Laugardagur 14.08.2010 - 18:13 - 15 ummæli

Svíar stefna á skattalækkanir

Taflið á Norðurlöndunum hefur aldeilis snúist við.  Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans vonist eftir að geta innleitt SEK 15bn lækkun skatta og létt lífeyrisþegum lífið á næstu árum.

Á sama tíma eru ekkert nema skattahækkanir á dagskrá á Íslandi næstu 4 árin og eins og venjulega eru lífeyrisþegar í framvarðasveit að taka á sig byrðarnar.

Ríkisfjármál Svía eru einhver þau bestu í Evrópu enda nýtur sænska ríkið bestu lánskjara í heimi AAA.  Ísland er á hinum endanum og virðist vera að tapa baráttunni að falla ekki í ruslaflokk þrátt fyrir fjármálahöf og endalausar skattahækkanir.

Íslendingar í leit að betri og stöðugri lífskjörum, gætu gert margt vitlausara en að flytja til Svíþjóðar.

Hvernig Svíþjóð hefur komist svona létt út úr kreppunni verandi í ESB er auðvita ráðgáta sem við ræðum ekki hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Haraldur Guðbjartsson

    Ég á bróður sem býr þarna Svíþjóðarmenginn.
    Samkvæmt honum er mjög ervit að fá vinnu í suðurhluta landsins.
    4 af fimm vinnandi á heimilinu vinna Noregsmegin enda mun betur borgað.
    Faðirinn er enn heima því ingsta barnið er enn í skóla.
    Þau hafa verið að ræða um að flytja þegar skólagönguni líkur.
    Svo keyra Norðmenn í hrönnum til Svíþjóðar til að versla ódyrt.

  • Víðir Ragnarsson

    Bæði Svíum og Dönum virðist ganga sérlega vel þrátt fyrir heimskreppuna. Finnar virðast líka á ágætu róli en Noregur er auðvitað sér kapítuli fyrir sig með sínar olíulindir og gríðarlegt fiskeldi.

    Við getum lært mikið af þessum ágætu frændþjóðum okkar. Það væri örugglega heillavænlegra en að vera í sífellu að reyna að finna upp hjólið.

  • Margeir G

    hættu nú þessum endalaus og gegndarlaus áróðri fyrir ESB – alveg að verða óþolandi að þurfa að lesa þetta

  • Margeir G // 14.8 2010 kl. 20:55

    Má bara tala gegn ESB á Íslandi í dag ?

  • jonasgeir

    Finnar eru í verstu vandræðum frá stríði.
    Svakalegt atvinnuleysi o.s.frv.
    Svíar eru að standa betur þar sem þeir eru lausir við Evru og krata.
    Skattalækkanir o.s.frv.
    Danir eru á leiðinni í þjóðargjaldþrot. Ef svo fer sem nú stefnir.

  • Björn Kristinsson

    Það má færa fyrir því sterk rök að þegar skattlagning ríkis er orðin of mikil þá aukist atvinnuleysi á almennum markaði sem aftur þvingar ríkisstjórnir til aukinna umsvifa ríkisins. Þetta kemur af stað spíral sem getur aðeins endað á einn veg.

    Svo virðist sem að Svíar hafa fundið sitt skattmark og því hafið lækkun skatta á fyrirtæki bæði til að minnka atvinnuleysi en ekki síður til að tryggja frekar tekjustreymi ríkisins til lengri tíma litið.

    Skattaæfingarnar hér á landi munu sennilega/örugglega hægja á allri uppbyggingu á næstu árum bæði vegna þess að fjárfestar munu treglega vilja reka fyrirtæki þar sem óvissa er um skattstefnu hins opinbera en ekki síður vegna haft á fjármagnsflutningum.

    Nýsköpun er ekki eitthvað sem dregið er úr hattinum. Það þarf mjög þolinmótt fjármagn þar sem þau skapa í fæstum tilvikum tekjur að einhverju ráði á fyrstu 2 árunum. Það er aðeins lítið brot af þeim nýsköpunarfyrirtækjum sem hefja rekstur sem ná að vaxa og blómstra. Flest falla á 1-3 árum. Það þarf því mjög þolinmótt fjármagn hér !

  • Björn Kristinsson

    Biðbót við fyrri pistil,

    *Svíar eru með opið hagkerfi en ekki Ísland mtt til fjármagnsflutninga og fjárfestinga.

    *Svíar hafa eigin gjaldmiðil en ekki EUR. SEK féll yfir 20% gagnvart EUR árið 2008. Það hjálpaði þeim yfir versta hjallan vegna bankakrísunnar hjá þeim.

    *Svíar hafa alltaf verið mjög framarlega í tækniþróun, rannsóknum á ýmsum sviðum, velferðarmálum o.s.frv. Þegar horft er yfir síðustu 3 áratugi er ekki hægt að fullyrða annað en að Svíþjóð sé með framsæknari samfélögum í Evrópu. Hafa auðvita gert sín mistök.

    *Svíar brenndu sig illilega á árunum 1970-1990 þegar velferðarkerfið þeirra hafði vaxið þeim yfir höfuð. Þeir hafa markvisst skrúfað það niður síðan, jafnvel stóraukin einkavæðing í heilbrigðisgeiranum í sjálfu Mekka norrænnar velferðar.

    Við eigum að læra af öðrum þjóðum, ekki finna upp hjólið sjálft. Við erum allt of fá til þess og of fjársvellta. Reynum frekar að virkja nágrannaþjóðirnar til að koma og hjálpa okkur með skynsamlegar tilllögum. Við erum aðeins að gera það að litlu leyti. Það eru okkar mistök

  • Víðir Ragnarsson

    Sænska krónan „féll“ ekki gagnvart evru 2008. Það var evran sem hækkaði gríðarlega gagnvart öðrum gjaldmiðlum (aðallega dollar).

    Það ber að hafa í huga að ca. 1992 (í sænsku bankakrísunni sem varð áður en Svíar leystu málin og gengu í Evrópusamstarfið) féll sænska krónan um 20-30% gagnvart krónum annarra norrænna landa, þýska markinu og dollar og það var löngu fyrir daga evrunnar.

    Svíar hafa ekki einkavætt heilbrigðiskerfið heldur hefur einkarekstur (sem er allt annað en einkavæðing) aukist, meðal annars innan heilbrigðiskerfisins, skólakerfisins og víðar.

    Svíar eru enn í dag með eitt besta velferðarkerfi í heimi.

    ———–

    Skattar í Sviþjóð og Danmörku eru svipaðir og hér. Það gleymist yfirleitt að inni í skattkerfinu þar er til dæmis lífeyrissjóður sem við borgum aukalega fyrir hér. Þess vegna er auðvelt að ljúga því að fólki að skattarnir á Íslandi séu svo miklu lægri.

  • Björn Kristinsson

    Varðandi SEKEUR krossinn þá var ég einkum að vísa til haustsins 2008 en þá snarhækkaði USD gagnvart EUR. Á því tímabili féll EUR gagnvart USD úr ca 1.6 í um 1.2. Á sama tíma féll SEK og NOK gagvart EUR. Þannig fór t.d. NOK í 10 gagnvart EUR.

    Biðst annars afsökunar ef einkavæðing hafi misskilist en ég átti auðvita við að hið opinbera hefur opnað fyrir kaupum á þjónustu frá einkaaðilum í heilbrigðisgeiranum. Sem sagt sænska ríkið rekur enn ákveðna heilbrigðisþjónustu á ákveðnum sviðum en bregður síðan mælistiku á þær aðgerðir eða verk sem vel ættu heima undir breiðari samkeppni; dýrar og krefjandi lækningar myndu þannig vafalaust ekki falla undir þann hatt.

  • Þýskaland er að skila hagvexti og í fyrsta skipti síðan sameinguna og nú virðist þýska vélin hrokkin í gang.
    Klárlega er meira atvinnuleysi í Svíþjóð og Danmörku en hér, enn sem komið er. En erum við ekki með dulið atvinnuleysi hreinlega af því að við erum með opinbert kerfi sem er allt of stórt og eigum eftir að skera niður í því og það neyðumst við til að gera fyrr eða síðar, því lengur sem þetta heldur áfram og því meir við gröfum okkur í skuldir því verra. Eins erum við með jafn marga í fjármálageiranum og 2007 og við erum með hruninn verðbréfamarkað sem er með minni veltu en útsölumarkaðurinn í Kolaportinu.
    Skuldasöfnun ríkissjóðs er geigvænleg og vaxtagreiðslur eru væntanlega 1/5 hluti ríkisútgjaldanna ekkert vestrænt land greiðir eins mikið í vexti erlandra lána og þetta er að aukast.
    Önnur lönd eru að draga saman í ríkisútgjöldum sem og Bretar sem ætla að ná jafnvægi þar sem 3/4 er í formi niðurskurðar og 1/4 í formi skatthækkna. Við erum að fara í ranga átt.
    Vinstristjórnin hér ætlar að mestu að hækka skatta og getur ekki forgangsraðað og heldur fram flögum niðurskurði og stefnan virðist vera 3/4 í formi skattahækkana og 1/4 í formi niðurskurðar en okkar halli er um 25% þar sem tekjustofnar ríkisins duga nú fyrir 3/4 útgjaldanna mesti halli í vestrænu landi.
    Öllu verri er í raun Sjálsfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem hvorki getur skorið niður eða hækkað skatta og á síðasta landsfundi kom sú hugmynd að þjóðarkakan myndi vaxa af sjálfu sér, sem er ákaflega líklegt eða hitt þá heldur.

  • „Hvernig Svíþjóð hefur komist svona létt út úr kreppunni verandi í ESB er auðvita ráðgáta sem við ræðum ekki hér.“

    Nú.. IMF bailaði Sænska banka út á kostnað Litháaakra skattgreiðenda og svo eru menn að hreykja sér af því að vera svona ofboðslega klárir í að níðast á öðrum.

    Svíar eru búnir að sína okkur , og örum, rétta andlitið og það mun skila sér þótt síðar verði.

  • Víðir Ragnarsson

    Fall sænsku krónunar gagnvart evru ca. 2008 er beinlínis rangt. Á vef Riksbanken í Svíþjóð má finna allar upplýsingar um það

    í júni 2006 kostaði 1 evra 9,2348 SEK
    í júni 2007 kostaði 1 evra 9,3353 SEK
    í júni 2008 kostaði 1 evra 9,3742 SEK
    í júni 2009 kostaði 1 evra 10,8766 SEK
    í júni 2010 kostaði 1 evra 9,5682 SEK

    Svíar hafa því engan veginn „grætt“ á einhverju falli sænsku krónunnar. Enda græðir enginn á falli eigin gjaldmiðils, það eru hinir sem græða vegna þess að vinnuaflið í gengisfallslöndunum verður ódýrara.

  • Björn Kristinsson

    Víðir Ragnarsson
    15.08 2010 kl. 12:58

    Víðir það vantar nú dálítið mikið í tímaröðina hjá þér. Þú skoðar aðeins júní mánuð hvers árs. Ég skal fylla inn í tímaröðina frá júní 2008 til júní 2009. Neðangreindar tölur eru meðaltalstölur fyrir kross SEK gagnvart EUR (sala):

    Júní 9,38
    Júlí 9,46
    Ágúst 9,40
    September 9,58
    Október 9,85
    Nóvember 10,13
    Desember 10,73
    Janúar 10,89
    Febrúar 10,70
    Mars 11,13
    Apríl 10,82
    Maí 10,55
    Júní 10,87

    EUR toppaði (sögulegt gildi) um 5. mars 2009 í 11.67. Víðir, þetta gerðist einnig fyrir NOK. Þú verður að hafa í huga að SEK er ekki stýrt eins gagnvart EUR og DKR.

    Því miður Víðir tölulegar staðreyndir tala sýnu máli á þessu tímabili. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega að á þessu tímabili fóru stórar stöður úr evrópskum myntum, sérstaklega litlum eins og SEK og NOK, yfir í USD. Fyrir því eru tæknilega/viðskiptalegar ástæður (stöðutökur, afborganir af USD lánum, sala á hlutabréfum o.s.frv.).

  • Björn Kristinsson

    Smá viðbót við fyrri pistil. Mesta fall SEK gagnvart EUR var um 20% frá meðalgildi sem er áþekkt og fyrir NOK en meðastaða NOK gagnvart EUR er um 8,1 til 8,2 en EUR gaf sögulegan topp gagnvart NOK í ársbyrjun 2009 í kringum 10.

  • Víðir Ragnarsson

    Allar tölur eru réttar Björn, bæði þínar og mínar.

    Munurinn er bara sá að þú tekur miklu styttra tímabil. Ég mundi ætla að það gæfi betri mynd af ástandi SEK gagnvart EUR að taka lengra tímabil enda er í júní á þessu ári komið nær sama gildi og í júní 2008.

    Svona skammtímasveiflur hafa ekki teljandi áhrif. Þegar við erum að tala um „fall gjaldmiðils“ er verið að ræða hluti svipaða þá sem gerðust ca. 1992 í Svíþjóð svo ekki sé minnst á hrun íslensku krónunnar 2008. Gengisfall sem hefur langtímaafleiðingar (allar slæmar) en ekki sveiflur til skemmri tíma.

    Nú eru kosningar í námnd í Svíþjóð og atvinnulífið lýsir eftir tengingu SEK við EURO (EMU) og vilja meina að það mundi styrkja útflutning Svíþjóðar enn frekar.

    Því miður virðast hvorki hægri meirihlutinn né vinstri minnihlutinn treysta sér í þá umræðu. Kannski eru menn hræddir um að umræðan færist í skotgrafirnar eins og gerðist vissulega þegar Svíþjóð sótti um aðild að Evrópusambandinu. En þótt umræðan hafi oft verið kjánaleg þar var hún hátíð miðað við rangfærslurnar og ruglið sem kemur frá Heimssýn núna hér á Íslandi.

    Að öllum líkindum munu hægrimenn endurnýja umboð sitt í þessum kosningum enda hefur þeim gengið mjög vel. Margt hefur verið fært í einkarekstur og það hefur yfirleitt gengið vonum framar enda fara Svíar varlega í þessum málum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur