Fimmtudagur 02.09.2010 - 07:27 - 6 ummæli

Árni, Jóhanna og Icesave

Það er varla tilviljun að skömmu eftir að Reykjanesbær lendir í greiðslufalli eru Íslendingar dregnir að Icesave samningaborðinu og Jóhanna neyðist til að söðla um í ríkisstjórninni.  Enn eina ferðina er það erlendur veruleiki sem þrýstir á Íslendinga. 

Það er deginum ljósara að á meðan ósamið er um Icesave verða allir erlendir lánamarkaðir áfram lokaðir.  Þar sem við eigum ekki nógan gjaldeyri til að standa undir norrænu velferðarkerfi og borga erlendar skuldir á sama tíma, verður eitthvað að gefa eftir ef ekki kemur til endurfjármögnunar.  Í augnablikinu eru það AGS og hin Norðurlöndin sem niðurgreiða lán til okkar svo að allt virðist slétt og fínt á yfirborðinu – landið rís í þeirra boði – en hversu lengi?

Með Icesave ósamið,  AGS á leið úr landi og enga pólitíska einingu um framtíðarstefnu og markmið er tíminn að renna okkur úr greipum.  Sú stund færist æ nær þegar Norðurlöndin og AGS munu segja, hingað og ekki lengra.  Þá rennur hinn kaldi raunveruleiki upp.  Þá er að hrökkva eða stökkva.  Þá verðum við að ákveða hvort við ætlum að vinna í sátt og samvinnu við okkar nágranna, eða standa einir og yfirgefnir og þrauka með höft og ósjálfbjarga skuldir.

Þras, stífni og þrjóska leysir engan vanda – mun eingöngu leiða til aukins landflótta næstu kynslóða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Leifur Björnsson

    Hverju orði sannara góður pistill.

  • Svartálfur

    Mér þykir alveg með ólíkindum hversu margir gera sér ekki grein fyrir því að þjóðfélagið gengur hér fyrir aðstoð AGS og Norðurlanda. Við ættum að vera þakklát fyrir að hafa þennan björgunarhring en sumir hreyta ónotum í þau og þá sérstaklega AGS. Ég held að íslendingar þurfi margir að fara í raunveruleikatékk.

  • Ég hélt að búið væri að semja um IceSave? Eru íslenskar skilanefndir og Deutche Bank ekki búin að aflétta persónulegum ábyrgðum af skapara IceSave, Björgólfi Thor? Þá fara menn varla að ganga að saklausu fólki. Ertu kannski að tala fyrir því, Andri?

  • Mæli með greiðslustöðvun og breyttum greiðsluskilmálum á erlendum lánum. Hætta svo að taka erlend lán. Hætta að væla yfir lokuðum lánamörkuðum eins og auralausir rónar fyrir utan ÁTVR.

  • Ég skil ekki hvernig það á að leysa fjárhagsvanda okkar, Andri, að gangast undir samninga, sem gera ráð fyrir því að við greiðum 100 000 000 á dag í gjadleyri í vexti af Icesave. Það er líka sjálfsbjargarviðleitni, að berjast gegn því.

  • Björn Kristinsson

    Er ekki OR og LV það skuldsett að þau gera varla annað næstu misserin að ná niður skuldafjallið. Það hlýtur að vera forsenda þess að þau fái viðunandi vexti á endurfjármögnun sína.

    Lán AGS. Hef alltaf talið að megintilgangur þeirra væri að standa straum af stórum endurfjármögnun á erlendum lánum ríkissjóðs og lykilfélaga í opinberri þágu á næsta ári (LV og OR). Þessi lán voru/eru hugsuð sem brúarlán, ekki til að styrkja gjaldeyrisforða SÍ. Þess vegna hefur SÍ hafið kaup á gjaldeyri á millibankamarkaði (menn geta síðan haft skoðanir á gengi IKR).

    AGS á leiðinni úr landi 2011 ? Ekki svo viss um það. Það nefnilega svo að það er hagur AGS að vel takist til á Íslandi; gott PR fyrir AGS ! Það er deginum ljósara að AGS hefur sýnt á Íslandi allt aðra takta en sagan hefur sýnt. Það eitt og sér Andri ætti að segja meira en mörg orð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur