Mánudagur 10.05.2010 - 15:15 - 4 ummæli

Dómgreinarlaus Hæstiréttur?

Magnús Guðmundsson hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð til Hæstaréttar. Lögmaður hans, Karl Axelsson, er tengdur Jóni Steinari hæstaréttadómara enda unnu þeir saman á sömu lögmannsstofu samkvæmt frétt í DV. Þetta er ansi óheppilegt en sem betur fer sitja fleiri en 3 dómarar í Hæstarétti svo auðvelt ætti að vera að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í svona viðkæmu og mikilvægu máli.

Hér er um æðsta dómstól landsins að ræða svo gera verður meiri kröfur um góð vinnubrögð og dómgreind en gengur og gerist annars staðar í þjóðfélaginu.

Það er því með ólíkindum að sú frétt berist til almennings að Hæstiréttur hafi skipað Jón Steinar einn af þremur dómurum til að dæma í þessu máli. Hvað segir það okkur um dómgreind Hæstaréttar?

Er hægt að hafa dómgreindarlaust dómsvald í siðmenntuðu lýðveldi?

Hér er enn eitt dæmið um nauðsyn þess að fá nýja stjórnarskrá og það sem fyrst.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Hákon Jóhannesson

  Óánægjan í þjóðfélaginu er að aukast verulega og m.a. vegna þess að óreiðumenn stjórnmálanna koma vísvitandi og markvisst í veg fyrir eðlilegar og sanngjarnar umbætur hér. Þú nefnir eina af þeim; umbætur á stjórnarskránni. Ef þessu heldur áfram mun þetta koma illilega í bakið á þessu sama fólki; en skaðinn lendir harðast á fólkinu í landinu, nú sem fyrr.

 • …og þeir verða frelsaðir.

 • Jón Steinar og Ólafur Börkur verða með hugann við næsta holl þegar kæra Magnúsar og Hreiðars Más verður tekin fyrir.

  Það líður væntanlega að það því að fyrrum stjórnendur og eigendur Landsbankans verði einnig handteknir. Þeirra á meðal drykkjubróðir og spilafélagi Jóns Steinars og félaga, Kjartan Gunnarsson. Og svo vildarvinir Sjálfstæðisflokksins.

  Fingraför FLOKKSINS eru um allt dómskerfið, því miður.

 • Hæstiréttur hefur ítrekað dæmt út í loftið. Til dæmis með ríkinu í kvótamálinu svokallaða sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna lýsti síðar brot á Mannréttindasáttmála SÞ og líka með ríkinu í máli Varðar Ólafssonar gegn lögum um iðnaðarmálagjald sem Mannréttindadómstóll Evrópu lýsti svo andstætt Mannréttindasáttmála Evrópu.

  Í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn sömu stjórn Glitnis og setti Glitni á hausinn gaf Hæstiréttur stjórninni og öðrum innherjum opið veiðileyfi til að mjólka íslensk almenningshlutafélög eins og innherjum sýnist í trássi við lög um hlutafélög.

  Þessir dómar sýna að Hæstiréttur er jafn ónýtur og margar aðrar stofnanir hafa verið (og eru sumar enn), til dæmis Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur