Miðvikudagur 11.08.2010 - 16:22 - 3 ummæli

Íslandsstofa: Steinn Logi hæfastur?

Pressan greinir frá ótrúlegu ráðningarferli hjá Íslandssofu þar sem segir: „Hörð átök voru um ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Hæfustu umsækjendum var fórnað og lægsti sameiginlegi samnefnari var ráðinn til að sætta stríðandi aðila. Núverandi framkvæmdastjóri var því málamiðlun.“

Hvert er hlutverk Íslandsstofu?  Samkvæmt vefsíðu þeirra er það:

„Íslandsstofa tók til starfa 1. júlí 2010 og sameinar starfsemi Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu og erlent markaðsstarf Ferðamálastofu.   Íslandsstofa verður þó annað og meira en einföld samlagning þeirrar starfsemi sem þegar var fyrir hendi, því henni er ætlað víðtækara starf sem snýr m.a. að því að styrkja ímynd og orðspor Íslands og styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis.“

Það er því nokkuð ljóst að reynsla og þekking af erlendu markaðsstarfi ætti að vera lykilatriði fyrir nýjan framkvæmdastjóra ásamt góðum leiðtogahæfileikum.

Nú ætla ég ekki að fara að dæma þá sem sóttu um, enda veit ég ekki deili á þeim nema að því leyti sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum.  Hins vegar verður að segjast að ef það er rétt, sem Pressan greinir frá, að Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi markaðsstjóri Icelandair, fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hafi sótt um starfið og ekki fengið viðtal er maður orðlaus.

Stjórn Íslandsstofu þarf að gera fulla og ítarlega grein fyrir sínu vali.  Sú greinargerð þarf að styðjast við faglegt mat óháðs aðila.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þetta er enn einn skandalinn sem og á okkur skellur. Þetta verður að skoða og það rækilega. Þó ég sé frekar skapstillt, en ég er orðin fokreið og verð að gæta mín mjög vel að segja ekki eitthvað bull.

  • Sigurður Pálsson

    Það er með ólíkindum ef Þórólfur Árnason hefur verið metin jafs við Stein Loga í þetta starf. Steinn Logi átti mjög farsælan feril hjá icelandair, fyrst í Þýskalandi og svo í Bandaríkjunm.
    Af hverju lagði ríkisstjórnin svo mikla áherslu á að ráða Þórólf?
    Spurningin er í raun óþörf þar sem allir vita svarið

  • Þórólfur Árnason gerði athugasemd við ráðningarferlið og ekki að ástæðulausu. Þekki hvorki Stein Loga eða Þórólf.
    Hef hvorki vilja né getu til að meta umsækendur, en mæli með rannsókn

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur