Mánudagur 10.05.2010 - 09:15 - 5 ummæli

Niðurskurður: „eins dauði er annars brauð“

Ríkisstjórnin boðar nú niðurskurð sem er forsenda fyrir endurreisn einkageirans. Niðurskurður er nauðsynlegur til að vextir lækki og erlendir fjármálamarkaðir opnist. Niðurskurður er því miður eina afísingarefnið sem dugar á atvinnulífið í okkar stöðu.

Spurningin er, treystir VG sér að standa í brúnni og stýra einum mesta niðurskurði í sögu landsins. Hugmyndafræðilega er það sjálfsmorð og búast má við að órólegu deildinni líki meðalið illa.

Vandamálið í okkar hagkerfi er að við verðum að flytja störf frá hinu opinbera, bönkum, verslun og byggingariðnaði yfir í gjaldeyrisskapandi störf. En þau störf verða ekki sköpuð nema með innlendu og erlendu fjármagni á viðunandi kjörum. Og þar sendur hnífurinn í kúnni. Fjármálamarkaðir verða að sjá traustvekjandi plan þar sem fjármögnunarþörf ríkisins er skorin niður. Það er ekki í boði lengur að lifa um efni fram á AGS lánum.

Þetta hafa menn vita en vegna pólitískra hugmyndafræði hefur niðurskurði verið frestað. Einkageirinn hefur verið látinn taka á sig atvinnuleysið hingað til en nú er tíminn að renna út. Nú er komið að hinum viðkvæma viðsnúningi þar sem ríkið þarf að skera niður til að endurreisa einkageirann sem aftur styrkir skattstofninn. Það er alveg ljóst að það verður að koma þessari hringrás af stað en hún kallar á tímabundna erfileika og sársauka.

Eins og sagt er “eins dauði er annars brauð” og það á við hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Og þetta lifir núverandi ríkisstjórn aldrei af!

  • Björn Kristinsson

    Sammála Andri. Það er hins vegar mjög mikilvægt að niðurskurður sé með þeim formerkjum sem þú setur upp það er tilfærslu á störfum frá hinu opinbera til einkagreirans sem verður að standa að baka aukins útflutnings.

    Kjarninn er hins vegar Andri að þetta hangir með stefnumótum til skemmri og lengri tíma í atvinnumálum sem snerta bæði uppbyggingu á grunnstoðum stjórnkerfisins sem og nýtingu auðlinda okkar, mannauðs og auðlinda í jörðu og hafi. Á meðan ekki er til skýr stefna í þessum málum sem og aðgerðaráætlun þá er mikil hætta á því að niðurskurður verði með formerkjum lækkun launa, minna vinnuhlutfalli og þar með lægri kaupmætti. Afraksturinn úr slíku verður aðeins spírall niður á við í tekjuöflun ríkisins.

    Ég hef lengi talað fyrir því að við þurfum hér mikla aðstoð og stend enn við það. Við eigum að fá erlendar þjóðir hér að borðinu. Við komumst aðeins á lappirnar ef við áttum okkur á því að árangur okkar og uppbygging helst í hendur við það hvað gerist fyrir utan Ísland. Við erum ekki eyland !

  • Björn,
    Þakka góða athugasemd.

  • Adda Sigurjónsdóttir

    Þetta er einnig banalt vegna þess að ef um heilbrigðisstarfsmenn er að ræða s.s. sjúkraþjálfara og sérfræðilækna mega þeir ekki færast yfir í einkarekstur þar sem Heilbrigðisráðherra er a´móti því. Þannig hefur hún marglýst því yfir að hún ætli að skera einkarekstur í heilbrigðiskerfinu meira niður en opinberan. Þrátt fyrir að þessi einkarekstur sé í einokun þess að mega bara selja hinu opinbera þjónustu sína. Þetta fagfólk hefur því um að velja að fara alveg af samningi við hið opinbera til þess að freista þess að mæta niðurskurðinum eða flytja úr landi ef það þolir ekki niðurskurðinn í rekstri sínum. Það er líkt og Heilbrigðisráðherra og VG telji um eitthvað annað að ræða en opinberan rekstur vs einkarekstur. Hún vill frekar missa fagaðilana úr landi.

  • Adda,
    Mjög góður punktur. Það er þegar tvöfalt kerfi á Íslandi. Þeir sem hafa peninga geta alltaf farið erlendis og fengið þjónustu og lyf sem ekki fæst á Íslandi. Af hverju ekki að gera öllum landsmönnum kost á að fá aukaþjónustu á Íslandi. Einkasjúkratrygging sem borgar það sem ríkið sker niður gæti kostað 15-25 kr. á mánuði per fjölskyldu.

    Málið er að margir mundu borga þetta sem léttir á ríkiskerfinu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur