Mánudagur 10.05.2010 - 20:13 - 11 ummæli

Lítið land þarf ekki fleiri en 6 ráðuneyti

Fámennt land eins og Ísland þarf eingöngu 6 ráðherra. Þannig væri hægt að gera ráðuneytin stærri, faglegri og ódýrari. Hugsa verður málið upp á nýtt og gleyma núverandi skipulagi.

Hér er ein tillaga:

 1. Forsætisráðherra
 2. Utanríkisráðherra
 3. Fjármálaráðherra
 4. Innanríkisráðherra
 5. Atvinnu- og efnahagsmálaráðherra
 6. Velferðamálaráðherra

Það eru auðvita til margar aðrar tillögur, en stjórnarráðið verður að setja gott fordæmi og skera fyrst niður hjá sér áður en hinn mikli niðurskurður 2011 verður tilkynntur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

 • Ómar Harðarson

  Ég get verið sammála um ráðherrafjöldann. Það þarf hins vegar ekki endilega að tengja saman ráðherra og stjórnardeildir. Með því að breyta ríkisstjórninni í fjölskipað stjórnvald myndi hún bera sameiginlega ábyrgð á allri stjórnsýslunni. (Þá færi kannski betur á að hafa oddatölu – t.d. 5 eða 7 ráðherra). Það færi síðan eftir starfsgetu og áhugamálum ráðherranna hvernig þeir skipta með sér verkum eða áherslum gagnvart ráðuneytum.

 • Ragnar Eiríksson

  Má ekki láta annað mál, nefnilega nýja stjórnarskrá hafa forgang, það liggur ekki endilega á fækkun ráðherra þó vissulega höfum við ekkert að gera með meira en 6 ráðherra. Sparnaðurinn við fækkunina er vafasamur og langt frá í hendi og það er t.d. alveg hægt að taka ráðherrabílna af ráðherrum og seðlabankastjóra án þess að leggja ráðuneytin niður. Það var lofað nýrri stjórnarskrá – hvernig væri að standa við það fyrst??

 • Vandamálið er að kerfið er hannað til að verðlauna þá sem komið hafa sér ofarlega á lista hjá fjórflokknum. Hjá þeim snýst þetta bara um að komast í þægilegt djobb, meira að segja VG virðast komnir niður á ansi lágt plan.

 • Haukur Kristinsson

  Í Sviss (íbúafjöldi tæplega 6 milljónir) eru 7 ráðherrar (Bundesräte) og 7 ráðuneyti (Departement).

  1. Eidgenössisches Volkswirtschaftsdepartement (EVD)
  2. Eidgenössisches Departement für Umwelt, Verkehr, Energie und Kommunikation (UVEK)
  3. Eidgenössisches Departement für auswärtige Angelegenheiten (EDA)
  4. Eidgenössisches Departement des Innern (EDI)
  5. Eidgenössisches Departement für Verteidigung, Bevölkerungsschutz und Sport (VBS)
  6. Eidgenössisches Justiz- und Polizeidepartement (EJPD)
  7. Eidgenössisches Finanzdepartement (EFD)

  Og ár hvert fer einn ráðherranna með embætti forsetans (Bundespräsident), samhliða ráðherraembættinu.

 • Ég er sammála fækkun ráðuneyta (hver er það ekki?). En þó vildi ég helst sjá frekari samtvinnun stjórnarráðuneytisins (allra ráðuneyta) í eitt apparat, en ekki mörg staðsett út um allar trissur með sína eigin sjálfstæða starfssemi.

  Ef stjórnarráðið væri rekið einsog alvöru fyrirtæki þá væru öll ráðuneytin samankomin í sömu byggingar-complexi. Samnýting á aðstöðu er augljós sparnaður, einfaldleiki í rekstri, auðvelt aðgengi, samskiptum, o.s.frv.

  Hvert ráðuneyti yrði þá bara eins og eitt svið innan fyrirtækis.

  Svona stjórnarráðuneyti 2.0.

 • Hvað þarf marga ráðgjafa?

 • Ég held að ekki verði hægt að komast hjá menntamálaráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Hið fyrra fer með einhvern stærsta útgjaldalið ríkisins og hið síðara með umfangsmikla vísindaráðgjöf. Hefur vaxið að umfangi og vægi og fær mikla viðbót verkefna við áformaðar breytingar.

 • Á Íslandi búa 320.000 manns.
  Fyrir þetta litla örþjóðfélag er ríkisbáknið og elítan (sem telur sig ekki þurfa að vinna) fyrir löngu orðið risastórt vandamál. Það er engu líkara en að það þurfi annað hrun til að ráðamenn fari að fatta hvað er í gangi. Sjálfsagt má líka fækka eitthvað dagblöðum, sjónvarpsstöðvum, leikhúsum, bíóum og þeim 1000 nefndum og aðstoðarmönnum sem eru þingmönnum og ráðherrum til aðstoðar.

 • Þá er líka spurning þurfum við 63 þingmenn, myndu t.d. 37 ekki allveg duga? Einning þurfum við að hafa bæði forsætisráðherra og forseta? Fyrir mér er þetta bruðl og flottræfilsháttur sem við höfum ekki efni á.

 • Forsætisráðherra og fjármálaráðherra gætu verið einn og sami aðilinn. Sömuleiðis utanríkisráðherra og innanríkisráðherra. Eina sem þarf er góð verkstjórn. Við þurfum hins vegar umhverfis- og auðlindaráðherra sem og menntamála- og menningarráðherra.
  Það sem hins vegar skiptir höfuðmáli er að þeir sem sitja á þingi sitji ekki líka í ráðherrastólum. Við eigum að vera með þrískiptingu ríkisvaldsins og það gengur ekki upp nema skilið verði þarna á milli. Störf núverandi utanþingsráðherra sýna að það er ekki vandamál.

 • Þorvaldur Gylfason

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur