Mánudagur 17.05.2010 - 09:52 - 14 ummæli

Að skattleggja sig til hagsældar

Egill Helgason skrifar hér á Eyjunni um hugmyndir Ólafs Reynis Guðmundsonar um að skattleggja álverin og ferðamenn til að stoppa í fjárlagagat ríkisins.  Hugmyndin hljómar vel en gæti reynst hættuleg og sett slæmt fordæmi.

Margir telja að álverin þoli hærra raforkuverð vegna þess að það sé svo lágt án þess að taka heilstætt á hagnaðarútreikningi álvinnslu á Íslandi.  Hráefnið í álvinnslu, báxítið, kemur frá Ástralíu og stærsti álnotandinn er Kína.  Landfræðilega liggur Ísland langt frá báðum þessum löndum.  Flytja þarf því hráefnið og álið næstum hringinn í kringum jörðina með skipum sem brenna olíu til þess að vinna það á Íslandi.  Þetta er kostnaður sem draga þarf frá rafmagnsverðinu hér á Íslandi til að gera okkur samkeppnishæfa.

Síðan má ekki gleyma að ekkert hræðir erlenda fjárfesta meir en óstöðuleiki og enginn óstöðuleiki er verri en skattaóstöðuleiki.  Ef farið verður að krukka með skattlagningu á álverin er hætt við að öll plön um ný álver verði lögð á hilluna og að pressa komi upp erlendis að loka elsta og óhagkvæmasta álverinu hér á landi.  Þá má búast við að aðrir erlendir fjárfestar bíði þar til langtíma skattastefna landsins skýrist!

Það er engin tilviljun að Írar hreyfðu ekki við skattlagningu á erlenda fjárfesta í sínum skattahækkunum og niðurskurði. Þeir vita vel að erlendir fjárfestar hafa alltaf val.  Þeir geta flutt sig til og önnur lönd standa alltaf reiðubúin að bjóða betri kjör.

Lönd sem ætla að nota erlenda ferðamenn til að koma sér út úr eigin vandamálum þurfa ekki annað en að líta til Grikklands til að sjá hvað gerist þegar útlendingar fá á tilfinninguna að þeir eigi að borga brúsann.

Það eru því miður engar töfralausnir til á skuldavanda þjóðarinnar.  Gríðarlegur niðurskurður er handan við hornið.  Fjárlög 2011 verða erfið en ekkert miðað við fjárlögin 2012.  Þá þarf að skera niður aðra 50 ma kr. ofan á það sem skorið verður niður 2011.

Nei, engin þjóð getur skattlagt sig til hagsældar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

 • Álið héðan fer ekki til Kína.

  Það er rétt að þeir nota mest en þeir framleiða líka mest og eru sjálfum sér nógir.

  Álverin geta þess vegna borgað meira fyrir rafmagnið.

 • Magnús,
  Málið er ekki alveg svona einfalt. Eftirspurn eftir áli fer minnkandi, flugvélaiðnaðurinn er einn stærsti notandinn en er byrjaður að færa sig yfir í önnur efni. Svo er beðið eftir því að kínverska bólan springi og þá verður nú offramboð af áli. Framtíðin fyrir áliðnaðinn er mjög óviss og fáir tilbúnir að leggja fjármagn þangað nema arðsemin sé því mun hærri sem aftur kallar á lágt raforkuverð. Hér spila saman áhætta, arðsemi og ytri óvissa, allt þættir sem Íslendingar hafa ekkert vald yfir.

 • Jóhannes

  Ég hef ekki sérþekkingu á afmagnsverði til álvera á alþjóðavísu en hef eftir aðila sem vel þekkir til að það verð sem álverin eru að borga, bæði ný og eldri, sé hærra hér en býðst á öðrum samkeppnissvæðum. T.d. er verið að byggja stærsta álver heims í Mið-Austurlöndum í dag og raforkuverðið er víst mjög hagstætt.

  Það sem álfyrirtækin sóttu í áður hérlendis var m.a. pólitískur stöðugleiki og siðað umhverfi. Nú hefur komið í ljós að þessar forsendur eru ekki fyrir hendi lengur, ekki síst í ljósi tækifærissinnaðra yfirlýsinga um aukaskatta á álverin, sem varla standast samninga.

  Einhvern veginn virðast stjórnvöld og stjórnmálamenn ofmeta stöðu Íslands í orkuauðlindamálum. Ísland var í vissri forystu varðandi jarðhita en sú forysta virðist glötuð í dag.

 • Framtíð áliðnaðarins er ekki aðeins mjög óviss, hún er, sé litið til næstu missera, mjög dökk.

  En það réttlætir ekki að Íslendingar haldi áfram að selja álverum, nýjum sem gömlum, rafmagn á því verði sem Landsvirkjun greindi frá um daginn. Enda virðist mér að nýr forstjóri, sem ég tel vera faglegan, hafi engan áhuga á því.

  Ef álrisarnir missa áhugann á Helguvík og Bakka – so what?

 • Áliðnaður er ótryggur en rafmangssala til neytenda í Evrópu í gegnum kabal er arðbærari kostur. Þar erum við að selja endurnýjanlega orku beint til neytandans og fáum hæsta mögulega verð.

  Þetta er það sama og með fiskinn, ferskur óunninn fiskur er verðmætari en þegar búið er að raspa hann í einhverri e212 sósu.

 • Hvað um að skattleggja bankana?
  Það má færa fyrir því rök að þeir hafi beint og óbeint leitt skapað landi og þjóð mikið tjón. Þeir eru í eigu óljósra erlendra aðila sem ekki eru líklegir til að fjárfesta hér á landi. Innheimtunum mætti svo verja í sérstakar vaxtabætur til handa öllum ántakendum fasteignalána og leysa þar með skuldavandamál almennings.
  Í öllu fallli er einfalt að setja fram rök fyrir því að framlög til tryggingasjóðs innistæðueigenda skuli standa undir því að endurgreiða þær skuldbindingar sem fallið hafa, og koma til með að falla á sjóðinn.

 • Lárus G. Magnússon

  Magnús, fyrst þú ert svona ofboðslega vel að þér í efnahagsmálum, hvað leggur þú þá til að gert verði til að skaffa þeim 16.000 sálum sem eru atvinnulaus á Íslandi, vinnu?

  Ertu með einhverjar vitrænar lausnir á atvinnuleysisvofunni hér á landi?

  Það besta sem hægt er að gera til að stoppa upp í fjárlagagati er að skapa hér á landi fulla atvinnu = fleiri skattgreiðendur => að minna þarf að greiða í atvinnuleysisbætur og félagsleg útgjöld vegna atvinnuleysis.

  Koma svo, Magnús!

 • Sævar O. Karlsson

  Háskattastefna vinstrimanna er byggð á hugmyndafræði þeirra sem er hugmyndafræði öfundar, illsku og haturs.

  Vinstrimenn eru alltaf mjög hrifnir af háum sköttum, enda líta þeir svo á allir aðrir en þeir muni þurfa að greiða þá.

  Margir vinstrimenn eru oftast í láglaunastörfum (ef þeir nenna þá yfirleitt að vinna) og hafa yfirleitt lægri meðaltekjur en aðrir.

  Hátt atvinnuleysi meðal þjóðarinnar segir vinstrimönnum ekki neitt og þeir hafa litlar áhyggjur af svoleiðis löguðu, enda hafa þeir alltaf verið meira eða minna fyrir utan vinnumarkaðinn hvort eð er alla sína ævi, og því ættu þá ekki aðrir að geta haft það svoleiðis?
  Vinstrimenn sem nenna ekki að vinna líta svo á að þeir eigi ekki að vinna fyrir „hina vondu kapítalista“.
  Þess í stað eru þeir yfirleitt í einhverjum óskilgreindum óreglulegum verkefnum eða eru einhverskonar einyrkjar og misnota til þess ýmsa virðingarverða titla og kalla sig t.d. rihöfunda, listamenn eða eitthvað álíka, þar sem þeir geta svindlað undan skatti og þegið styrki.

  Þeir vinstrimenn sem ekki geta þetta, gerist kerfisfræðingar, þ.e. þeir læra að spila á kerfið til að geta haft út úr því fé og kostnað okkar hinna sem erum neydd til þess með lögum að greiða hina háu skatta.

 • Björn Kristinsson

  Nýfjárfestingar í áliðnaði mun ekki koma okkur okkur úr þeirri niðursveiflu sem við erum í. Störfin sem verða til, bæði bein og óbein, er óveruleg miðað við þann fjölda sem er þegar á atvinnuleysisskrá og mun koma á næstu mánuðum. Þar fyrir utan er kostnaður vegna hvers slíks starfs allt of ár. Þetta sýnir sagan.

  Tilsvör, klassík, eins og hvað vilji menn annað gera eru gömul og hafa þegar verið reynd. Við erum stödd þar sem við erum í dag vegna þess að við höfum ekki markað okkur langtímamarkmið í lykilþáttum í okkar samfélagi. Við keyrum allt of mikið á skammtímalausnum, aðferðarfræði sem er dæmd til að mistakast.

  Hvað á að gera ? Ekki hlaupa til handa og fóta nú og gera sama hlutinn í óðagóti, bara til að gera eitthvað.

  Ég legg enn og aftur til að við köllum til alþjóðlegrar ráðstefnu og fáum fram bestu mögulegu einstaklinga til að leggja til hugmynda og leiða í möguleikum okkar bæði í atvinnumálum, nýtingu auðlinda og stjórnkerfisbreytingu. Ef stjórnvöld í sinni víðustu merkingu sýna einurð í þessum málum þá verður til traust á Íslandi sem fjárfestingarkosti.

  Ef ekki verður grundvallarbreyting í hugsun hjá okkur þá breytist ekkert hér alveg sama hver verður við stjórnvöldin.

 • Lárus G. Magnússon

  Björn Kristinnsson:

  Þegar þú segir; „kostnaður vegna hvers starfs er allt of hár“ hvað áttu við?

  Þú gefur í skyn að ríkið = Íslenska þjóðin þurfi að greiða þennan kostnað.

  Staðreyndin er að álfyrirtækið sjálft greiðir þennan kostnað. Ekki króna vegna þessa kemur úr vösum Íslenskra skattgreiðenda.

  Landsvirkjun byggir virkjanir og tók til þess lán sem greidd eru niður með tekjum af orkusölunni.
  Miðað við núverandi álverið mun það taka 16-18 ár að greiða niður lán vegna Kárahnjúkavirkjunarinnar.

  Og hver kaupir orkuna þaðan? ALCOA-Fjarðarál.

  Bygging tveggja álvera til viðbótar ásamt tilheyrandi virkjana og annarra mannvirkja, gæti kick-startað efnahagslífinu hér á landi, því þetta myndi hafa margvísleg margfeldisáhrif í för með sér sem skapaði mörg störf og ynni þannig bug á atvinnuleysi.

 • Björn Kristinsson

  Lárus,

  Kostnaður vegna virkjana er hár ef við horfum á fjárfestinguna miðað við bæði þau störf sem verða til sem og þess virðisauka sem verður til við nýtingu á þeirri orku sem hún er notuð í dag. Þetta hefur verið sýnt fram á með góðum tölulegum gögnum.

  Landsvirkjun er í eigu skattborgara og skuldastaða hennar er hreinlega ekki að hjálpa þeim í dag þannig að rök þín halda ekki. Það eru nefnilega hundruðir milljarðar á gjalddaga á næstu tveimur árum sem þarf að endurfjármagna og við megum þakka fyrir ef við náum að halda LV og OR.

  Það er morgunnljóst að tekjur LV af raforkusölu til álveranna eru ekki beint til að hrópa húrra fyrir enda er kWst á hlægilegu verði til álveranna.

  Bygging tveggja álvera til viðbótar myndi fara mjög illa með körfu útflutningstekna okkar þar sem álframleiðslan væri orðin of stór hluti af henni.

  Við erum búin að reyna nokkrum sinnum þennan álvers „kick-off“ módel hér á landi og í öllum tilvikum hefur hann endað illa. Nákvæmlega, og það sýna allar hagfræðiskýrslur Seðlabankans.

  Lárus, við erum neidd til að setjast niður og marka okkur langtímamarkmið varðandi atvinnustefnu þjóðarinnar. Kick-off módelið er ekki hluti af því. Það er úrelt módel.

 • Lárus G. Magnússon

  Björn Kristinsson:

  Ég er nú ekki alveg sammála þér Björn.

  Hefur álvers kick-off endað illa í tilfelli Hafnarfjarðar eða Grundartanga/Akraness?

  Ég hef ekki heyrt um að álvers kick-off hafa endað illa í þessum tveimur tilfellum.

  Svo er álvers kick-off farið að sanna sig í Fjarðabyggð. Ég hefði amk. ekki boðið í ástandi ef álverið hefði ekki komið í Fjarðabyggð eins og ástand mála í öðrum greinum er. Spurðu bara fólk í Fjarðabyggð.

  LV er reyndar í góðum málum þó svo að núverandi skuldastaða þeirra virðist há. LV skuldar í erlendri myntt…………. og fær reyndar tekjur í erlendri mynt á móti.

  Einn þekktasti endurskoðandi landsins, Stefán Svavarsson hefur reiknað út að það taki LV um 16 ár aðendurgreiða lánin vegna Kárahnjúkavirkjunarinnar. Hann birti grein um þetta i MBL í maí 2009 og sýndi fram á þetta með útreikningum.

  Svo ættir þú að lesa ársreikniga LV betur, þar er fjallað um skuldastöðu fyrirtækisins og endurfjármögnum þeirra.
  Svo væri nú ekki verra fyrir þig að tala um þessi mál við téðan Stefán Svavarsson.
  Og hvað áttu við með því að raforkuverð til álvera sé hlægilega lágt? Við hvað miðar þú?

  Vissulega er verðið hér lægra heldur en til sambærilegs reksturs í Evrópu, en þar er líka eitt hæsta raforkuverð í heimi enda raforku að megninu til framleidd þar með kolum og oliu.

  Og að bera sama heildsöluverð til stjóriðju hér, og smásöluverð til almennra notenda hér á landi, er eins og að bera sama appelsínu og applesínudjús.

  Þó svo að verð til stóriðju sé um 25% af verði til almennra notenda hér á landi, þá er verð til almennra notenda um 80% lægra en t.d. til notenda í Evrópu, sem sagt mjög ódýrt.

  Stóriðja kaupir rafmagnið í heildsölu og er kaupandi 24/7/365 og er skuldbandi til að kaupa mikið magn af rafmagni hvort sem rafmagnið er notað eða ekki. Þetta eru magnkaup skv. langtíma samkomulagi og mangkaup þýða væntanlega einhvern magnafslátt.

  Það er miklu dýrara að selja rafmagn í smásölu til minni neytenda enda er dreifing til þeirra flóknari, kaupn eru óstöðugri, og álagstoppa myndast auk ákveðin „down-tíma“ þegar engin orkua er notuð, þá er ekki greitt fyrir hana.

  Vissulega er hægt að sýna fram á það með einföldu reiknidæmi að hvert starf í álveri er dýrt. Þetta er einfaldlega reiknidæmi þar sem að heildarkostnaður við uppbyggingu álversins er deilt með þeim fjölda starfsmann sem þar starfa eða svona í tilfelli Fjarðaráls:

  Álver (100 miakr.) + Virkjun (125 mia.kr) = 225 mia.kr / 500 (fjöldi starfsmann) = 450.000.000 (445 mio.kr) pr. starf.

  Þetta hljómar glæpsamlega há tala, en aðalatriðið, hver borgar þetta. Ekki ég né þú, heldur þeir sem standa að framkvæmdunum.

  Að þeim 16 árum liðnum þegar búið er að greiða lánin vegna Kárahnjúkavirkjuninnar, þá er orkusala þaðan til Fjarðaráls hreinn ágóði mínus 3% rekstrarkostnaður vegna virkjunarinnar.

  Hvað sem öllu líður verðum við að nýta orkuna. Við græðum ekkert á því að horfa á hana óbeislaða.

 • Björn Kristinsson

  Lárus,

  1) Kick-off módelið hefur ekki virkað hingað til einfaldlega vegna þess að við höfum ekki borið gæfi til að hafa agaða hagstjórn í landinu. Það er ekkert í spilunum sem sýnir að staðan sé að breytast í þeim efnum. Varðandi þessi tvö dæmi sem þú nefnir þá veistu jafnvel og ég að Kárahnjúkaverkefnið í heild sinni og því sem fylgdi voru birtingarmynd einna verstu hagstjórnarmistaka í Íslandssögunni. Það viðurkenna allir.

  2) Raforkuverðið. Lárus hvaða gengi ætlar þú að nota til að bera saman raforkuverðið. Ef þú notar krossinn í dag þá færðu auðvita bjagaðan samanburð. Þú verður að finna kWst/tímakaup í viðkomani landi. Þegar það er gert skal ég upplýsa þig um að t.d. í Noregi þá hefur meðalmaðurinn um 30% fleiri kWst í tímakaup en hér á Íslandi. Málflutningur þinn stenst því ekki !!

  3) Hef þegar skoðað bæði ársreikninga OR og LV. Ætla ekki að eyða mörgum orðum um OR því það er hrein sorgarsaga. Um LV er það að segja að LV er í það slæmum málum þeir gátum ekki sjálfir endurfjármagnað sig fyrir árin 2011 og 2012. Fyrirtæki í slíkri stöðu er varla traust, er það ?

  Í annan stað vil ég benda á að rekstrarafkoma LV í gegnum árin hefur verið mjög brokkgeng. LV hefur nefnilega í tíðina verið rekið á pólitískum forsendum ekki rekstrarlegum. Þetta sýna bæði ársreikningar, fjárfestingarstefnan sem og mannaráðningar !!

  4) Skuldsetning OR og LV hefur víst áhrif á almenning því bæði eru með beinni ábyrgð hins opinbera. Skuldastaða þeirra og afkoma hefur því bein áhrif á vaxtaálag ríkis og sveitarfélaga og þar með vaxtastig á Íslandi. Þetta er svo augljóst Lárus.

 • Björn Kristinsson

  Framhald,

  Lárus, þetta snýst ekki um að nota ekki orkuna heldur í hvað eigi að nota hana. Að nýta hana til að byggja fleiri álver er hreinlega vitfirring.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur