Fimmtudagur 03.06.2010 - 12:01 - 6 ummæli

Verðbólgusprengja OR

Hér eru tvær færslur sem ég skrifaði um yfirvofandi taxtahækkun OR í apríl sem fáir vildu ræða þá.  Nú er blaðinu auðvita snúið við þegar þeir sjórnmálaflokkar sem sitja í sjórn OR hafa stórtapað.  Nú er tilkynnt um hækkanir upp á næstum 40% yfir 5 ár þremur dögum eftir kosningar.

OR mun ekki aðeins kynda heimili borgarbúa heldur einnig verðbólguna á næstu árum.

—————-

Það er næsta ljóst að miklar taxtahækkanir á heitu vatni og rafmagni eru handan við kosningarhornið fyrir viðskiptavini OR. 

Ekki þarf annað en að líta á rekstur OR sem enn er rekin með miklu tapi.  Rekstrartekjur OR voru 2009 um 29 ma en tap fyrir skatta var 3.9 ma.  Til að koma þessum rekstri yfir núllið og geta greitt Reykjavíkurborg arð upp á 1 ma kr. þarf taxtahækkun upp á 20%.

Vilji Reykjavíkurborg hærri arðsgreiðslu, segjum 2 ma kr, þá verður taxtahækkunin um 25%.  Þannig virkar það.

Þetta er mikilvægt mál sem borgarbúar þurfa að setja sig inn í fyrir kosningar.  Þeir þurfa að krefja frambjóðendur um svör við hvernig þeir ætli að rétta af rekstur OR?

Eins og staðan er í dag er langlíklegast að þessu verði öllu velt yfir á borgarbúa, eftir kosningar. 

Klassískt ekki satt!

———–

Vandamál OR er frekar einfalt, tekjur duga ekki fyrir skuldum.  Lausnin er hækkaðar tekjur en það þýðir taxtahækkun á notendur.  Út frá viðskiptalegum sjónarmiðum hefðu taxtar átt að hækka fyrir löngu til að taka á þessum vanda.  Frestun á taxtahækkun gerir vandann einungis verri og skellurinn fyrir neytendur verður enn verri þegar hann kemur.

Hins vegar hentar það ekki stjórnmálamönnum að hækka taxta fyrir kosningar og þar með eru þeirra hagsmunir settir ofar viðskiptalegum hagsmunum OR.  Það er því ekki hægt annað en að draga þá ályktun en að OR sé rekið út frá pólitískum forsendum og það skýrir ákvörðun Moody’s.

Stjórnarformaður OR hefði frekar átt að gagnrýna stjórnmálamenn en boðberann Moody’s.  Hitt er víst að hækkun taxta OR eftir kosningar verður myndarleg kúla, sem stækkar dag frá degi.

——–´

Mín síðasta færsla um OR fyrir kosningar endað svona:

Með Besta flokknum kemur nýtt fólk með nýja hugmyndir og áherslur.  En það er einmitt það sem stjórn OR þarf.

Nýir vendir sópa best.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Björn Kristinsson

  Ég tók víst eitthvað þátt í þessum umræðum í maí en þann 23. maí ritaði ég hjá þér Andri:

  Afdrif OR eru háð árangri við endurfjármögnun erlendra lána. OR hefur þegar gefið út að það muni hækka verð til neytenda á næsta ári:

  http://www.visir.is/article/20100320/FRETTIR01/154779204/1202

  Við þessa hækkun bætist síðan orkuskattur sem hefur þegar verið lekið út að verði settur á. Ég geri ráð fyrir því að orkuverð frá OR til almennings að viðbættum auknum sköttum muni hækka um 40% á árunum 2011 til 2012.

  Þetta mun fara beint út í verðlagið. Verðbólgan er því ekki á niðurleið nema tímabundið.
  ——————————–

  Hvað á að gera ? Við höfum tvo möguleika í stöðunni. Annar er að OR hækki verðlag sitt eins og áður hefur komið fram. Hitt er að selja OR en réttur til orkunýtingar verður áfram hjá Reykjavík. Alveg sama hver leiðin verður farin þá mun halli OR lenda á endanum á almenningi.

  Höfum eitt á hreinu, OR hefur enga fjármuni hvorki í dag né næstu árin til að ráðast í nýjar alvöru framkvæmdir. Þetta sýna einfaldlega ársreikningar félagsins.

 • Nú verður fróðlegt að sjá hvort nýju vendirnir fari gömlu leiðina og skipi pól. silkihúfur í stjórn OR eða auglýsi eftir fólki með reynslu af rekstri og þekkingu á orkumálum.

  Hið seinna væru tímamót.

 • En er fitulagið innan OR ekki ansi þykkt, væri ekki hægt að byrja á að skera aðeins niður þar ?

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Björn,
  Þakka athugasemdina. Það voru nokkrar sálir sem vildu ræða þetta en allt of fáar. Nú sitja menn uppi með miklu hærri hækkanir en ef tekið hefði verið á þessu strax.

  Taka verður pólitíkin úr stjórn OR annars fer allt í sama farið. Rétt hjá Magnúsi.

 • Einn upplýstur

  Ef OR stórhækkar rafmagnið er fólki frjálst að kaupa rafmagn frá öðrum orkufyrirtækjum. Sem ekki voru rekin með rassgatinu, með pólitísk markmið, og þurfa ekki að hækka verðið.

 • Steini Jóns

  Þú ert nú ekki upplýstari en það, kallinn minn, að þú ert ekki að tala um nema brot af því sem Reykvíkingar borga til Orkuveitunnar.

  Í fyrsta lagi eru önnur orkufyrirtæki fyrir löngu búin að hækka verð sitt enda var hækkunarþörf hjá þeim viðurkennd – menn stungu hausnum ekki í sandinn eins og Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í borginni.

  En þó jafnvel þó Orkuveitan hækki verð á raf_orku_ það mikið að menn streyma til hinna fyrirtækjanna- vonandi þá eki HS-Orku 😉 – þá verða menn samt að greiða Orkuveitunni fyrir að dreifa orkunni- heim til þín (þú ræður hver bakar pizzuna, en það skal vera Dominos sem ekur henni heim til þín – svona ef maður sleppur hálfri sögugnni eða svo).

  Þar fyrir utan er ekki minna sem þú borgar fyrir heita vatnið – og svo það kalda í gegnum fasteignaskattanna…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur