Þriðjudagur 04.05.2010 - 07:26 - 7 ummæli

Rifist um þjórfé á Titanic

Alveg er umræðan á Íslandi kostuleg og smámunarleg.  Nú ætlar allt að verða vitlaust út af 400,000 kr launagreiðslum til Seðlabankastjóra á meðan algjör stöðnun ríkir í atvinnumálum landsmanna.  Hér eins og svo oft áður er tímanum varið í rifrildi um smáatriði á meðan hin raunverulegu málefni fá litla umfjöllun eða afgreiðslu.  Þetta eru einmitt vinnubrögðin sem leyfðu útrásarvíkingunum að haga sér eins og þeir vildu.  Stóru málin eru svæfð á meðan fjölmiðlar og stjórnmálamenn halda almenningi upp á innihaldslausu snakki.

Það er nefnilega miklu auðveldara að lækka laun allra en að auka þjóðartekjur með gjaldeyrisskapandi atvinnuuppbyggingu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • ragnhildur

    Sammála, þetta er ekki stórt mál í heildarsamhengi hlutanna, en siðvæðingarbylgjan kallar á raunverulegar úrbætur. Þegar postular „gegnsæis“ kaupa seðlabankastjóra til landsins með falsloforðum, þá hlýtur að þurfa að upplýsa málið.

    Hver lofaði Má að halda gamla launaumslaginu og í hvers nafni?

  • Skemmtileg fyrirsögn á pistlinum 😀 – og átakanlega lýsandi fyrir karpið á Klakanum.

  • Andri svo sammála þér ég þarf að fara lesa þína pistla reglulega. Nú þarf að fara fjölga hugsandi fólki á Íslandi. Þessi vinstri stjórn mun koma lífsgæðum Íslendinga mun neðar því miður. Jóhanna og Steingrímur eiga að segja af sér strax.

  • Já en þetta er samt prinsippmál!

  • Einn upplýstur

    Stórkostlegur titill á grein. Segir einn og sér allt sem segja þarf.

  • Nú?

    Er ekki verið að rífast yfir stefnunni?

  • Skemmtileg fyrirsögn. En í raun og veru snýst þetta um hvort allir fái sömu meðferð á skipinu, hvort sem það er í hættu eða ekki.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur