Laugardagur 07.11.2015 - 14:35 - FB ummæli ()

Lífshættuleg gagnrýni á Nýja Landspítalann?

image

Nýja Kalnes-sjúkrahúsið í Noregi

Umræða um mögulega nýja staðsetningu á nýjum Landspítala en við Hringbraut, er nú talin ógna sjúklingaöryggi landans ef marka má fjölmiðlaumræðu stærstu fjölmiðlanna og tafir verði á áætlaðri uppbyggingu við Hringbraut. Reyndar afar hægt og aðeins með byggingu sjúkrahótels í stað legudeilda sem mest vantar fyrstu 2 árin, en síðan með byggingu svokallaðs meðferðakjarna eftir 2-3 ár og sem taka mun 3-4 ár að klára. Að lokum endurnýjun á öllu gamla húsnæðinu á lóðinni og frágangi allra tengibygginga. Stórt reiknisdæmi með ótal óvissubreytum ásamt óhagræðisþáttum og ónæði á starfsemi sem er rekin er þar fyrir og íbúa Reykjavíkur. Óöryggisatriði varðandi umferðaþunga og aðgengi, sjúkraflug með þyrlum um langa framtíð í yfirþroðnum miðbæ Reykjavíkur.

Tafir sem verða ef byggt verður á besta (mikið betri stað) þurfa alls ekki að verða miklar og jafnvel styttir byggingatíma á fullkomnum spítala miðað við Hringbrautaráformin og margoft hefur verið rakið. Getgátur sem kastað er nú fram af lítt athuguðu máli þeirra sem staðið hafa að undirbúningnum við Hringbraut og sem verja sitt verkefni, hvað sem það kostar. Sennilega gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir annarra líka undir og margra milljarða króna undirbúningsvinna farin í súginn og sem gagnrýnd hefur verið, en sem auðvitað má nýta að hluta eins og er varðar sjúkrahússtærðina. Nýtt deiliskipulag á nýjum stað, útboð, frumhönnun og síðan lokateikningar þarf ekki að taka nema 2-3 ár og hægt að fullklára byggingu á 5 árum eins og tvö nýleg dæmi eru um á Norðurlöndunum á álíka stórum sjúkrahúsum. Nú nýopnað sjúkrahús í Kalnes í Noregi sem tók fimm ár að byggja og annað sem er á byggingastigi í Danmörku í Hilleröd og sem á að klára 2020. Bæði þessi sjúkrahús þar sem vel var vandað til verka kosta tæpl. 90 milljarða króna og sem er svipuð upphæð og bútasaumurinn við Hringbraut getur orðið þegar upp verður staðið og ef endurnýjunarkostnaður á gömlu húsnæði verður meiri en lágmarksáætlanir nú gera ráð fyrir og flestir reikna með.

reykjavíkEftir er hins vegar að reikna hagkvæmnissparnað af rekstri hagstæðs sjúkrahús undir einu þaki miðað við Hringbraut og sem sennilega eru nokkrir milljarðar á ári. Sameining allrar sjúkrahússtarfsemi í einn spítala, hvar sem hann verður, er reiknaður um 6% af fjárveitingu til sjúkrahúsrekstarar nú sem eru 54 milljarðar fyrir árið 2016 og sem er þannig um 3.2 milljarðar á ári. Þegar reiknað hefur verið inn í dæmið sala eigna á gömlu spítlalóðunum og nýr staður hefur verið fundin, gæti söluhagnaður skilað 20-30 milljörðum króna. Hagræðisáhrif hafa þannig verið reiknuð út að þau geti staðið undir lánakostnaði við nýjan spítala á betri stað, 40 ára lán með 3% vöxtum, sem rekstur í öllum húsunum á Hringbrautarlóð mun ekki gera, sérstaklega þegar tekið er tillit til bygginga nauðsynlegra umferðamannvirkja og sem slegnar hafa verið af í núverandi deiliskipulagi Reykjavíkurborgar til 2030 (umferðastokkur frá Miklubraut vestur úr og umferðabraut um Hlíðarfót). Samtökin betri spítali á besta stað (SBSBS) hafa reyndar reiknað hagkvæmnisáhrifin mikið lengra fram yfir Hringbrautarhugmyndirnar eða allt að 100 milljarða króna til lengri framtíðar, og munar um minna.

imageMaður spyr því nú í hverju hin lífshættulega gagnrýni sé fólgin sem forstöðumenn LSH og Samtaka Hringbrautasinna (Spítalans okkar) hamra á í fréttum og viðtölum við helstu fjölmiðla landsins þessa daganna og þegar hún þvert á móti getur hugsanlega leitt til framkvæmda með mikið skemmri byggingatíma, sparað miklar fjárhæðir og gert spítalann sjálfbærari í rekstri miðað við fyrirliggjandi fastar fjárveitingar til spítalans í dag, fullkomnara og sjúklingavænna sjúkrahúss, sjúkrahúss með meiri framtíðarmöguleikum og þróunar samskipta nátengdra vísinda og atvinnustarfsemi sem og nauðsynlegra háskólabygginga (heilbrigðisvísindasviðs). Að minnsta kosti teljum við í Samtökum um betri spítala á betri stað full ástæða að staldra aðeins við og endurmeta áætlanir nú á dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar. Framkvæmd sem getur svo sannarlega margborgað sig hvað heilsuöryggi landans áhræri til langrar framtíðar og rétt er að henni staðið. Alveg eins og menn hugðuðu fyrir einni öld og þegar menn völdu gamla Landspítalanum staðsetningu í útjaðri borgarinnar. Þannig alls ekki lífshættuleg umræða heldur þvert á móti þjóðhagslega mjög gagnleg og heilsusamleg.

Eins má alltaf spyrja sig hvort umræða um „sjálfbæra“ sjúkrahússtarfsemi sé réttlætanleg og víst er að þjóðin hefur skuldað sér og börnum sínum fyrir löngu nýjan og betri spítala og þegar tekið var út eins og af sparisjóðsbók barnanna sinna og eytt til að borga eigin skuldir. 18 milljarðar króna hurfu þannig af söluverðmætum gamla Símans og eignaðar höfðu verið Nýjum Landspítala. Víst er að Alþingi á nú næsta leik og þarf að tryggja Nýjum Landspítala öruggar fjárveitingar til rekstrar og nýbygginga og breyta lögum ef með þarf fyrir nýjan og betri spítala á besta stað. Sjaldan eins og nú getur Alþingi unnið jafn mörg prik hjá þjóðinni.

 

Greinar um málið á blogginu mínu áður:

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/09/10/dyrkeyptur-einn-fugl-i-hendi-a-landspitalalodinni/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/06/17/spitalaheilbrigdid-og-folkid/  

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/05/05/nyr-landspitali-eins-og-slaemur-draumur-i-dos/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/10/20/akvordunin-um-nyjan-landspitala-arid-1900-eir-viii/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/11/11/forsendubrestur-og-meinloka-21-aldarinnar-nyr-landspitali-i-gamla-midbaenum/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/08/26/reykjavikurkludrid-og-nyi-landspitalinn-vid-hringbraut/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn