Mánudagur 09.08.2010 - 07:21 - 5 ummæli

„Ad astra per alas porci“

Hér er komið gott mottó á íslensku krónuna sem myndi sóma sér vel á mynt og seðlum landsins.  Þetta mottó, sem var í miklu uppáhaldi hjá rithöfundinum John Steinbeck, lýsir á mjög raunhæfan hátt hvernig krónan mun geta komið efnahag landsins aftur á flug.

Svo er spurningin hvort þetta sé ekki bara uppáhaldsmottó Íslendinga?  Útrásin var byggð á þessu og margt bendir til að framtíðarsýn margra byggi á svona mottógrunni.

Ætli þessi hugsunarháttur komi með kalda vatninu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Greini ég ekki smá kaldhæðni? 🙂
    En þetta er góð lýsing á hugarfari sk útrásardólga og íslenskra stjórnmálamanna.
    Kveðja að norðan.

  • Magnús B.

    Til stjarnana á vængjum svína

    Það er möguleiki að þessi hugsunarháttur komi ef ekki væri fyrir landlæga afneitun, þessa fyrrum kandidats sem 51sta og fyrsta ríkis BNA.

    En rithöfundurinn Kurt Vonnegut á eftirfarandi orð:

    „The 51st state is the state of denial“

    Einhvern vegin verður mér ávallt hugsað til landans.

  • Þórður Áskell Magnússon

    Nei nei, þetta er rangt hjá ykkur. Við á íslandi eigum langflest heimsmet í öllu og það jafnvel án höfðatölunar margfrægu. Okkur verður því ekki skotaskuld úr því að verða fyrst þjóða til þess að endurreisa efnahag með ónýtum gjaldmiðli. Ég efast meira að segja um að þyngdarlögmálið virki eins á íslandi hjá öðrum þjóðum, svo spes erum við. Það að Þýskaland teldi sig ekki geta rekið gjaldmiðil með aðeins 80 milljón manns sýnir svo ekki verði um villst hversu hæfari við erum en þeir. Við erum best.

  • Björn Kristinsson

    Andri Geir, þú ert fyrir löngu búinn að koma þessum skilaboðum til skila með beinum hætti. Hver er annars tilgangurinn með færslunni ? Að tala niður til okkar ?

    Við erum þegar búin að ná því hvað IKR gefur en einnig hvað EUR tekur. Ég tel að mikill meirihluti þjóðarinnar sé fullkomlega meðvitaður hvað við höfum að hvað inngangi í ESB hefur í för með sér.

    Allar þjóðir sem hafa farið í ESB samruna eða ferli hafa lent í nánast sömu atrennu og hér er tíðkuð á Íslandi. Fólk sem vill halda í fyrri skipan og þeir sem vilja sameinast ESB. Í öllum tilvikum hafa hinir fyrrnefndu mátt þola ákúrur eins og þjóðrembu, þröngsýni, háð o.s.frv. Fólk verður einfaldlega að virða að það séu ekki allir með sömu skoðanir og sýn.

    Því er oft haldið fram að ef við förum ekki í ESB þá muni yngra fólk flytja frá landinu. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru mun meiri líkur á því að sömu einstaklingar og í reynd stærri hópur muni yfirgefa landið ef við förum í ESB. Þetta veistu Andri Geir og einnig hver ástæðan. Upptaka EUR eða lagaklásúla um yfirráð Ísland yfir auðlindum sínum mun að engu leiti breyta því.

  • Baldur Ragnarsson

    „Staðreyndin er hins vegar sú að það eru mun meiri líkur …“ segir á einum stað í ummælunum hér á undan.

    Hmmm…! Burtséð frá því að líkur lýsa ekki endilega staðreynd, fylgja engin rök staðhæfingunni um afleiðingu framtíðaratburðarins (inngöngu í ESB). Sem er raunar skiljanlegt, enda á atburðurinn eftir að eiga sér stað!

    Tisk, tisk!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur