Föstudagur 13.08.2010 - 07:47 - 11 ummæli

Fjárfestar flýja

Fréttablaðið greinir frá á forsíðu í dag að erlendir fjárfestar hafi hætt við fjárfestingu í Íslandsbanka.  Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart.  Þeir fyrstu sem flýja í óvissuástandi eru varkárir og heiðarlegir fjárfestar.  Þar með er búið að ryðja samkeppni úr vegi og völlurin er nú opinn fyrir „aðra“ fjárfesta.

Þessir aðrir fjárfestar eru líklega óprúttnir erlendir spekúlantar og þeirra góðvinir – gömlu útrásarvíkingarnir íslensku.  Þegar búið verður að eyða erlendum eignum lífeyrissjóðanna vaknar spurningin hvar fæst meira erlent fjármagn?  (gjaldeyrir er jú heróín Íslendinga).  Jú, þá verður dustað af gömlu útrásarvíkingunum, þeir voru nú ekki svo slæmir munu menn segja, og eftir smá kattarþvott verða þeir og þeirra fjármagn boðið velkomið.  Þeir eru Íslendingar og einhvers staðar verða vondir að vera.

Það er nú varla tilviljun að þessi frétt birtist á forsíðu Fréttablaðsins?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Thor Svensson

    Góður punktur. Hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér.

  • Sigurður Þórðarson

    Það var græðgin og illa skrifuð lögin sem komu þessari þjóð í þær ógöngur sem hún er í dag.

    Væri nú ekki nær að klára þau vandamál sem við okkur blasa í dag, áður en við bætum á okkur meiru?

    Það á enginn fjármálastofnun að vera til sölu hérlendis fyrr en búið er að endurrita lögin. Við eigum að setja metnað okkar í það, þá vilja ábyrgir fjárfestar eiga við okkur viðskipti.

    Andri frá Stanford, þú átt að vita þetta.

  • Eru þá ekki allir ánægðir?

  • Thor Svensson

    Félagi minn, iðnaðarmaður sem tekur helmingin af tekjum sínum inn svart, skammast ógnin öll yfir þessa endalausu spillingu í landinu. – Það er kannski ekki bara lög sem þarf að endurskoða?

  • Sigurður G.

    Þetta er nú frekar þunnt hjá þér. Að þeir sem vilja fjárfesta á Íslandi séu óprúttnir aðilar. En þá Íslendingar sem fjárfesta í útlöndum, eru þeir ekki óprúttnir svindlarar líka? Og segðu mér eitt, því þú segist hafa starfað í útlöndum, áttu enginn hlutabréf, eignir eða lausafé erlendis? Svona til að þú myndir ekki binda allt þitt í íslenskum krónum. Ef svo er, heitir það að fjárfesta í útlöndum. Kannski sama og aðrir útlendingar vilja reyna á Íslandi er dæmalaust illa tekið. Af því þeir eru útlendingar !

  • P. G. Geirsson

    Fá gömlu útrásarvíkingana inn í landið með peningana sína?

    Það er kannski eina leiðin til að ná af þeim peningunum sem að þeir sviku út úr þjóðinni.

  • Sigurður G.
    Áhættan að fjárfesta á Íslandi er gríðarleg sérstakleg þegar miðað er við erlenda fjárfestingakosti. Sterkir erlendir fjárfestar t.d. erlendir lífeyrissjóðir, mega aðeins fjárfesta í aðilum sem hafa „A“ lánstraust eða betra. Allt á Íslandi er langt fyrir neðan þetta og í raun er Ísland í ruslaflokki.

    Þeir einu sem treysta sér inn á lokaðan markað eins og Ísland, þar sem eru gjaldeyrishöft, ónýt króna og pólitísk óvissa eru spekúlantar sem vilja afrakstur í samræmi við áhættuna. Nú er mjög vafasamt að einhver fái áhættumetna ávöxtun á Íslandi og þá er spurningin hver er að fjárfesta hér sem ekki er lokaður inni í höftum? Ef þeir eru ekki á eftir ávöxtun þá eru þeir á eftir einhverju öðru, t.d. ítökum og völdum.

    Þetta er alltaf varasamur hópur fjárfesta og Ísland yrði ekki fyrsta landið í efnahagslegum ógöngum sem yrði þessum hópi að bráð. Ég hef áður fjallað um örlög Cook eyja sem fóru í gegnum sinn skuldavanda fyrir um 20 árum síðan og misstu sitt efnahagslega sjálfstæði. En áður en það gerðist voru erlendir fjárfestar á hverju strái sem ætluðu að redda hlutunum.

    Þegar betur var að gáð reyndist ítalska mafían á bak við einn hópinn, suður-Amerískur eiturlyfjahringur á bak við annan og japönsk glæpaklíka á bak við þann þriðja.

    Grundvallaratriði í fjárfestingum er samspil á milli áhættu og ávöxtunar. Þegar jafnvægi þarna á milli raskast er hætta á ferð. Ávöxtunarkrafan er brengluð hér vegna haftanna og er of lág til að laða óheft fjármagn hingað á eðlilegum markaðsgrundvelli.

  • Sigurður Þ.

    Ný lög ein og sér eru ekki nóg til að endurreisa traust útlendinga á Íslandi? Hver á að semja þessi nýju og betri lög? Sömu einstaklingar og sömdu gömlu lögin? Og þó nýtt fólk fyndist er það ekki menntað í sömu stofnunum og þeir gömlu og jafnvel tengdir þeim?

    Svo er ekki nóg að hafa lög, það þarf að fylgja þeim.

    Til að laða að ábyrga og góða fjárfesta þarf fyrst og fremst að minnka áhættuna og óvissuna hér á landi. Sterkara lagaumhverfi er einn þáttur í því, en hvernig við komum fjárfestum í trú um að nú sé búið að redda málunum hér, er lang erfiðasti þátturinn.

    Í augum margra erlendar fjárfesta er sterkasti leikur Íslands til að minnka áhættu og óvissu, innganga inn í ESB. Ekki vegna þess að ESB sé fullkomið, heldur vegna þess að erlendir aðilar þekkja og treysta betur ESB regluverkinu en því íslenska. Allt er afstætt í þessum heimi.

    Á endanum eru það fjármagnseigendur sem ákveða hvert þeir fara með sitt fjármagn.

  • Snæbjörn

    Við lestur greinarinnar vaknar spurning: Átti hæstiréttur þá að dæma gengislánin lögleg þvert í bókstaf laganna til þess að erlendir fjárfestar sæju gróðatækifæri í að kaupa Íslandsbanka?

  • Snæbjörn,
    Það hefði gert illt verra og bætt dómsáhættu ofan á allt. Nógu mikið er vantraustið á framkvæmdavaldinu og þinginu. Það er nær útilokað að fela áhættu fyrir fjárfestum nema um stundarsakir og við erum búinn með okkar kvóta næstu 100 árin í því efni.

    Hræðileg mistök hafa verið gerð í fortíðinni sem nú þarf að gera skil á. Þetta verður til þess að næsta kynslóð þarf að borga hærra verð fyrir sín erlendu lán til að fjármagna tækifæri fyrir sín börn og barnabörn. Hærri greiðslur til fjárfesta munu þýða lægri launataxta. Þetta er arfur okkar kynslóðar til þeirrar næstu sem fáir vilja kannast við.

    Mér sýnist nú stemmningin hjá minni kynslóð vera að segja við þá næstu, þið megið ekki taka erlend lán til að fjármagna ykkar tækifæri, nú þurfa allir að leggjast á eitt að borga okkar klúður.

  • Sigurður G.

    Andri Geir, alveg sammála þér um að áhætta að fjárfesta á landinu er alltof mikil. Og það eru margir sem gera allt til að skapa þá áhættu. Aðallega innlendir aðilar. Er þá ekki betra að við sameinumst um að byggja upp traust á landinu, að venjulegir fjárfestir séu hingað boðnir velkomnir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur