Fimmtudagur 20.05.2010 - 06:58 - 13 ummæli

Suður-Ameríkuvæðing Íslands

Suður-Ameríka hefur löngum haft orð á sér fyrir óviðráðanlegar skuldir, gríðarlega spillingu, pólitískan óstöðuleika og hræðslu við útlendinga og erlendar fjárfestingar. 

Skandinavía er hins vegar þekkt fyrir ráðdeild, heiðarleika, pólitískan stöðuleika og sjálfsöryggi í samstarfi við erlenda aðila.

Í dag, á Ísland fátt sameiginlegt með hinum Norðurlöndunum nema fortíðina, nútíðin er Suður-Ameríka.  Spurningin er hvað með framtíðina?  Hvert stefnum við?  Ætlum við að umbylta okkar samfélagi og tilheyra hinum Norðurlöndunum eða er það verkefni óyfirstíganlegt vegna hagsmunaárekstra?  Ef svo er, er mikilvægt að ákveða hvaða Suður-Ameríkufyrirmynd við kjósum – Argentína, Venesúela, Bólivía eða Brasilía?  Öll þessi lönd hafa farið sínar leiðir með mismundi árangri. 

Miðað við umræðuna í þjóðfélaginu í dag, fær maður á tilfinninguna að mikil stemning sé fyrir Venesúela og Bólivíu.  Neita að borga erlendar skuldir, ríkisvæða öll helstu fyrirtæki og allar auðlindir og segja alþjóðasamfélaginu stríð á hendur. 

Eitt er víst, framtíðarsýn Íslands er eins þokukennd sem fyrr.  Var einhver að tala um ESB?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

 • Venesúela og Bólivía eru fyrirmyndir þessa afbragðsfólks sem almenningur á Íslandi hefur kosið til að fara fyrir samfélaginu.

 • Almenningur á Íslandi hefur ávallt viljað stefna að velferðarsamfélagi eins og á Norðurlöndunum, fyrir utan nokkra harða nýfrjálshyggju Sjálfstæðis og Framsóknarmenn.

  Það er líka víst að almenningur hefur viljað standa skil á sýnum skuldum, en stjórnkerfið síðastliðin 20 ár hefur hegðað sér eins og S-amerískt stjórnkerfi, eini munurinn á Íslandi og Venezúela er að peningarnir sem notaðir voru til að verja spillinguna voru að láni á Íslandi og þarf af leiðandi óhjákvæmilegt að hrun yrði, en í Venezúela koma ávallt in olíupeningar þar sem menn geta haldið áfram að dæla út peningum til að verja rotið valdakerfi.

  Íslenskir pólitíkusar hafa hegðað sér svipað ef ekki verr en flestir S-Amerískir pólitíkusar.

 • Allt til í þessu Andri.

  Bæði Ísland og S-Ameríka eru fórnarlömp nýfrjálshyggju. Suðurnesjamenn alveg sérstaklega. Samt kjósa þeir Sjálfhælisfokkinn aftur og aftur. Þetta er nú ekki gáfað fólk þarna í Keflavík.

  En einkavæðing (50) ára notkun! Er einmitt afleiðing þessa. Í mesta lagi 2% þjóðarinnar verður moldríkur en 20% er komið fyrir í skuldafangelsi.

  Nú reyna bæði Íselndingar og S-Ameríkanar að átta sig á hvað fór úrskeðis. Leiðin til þess virðist ekki vera að koma auðlindum í hendur útlendinga. Svo er elsta trixið í bókinni notað, þ.e. leynd yfir orkuverðum !

  Má með sömu rökum ekki selja útlendingum afnotarétt af landhelginni utan við 100 mílur. Láta samninginn gilda í 50 ár og hafa sem skilyrði að áhafnarmeðlimir séu Íslendingar ekki útlendingar en arðurinn af útgerðinni ef einhver er lendir allur í London.

  Fullkomið gagnsæi er algjört skilyrði í svona máli. Það er lágmark.

 • Kristján

  StöðuGleiki

 • Þórarinn Einarsson

  Styð þetta: „Neita að borga erlendar skuldir, ríkisvæða öll helstu fyrirtæki og allar auðlindir „.

  En ekki stríð við alþjóðasamfélagið! Það verður stríð við elítur heimsins og hið alþjóðlega fjármálakerfi. Nánast gjörvalt mannkynið ætti að styðja okkur í því.

 • Björn Kristinsson

  Það er allt undir okkur sjálfum komið. Ef við höldum hins vegar áfram með sömu stjórnskipan þá erum við á sömu leið og sá heimshluti sem þú nefnir Andri.

  Algjörlega grundvallaratriði að vinna í:

  1) Ný stjórnarskrá út frá stjórnlagaþingi sem er EKKI ráðgefandi: með þessu ætti að fást fram ný stjórnskipan og heilbrigðari dreifing valds.

  2) Taka á skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga: það er alveg sama hve mikið við lækkum atvinnuleysið, greiðsluvilji almennings fer hratt minnkandi bæði vegna hækkunar lána en ekki síður vegna lækkunar kaupmáttar.

 • Örn Mói

  Stundum finnst mér vanta eitthvað upp á fyrirhyggju hjá Íslendingum.Skandinavar og Þjóðverjar eru yfirleitt agaðri í fjármálum þó það hljómi klisjulega og sem gömul lumma.Íslendingum svipar meira til Grikkja eða S-Ameríkumanna .Pólverjar og Tékkar hins vegar eru líkir Skandinnövum og Þjóðverjum í fjármálum.Pólverjar og Tékkar eru ekkert líkir frændum sínum í Rússlandi og Búlgaríu. Habsborgara skólinn var góður skóli .
  Búum til tvo bása Norður -Suður bása .Og hin Norræna Íslenska þjóð er sett á suður básinn ásamt suðlægum og mörgum a-evrópuþjóðum.

 • Enron sem þú kærði þig um að bera við Ísland í pistli þínum í gær þótti ekki vera suður-amerískt fyrirtæki að mig minnir.

 • Luciano,
  Ekki vanmeta hæfileika Íslendinga að snapa það versta upp hjá heilum heimsálfum.

 • Af hverju ekki að ræna helvítis útlendingana? Þetta er spurning um að borga ekki neitt og taka það sem þarf af þeim, samtals ca 1500 milljarðar. Það er meira en 20 ára erlend fjárfestig gæti numið í viltustu draumum. Þetta er einfalt reikningsdæmi sem allir skilja.

 • Guðmundur Guðmundsson

  Hefurðu aldrei opnað bók um sögu Suður-Ameríku?

  „Suður-Ameríka hefur löngum haft orð á sér fyrir óviðráðanlegar skuldir, gríðarlega spillingu, pólitískan óstöðuleika og hræðslu við útlendinga og erlendar fjárfestingar.“

  Heldurðu virkilega að ástandið í Suður-Ameríku stafi af litlum erlendum ítökum í atvinnurekstri í álfunni og „hræðslu við útlendinga“. Þú skrifar eins og flón.

 • Guðmundur,
  Eitthvað hefur þú misskilið þessa færslu. Þar er hvergi haldið fram að ástandið í Suður Ameríku stafi af litlum erlendum ítökum.

  Ég hef ferðast um Suður Ameríku og hef fundið þar til alveg sömu minnimáttarkendar gagnvart útlendingum og hér á Íslandi.

 • Guðmundur Guðmundsson

  Það er gott að ég misskildi færsluna. Þú hefur það fram yfir mig að hafa komið til Suður-Ameríku. Ég hef mína gloppóttu visku af lestri bóka.

  Auðvitað eru lönd Suður-Ameríku eins breytileg og þau eru mörg og óleyfilegt að alhæfa um þau, en rauði þráðurinn í hörmungarsögu margra þeirra virðist vera arðrán og þjófnaður erlendra fyrirtækja á auðlindum þeirra sem löndin byggja. Þaðan sprettur kannski andúðin. Grundvöllur arðránsins virðist oftar en ekki hafa verið lagður af alþjóðlegum stofnunum heimskapítalsins og beinni íhlutun Bandaríkjastjórnar beitt þegar hófsamari aðgerðir hafa ekki dugað til. Þetta hafa menn eins og John Perkins verið að hamra á og reyndar ótal menn aðrir á undan honum, áratugum saman.

  Fyrir meira en hálfri öld skrifaði forseti Guatemala fræga bók, Hákarlinn og sardínurnar. Þeir sem hafa áhuga gætu byrjað lesturinn þar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur