Fimmtudagur 15.07.2010 - 08:04 - 8 ummæli

Að búa í réttu hverfi

Til að komast inn í bestu framhaldsskólana er best og auðveldast að búa í réttu hverfi, sérstaklega ef þú er ekki afburðarnámsmaður.  Það er nefnilega mikilvægt að ungir Íslendingar læri sem fyrst, af eigin reynslu, að ekki er sama Jón og séra Jón.

Þetta er bráðnauðsynlegur undirbúningur fyrir fullorðinsárin enda undirstaða fyrir þátttöku í íslensku samfélagi.  Þó einhver umræða sé um að svona mismunur sé óæskilegur er það bara snakk, verkin nú og fyrr tala.

Það er alveg með eindæmum hvað alls konar nefndir, ráð og stofnanir þurfa að taka miklar og misráðnar ákvarðanir fyrir svona lítið samfélag.  Af hverju treysta Íslendingar sér ekki að færa ákvarðanatöku í mikilvægum málum nær almenningi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Fólk er fljótt að gleyma. Fyrir ári síðan útskrifaðist fjölmennasti árgangur sem lokið hefur grunnskóla. Auk þess var óvenju hátt hluttfall þeirra sem skráði sig í framhaldsskóla, sennilega vegna atvinnuástands.
    Þá fylltust „vinsælir“ skólar strax eins og t.d. Versló og MR og tóku þeir inn nemendur eftir einkunnum nemenda. Þá snerist umræðan um það að það væri fáránlegt að nemandi sem ætti heima í Þingholtunum þyrfti að sækja skóla eins og Menntaskólann í Kópavogi eða Borgarholtsskóla.
    Þá var farið bil beggja og skólar skyldaðir til að taka 45% nemenda úr sínu hverfi (þeir geta valið þá eftir einkunnum). Hin 55% er svo valin með sama kerfi og í fyrra.
    Þeir sem vilja breyta þessu til fyrra horfs ættu að kynna sér umræðuna fyrir ári síðan.

  • Bragi Jóhannsson

    Ég á 16 ára dreng með meðaleinkunn upp á 8,7 úr grunnskólanum og hann lauk að auki þremur áföngum í framhaldsskóla á meðan hann var að klára grunnskólann.
    Þessi árangur dugir honum ekki til þess að komast inn í M.R.

    Þeir sem verja núverandi ástand ættu að þekkja stöðuna í dag.

  • 8,7 er ekki einkunn sem hefur alltaf fleytt fólki inn í MR, það telst allavega engin afburðaeinkunn.

    Skólarnir eru með sín sérkenni og það eru ekki bara kennsluaðferðirnar sem verða að breytast til þess að það sé sanngjarnt að allir komist inn í hvaða skóla sem er. Heldur þarf þá að gera alla nemendur nákvæmlega jafn góða í öllum fögum.

    Það er ekki að fara að gerast.

    8,7 í ár þýðir líka mun minna en 8,7 fyrir 3 árum þegar að semræmd próf voru ennþá við lýði.

    Sterkustu nemendurnir velja sterkustu skólana vegna þess að þeir eru mest krefjandi og betri prófsteinn á námsgetu fyrir góðan nemandi heldur en að fara í lakari framhaldsskóla.

    Það er engin tilviljun að bestu nemendurnir fara í MR, MA og versló. Það er að segja þangað til núna. Það skiptir svosem litlu, þeir sem hafa ekki erindi í þessa skóla detta hvort eð er út.

    Sami stærðfræðiáfanginn (stæ 303) er kenndur í MA og FVA(og flestum öðrum), það er 50% fall í öðrum skólanum.

    það er ekki 50% fall í FVA og það er augljóst hvers vegna.

  • Þrátt fyrir að vera stúdent úr einum þessara „betri skóla“ frábið ég mér þá heimskulegu umræðu stúdenta úr þessum skólum að telja sig vera að vera eitthvað gáfaðri en þeir sem eru í öðrum skólum – bara af því að þeir fara t.d. í erfiðari stærðfræðipróf! Þetta er umræða sem endurspeglar ekkert annað en hroka og heimsku.

    Þessir svokölluðu „bestu skólar“ eru veita góðan undirbúning fyrir bóklegt háskólanám, sérstaklega langskólanám og eiga auðvitað fullan rétt á sér sem möguleika í framhaldsskólaflórunni. En ég efast stórlega um að þeir undirbúi nemendur „best“ undir allt það annað nám sem hægt er að læra á háskólastigi.

    Ég held að val nemenda ráðist oftar en ekki af því að velja á milli bekkjarskóla eða áfangaskóla. Kerfin eru ólík, með kosti og galla, en henta nemendum misvel. Augljóslega vantar bekkjarskóla, miðað við að það eru bekkjarskólarnir sem þurfa að vísa flestum frá. Ég held að vinsældir þessara þessara umtöluðu vinsælustu skóla sé ekki endilega bara vegna þess að þeir koma til með að veita nemendum góðan undirbúining undir bóklegt háskólanám heldur telja nemendur að bekkjarkerfið veiti þeim meira félagslegt öryggi og þeir eru oft minni og því kannski persónulegri.

    Kerfið eins og það er núna gerir það að verkum að nemendur í stórum bæjarhlutum eða sveitarfélögum eiga í raun ekkert raunhæft val um annað en stóran áfangaskóla – sem er fáránlegt. Og svo eru aðrir nemendur sem lenda í því að eiga bara val um bekkjarskóla – en vilja fara í áfangaskóla og nýta sér kosti slíkra skóla.

    Allir nemendur ættu því að geta valið annað hvort um bekkjarskóla og áfangaskóla – sem ég tel að sé oft það sem ræður mjög miklu um val nemenda á framhaldsskóla. Kerfin henta nemendum misvel og því fáránlegt að þeir séu þvingaðir í kerfi sem hentar þeim ekki og það sagt vera „draumaskólinn“ þeirra bara vegna þess að þeir þorðu ekki annað en að setja hverfisskólann sinn í valið sitt af hættu á að vera sendur í skóla sem þeir hefðu enn minni áhuga á að sækja og í ofanálag væri þá langt frá heimili þeirra.

    Hvernig væri þá að bregðast við þessu vandamáli? Má ekki að bjóða upp á bekkjarskóla sem eru með aðrar áherslur en þessir vinsælu skólar sem leggja áherslu á góðan undirbúning fyrir bóklegt háskólanám? Eða er það of dýrt? Betra að kosta í Hraðbrautir og troða enn frekari inn í yfirfulla áfangaskólana???

    Aftur á móti held ég að ef menn rifja upp umræðuna um kosti og galla samræmdu prófana – þá sé góð rök fyrir því að þau voru lögð niður.

  • Ég veit ekki hvaða hroki það er að segja að bestu bóknámsskólarnir séu þessir. Ég held að flestir séu sammála um það.

    Ef þú vilt krefjandi stærðfræðinám sem undirbýr þig hvað best undir háskóla þá ferðu í MA eða MR.

    enginn hroki heldur bara staðreynd.

  • stefán benediktsson

    „Gummi“Af því að um stærðfræði er að ræða, væri vel við hæfi að sýna tölur þeirri staðhæfingu til stuðnings að stærðfræðinám í MA og MR búi þig best undir háskóla.

  • Gummi – ég benti á að þessir skólar eru mjög góðir bóknámsskólar sem veita mjög góðan undirbúning fyrir langt bóknám. Það má eflaust finna tölur sem sýna að MR og MA séu betri í einu fagi en öðru – miðað við aðra skóla.

    Það sem þreytir mig samt í þessari umræðu er hve stutt er í það sem mér finnst hroki. Þú segir í ummælum þínum „Sterkustu nemendurnir velja sterkustu skólana vegna þess að þeir eru mest krefjandi og betri prófsteinn á námsgetu fyrir góðan nemandi heldur en að fara í lakari framhaldsskóla.“ Hér talar þú um sterka og laka framhaldsskóla og betri prófsteina. “

    Sterkur námsmaður er ekki bara sá sem leysir þyngstu stærðfræðidæmin. Sterkir námsmenn eru þeir sem hafa fjölbreytta þekkingu og kunna að beita henni af skynsemi og þeir geta komið úr hvaða skóla sem er.

  • Það er útí hött að fullyrða að einhverjir menntaskólar séu betri en aðrir án þess að hafa til þess gögn. Hér vantar samræmd próf úr grunnskólum og samræmd stúdentspróf. Þá væri hægt að reikna mun á meðaleinkunn nemenda sem koma inn í skólann og þeirra sem útskrifast. Besti skólinn væri þá sem myndi ná að hækka einkunn nemenda sinna sem mest. Það að MR skuli útskrifa bestu nemendurna oft er vegna þess að þanga leitast bestu nemendurnir. Það væri hægt að hafa pappadúkku sem kennara í stærfræðideildinni þar sem nemendurnir eru að mestu leitir færir um að læra þetta sjálfir af eigin áhuga. Afrekið er fyrir aðra skóla sem fá inn nemendur með lakari bakgrunn en sem samt ná að útskrifa vel menntaða einstaklinga. Ég skil vel að margir vilji komast í MR, enda örugglega fínn skóli gamalt umhverfi með spennandi hefðum. Og gaman að umgangast nemendur með sama áhugasvið. En það gerir hann ekki „betri“ í að mennta nemendur.
    Sjálfur fór ég í Fjölbrautaskólann í Breiðholti sem þykir ekki eins „fínn“ enda tekur hann inn allskonar nemendur með lægri einkunnir, býður upp á undirbúningsnám og hægferðir og verknám og allskonar. Á sama tíma eru þeir með mjög góða stærfræðilínu, hægt að fara í hraðferðir í aföngum, taka miklu fleiri einingar en hægt er í MR, og velja margar brautir saman. T.d. hægt að útskrifast á 3 árum, eða taka tvær brautir og útskrifast meðd 50% meiri einingar (þekkingu) en þeir sem fóru í bekkjarskólann MR. Stærfræðin í raunvsíndadeild HÍ er kannski ágætt mat á árangur skólanna, nemendur úr FB standa sig iðulega betur þar en nemendur úr MR, vegna betri undirbúnings, t.d. er fyrsta árið í HÍ sama efni (sama bók) og síðustu 3 áfangarnir í FB (ef maður velur að taka þá alla).
    Það eru kostir og gallar við allar inntökuaðferðir. En einkunnir úr samræmdum prófum eru réttlæt inntökuaðferð. En það að senda 16 barn úr miðbænum upp í kópavog eða Grafarvog í menntaskóla bara af því að hann fékk bara 8.7 í einkunn er svoldið leiðinlegt fyrir viðkomandi. Þannig að ég held að 45% hverfisskylda sé góður millivegur. Allir ættu að hafa val um einn bekkjaskóla og einn fjölbrautaskóla í sínum hverfisforgangi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur