Mánudagur 03.05.2010 - 18:23 - 20 ummæli

Ögmundur við sama heygarðshornið

Enn hneykslast Ögmundur yfir tilraunum til að fá erlenda fjárfesta hingað til lands, nú síðast yfir áformum Íslandsbanka að setja upp söluskrifstofu í New York.  Auðvita væri æskilegt að Íslendingar gætu virkjað sína orku sjálfir og stýrt fjárfestingum af eigi raun.  Til þess þurfum við gjaldeyri en nú fer allur gjaldeyrir okkar og gott betur í að borga erlend lán.  Allir bankar eru fullir af íslenskum krónum, en þær vill enginn erlendis, þær er ekki hægt að nota til að kaupa efni, aðföng eða vélar.

Alla tíð frá upphafi lýðveldis til hruns stóðu erlendir lánamarkaðir okkur opnir.  Við gátum fengið lán í erlendum gjaldeyri til uppbyggingar og haldið eignarhaldinu hér heima.  Þetta er ekki hægt lengur.  Allir erlendir fjármálamarkaðir eru lokaðir Íslendingum nema að til komi erlent eignarhald.  Þetta er afleiðing hrunsins og er íslenskum einstaklingum að kenna en ekki útlendingum.

Ef við viljum ekki erlent fjármagn á þeim kjörum sem þau bjóðast okkur þá verðum við að lækka lífskjörin enn meir.  Þá er nær að tala um að Seðlabankastjóri sýni gott fordæmi og taki launalækkun um 400,000 kr.

Ef Ögmundur fær að ráða verður forsætisráðherra með 500,000 kr á mánuði eftir nokkur ár.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Þetta eru nú bara geðvonskuskrif. Það er ágreiningur um það í landinu hvort selja eigi náttúruauðlindir eða réttinn til að nýta þær úr landi. Það er rétt að taka það með í reikninginn.

    Ögmundur barðist á sínum tíma gegn bankageggjuninni og hefur ávallt haft á orði að auðlindir Íslands eigi að vera í íslenskri eigu. Meiri hluti landsmanna eru á sömu skoðun.

  • Vá svo sammála síðuhöfundi. Blauti sipapostulinn Ögmundur er búinn að vera atvinnupólitíkus í 30 ár og ekki komið með 1 tillögu að atvinnumálum fyrir þjóðina. Hann aftur á móti vill banna allt samanberg áfengisauglýsingar og fleira. Þessi sami siðapostuli Ömmi var í stjórn LSR til fjölda ára og var einnig líka stjórnarformaður þess sjóðs. Er eðlilegt að Ögmundur skuli ekki biðja þjóðina afsökunar og segja af sér? Með Ögmund og hans lið við stjórn landsins fara lífsgæðin hér svo svakalega niður að við endum í torfkofunum aftur. Hvenær ætlar þessi blessaða þjóð að vakna aftur og skilja að lausnin er ekki kommúnismi og siðapistlar manna sem eru með allt niðrum sig eins og Ömmi kommi.

  • Ömmi hefur aldrei verið kommi og slíkt segja einungis þeir sem aldrei hlustað á málflutning hans, það er á hreinu. Síðan er hægt að hafa ýmsar skoðanir á erlendar fjárfestingar til góðs eða ills, það er allt annað mál. En að spila út kommaspilinu er merki um rökþrot.

    En afhverju á Ögmundur að stinga upp á atvinnutækifærum, það á að vera hlutverk markaðarins. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að skapa þægilegt umhverfi fyrir fjölbreytta rekstraraðila en ekki einhliða, samanber ekki öll eggin í sömu körfuna.

  • Marat,
    Auðvita vilja allir Íslendingar hafa orkulindirnar í íslenskri eigu. Valið sem við höfum er hins vegar.
    1. Ónýttar orkulindir í eigu Íslendinga
    2. Nýttar orkulindir sem skapa störf en með erlendir fjárfestingu.

    Annað er ekki í boði og það er blekking að halda því fram að við getum beyslað þessa orku sjálf með íslenskum krónum.

    Við erum þar sem við erum, klukkunni verður ekki snúið til baka sama hversu mikið menn vilja það.

  • Torfi Stefán ég lít á þetta sem grín hjá þér að Ömmi kommi sé ekki kommi. Góður þessi. Hvað hefur Ögmundur á sínum pólitískaferli afrekað?

    Ömmi vill banna allt eins og flokkurinn hans VG. Því spyrja allir hvað má gera á Íslandi? VG vill ekki virkja, það má ekki spila Olsen Olsen og hvað þá reisa hér spilavíti sem ferðamannaiðnaðurinn kallar eftir. Íslenskir áfengisframleiðendur mega ekki auglýsa núna sína vöru samkvæmt nýjasta útspili Kremlverjans Ömma. Enginn má fá útborgða meira en 50 þúsund á mánuði svo allir séu örugglega á sömu launum burt séð frá menntun eða framlagi. Ögmundur er að slá pólitískar keilur alla daga um málefni sem hann veit ekki rassgat um. Torfi segðu mér afhverju segir Ögmundur ekki af sér þingmennsku fyrir tjónið sem hann hefur valdið skattborgurum þessa lands fyrir setu hans sem stjórnarformaður LSR? Ég gæti skrifa langa ritgerð um þennann besserwisser og siðapostula Ömma. T.d. þegar hann kaus fullur um daginn á þinginu það eitt var nú tilefni til afsagnar Ögmundar. Í dag er svo frétt á Eyjunni þar sem Ögmundur finnur sér allt til foráttu að Íslandsbanki opni einhverja þjónustuskrifstofu í New York. Er því von að almenningur og ég spyrji hverjar eru tillögur Ögmundar og afhverju segir hann ekki af sér þingmennsku?

  • Sporin hræða. Allt sem þessir glæpabankar hafa komið nálægt hefur verið eyðilagt og ryksugað. Það þarf að vinna þessa vinnu í smærri skrefum og af óbrengluðu fólki.

  • guðmundur jónsson

    Ég veit ekki betur en Ömmi hafi verið helsti gagnrýnandi á hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna. Minnti á mikilvægi þess að aðgreina viðskiptabanka starfsemi frá fjárfestingabanka starfsemi. Það er klárt að ef tillit hefði verið tekið til hans ábendinga þá stæðum ekki í þeim sporum sem við stöndum í dag. Mér finnst eins og greinarhöfundur meti ekki nægilega mikilvægi þess að við sem þjóð ráðum yfir auðlindum okkar. Víst er að við ávinnum okkur ekki traust þjóða nema standa í lappirnar.

  • Stefán Benediktsson

    Við viljum ekki selja auðlindir okkar. Þessvegna kjósum við fólk sem er sama sinnis á þing. Það selur engin auðlindir okkar án afskipta þings. Ögmundur verður bara að mæta í vinnuna og skila verkinu. Mig og Dagblaðið varðar engu hvað hann sagði við sjálfan sig við raksturinn í morgun. Hann þarf bara að mæta í vinnuna og gera það sem hann gerði samkomulag við kjósendur og samstarfsfólk um að gera.

  • guðmundur jónsson

    Er þetta ekki dálítil svartsýni hjá þér að álykta sem svo að við eigum ekki möguleika að fá lán á bærilegum kjörum til orkuframkvæmda í næstu framtíð. Nú ert þú bankaráðsmaður í Landsbanka Íslands og ert skipaður vegna þekkingu þinnar á erlendum lánsfjármörkuðum væri ekki ráðlegra fyrir þig að vera lausnamiðaðri í umfjöllun þinni.

  • Við virkjanaframkvæmdir duga íslenskar krónur fyrir möl , sandi og vinnulaunum Allt annað krefst erlends gjaldeyris. Ekki mjög flókið. Það sama á við um fiskveiðar. Vinnulaun sjómanna og fiskurinn. Annað krefst erlends gjaldeyris. Og sama er með landbúnaðinn. Þar er grasið innlent og vinna bóndans. Annað krefst erlends gjaldeyris. Kjúklinga og svínakjötsframleiðsla . Þar er vinnan innlend en allt fóður krefst erlends gjaldeyris…. Við erum að mestu leyti háð erlendum gjaldeyrir ef við ætlum að halda uppi nútíma lifnaðarháttum hér á landi… Öflugur útflutningur er okkar lífæð. Orkuframleiðsla er útflutningur. Erlendur lánamarkaður er okkur lífsnauðsynlegur.

  • Sævar, það þyrfti að reikna út „gjaldeyrisfótspor“ sérhverrar atvinnustarfsemi til að geta metið hversu gjaldeyrisfrek hún er. Þetta skiptir máli í íslensku kreppunni sem er fyrst og síðast gjaldeyriskreppa. Það sem kallað er „labour intensive“ atvinnugreinar einsog t.d. túrismi, skilar meiri „gjaldeyrisarði“ en orkufrekur iðnaður. Við værum fljótari að byggja upp Ísland með því að tífalda markaðssetningu Íslands sem túristalands heldur en með því að byggja álver.

  • Snæbjörn

    Væri það svo hræðilegt ef forsætisráðherra væri á svipuðum launum og við hin. Ef hann/hún myndi finna fyrir verðbólgu, verðtryggingu og öðru slíku á buddunni sinni væri hætt við jafnvel skikkanlegri efnahagsstjórn.

  • Ég hef ekki nokkra trú á því að íslenskum auðlindum sé betur borgið í höndunum á Ögmundi og co – né öðrum Íslendingum – heldur en útlendingum.

    Ekki voru það útlendingar sem dunduðu sér við að mergsjúga íslensku þjóðina undanfarna áratugi. Ég veit ekki betur en að blóðsugurnar hafi allar verið af íslensku sauðahúsi.

  • Það er eitt sem hefur gleymst hér í umræðunni og það eru vaxtakjör sem okkur myndi bjóðast erlendis. Segjum sem svo að okkur bjóðist lán erlendis þá verða vextirnir svo háir að arðsemin af verkefninu rennur að mestu erlendis í vaxtakostnað. Erlendir aðilar, hins vegar geta fengið lán á miklu betri kjörum en Íslendingar svo arðsemin verður hærri. Spurningin er í hvor dæminu rennur meir af hagnaðinum til Íslendinga?

    Eitt af stórum vandamálunum er OR. Erlendir fjármagnseigendur líta á hina hræðilegu stöðu OR og álykta sem svo að Íslendingum sé ekki treystandi til að fara með erlent fjármagn sjálfir til að beysla orkuna.

    Við reddum þessu ekki á bjartsýninni einni saman. Við verðum að vera raunsæ og gangrýnin og leyfa alla umræðu sama hversu óþægileg hún er.

  • Að lokum. Sú leið sem Íslandsbanki virðist ætla að fara, þ.e. að fara í samráð við erlenda aðila þar sem fjármögnunin verður blönduð, erlendir aðilar koma með gjaldeyrir (erlenda aðföng) en bankinn fjármagnar íslenska hlutann (launakostnaðinn) er praktísk og mun auka störf, hækka laun og draga úr atvinnuleysi.

    Komi aðrir með betri lausnir?

  • Einhverfa kemur meðal annars fram í því að viðkomandi einstaklingur vill engu breyta. Allt sem raskar umhverfinu verður ógnun. Athyglisvert!

  • Jakobína

    Sé að þú hefur áhyggjur af því að forsætisráðherra þurfi að fara að lepja dauðann úr skel. Gott að þú ert með forgangsatriðin á hreinu.

  • Aðeins Íslenzkir athafnamenn skulu fá að höndla með auðlindirnar okkar enda eru þeir eru allir svo góðir og vilja þjóð sinni alltaf vel og leggja sig alltaf fram við að tryggja hagsmuni Íslenzkrar þjóðar í hvívetna.

    (PS. ef einhver skyldi ekki átta sig á því þá er þetta kaldhæðni…)

  • Einn upplýstur

    @ Torfi Stefán
    „Ömmi hefur aldrei verið kommi“
    Ójú. Heldur betur. 2006 skrifaði hann grein um að hann vildi (óbeint) senda bankana úr landi.

    Ekki af því
    -að þeir væru reknir með rassgatinu
    -að eigendurnir væru að ræna þá innan frá
    -að skuldasöfnun ógnaði íslensku hagkerfi
    -að atvinnuleysi þúsunda blasti við
    -að það óganði stórlega orðspori landsins
    -etc.

    Nei. Það var ekki út af neinu ofangreindu.

    Það sem hann vildi reka bankana úr landi út var út af jöfnuði. Jöfnuði einum saman. Einhverjir voru farnir að hafa það of gott. Einkaþotur og silkiföt komu við sögu.

    Þetta er kommúnismi. Hreint og klárt. Eitt af einkennum kommúnismans er sú árátta að útrýma „óæskilegum“ stéttum (útlegð, gúllag), í þessu tilviki starfsmönnum banka sem höfðu efnast um of að hans mati. Afbrigði þessa kommúnisma eru m.a. Marxismi, Trodskyismi og Maóismi. Menn geta lesið sér til um það, ef menn vilja.

    Hvort ætli hafi verra orðspor í mannkynssögunni, kommúnismi eða ný-frjálshyggja? Hmmmmmmm…

    Ekki ætla ég Ögmundi, þeim annars mæta manni, að vilja senda Íslendinga í útlegð. En afleiðingar af svona vangaveltum eru stórhættulegar. Það sýnir mannkynssagan okkur.

    Annars, góð grein Andri. Þú kemur beint að kjarna málsins.

  • Andri Geir: Mér finnst málflutningur þinn hljóma nokkuð sannfærandi, þó vissulega þekki ég ekki málið alveg nógu vel. Þyrfti að fá meiri samanburð. Gef þér málefnilegheitin í svörunum.

    Tryggvi og einn upplýstur: Ögmundur sagði það í útvarpsviðtali fyrir rétt um tveim árum síðan að hann væri ekki kommúnisti heldur vildi notast við þær aðferðir sem virkuðu, það þyrfti að forðast það að festast í hjólförum hugmyndafræðinnar bara hugyndafræðinnar vegna. Benti hann á, með eigin orðum að það hefði skilað af sér kommúnismanum í sovétríkjunum og fleiri stöðum. Að sama skapi benti hann á að frjálshyggjunni mætti ekki fylgja bara hennar einnar vegna. Það hefur verið gert æði oft. Og gaman væri ef einhver marxískur sagnfræðingurinn færi nú að taka saman þau dauðsföll sem má rekja beint og óbeint til kapítalisma, eins og er gert í oft fáránlegum talningum í kringum kommúnisma og eiga lítið skylt við sagnfræði heldur meir við ákveðna hugmyndafræði. Ég er samt ekki að gera lítið úr þeim fjöldamorðum sem framin hafa verið í nafni kommúnisma.

    Ögmundur og VG settu fram frumvarp 2005 þar sem lagt var til að skipta bönkunum í viðskiptabanka og fjármagnsfyrirtæki, hækka bindisskyldu og fleira í svipuðum dúr. Þetta var kallað að sjá ekki veisluna.
    Ögmundur lagði til að bankarnir færu bara, auðvitað talaði hann um jöfnuð, enda er það almennt ekki talið samfélagi til tekna þar sem launamunur er tífaldur, þetta er staðreynd og snýst ekkert um að allir eigi að hafa 50.000 og lepja dauðann úr skel.

    Ögmundur greiddi ekki atkvæði fullur. Þetta mál er frágengt frá öllum sjónarhornum nema þínu Tryggvi (þú hefur greinilega eitthvað misst af umræðunni eftir þessa „frétt“.

    Ögmundur er búinn að svara fyrir LSR og útskýra sinn þátt í því. Hann var alltaf á grensunni í því að einhverju fjármagni væri varið til hlutabréfakaupa. En einhvern veginn þurfti nú samt að ávaxta þessi bréf. Ögmundur var nú væntanlega ekki sjálfur í því að kaupa þau heldur voru til þess starfandi framkvæmdastjórar og sérfræðingar, sem skitu á sig eins og allir aðrir. Tapið var nú reyndar ekki eins gríðarlegt eins og Pétur Blöndal æpti upp til að byrja með, enda var það moldviðri til þess að fela skítinn hjá sínum eigin flokk.

    Hvað varðar áfengisbannið. Er ég á báðum áttum, ekkert hitamál fyrir mig. Eina sem síðasta lagasetning átti að gera var að koma í veg fyrir þessar auglýsingar á „gráa svæðinu“, þegar þeir skrifa léttöl með ósýnilegu letri rétt á eftir.
    Ögmundur stoppar þetta nú ekki einn og sér þótt hann sér hamhleypa til allra verka. Það eru nú 62 aðrir þingmenn, svo væntanlega er áfengisauglýsingabannið nú eitthvað þverpólitískt. Mín vegna mætti alveg opna fyrir auglýsingar, við skulum bara ekki gleyma því að auglýsingar virka (staðreynd). Endalausar auglýsingar skyndibitakeðja eiga sinn þátt í offitufaraldri vestrænna ríkja (já og hversu stjórnlaus mannskepnan er).

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur