Fimmtudagur 19.08.2010 - 22:28 - 11 ummæli

Háskólamenntun hrakar!

Hafnarháskóli er í 40. sæti yfir bestu háskóla í heimi og besti háskóli á Norðurlöndunum og hefur líklega verið svo um langan tíma.  Enginn íslenskur háskóli kemst á topp 100 listann.

Fyrir um 100 árum voru nær allir háskólamenntaðir menn á Íslandi frá Hafnarháskóla og þar með menntaðir í besta háskóla Norðurlandanna.  Íslenskir háskólamenntaðir embættismenn voru þá með þeim best menntuðu í norður-Evrópu.  Ekki lengur.

Í dag eru flestir menntaðir alfarið á Íslandi og þar með er rökrétt að álykta að miðað við hin Norðurlöndin er menntun þessara háskólagenginna Íslendinga lélegri en gengur og gerist í norður-Evrópu.

Það er nefnilega ekki allt sem hefur „batnað“ á síðustu 100 árum!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

 • Haukur Kristinsson

  Menntun, háskólamenntun er bara fyrsta skrefið. Námið, alvörunámið, hefst í starfinu sjálfu. En þar byrjar okkar vandi, án alvöru fyrirtækja og stofnana.

 • Grímur Gíslason

  Ég er alveg viss um að í dag er stærra hlutfall þjóðarinnar menntað hjá toppháskólum heldur en fyrir 100 árum. Þá á ég við skóla sem eru ýmist jafn góðir, eða betri, en Hafnarskóli. Við þetta hlutfall bætast svo þeir sem sækja menntun sína til „lakari“ skóla.

 • Eru íslenskir háskólar ekki of margir og of litlir til þess að þeir komist í hóp þeirra bestu?

 • Einkenni á ástandinu hér er þetta: Þeir sem hafa lært erlendis eru hættulegir, því þeir hugsa öðrvísi og þeir eru ógnun við stöðnunina sem hér ríkir í námi og sérstaklega innan fyrirtækja.
  „Við viljum ekki nýtt blóð eða nýja hugsun…vegna þess að við vitum betur…“
  Þetta er hugsunin sem margir praktísera en enginn þorir að viðurkenna í dag.

 • Það eru 7 „háskólar“ á Íslandi en í raun er það bara einn þeas Háskóli Íslands sem í raun getur gert kröfu á að kalla sig alvöru háskóli university/Universität/universitet þótt hann fái í raunar talsvert lægri tekjur per nemenda en Háskólinn í Reykjavík og Bifröst sem eru í raun ekkert annað en klassískir kennsluháskólar eða (college/university college) eins og það kallast í engilsaxnesku löndunum.
  Í Finnlandi kallast það korkeakoulu/högskola á sænsku, í Noregi høgskole, í Danmörku højskole sbr. handelhøjskole (verslunarháskóli) og í þýskumælandi löndum kallast þetta Hochschule.
  Alvöru háskólar eða rannsóknarháskólar university/Universität/Universitet eru með doktorsmenntun og rannsóknir og fá venjulega margfalt hærri fjárlög en kennsluháskólar sem eru nær eingöngu með kennslu sem sitt viðfangsefni og eru margfalt ódýrari í rekstri.

  Prófessorsembættin hafa einnig gjaldfallið í þessum kennsluháskólum enda þarf venjulega minnst 3 falda doktorsgráðu til að vera hæfur sem prófessor í alvöru rannsóknarháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gengur um fólk hér sem titlar sig prófessora sem nánast hafa ekkert birt í erlendum viðurkenndum tímaritum. Ég hef verið aðeins í Cambridge og þar er í dýrustu/bestu elítuháskólunum hlutfallið næstum 1:1 það er jafnmargir nemendur og kennarar og þeir lifa í allt öðrum heimi hvað fjárlög varðar, sterk ríkar stofnanir vegna einkaleyfa sem þeir hafa náð í skjóli fræðimennsku sinnar. Trinity College i Cambridge er einn af þessum skólum í Cambridge og er einn ríkasti háskóli í heimi með 700 nemendur og hefur meira 32 nóbelsverðlaunahafa og hreinar eignir skólans eru metnar á yfir 700 miljónir punda eða meira en 140 miljarðar íslenskra króna á bak við íslenska krónumúrinn. Úskrifar þjóðhöfðingja og afburðafólk. Þektastur Trinity manna er væntanlega sá sem álitinn er einn gáfaðasti maður jarðar sjálfur Sir Isaac Newton, Sir Francis Bacon, danann Niels Bohr, Ernest Rutherford, Sir Sir Francis Galton ofl.ofl. ofl. Bandaríkjamen hafa byggt upp á síðustu áratugum öfluga háskóla en hérna á Íslandi heldur fólk að það sé hægt að klína lógói á vegginn og byggja flotta byggingu og kalla það háskóli þegar innihaldið er hálfgert prump.

  Háskóli Íslands er ekki nærri fjárlögum norrænu rannsóknarháskólanna en þeir fá talsvert meira en høyskolene sem i raun eru bara kennslustofnanir enda hefur fólk á Íslandi tekið á þá ráð að dreyfa þessu eftir einhverjum sérkennilegum byggðasjónarmiðum og það er augljóslega ekki að skila neinum árangri, dýrt og lélegt kerfi, sem já skilar út fólki með gráður í viðskiptum, hagfræði og lögfræði, hjúkrunarfræði. Það hefði verið miklu vænlægra að halda áfram með Tækniskólann og styttra nám og leggja meira fé í Háskóla Íslands en að búa til einhverja prump gerfiháskóla.

 • Skoðið hvernig nýtt háskólaráð HÍ hefur verið skipað og þá sjáiði eitt vandamálið. Yfirvöld skilja greinilega ekki mikilvægi háskóla og Katrín Jakobs greinilega ekki fremur en aðrir. Hún skipar aldraða Allaballa….
  Joe

 • Fór inn á topuniversities.com. þar er heildarmatið fyrir 2010 ekki komið en á listanum „THE QS World University Rankings“ fyrir 2009 eru 547 háskólar og þaraf fá 400 einkunn.
  Danir eiga 5 háskóla á listanum og 4 sem fá einkunn, eru meðal 400 bestu.
  KU (Köbenhavns Universitet) er #51. AU (Aarhus Universitet)er #63 og DTU (Danmarks Tekniske Universitet) er #159.
  Ísland er ekki á listanum en mér finnst að fyrsta markmið ætti að vera að koma HÍ á listann. Held að það sé óraunhæft að ætla sér eitt af 100 bestu sætunum í bili.

 • Benzíndropinn

  Íslenskan er í sjálfu sér bernskt tungumál og „menning“ þjóðarinnar sömuleiðis. Það leiðir af sér að tungan á ekki orð yfir öll hugtök, sem fylgja menntun og þroska þjóðar og þjóðmenningar. Dæmigert fyrir þetta er orðið háskóli, sem hefur verið notað jafnt framhaldsskóla og alvöru nám á „universitat“ stigi. Til að skýra hvað átt er við, eru t.d. fjölþjóðleg reiðnámskeið að Hólum í Hjaltadal kölluð háskóli. Það er a.m.k. villandi hugtakanotkun.

 • Kari Kristinsson

  Stærsta vandmál HÍ er að þar er handónýtt hvatakerfi. Fólk sem vill skara fram úr í rannsóknum (t.d. með birtingum erlendis) verður í reynd að taka á sig kjaraskerðingu. Þetta kemur þannig til að rannsóknir í íslenskum tímaritum eru metnar næstum til jafns við birtingar í bestu fræðiritunum í heimi. Ef þú vilt háar tekjur í HÍ kennir þú eins mikið og hægt er og skrifar fullt af slökum greinum á íslensku.

  Hann Jón Steinsson hitti naglann á höfuðið með þessari grein sem ég hvet alla til að lesa:
  http://www.columbia.edu/~js3204/greinar/F09hvatttilmedalmennsku.pdf

 • Takk fyrir góðar athugasemdir. Áherslur í menntamálum er magn en ekki gæði. Þeim sem skara fram út er pent bent á að koma sér úr landi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur