Fimmtudagur 13.05.2010 - 09:37 - 6 ummæli

OR orðin að vogunarsjóði

OR státar sig að góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi upp á kr. 7.2 ma.  En hvaðan kemur þessi hagnaður?  Kíkjum á málið.

Rekstrartekjur af orkusölu eru kr. 7.4 ma en tekjur af fjármálastarfsemi eru kr. 8.8 ma.  M.ö.o. mest af tekjum og yfir 75% af hagnaði  OR kemur frá fjármálabraski, ekki orkusölu.

Rekstur OR byggist ekki nema að hluta til á orkusölu, það sem skiptir OR mestu máli eru sveiflur í íslensku krónunni.  Það mætti líkja OR við vogunarsjóð sem hefur orkusölu sem hliðargrein.

Ljósi punkturinn í þessu milliuppgjöri er bættur rekstarhagnaður, hins vegar hafa skuldir aukist og sjóðsflæðinu er haldið gangandi með lántökum.

Hvernig OR breyttist úr veitufyrirtæki í vogunarsjóð er verðugt rannsóknarefni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Skýrist þetta ekki bara af styrkingu krónunnar mínus vextir? Ekki beint fjármálastarfsemi.

 • Sæll Andri.
  Hlýt að taka undir með marat. Fjármagnsliðir eru í reikningum allra fyrirtækja, nema þau stundi einungis vöruskipti, sem er fátítt 😉
  Skuldir aukast, það er rétt, enda er fyrirtækið að byggja 90 MW viðbót við Hellisheiðarvirkjun (tilbúin 2011), heitavarnsframleiðslu á Hellisheiði og hitaveitu frá henni (tilbúin 2010). Eignirnar vaxa meira en skuldirnar á tímabilinu þess vegna styrkist eiginfjárstaðan.
  Einungis hluti gildandi orkusamninga (bindandi til u.þ.b. 20 ára flestir) er færður inn í reikningsinn. Heildarverðmæti þeirra er meira en allra skulda OR.
  Það er hinsvegar mjög skiljanlegt að fólk reki upp stór augu þegar það sér rekstrarreikning með þessum miklu sveiflum í reiknuðum stærðum vegna hreyfinga á gengi eða álverði. Þess vegna getur verið klókt að líta á sjóðstreymið í reikningnum og draga ályktanir af því. Á því sést t.d. hvaðan raunverulegar tekjur eru að koma og í hvað þær eru að fara. Lestur þess hrekur t.d. hressilega fullyrðingar um „fjármálastarfsemi.“ Hvað þá „vogunarsjóð.“ OR er ekki kaupa bréf heldur byggja mjög raunveruleg framleiðslutæki sem eiga eftir að skapa fyrirtækinu tekjur til langrar framtíðar.
  Kær kveðja,
  Eiríkur Hjálmarsson
  upplýsingafulltrúi OR

 • Það verður að fara fram opinber rannsókn á OR. Reykvíkingar eiga kröfu á því. Það er ekki heil brú í málflutningi OR-manna. Þeir segja að skuldirnar hafi fjórfaldast á síðustu 3-4 árum vengna gengisfalls krónunnar. Krónan hefur fallið um nálægt 50% miðað við EUR og USD. Það þýðir að skuldirnar eiga að hafa tvöfaldast en ekki fjórfaldast.
  Af hverju hafa skuldirnar aukist tvöfalt á við verðtryggingu í erlendri mynt?
  Því verður að svara með opinberri rannsókn.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Sú staðreynd stendur að stærsti tekjuliður í milliuppgjöri OR upp á 8.8 ma kr. er færður sem fjármagnsliður. Þessi liður hefur myndast vegna styrkingar krónunnar en hvernig? Hvaða fjármálagjörningar liggja þarna á bak við?

  Hvers vegna getur OR ekki útskýrt nákvæmlega fyrir almenningi hvernig þessi 8.8 ma kr. liður er reiknaður út?

 • Actions speak louder than words.

 • What a waste of time. You’re poor english made this article hard to read. Learn to write.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur