Mánudagur 09.08.2010 - 13:23 - 9 ummæli

Í Indíánaleik

Nokkrar umræður hafa spunnist um grein Ögmunar, Virkið í norðri og ásókn útlendinga í íslenskar auðlindir.  Hér er auðvita á ferðinni gömul lumma sem allir íslenskir stjórnmálamenn geta treyst á.  Það hefur enginn stjórnmálamaður tapað atkvæðum á því að minna á hvað útlendingar séu miklu verri en Íslendingar.  Það er alltaf hægt að stóla á minnimáttarkennd landans gagnvart hinum erlendu öflum.  Gömlu nýlenduherrarnir deyja aldrei í gömlu nýlendunum, það segir saga okkar og saga annarra.

Nú er í sjálfu sér ekkert að því að Ögmundur minni okkur á hin hræðilegu nýlenduveldi 19. aldar en hversu raunveruleg er þessi hætta á 21. öldinni og er þetta okkar eini og versti óvinur?

Ef ræða á þetta á málefnalegum grunni þarf að lista alla óvini, erlenda sem innlenda og meta hversu mikil hætta stafar af þeim.  Hér er mikið verk að vinna sem því miður enginn íslenskur fölmiðill er í stakk búinn að inna af hendi og er það miður.

Svo má spyrja, hver er reynsla Íslendinga af innlendu eignarhaldi?  Eru lífskjör almennings betur tryggð af fámennri klíku á mölinni í Reykjavík eða bírókrötum í Brussel?  Er ekki eðlilegt í ljósi reynslunnar að sumir fari að efast um ágæti hins íslenska aðals?  Hvert eiga menn þá að snúa sér?

Að lokum má minna á að umræðan um íslenskt eignarhald er ansi akademísk, enda er aðeins stigsmunur á stöðu þeirra sem eiga hlutabréfin og skuldabréfin.  Saga Íslands segir mönnum að betra er að eiga skuldabréfin en hlutabréfin.   Þar er staða útlendinga sterkari en Íslendinga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Makríllinn

    Glerperlur og eldvatn leit einu sinni út fyrir að vera flottur díll í skiptum fyrir land, það er öllum hollast að hafa það á bak við eyrun.

    Barátta okkar fyrir fyrir betra og sanngjarnara þjóðfélagi er fyrst og fremst háð hér og nú en ekki á flóttamannaleiðum til Brussel.

    Útlendingar eru ekkert verri eða betri heldur en fólkið hér munurinn er að Brussel flóttamenn ala á þessari mítu í von um að mun fleiri, en raun er á, leggi á flótta.

    Makrílmálið er dæmi um það sem miður fer í samskiptum þjóða en það hefur nákvæmlega ekkert með vonda eða góða útlendinga að gera heldur hreina og klára hagsmuni. Okkar hagsmunir eru að nýta þennan stofn sem gæðir sér á krásunum innan Ísslenskrar efnahagslögsögu, hagsmunir ESB er að ekki verði breyting á kvóta ESB þjóðanna sem hafa veitt þennan stofn þegar hann vandi ekki komur sínar til Íslands.

    Ég get hreinlega ekki séð að okkar hagsmunir hefðu fengið hljómgrunn í þessu máli ef við værum innan ESB, líklega væri heill floti ESB báta að moka upp Makríl 4mílur frá Keflavík og mundu sigla með hann til t.d Írlands.

  • Björn Kristinsson

    Makríllinn // 9.8 2010 kl. 14:39 :

    Rétt að markríllinn er flökkustofn og sem slíkur er hverri ESB þjóð ásamt Noregi heimilt að veiða hann hvar sem er í lögsögu ESB óháð skoðun eða lagabókstaf viðkomandi ríkis. Magn hvers lands er síðan háð úthlutuðum kvóta hvers lands.

  • Sigurður Helgason

    Þú gleymir „smá“atriðum

    – Skattatekjur af hagnaði sem kemur af okkar auðlindum flyst úr landi og eftir standa skíttnar 20 milljónir fyrir leigu á þeim.

    – Ögmundur hefur aldrei talað um að það væri meiri kostur að innlend fyrirtæki keyptu upp auðlindir okkar, þú ert einfaldlega að klessa þessari lummu á hann.

    Svo spyr ég þig, getur þú bent okkur á hvar í veröldinni sala auðlinda hefur skilað einhverju góðu til samfelagsins, eins og betra verði og þjónustu til neytenda.

  • Þú byrjar pistilinn ágætlega.
    Það er rétt að nýlendutíminn er liðinn undir lok og ekki víst að lærdómru af honum sé besta veganestið í dag. Getur samt verið gott að líta tilbaka við og við.
    Svo vingsar þú yfir í fullyrðingu um innlent eignarhald. Í samhengi nýlendutímans er reyndar ljóst að móðurlandið áttir forræði og krúnan skattrétt. En þetta tengist grein Ögmundar lítið.
    Varðandi rökin um slaka stjórnsýslu og smáar valdaklíkur á klakanum þá finnst mér Evrópusambandsaðild ekki bjarga því máli – nema að hluta. Við hefðum enn of mikla heimastjórn til að frelsa okkur frá því. Sá vandi yrði betur leystur með því að gerast hérað einvhersstaðar.

  • Nú vitnar Egill ESB örugglega bráðlega í „snilld“ þína Andri.
    Gott ef hann boðar þig ekki bráðum í sjónvarpsviðtal á Rúv.
    Bæði stjórnmálalegs / hagræns eðlis og bókmenntalegs eðlis.

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Okkar hagsmunir eru að nýta þennan stofn sem gæðir sér á krásunum innan Ísslenskrar efnahagslögsögu“

    Þetta er nú svo barnlegur málflutningur að ekki er von á miklu meðan þroskinn er á þessu stigi. Máið snýst um að ísland hefur enga reynslu eða hefð í makríl. Þjóðir hafa komð sér saman um nýtingu á ábyrgann hátt og staðið afar vel að því. Svo gerist það að makríll fer, að því er virðist, að ganga hingað inn og að því er virðist á furðu dramatískann hátt. Hvað þarna er um að ræða er allsóvíst og þyrfti að rannska mun betur.

    Hvað geist? Jú, þið ætlið að hrifsa til ykkar um 1/5 af heildarveiðikvótanum sisona! Þetta eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð og ekki heldur samskiptamáti.

  • Og ekki mun Agli leiðast að vitna í Ómar Kristjánsson,
    eða er það Unnur G. Kristjánsdóttir? Hvort er viti hvors?

  • Makríllinn

    Spurning um að gera þig að rannsóknarefni Ómar enda bregst þú hin versti við þegar verja þarf hagsmuni Íslands enda viðist þú vera erlendingur miðað við málflutninginn þinn „Hvað geist? Jú, ÞIÐ ætlið að hrifsa til ykkar um 1/5 af heildarveiðikvótanum sisona!“

    Þegar þessar Makrílgöngur gengu inn í efnahagslögsöguna þá var fituinnihald um 4%, eftir að hafa verið í góðu yfirlæti í seiðum og öðrum álíka fóðri þá er fituinnihald um 28%, það er ekki ofsagt að Makríllinn sé að gæða sér á krásum enda af nógu að taka þ.e frá öðrum staðbundnum stofnum.

    Frekja ESB undanfarin ár um að vilja ekki hleypa Íslendingum að samningaborðinu vegna breyttrar hegðunar Makrílsins gerir það að verkum að okkur ver frjálst að veiða þennan ryksugustofn eins og okkur hentar.

    Við ætlum ekki að hrifsa eitt né neitt heldur veiða það sem við ræktum í garðinum okkar.

    Þetta Makrílmál er góð staðfesting á því að Ísland hefur EKKERT að gera í ESB.

  • Ómar Kristjánsson

    Bjarnason segir Nojara brjóta EES samning ásamt GATT.

    ,,Handilsstongsul og innflutningsforboð eru eyðsýnd brot á EFTA-sáttmálan, EBS-sáttmálan millum ES og EFTA og brot á altjóða handilssáttmálan GATT.

    Tað sigur íslendski fiskimálaráðharrin, Jón Bjarnason, sum fríggjadagin gjørdi vart við støðu Íslands í makrelstríðnum.

    Norskar havnir eru longu stongdar fyri íslendskum og føroyskum skipum, sum ætla sær inn við makreli.

    Ísland og Norra eru bæði í EFTA og við í EBS-sáttmálanum. (Kringvarp.fo)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur