blogginu hér, vertu velkominn. Ég hef skrifað áður um nýjar hugmyndir í menntamálu sem eru mjög aðkallandi. Hér er nokkrar.
    1. Stytta grunnskólann um eitt ár
    2. Stytta menntaskólann um eitt ár og útskrifa stúdenta 18 ára
    3. Fækka háskólum niður í tvo og leggja af mikið af master og doktorsnámi nema í örfáum greinum, það á að sækja framhaldsnám á háskólastigi erlendis eins og í gamla daga
    4. Endurskoða námsskrá og alla kennslu í grunnskólanum með það fyrir augum að auka gæði og ná fram meira jafnrétti á milli kynjanna, en hvergi innan OECD er meira ójafnrétti í skólagöngu kynjanna en á Íslandi, drengjum í óhag!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur