Laugardagur 04.09.2010 - 07:31 - 3 ummæli

Fjárfestingar í sögulegu lágmarki

Ný skýrsla Hagstofunnar staðfestir alls ekki að kreppunni sé lokið, því miður.  Í raun er staðan alvarlegri og verri en margir vilja viðurkenna.  Sérstaklega á þetta við tölur um fjárfestingar.

Samdráttur í fjárfestingum 2009 var 50.9% og er aðeins um 14% af landsframleiðslu og með því lægsta innan OECD.  Afgangur af erlendum viðskiptum hefur stóraukist á sama tíma en þessir peningar hafa ekki farið í innlenda fjárfestingu heldur runnið í vasa útlendinga.

Án fjárfestinga verður ekki eðlileg endurnýjun eða nýsköpun í atvinnulífinu.  Við göngum á eignir byggðar upp fyrir hrun.  Smátt og smátt verður hagkerfið hér óhagkvæmara.  Erfitt verður að koma atvinnulausum í nýja vinnu og gengisfellingar verða eina „töfralausnin“ sem landsmönnum verður boðið upp á.

Spurningin er svo, hvað skeður þegar lán AGS og Norðurlandanna renna út?  Þau fara nefnilega í að halda hagkerfinu og velferðinni gangandi.  Ef þeirra gætti ekki væri landið sokkið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þetta er svo sorglega rétt hjá þér.
    Áhyggjuefnið er að stór hluti fólks heldur að ástandið sé í raun að batna.
    Þessi Icesave bölvun liggur óleyst og sumir halda meira að segja að við þurfum ekkert að borga og þetta mál hefur fengið ótrúlega athygli þrátt fyrir að það lítur í raun út fyrir að þetta er okkar minsta vandamál.

    Held raunar að AGS sé að huga að útgöngu.
    Augljóst er að framtíðarhorfur Íslands er langt frá því að vera öfundsverðar.

    Hér þarf styrka stjórn sem þorir, getur og vill skera niður þetta hefði þegar átt að fara í 2007 en hér vilja menn fresta málum og halda að það verði betra og það hnoðast hratt utan á skuldasnjóboltan.

  • Gunnr,
    Biðin eftir Icesave lausn gæti orðið dýrari en Icesave sjálft. Það er ekki reikningur sem margir vilja fara í.

    Í raun er mjög erfitt að sjá viðunandi lausn nú. Vextirnir hans Svavars sem voru fullir markaðsvextir á þeim tíma eru núna langt undir markaðsvöxtum.

    Icesave er skólabókardæmi um hvað gerist þegar hlutirnir vinnast ekki hratt og faglega.

    Við misstum af tækifærinu að semja þegar aðstæður voru hagstæðar. Hvaða laus sem við fáum 2010 eða 2011 þá hefðum við getað fengið betri launs á fyrrihluta 2009.

  • Georg Georgsson (gosi)

    Það vantar inn í spánna áhrif þess að flestir kjarasmningar eru lausir á allmennum vinnumarkaði með haustinu, og þeir munu án efa dragast þar sem lítill vilji er til að gera lengri samninga með enga samstöðu varðandi stöðuleika eða gjaldmiðismál hjá stjórnini. Svo held ég að spáin geri ekki ráð fyrir efnahagsbremsunni Ögmundi Jónassyni innanborðs.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur