Laugardagur 08.05.2010 - 14:58 - 9 ummæli

Gjaldmiðill og hagstjórn: Hvert á að halda?

Í framhaldi af síðustu færslu og umræðu um stöðu Íslands í gjaldmiðlamálum, freistast ég nú til að draga upp dálitla skematíska mynd af stöðunni.  Vonandi hjálpar hún við að aðgreina hinar mismunandi leiðir sem okkur standa til boða og útskýrir um leið hvað er líkt og ólíkt með Íslandi og Grikklandi.

Spurningin er hvert á að halda – A, B eða C?  Ætli A sé betri en B og B betri en C?  Er B nauðsynlegur „áningarstaður“ á leið A?

Þegar leiðin hefur verið valin er gott að fara undirbúa sig og gera áætlun um hvernig við ætlum að komast á leiðarenda.  Ekki satt?

PS.  Svo getur fólk velt fyrir sér á hvaða leið Grikkir séu?  Margir halda því fram að þeir eigi að koma í okkar sælureit!

Gjaldmidill.001

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Ég held að fyrsta skrefið sé að afnema hér verðtryggingu og kippa þessum vísitölum úr sambandi. Þá fyrst verður hægt að meta hvort hagstjórnin sé veik eða sterk. Skil ekki alveg þessa umræðu um nauðsyn á upptöku erlends gjaldmiðils. Kannski eftir nokkur ár þegar við höfum efni á því en ekki núna.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Jóhannes,
    Spurningin er hefur atvinnulífið efni á krónunni? Við þurfum erlenda vexti og aðgang að erlendu fjármagni strax til að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

  • Jóhannes

    Mér er þetta mál greinilega jafnhugleikið og þér.

    Þessi matrixa segir auðvitað mjög mikið. Ef hagstjórn PIGS landanna hefði verið sterkari hefði fjármálakreppan haft miklu minni áhrif á Evrusvæðið og Evran ekki ekki undir þeim þrýstingi sem hún er í dag. Eina raunverulega leiðin sem þessi lönd hafa eru að efla hagstjórnina mjög, eins og virðist vera að gerast á Írlandi, þe ör frá „Grikklandi“ og upp til „Þýskalands“.

    Leið A er auðvitað eini alvöru kosturinn fyrir Íslendinga ef tryggja á stöðugleika og hagsæld á næstu árum, enda er sterk hagstjórn forsenda fyrir því að geta haldið traustum gjaldmiðli svo vel sé, og öfugt.

    Annars er grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag afar skýrt og öflugt innlegg í þetta mál.

    hefði dregin væri ör frá Grikklandi til Þýskalands og

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Andri Geir:

    Bjó í Þýskalandi í 12 ár og myndi gjarna vilja hafa sömu hagstjórn og þar og sama gjaldmiðil.

    Því miður virðast Íslendingar ekki átta sig á því hvernig er að búa í landi, þar sem verðlag er lágt og breytist nánast ekki neitt frá ári til árs og vextir eru mjög lágir og breytast nánast ekki neitt. Launahækkanir eru launahækkanir til framtíðar og alvöru kaupmáttaraukning til lengri tíma. Maður tekur húsnæðislán eða neyslulán og maður sér lánin sín ekki aðeins lækka frá einum mánuði til annars, heldur getur maður verið 100% viss um að sú greiðsluáætlun, sem manni var afhent við undirritun skuldabréfs standi áratugum saman.

    Við höldum að það sé náttúrulögmál að það þurfi að skiptast á skin og skúrir í efnahagslífinu, stundum verði íslenskt efnahagslíf að taka stórt stökk upp á við og síðan annað stökk niður á við. Við njótum stöðugleika í nokkur ár og síðan efnahagslegs öngþveitis í nokkur ár.

    Íslendingar skilja ekki stöðugleika af því að þeir hafa aldrei upplifað slíkt þjóðfélag nema í nokkur ár en ekki áratuga eftir áratug!

    Það sem við köllum efnahagslega stöðnun er stöðugleiki!

  • Andri, afhverju þurfum við aðgang að erlendu fjármagni strax? Stóriðja leysir ekki atvinnuleysisvandamálið og þú ert jú að tala um hana, ekki satt? Við erum staddir á botni mestu efnahagskreppu sem landið hefur gengið í gegnum og erlendar fjárfestingar sem heimta orkuauðlindir að veði eru ekki leiðin útúr kreppunni.

  • Andri Thorstensen

    Ágætis greining en er ekki pínu hæpið akkúrat núna að tala um evruna sem sterkan gjaldmiðil? Hún er svosem miklu sterkari en krónan og jú, líklegast á hún eftir að lifa þessar hremmingar allar af en það er samt ákveðin hætta fyrir evruna ef fleiri evruríki lenda í álíka vandræðum og Grikkir eru í núna.

    En já, smá stöðugleiki væri nú kærkominn!

  • Jóhannes,

    Til að koma atvinnulífinu á fulla ferð og auka lífskjör verðum við að auka fjárfestingu í gjaldeyrisskapandi verkefnum. Þannig minnkar atvinnuleysið, lánstraust eykst, hagvöxtur batnar og lífskjör aukast. Þetta er ekki hægt með krónunni einni. Með henni eru við að keyra í fyrsta gír og öll uppbygging verður mjög hægt með viðvarandi atvinnuleysi og landflótta.

    Við eigum enga góða kosti. Við fáum ekki lán til uppbyggingar erlendis svo eina leiðin er að fá erlenda fjárfesta í lið með okkur nema við viljum stöðnun, atvinnuleysi og landflótta.

    Eftir svo sem 10 ár getum við farið að taka lán og byggja upp sjálf, þá er líka hægt að kaupa útlendingan út.

  • Tómas Waagfjörð

    Málið er að ef við förum smá út frá geðveikinni sem kapítalisminn er þá getum við orðið ríkasta land í heimi á örfáum árum.

    Það þarf að ríkisvæða allar stórútgerðir, það sem fæst úr því er ALLUR hagnaður beint í ríkissjóð í stað vasa fárra einstaklinga. Skipsverjar halda vinnunni, eigendurnir geta farið unnið alvöru vinnu ef þeir vilja, eða flutt úr landi og eytt þeim peningum sem þeir hafa fengið gefins í gegnum árin.

    Banka í einkaeigu á að banna, engin ástæða til þess að láta þriðja aðila hagnast á að lána út peninga sem hann á ekki, allar krónur eru eign ríkisins og þjóðar og eru eingöngu hugsaðar til að liðka fyrir viðskiptum. Einn ríkisbanki yrði stofnaður, allir fengju lán út á nafnið sitt, ef ekki er borgað er allt tekið af lántakenda og hann fær ekki nýtt lán fyrr en skuldin er greidd. Allir fá úthlutað heimili frá ríkinu þegar þess er óskað, stærð og gerð heimilis ákvarðast af stærð fjölskyldu. og svo framvegis og afturábakogáframblabla. Þið skiljið vonandi hvert ég er að fara með þetta.

    En allt svona útópíutal er þyrnir í augum manna sem vilja ekkert frekar en að græða og eiga meira en allir hinir og þeir gera allt sem þeir geta til að brjóta það niður með einhverjum ótrúlegum rökum um það hvernig samfélagið myndi stoppa ef enginn væri ávinningurinn.

    Ég vorkenni þeim sem telja að eina ástæða fólks til að gera nokkurn skapaðan hlut sé það að eignast peninga og fullt af þeim ein og kapítalisminn boðar. Flestir vilja bara peninga til komast af og kannski leyfa sér eitthvað áhugamál.

    Það eina sem við þekkjum má ekki gera okkur hrædd við aðra þjóðfélagslega möguleika sem á borði eru mun betri, peningar eru ekki allt en þeir eru það eina sem við þekkjum.

  • Jóhannes

    Tómas Waagfjörð. Þetta dýrðarfyrirkomulag er til í dag. Landið er Norður-Kórea. Albanía, illu heilli, hvarf frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkrum árum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur