Fimmtudagur 19.08.2010 - 18:33 - 7 ummæli

Færeyingar í fyrirrúmi

Það er nokkuð ljóst að með nýjum samningi sem heilbrigðisráðherra hefur skrifað undir við stjórnvöld í Færeyjum munu færeyskir sjúklingar verða settir í forgang á Landspítalanum.  Þeir  borga jú með gjaldeyrir og færeysk stjórnvöld hafa val, ef þau eru ekki sátt við þjónustuna hjá Álfheiði geta þau sent sína sjúklinga til Danmerkur eða Svíþjóðar.  Íslenskir sjúklingar hafa ekkert svona val og enginn er til staðar að standa vörð um hvað þjónustu þeir fá frá Álfheiði.  Þeir verða möglunarlaust að sætta sig við 20. aldar hugmyndafræði VG í heilbrigðismálum.

Aldrei hefur verið betra að vera Færeyingur en Íslendingur en 2010!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

 • Mjög rétt hjá höfundi.

  Frekja og kommúnismi ráðherrans munu reynast þjóðinni dýrkeypt.

  Ótrúlegt að afturhald og öfgar skuli ráða landinu við þessar hörmulegu aðstæður.

 • Ég er ekki viss um að hugmyndir þínar um einkavæðingu heilbrigðisgeirans séu til þess fallnar að veita Íslendingum betri heilbrigðisþjónustu.

  Erfiðleikar og væntanlegur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er beint framhald af hryllilegum efnahagsákvörðunum Frjálshyggjuflokkana.

  Mikið af þeim aðgerðum sem Færeyingar neyðast til að sækja erlendis er vegna þess að þeir geta ekki fengið þær aðgerðir heima fyrir. Það er með hreinum ólíkindum að þér þykir það eftirsóknarvert.

 • Þetta er skemmtileg röksemdafærsla. Tökum hana aðeins legnra:

  Nú senda íslensk stjórnvöld á ári hverju fjölda fólks til útlanda í flóknar aðgerðir, s.s. skurðaðgerðir og krabbameinsmeðferðir. Þessir sjúklingar eru vissulega settir í forgang umfram fólkið í heilbrigðiskerfi viðkomandi landa. Við borgum jú með gjaldeyri og öfugt við fólkið á þessum stöðum hafa íslensk stjórnvöld val um að senda sína sjúklinga til annarra landa í staðinn ef þau eru ósátt við þjónustuna.

  Eru þá ekki „Íslendingar í fyrirrúmi“ í Svíþjóð, Bretlandi og víðar? Samkvæmt röksemdafærslu síðueiganda eru heilbrigðiskerfi þessara landa þá rekin af gölnu fólki.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Sjúklingar í Svíþjóð og Bretlandi hafa val enda eru bæði löndin innan ESB. Sú staðreynd að á Íslandi eru alltaf til allra sígarettutegundir en ekki lyf segir meira en margt um áherslur í heilbrigðismálum hér á landi. Það eru nú ekki allir sem fá að fara erlendis í aðgerðir, þar er nú ekki sama Jón og séra Jón. Hver hefur eftirlit með þeim ákvörðunum? Hvaða skýrslur veitir sá eftirlitsaðili til almennings? Svo væri gaman að vita hvort Andreas eða Stefán vissu hver, hvernig og hvenær S-merk krabbameinslyf eru veitt íslenskum sjúklingum?

  Hvað ætli séu margir Íslendingar sem viti hvaða réttindi sjúklingar innan ESB landanna hafa til að sækja þjónustu annað ef þeir fá ekki viðunandi þjónustu í sínu landi?

 • Erlendur Fjármagnsson

  92ja ára tilraun með sjálfstætt Ísland mistókst vegna heimsku kjósenda, spillingar, heimsku, eiginhagsmunagæslu og vanhæfni kjörinna fulltgrúa.

 • Þórhallur Kristjánsson

  Íslenskir karlar eru með hæðsta meðalaldur í veröldinni og íslenskar konur þar skammt á eftir. Ungbarnadauði hefur verið lágur hér miðað við önnur lönd.

  Er þetta vegna þess að íslendingar hafa betri genabyggingu en aðrar þjóðir eða kannski vegna þess að hér er gott heilbrigðiskerfi ?

  Hvaða breytur mæla best gæði heilbrigðiskerfisins ?

  http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/06/islenskir_karlar_verda_karla_elstir/

 • Þetta er að breytast Þórhallur, við erum að ég held núna í 4. sæti og fallandi hvað varðar karla, Sviss og Japan og eitt land til, minnir Svíþjóð er komið fram úr okkur.
  konurnar hér eru í 12 sæti þar verða japanskar konur eldri meðalaldur þeirra er núna um 86 ár meðan það er um 82,9 ár á Íslandi. Hinar þjóðarnir eru búnar að ná okkur og keyrt fram úr okkur.

  Það sem dregur okkur niður verður offitan, sykursýkin og hreyfingarleysið þar sam fólk situr á rassinum allan dagin og um kvöld og helgar framan við tölvu eða sjónvarpsskjá.
  Þetta sést á feitustu þjóðunum Englendingum og Bandaríkjunum og það er ákaflega mikið af skvapholda Íslendingum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur