Þriðjudagur 11.05.2010 - 22:24 - 3 ummæli

Seðlabankinn og Kaupþing

Stærð og umfang Kaupþingsmálsins virðist verða af stærðargráðu sem fáir hafa getað gert sér grein fyrir.  Maður er hreint agndofa.

Stóra spurningin er, á hvaða forsendum báðu Kaupþingsmenn um 80 ma kr. lán frá Seðlabankanum.  Í hvað átti þetta lán að fara og hvaða eftirlit hafði Seðlabankinn með þessu láni?  Hvaða gögn lagði Kaupþing fram önnur en veð í FIH bankanum í Danmörku?  Voru þessi gögn sannreynd af starfsmönnum Seðlabankans?  Er til ýtarleg skrifleg lánaumsókn í Seðlabankanum?  Eða var þetta munnlegt eins og með Glitni?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Eftirá að hyggja þá var það nokkuð snjallt bragð hjá þessum Kaupþing bragðarefum að koma fyrst danska bankanum í verð með því að setja hann sem veð fyrir láni frá Seðlabankanum (Dabba hrunstjóra) og taka svo lánið og skipta því bróðurlega milli stærstu hluthafa.
  Minnir á Björnebanden skipta milli sín þýfinu eftir vel heppnað rán.
  Hjá ríkisstjórn Geirs hét þetta lán, að bjarga ætti einum banka.

 • Já, þeim tókst að selja FIH bankann áður en allt fór um koll og stinga söluverðinu í vasann. Tær snilld! Það hefur mikið verið rætt um þetta 500m evru lán 6. okt. 2008 en hvergi hefur komið fram að forsendur fyrir því hafi verið aðrar en þær að bankanum vantaði péning svo hann gæti kannski bjargað sér. Þessvegna er þetta athyglisverð spurning, þ.e. þurfti bankinn ekki að færa nein ítarleg rök fyrir lánaþörfinni? Var lánið ekki skilyrt á neinn hátt? Hvers vegna var lánið veitt til fjögurra daga?

  En hversvegna er ekkert rætt um 73m evru lánið sem sami banki fékk fjórum dögum fyrr, með veði í eignasafni bankans. Eru þessir 12 milljarðar bara smáaurar sem ekki tekur að tala um. Hverjar voru forsendurnar fyrir því láni?

 • SÞV…

  Vegna þess að það hentar ekki stjórnvöldum, þau líta svo á að þau hafi ekki gert neitt rangt þar sem þau brutu engin lög, alveg eins og bankastjórarnir, þeir brutu engin lög og borguðu milljarða til þess að fá lögfræðinga til að túlka lögin þannig að þeir gætu sneitt fram hjá þeim.

  En hvernig er hægt að brjóta lög í landi sem hefur engin lög, nema þá til þess að neyða almenning til hlýðni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur