Föstudagur 14.05.2010 - 23:26 - 13 ummæli

Sá yðar sem syndlaus er …

Heimur Biblíunnar hefur sífellt verið að fjarlægjast heimi nútímamannsins hér á landi en með hruninu hefur Biblían og hennar boðskapur öðlast nýja og ferska merkingu ef svo er hægt að komast að orði.  Hrunið hefur afhjúpað grunnhvatir og gildi sem margir héldu að væru gleymd og grafin.  Reiðin, heiftin og dómharkan virðist lítið breytt frá dögum Jesús.

Dæmisögur Biblíunnar eru allt í einu orðnar sögur nútímans aðeins með nýjum persónum og leikendum.  Öllu og öllum er afneitað fyrir fyrstu farsímahringingu dagsins.  Margir eru blogggrýttir áður en til dóms kemur.

Getum við tekið á hruninu og persónum þess út frá kristilegum gildum sem hafa mótað íslenskt samfélag öldum saman eða hrundu þau einnig með bönkunum?

Hvernig ætlum við að græða sárin og hlúa að næstu kynslóð án þess að byggja á grunni okkar forfeðra?  Hver er sá áttaviti er við nú fylgjum?  Vitum við það?

Er ekki rétt að staldra við og íhuga hvert við stefnum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

 • Þetta eru orð í tíma töluð og ljóst að reiðin er ekki sú tilfinning sem við viljum að stjórni okkur til framtíðar. Vera má að hún muni þó sefast þegar lengra líður á rannsókn mála og ég tala nú ekki um ef endurheimtur verða á því fé sem sogað var úr bönkunum. Ég hef nokkra tilfinningu fyrir því að svo verði og þá veltur allt á því að því fé varði skilað til almennings í formu
  í lækkunar skulda heimilanna.
  Gengi evru er að lækka og krónan að hækka sem er til bóta fyrir skuldastöðuna almennt. Fari svo ESB viðræðurnar í gang fljótlega þá mun gjaldmiðilstenging og á hvaða verðgildi verða gríðarlega mikilvægur póstur í öllu þessu dæmi.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Sammála Hólmfríði!

  Skynsamlega mælt hjá ykkur báðum!

  Höldum stillingu – látum saksókn vinna sína rannsókn í fríið og dómsyfirvöld dæma í friði og í samræmi við lög landsins.

  Þetta gildir jafnt um stjórnendur bankanna, útrásarvíkinga og þá sem gengu of langt í mótmælum veturinn 2008/2009.

 • Verð reyndar að játa að ég hef aldrei almennilega skilið þetta atriði í biblíunni, frekar en svo margt annað í því sem mér trúlausum manninum finnst vera ruglingslegt safn ólíkra rita. Nóg er amk. af miskunnarlausu hefndartali fyrir hinar minnstu sakir.

  En þýðir þetta að ef ég hef farið yfir á rauðu ljósi þá má ég ekki hafa skoðun á stórþjófum, jafnvel morðingjum og/eða nauðgurum?

  Gott og vel, auðvitað skil ég þetta, en mér finnst þetta sem sagt tóm tjara.

  Ég get alveg tekið undir að láta ekki reiðina eina stjórna, en það er líka til sú leið að þeir sem brutu illa af sér, ef það sannast, taki út sína refsingu, skili jafnvel því sem þeir tóku. Það hefur ekkert með reiði að gera. Ég vil bara að þeim sem dettur þetta næst í hug viti að það er ekki nóg að skrifa hálfvolgt afsökunarbréf og þá sé bara allt í lagi, „haltu bara því sem þú stalst vinur, ekki förum við nú að láta reiðina stjórna okkur“…

 • Heyr, heyr Valgarður !

 • Gugga Magg

  “ Öllu og öllum er afneitað fyrir fyrstu farsímahringingu dagsins. Margir eru blogggrýttir áður en til dóms kemur.“

  Vel sagt.

  En skyldu þau sem þannig láta vera síður „kristin“ en við hin?

  Jákvæðustu gildi skipulagðra trúabragða hafa allsstaðar verið á útsölu og það lengi. Íslendingar – sem ég held reyndar að séu upp til hópa nafnkristnir fremur en kristnir – eru engin undantekning. Af þessu leiðir m.a. að trúarþörfin leitar að fullnægju í veraldlegum átrúnaði. Hér á landi, eins og víðar þar sem lýðræðisþroskinn er lítill, fellur fólk fyrir svokölluðum sterkum leiðtogum og alls kyns pólitískum grillum – með augljósum afleiðingum.

  Það er ekki Kristur sem gildir heldur Davíð eða Ingibjörg Sólrún, ekki Fjallræðan heldur dólgafrjálshyggjan.

  Ekki nema von að eitthvað láti undan.

  Vek athygli í þessu sambandi á síðustu færslu Láru Hönnu: Að fortíð skal hyggja.

 • Skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessum pistli. Vissulega skil og sammála um að „rétt að staldra við og íhuga hvert við stefnum?“

  En skil ekki avleg “ Reiðin, heiftin og dómharkan virðist lítið breytt frá dögum Jesús. Dæmisögur Biblíunnar eru allt í einu orðnar sögur nútímans aðeins með nýjum persónum og leikendum. Öllu og öllum er afneitað fyrir fyrstu farsímahringingu dagsins. Margir eru blogggrýttir áður en til dóms kemur.“

  Ertu að skjóta á þá sem „liggja“ undir grun um saknæmt athæfi, eða almenning sem „fárast“ yfir mögulegum/ómögulegum gerðum þeirra eða bæði? Er það þá ekki svolítið mikil dómharka líka?

 • Sæll! „Góða fólkið“ er fljótt að vitna til guðsorðsins þegar á þarf að halda að veja hina breysku og brotlegu vini sína! Það eru fleiri dæmisögur í Bókinni, sem ætti frekar við að vitna til! Einsog söguna af vondu vínyrkjunum, svo einhver sé nefnd! Og svo eru fleiri sem þyrfti að rifja upp, sem ekki afsaka eða bera blak af þjófu og ræningjum! Minnið bilar með aldrinum og kannski rétt að fara að glugga í Bókina og rifja upp sögur af ráðsmönnum sem feng að kenna á húsbóndavaldinu fyrir að hlunnfara þjónana? Mér eru ofar í huga þeir sem eiga um sárt að binda, eru fórnarlömb hrunsins af völdum ræningjanna og spilltra yfirvalda, en grunaðir fjármálamógúlar og undirsátrar þeirra og hjálparkokkar! Hitt er hræsni!

 • auga fyrir auga & tönn fyrir tönn er úr biblíunni
  annars sé ég ekki framá að verið sé að laga lil í landinu neinarlegu lögin tryggja misskyptingu auðs & skulda Ögmundur geltir & gjammar svo ekkert sé gért í stjórnarráðinu Ragna heldur fastar en andskotinn í stefnu bb Þorsteinn Már er ekki ákærður þó hann hafi hlotið að vita hvað gékká Bubbi er birjaður að mála þá alhvíta aftur & nú ert þú að reina að segja mér þó heimsmynd mín hafi verið brend á verðbólgubálinu skuli ég leggja til hrís á annað verðbólbubál GUÐ HJÂLPAR PRESTUM & PERVERTUM kænski

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Sannleikurinn gerir yður frjálsa

 • Arnþór Jónsson

  Það er augljóst að þau viðhorf sem hrunið endurspeglar eru fyrst og fremst kristin gildi – kristið siðferði. Tvískinnungur og hræsni hinnar kristnu kirkju er eins og uppáskrifað samþykki fyrir falsi, afneitun og blekkingum þegna hennar. Enda trúir þetta fólk á dauða frelsara síns en ekki líf hans.

 • „Hvernig ætlum við að græða sárin og hlúa að næstu kynslóð án þess að byggja á grunni okkar forfeðra? Hver er sá áttaviti er við nú fylgjum? Vitum við það?“

  Þjóðfélag sem hefur verið rústað bæði efnahagslega og siðferðilega af núlifandi kynslóð og þá fyrst og fermst hinum yngri hluta hennar- er í miklum vanda. Stjórnmálaöflin brugðust þjóðinni og eftirlétu viðskiptaöflunum forsjá lífs þjóðarinnar í landinu. Niðurstaðan varð efnahagslegt og siðferðilegt hrun. Við erum stödd í rústunum. Þjóðin er. áttavillt. Þegar sigla á eftir áttavita- þá verður grunngildið að vera þekkt-staðarákörðunin. Þjóðin hefur hana ekki . Til að finna hana verður að fara fram uppgjör þess sem afvegaleiddi . Rannsóknarskýrsla Alþingis er mikilvægt siglingakort. Nú er í fullum gangi uppgjör bankakerfisins sem brást. Dómar réttlætisins á þeim vettvangi vega þungt við að græða sárin. En undanbragðalaust uppgjör á vettvangi stjórnmálanna vegur samt þyngst til framtíðar. Á þeim vettvangi verður sá áttaviti sem við verðum að sigla eftir- stilltur af. Við bíðum þessa.

 • Ég held að þjóðin vinni sig ekki út úr áfallinu sem hrunið var með biblíuna á lofti.

 • Kannski / hugsanlega fer svo að sannleikurinn gerir einmitt ekki alla þá frjálsa sem eru til umræðu, gæti jafnvel gæti haft þveröfug áhrif.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur