Fimmtudagur 03.06.2010 - 13:01 - 6 ummæli

Samtök atvinnulífsins: aftur til fortíðar?

Samtök atvinnulífsins telja að bankarnir séu að svelta atvinnulífið.  Það hafi verið munur fyrir hrun þá hafi allir haft greiðan aðgang að lánsfé á góðum kjörum.  En góðum kjörum fyrir hvern?  Fór bankahrunið fram hjá formanni SA?

Allir sem hafa greiðslugetu og traust veð geta fengið lán í bönkunum í dag.  Það er ekki vandamálið.  Vandamálið er að þeir sem vilja fá lán hafa enga greiðslugetu eða traust veð.  Hinir sem hafa besta lánstraustið þurfa engin lán. 

Allt of lengi hefur íslenskt atvinnulíf þrifist á niðurgreiddu lánsfé. Sá tími er liðinn og því fyrr sem SA gerir sér grein fyrir nýjum leikreglum því betra. 

Skuldsetning einkageirans á Íslandi er ein sú mesta sem um getur í víðri veröld, hún verðu ekki læknuð með því að hrópa á enn meira lánsfé.

Það væri nær fyrir SA að líta í eigin barm og kalla eftir ábyrgri fjármálastjórnun hjá sínum meðlimun í stað þess að skella skuldinni á nýju bankana.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Sigurður Sigurðsson

  Andri ég er sammála þér í megin atriðum en bankarnir mega ekki svelta atvinnulífið þannig að ekki fáist einu sinni eðlileg fyrirgreiðsla. Ekki hægt að fá yfirdrátt með veð í útistandandi kröfum né veltulán. Sérstaklega heppilegt fyrir banka að sem á í fyrirtækjum á markaði að geta svelt samkeppnisaðila.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Sigurður,
  Góð athugasemd.

 • Margir bankamenn eru að fá afskrifaðar stórar skuldir sem sem þeir stofnuðu til við hlutafjárkaup, til dæmis hjá gamla Glitni, nú Íslandsbanka.

  Hvernig er hægt að treysta fólki sem sjálft stofnaði til risastórra skuldbindinga sem það gat ekki staðið við til að velja góða skuldara fyrir hönd bankanna?

  Þetta fólk bar líka margt ábyrgð á útlánum til viðskiptavina sem nú eru í vanskilum. Ætli það geri betur núna.

  Er ekki aðalatriðið að hreinsa til í stjórnendahópi bankanna, ekki bara efnahagsreikningnum?

 • Sveinn,
  Takk fyrir innlitið. Brennt barn forðast eldinn. Ég held að allir bankar hafi tekið fyrir að einstakir starfsmenn geti tekið ákvörðun um lánveitingar. Nú gilda strangar reglur og FME hefur hert eftirlit. Ég held að enginn banki veiti ný lán núna nema að hópur manna komi að því og að ýtrustu útlánareglum sé fylgt.

  Það er erfitt að fá lán en ekki útilokað ef menn uppfylla reglur.

 • Jón Jónsson

  Sveinn þú hefur á réttu að standa.

  SKÖMM að Birna Einarsdóttir sé bankastóri Íslandsbanka enn í dag og kalli 10 kúlulánastarfsmenn nauðsynlega fyrir bankann.

  Sjálf var hún kúlulánaþegi en fékk einhvern vins sinn til að sturta kaupréttinum niður þegar Glitnir hrundi.

 • Sigurður Sigurðsson

  Andri það er ekki ofmælt að það sé erfitt að fá lán. Kannski meira að segja komið út í öfgar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur