Þriðjudagur 10.08.2010 - 09:09 - 7 ummæli

Falskur botn

Seðlabankastjóri segir að botninum sé náð í þessari efnahagskreppu.  En hvaða botni höfum við ná?  Það er spurningin.  Varla held ég að sjúklingar landsins finni fyrir einhverjum botni, þjónustan er frekar í frjálsu falli.  Opinberi geirinn er langt frá því að botna í þessari kreppu.

Þeir einu sem finna fyrir „uppsveiflu“ svo orð Seðlabankastjóra séu notuð eru þeir sem beint og óbeint geta treyst á erlenda eftirspurn og svo þeir sem kaupa innflutta vöru, en hún hefur lækkað mælt í krónum vegna gjaldeyrishafta.  Uppsveifla sem byggir á gjaldeyrishöftum og fjármögnun AGS er varla sjálfbær til lengri tíma litið.

Ég er ansi hræddur um að botn Seðlabankastjóra sé falskur.  Aðeins þegar höftunum sleppir og krónan er sett á flot ásamt brotthvarfi AGS mun hinn sanni botn birtast.

Á meðan erum við í raun á flugi undir stjórn AGS og höfum það huggulegt, en hvar og hvernig við lendum er allt óvissu háð.  Við verðum að fara að finna lendingarstað áður en eldsneytið rennur út.  Það er hið mikla mál – en rifrildi um veitingar um borð og hver fær að sitja hvar, má bíða betri tíma.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Bittlingur

    Á skal að ósi stemma.

  • Sem sagt falsk öryggi, sem að þínu mati Andri, hinn virti og vellaunaði seðlabankastjóri virðist ekki skilja eða skynja!

  • Jóhannes

    Már vísar eingöngu til hagtalna en ekki til þess að hagkerfinu er haldið í jafnvægi með axlaböndum og belti af AGS og afar ströngum gjaldeyrishöftum og hið aukna „öryggi“ er í dag falskt öryggi.

    Og ég er tæplega sammála þér, Andri, að krónan verði sett á flot aftur eftir reynslu undanfarinna ára. Sú tilraun gæti orðið þjóðinni afar dýrkeypt – aftur.

  • Adda Sigurjónsdóttir

    Og það er ennþá ekkert verið að gera í því að auka tekjur í hagkerfinu. Ekkert er verið að framkvæma né að koma sér saman um hvar og hvernig eigi að virkja etc.

  • Jóhannes,
    Ég er sammála þér að það verður langt í að krónan fljóti eða höftin hverfi. Það eina sem við þekkjum og kunnum er að dröslast áfram með ónýta haftakrónu. Það virðist allt benda til að núverandi hrunkynslóð sætti sig við svona ástand en ekki er víst að næsta kynslóð verði hrifin af því að búa til lengdar við klúður og höft foreldra sinna.

  • Uni Gíslason

    Þetta verður að hafa verið í síðasta sinn. Aldrei aftur þetta kjaftæði og efnahagshrun.

    Never again!

  • Það er algjört möst að láta krónuna fleyta kellingar í haust. Þjóðina vantar smá „reality check!“ –

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur