Mánudagur 17.05.2010 - 14:20 - 12 ummæli

Ríkið í útrás með tóman kassa?

VG virðast vilja ríkið í útrás og bregðast við eins og gamlir útrásarvíkingar sem misstu af draumadíl.  Allt er á sömu bókina lært.  Útrás ríkisins á að vera upp á gamla mátann, kassinn tómur og allt á lánum.

Hvernig hugðust Steingrímur og Ögmundur borga fyrir hlut HS Orku?  Með því að skera enn meira niður hjá sjúkum, öldruðum eða öryrkjum?  Kassinn er tómur og AGS leyfir engar meiri lántökur.  Það er því tómt mál að tala um að ríkið hefði getað komið að þessum kaupum.

Þessi sala til Magma sýnir að á Íslandi er enginn starfhæfur fjármálamarkaður, aðeins útlendingar geta verslað með raunverulegar eignir, aðeins þeir hafa lánstraust og aðgang að raunverulegu fjármagni.

Þessi sorgarsaga ætti að sannfæra menn um að 16,000 störf verða ekki sköpuð hér í bráð nema með aðstoð erlendra fjárfesta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

 • VG eru bara lúðskrumarar af verstu sort. Þessi klerkastjórn sem hefur hreiðrað um sig hér á Íslandi með VG í fararbroddi leggur allann sinn metnað í að koma í veg fyrir endurreisn Íslands.

 • Björn Kristinsson

  Tumi,

  Held að við ættum að hætta að spyrða athafnir við stjórnmálastefnu. Óháð skoðun á Vg þá keyra þau á ákveðinni hugmyndafræði alveg eins og B, S og D keyra á sinni hugmyndafræði.

  Vandinn er ef til frekar sá að stjórnmálamenn eru fastir í hugmyndafræði og starfa í anda viðkomandi hugmyndafræði. Það er heilbrigðara að byggja á faglegri aðferðafræði varðandi langtímastefnumótum sem er hagfræðilega hagkvæmt þjóðinni. Það er síðan stjórnmálamanna að „leyfa“ sér áherslubreytingar án þess að grunnurinn sé hreyfður. Þetta er eðlilegri nálgun en íslenska praktiseringin hingað til.

  Andri,

  Það er erfiðara en tárum taki að horfa upp á klúðrið á Suðurnesjum varðandi HS orku. Hér er hins vegar spurningin um orsök og afleiðingu. Ég er sammála þér að ríkið getur ekki komið hér að málum, skuldir þess eru of miklar.

  Hvað eigum við að gera ? Tryggja að OR, Landsvirkjun og fiskikvótinn verði enn íslenskri eigu. Það er hins vegar búið að fara MJÖG illa með þessar mjólkurkýr. Það er raunveruleg hætta á að við missum bæði OR og LV. Hér hafa stjórnvöld enn tækifæri.

  Eitt að lokum. Það er svo mikilvægt að koma upp vænlegum fjárfestingarkostum hér á landi. Við sköttum okkur ekki út úr okkar vanda, hann er miklu meiri en allt of margir átta sig á.

 • Svo virðist sem „norræna velferðarstjórnin“ sjái aldraða og öryrkja sem hreina tekjulind sem megi spenna fyrir alla vagna stjórnarinnar. Fyrir ári var byrjað á þeim með niðurskurði. Enn hefur lítið frést af niðurskurði innan ráðuneyta, ríkisfyrirtækja og -stofnana, en phase-2 í niðurskurði almannatrygginga hefur verið boðað. — Og samt vill þessi stjórn vera með puttana í öllu!

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Björn,
  Eins og ég segi er þetta allt ein sorgarsaga frá upphafi til enda.

  Ríkisstjórnin ætti að sjá til þess að hér opnist fyrir eðlilegan fjármálamarkað svo lífeyrissjóðir og aðrir innlendir aðilar geti tekið þátt í innlendum orkufjárfestingum.

  Maður leysir ekki klúður með öðru klúðri,

 • Svona, svona. Ekki spilla þessu leikriti fyrir Vinstri-grænum!

 • Quo Vadis

  Er verið að selja á nýju kúluláni? Hvernig er greitt fyrir herlegheitin, með tilfærslu á skuldum? eða er kannski verið að endurfjármagna gömlu lánin í leiðinni?

 • Björn Kristinsson

  Andri, er ekki málið að við þurfum að fá mikla hjálp frá þjóðum eins og Norðmönnum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eru þeir sú þjóð sem stendur okkur næst.

  Ég sé ekki að við höfum þann mannauð sem þarf til að takast á við vanda okkar ein og sér.

  Verðum samt að hafa í huga að aðkoma stórra fjárfesta frá löndum eins og Noregi (svipað stjórnarfar, lýðræðishefðir,…) verður hins vegar aðeins með þeim formerkjum að við hugsum okkar mál í grundvallaratriðum upp á nýtt. Þetta á bæði við peningamál og stjórnmál.

 • Björn,
  Jú það væri mjög æskilegt, þetta er þjóð sem stendur okkur næst og hefur fjármagn til fjárfestinga. Norski olíusjóðurinn gæti vel tekið að sér nokkur verkefni hér sérstaklega í orkugeiranum. Það liti vel út hjá þeim að þeir væru að fjárfesta í endurnýjanlegri orku.

  Hins vegar held ég að Norðmenn vilji halda sig utan við orku og sjávarútvegsgeirann hér vegna þess hversu eldfimt þetta er pólitískt séð.

 • „AGS leyfir ekki“ lántökur. Þetta segir allt sem segja þarf. Undirlægjuháttur á háu stigi.

 • Bara taka þetta yfir án greiðslu bóta eða höfuðstóls þegar þetta er greitt og gjaldeyririnn hefur skilað sér. Gera svo eins við fiskinn og kalda vatnið (þar sem við á) og rétta fjármála-glæpa-markaðinum puttan.

  Næst er að neyta að greiða erlendar skuldir ríkisins.

  Fyrst er þó að selja allar erlendar eignir þjóðarinnar og skipta í seðla, gull, demanta o.s.fv. og flyta heim til að eiga smá forða í gegnum stormin. Því næst er að hvetja allar aðrar skuldsettar þjóðir til að gera það sama og fella heims kerfið.

  Það eina sem gerist er að einhverjir skítalubbar á Wall Street og í City í London henda sér út um glugga en hverjum er ekki sama. Allt raun hagkerfið verður eftir, óskaddað.

 • Nánast fullkomið plott hjá Valhallarmafíunni. Keyra þjóðfélagið í þrot svo ríkið geti ekki lengur verndað auðlindirnar fyrir erlendum afætum og svo kalla þeir á fyrirtækjaauðvald – blóðugt upp fyrir axlir – á borð við Magma til að redda málunum.

  Hafi einhverntíma verið rétt að tala um landráð í samhengi við íslenska pólitík að þá er það núna – þegar Sjálfstæðisflokkurinn selur erlendu auðvaldi gullgæsirnar okkar.

  Fullomið plott að hætti economic hit-manna!

 • Ragnhildur

  Greining þín, Andri Geir er hárrétt. En samsæriskenningabullið sem fylgir er óhjákvæmilegur fylgifiskur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur