Mánudagur 07.06.2010 - 20:50 - 11 ummæli

Íslenski draumurinn kostar kr. 2,850,000 í mánaðarlaun

Það er orðið dýrt að geta staðið undir hinum íslenska draumi:

250 fm einbýlishús í Garðabæ – 89 m

85 fm sumarhús við Skorradalsvatn – 24.5 m

Land cruiser jeppi – 9.5  m

Toyota Avensis frúarbíll – 5 m

Samtals – 128 m

Til að geta fjármagnað svona dæmi miðað við 80% lánshlutfall þarf útborgun að upphæð 25.5 m og lán upp á 102.5 m.  Til að geta staðið þokkalega undir slíku láni þarf mánaðartekjur upp á 2.85 m.  Hér er miðað við hefðbundnar erlendar viðmiðanir að heildarlán fjölskyldu fari ekki yfir 3 sinnum árstekjur.  Margir erlendir bankar lána þó ekki meir en sem nemur stuðli 2.5 x heildartekjur.  Í dæminu hér að ofan þyrfti þá mánaðartekjur upp á 3.4 m kr.

Það er alveg ljóst að það eru ekki margir sem geta ráðið við „íslenska drauminn“ auðveldlega.  Í rauninni hefur þessi draumur alltaf verið dýr.  Í gamla daga hjálpaði verðbólgan mörgum að klára dæmið en erlend lán á lágum vöxtum sem bankarnir markaðssettu sem einstakan draumalykil eru nú orðin að martröð fyrir marga.

Fyrir næstu kynslóð mun þessi draumur verða að erfðadjásni fyrir þá sem fæðast eða giftast inn í „réttar“ fjölskyldur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Er þá ekki eftir að kaup mublur og flott tæki á bæði húsin. Maður flytur ekki „gamla drasli“ í svona flott hús.

  • Hólmfríður,
    Sei, sei jú mikil ósköp.

  • Guttormur Sigurðsson

    Þegar efnislegar eignir eða hlutir, sem einhver hefur dregið inn í líf sitt í þeim tilgangi að gera það hamingjusamara, eru meiri en viðkomandi kemst almennilega yfir að láta gagnast sér, þá hlaðast oft upp áhyggjur yfir þessum hlutum, sem rýra oft að mun hamingju viðkomandi.

    En hvers vegna er þá sumt fólk endalaust að sanka að sér efnislegum hlutum langt umfram raunverulega þörf sína fyrir þá?

    Svarið er að finna í andlegri heimspeki, sem útskýrir að maðurinn hafi þarfir á efnislegu, huglegu og andlegu sviði. Til að lifa hamingusömu lífi þurfi hann að fullnægja öllum þessum þörfum á jafnvægisfullan hátt.

    Nú farnast sumum þannig, sakir vanþekkingar, að þeir reyna að fullnægja sínum andlegu löngunum og þörfum á skökku sviði, þ.e á efnislegu sviði, sem birtist þá í endalausu hamstri á efnislegum gæðum. Vegna þess að andleg löngun og þörf þeirra er að samstilla sig andlegri vitund, eða guðdómi og upplifa hamingufullt ástand og efnislegir hlutir geta ekki komið í staðinn fyrir andlega samsemd, þá ná þeir aldrei að verða hamingusamir eða fullnægðir.

    Íslenski draumurinn er búinn til fyrir þá sem eru nógu vitlausir til að kaupa endalaust af efnislegum hlutum í vonlausri leit sinni af lífshamingju.
    Hamstur þessara einstaklinga verður þá oft sjúkleg árátta.

  • Hverja dreymir um þetta? Öðruvísi Íslendingar en ég þessir.

  • kristínÞM

    Draumurinn? Gerviþarfir búnar til af markaði sem dinglar í sífellt
    nýjum gulrótum?

  • Þetta var klénn draumur Andri. Það vill nefnilega enginn búa lengur í Garðabæ með líkþráum skuldurum.

    Þú gleymdir pólsku eða taílensku vinnukonunni. Þetta er miklu dýrara en þú hefur reiknað út.

  • Þorsteinn M. Vigfússon

    Þessi Íslenski draumur eru voðalega plebbalegur og lýsir vel því hjarðeðli sem er í mörgum hér á landi: Einbýlishús í Garðabæ, Toyota bifreiðar (hvað annað en Toyota til að vera ekki öðruvísi en aðrir?), sumarbústaður við Skorradalsvatn (eða í Grímsnesi).

  • Þú gleymdir leikföngunum, sleðar og fjórhjól. Og svo auðvitað jet-ski eða hraðbátur ef maður er í Skorradalnum. Algjört möst.

  • Prófessor Tangó

    Sleppum öllum leikföngum, einbýlishúsum í Garðabæ osfrv. Segjum að einhver eigi litla íbúð í Reykjavík sem hafi kostað ca. 22 milljónir fyrir hrun, er nú ekki nema 16-17 milljóna virði, en lánin hinsvegar séu í um 23-24 milljónum eftir verðbólgu. Einnig er bíll á heimilinu, nýlegur (ekki nýr) smábíll sem eyðir litlu en kostaði 1-2 milljónir. Skuldabyrðin er því um 25 milljónir. Samkvæmt útreikningum þínum þyrfti þá tekjur uppá 695 þúsund á mánuði til að standa undir slíkum „draum“.

    Er það ekki helvíti mikið?

  • Kristjan Hilmarsson

    Góður pistill Andri !
    Ekki vafi á að það bera fleiri ábyrgð á hruninu en bara „útrásarvíkingarnir“ og stjórnvöld, þó þeirra ábyrgð og sök sé stærst.
    En held að þetta vefjist nokkuð fyrir mörgum, enda alltaf léttasta leiðin að finna einn eða fáa sökudólga og leggjast svo til svefns með „góða“ samvisku.
    Flott Andri ! og reyndar mörg góð innlegg hér á þetta.
    MBKV
    KH

  • Á hverju ertu eiginlega Andri ?

    Þetta lýsir sóun út í eitt.

    Búinn að búa of lengi í Ameríku ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur