Fimmtudagur 12.08.2010 - 06:44 - 4 ummæli

Sjálfstæðara Alþingi

Ein lexía af klúðrinu um lögfræðiálit Seðlabankans, stofnun sem heyrir undir framkvæmdavaldið, er að Alþingi verður að fara að vinna á sjálfstæðari hátt.

Alþingi verður að fara að taka frumkvæðið um lagasetningu og hafa á sínum snærum hóp sérfræðinga óháða frá framkvæmdavaldinu.

Nefndir Alþingis þurfa að vera a.m.k. jafn upplýstar um mál líðandi stundar og fulltrúar framkvæmdavaldsins.

Án sjálfstæðrar upplýsingaveitu getur Alþingi ekki sinnt sínu starfi og mun halda áfram að verða háð framkvæmdavaldinu um hvað og hvenær það fær skammtaðar fréttir af mikilvægum málum sem viðkemur kjósendum.

Það getur aldrei talist lýðræðislegt að ókosnir fulltrúar framkvæmdavaldsins hafi upplýsingar sem kosnir fulltrúar kjósenda hafa ekki tímanlegan aðgang að.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Hverju orði sannara. Þetta verður eitt meginverkefni væntanlegs stjórnlagaþings.

  • Þróunin er orðin þannig að öll frumvörp eru samin í ráðuneytunum. Þingmannafrumvörp frá stjórnarandstöðu eru aldrei samþykkt.

  • Já upplýsingar eru mikilvægar. Alþingi ber ábyrgðina á þessu ástandi. Alþingi hefur hingað til stritað gegn hverskonar breytingu á stjórnarskrá. Þrískifting valdsins samkvæmt stjórnarskrá er ekki haldin.

  • Allt snýst þetta um Stjórnarskrána okkar og þá endurskoðun hennar sem framundan er.

    Atburðir líðandi stundar – liðina ára – liðina áratuga og liðinar aldar, æpa allir hástöfum á skilvirkara stjórnkerfi – virkara lýðræði og fjölskipað stjórnvald.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur