Sunnudagur 05.09.2010 - 09:50 - 9 ummæli

Kosningar í Svíþjóð

Í þessum mánuði ganga Svíar til þingkosninga.  Stærsti stjórnmálaflokkurinn í Svíþjóð mælist nú Moderaterna, velferðarflokkur hægra megin við miðju sem styður ESB samstarf og aðild.

Eins og í Danmörku eru sósíaldemókratar ekki lengur stærsti stjórnmálaflokkurinn, kjósendur fylkja sér nú um flokka hægra megin við miðju sem setja velferð, atvinnu og ESB samstarf  á oddinn.

Kjósendur í þessum löndum vita að aðeins með öflugri hagstjórn sem skilar hæstu mögulegum þjóðartekjum á mann er hægt að halda uppi sterku norrænu velferðarkerfi.

Í Danmörku og Svíþjóð bjóða stjórnmálaflokkar upp á 21. aldar praktíska hugmyndafræði.  Þessir flokkar endurnýja sig í takt við tímann en eru ekki fastir í 20. aldar úreltri hugmyndafræði sem skilar engu nema stöðnun.

Þegar við lítum til okkar nágranna eru flokkaskipan og stjórnmálastefna hér á landi í molum.  Hér hefur ekki orðið nein raunveruleg endurnýjun, hvorki þegar kemur að hugmyndum eða fólki.  Sömu gömlu rullurnar og rassarnir.

Það verður engin efnahagsleg endurreisn hér á landi fyrr en þjóðin fær kjark og þor til að umbreyta stjórnmálaflokkunum og þeirra hagsmunahópum.  Ný framboð er ekki lausnin nema að hluta til, algjör uppstokkun þarf að eiga sér stað innan gömlu flokkanna og það gerist aðeins með nýju fólki úr nýrri kynslóð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Nákvæmlega!

  • Félagi minn flutti frá Íslandi fyrir um fimmtán árum og fylgdist lítið sem ekkert með landi og þjóð, þar til hrunið varð.

    Það sem vakti mesta furðu hjá honum var að í sjónvarpsviðtölum voru meira og minna sömu pólitíkusarnir að tjá sig – og margir að fara með sömu rulluna; t.d. þessa hefðbundnu um „stórkostlega möguleika“, í ýmsum afbrigðum.

    Það er þjóðarmein hversu auðvelt það er að komast áfram í íslenskri pólitík, á möntrunni einni saman.

    Raunsæi er landráð.

    Ábyrgðin er alfarið kjósenda, að sjálfsögðu, rétt eins og í öðrum frjálsum ríkjum.

  • Sjóður

    Þroskastigið í pólitíkinni þarf að komast uppúr menntaskólapólitíkinni. Sá sem lofar stærsta partýinu fær atkvæðin. Þegar menn komast til valda þá snýst allt um að koma félögunum í góðar stöður og lauma eins miklu og menn geta í eigin vasa.

    Þeir sem bera ábyrgð á þessu eru engir aðrir en kjósendur. Íslendingar hafa komst upp með það ansi lengi að kjósa bara eitthvað og ekkert pælt meira í því. Slíkt gengur ekki lengur.

    p.s. í menntaskóla þá hverfa menn allavegana þegar þeir útskrifast. Á alþingi sitja Íslendingar uppi með sömu vitleysingana fleiri áratugum saman.

  • Ágætur pistill og ég tek undir þetta álit Andra Geirs á innlendum pólitíkusum. Hinsvegar skoðaar hann stöðuna í Svíþjóð og Danmörku utanfrá. Þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa líka sína galla og fráleitt að það sé einhver samstaða um þær. T.d hefur verið þrengt mjög að velferðarkerfinu og umdeildum breytingum komið á fót. Þá hefur atvinnuleysi verið mjög mikið í landinu og fólk farið unnvörpum til nágrannalandanna að vinna. Ég vara við því að verið sé að dásama þessa stjórn hægrimanna án nánari skoðunar og fráleitt að kalla hana velferðarstjórn.

  • Björn Kristinsson

    Sammála Andri. Vandinn sem þú lýsir kristallar hins vegar í hvaða farvegi fjórflokkakerfið er. Það eitt og sér að við höfum íslenskt orð eins og „fjórflokkurinn“ til að lýsa okkar stjórnmálakerfi segir meira en mörg orð.

    Er þetta ástand þá algjörlega á „…ábyrð…íslenskra (innskot)…kjósenda“ ? Nei ekki svo. Núverandi flokkar hafa einurðlega hagað kosningakerfinu þannig að nánast vonlaust er fyrir ný framboð að koma fram, þetta hefur reynslan sýnt.

    Varðandi Svíþjóð, sammála Baldur, en ég þekki nokkuð vel hvernig straumurinn hefur verið frá ungu sænsku fólki yfir til Noregs. Það eru mikla grundvallar-breytingar að eiga sér stað í sænska kerfinu. Bæði norsk og dönsk stjórnvöld hafa áttað sig á að „norræna velferðarkerfið“ er allt of dýrt eins og það hefur verið rekið hingað til. Það er vonandi að núverandi stjórnvöld átti sig á þessu en séu ekki föst í fornu módeli.

  • Leifur Björnsson

    Það vantar klárlega flokk eins og Moderatarna hérna á Íslandi vonandi hafa frjálslyndir evrópusinnaðir Sjálfstæðissmenn kjark til að yfirvinna óttan við Davíð Oddsson og stofna slíkan flokk.
    Sjálfstæðissflokkurinn er bara hægri öfga sértrúarsöfnuður í kringum Davíð Oddsson.
    Samsteypustjórn Íslenks Moderata flokks og Samfylkingar einhverskonar nútíma útgáfa af Viðreisnarstjórninni væri lang líklegust til að geta komið okkur inn í ESB lagað til í efnahagsmálunum og tryggt að lokum upptöku evru.

  • Þetta er nú fyrsta skipti síðustu 40-50 árin í Svíþjóð sem borgarlegri ríkisstjórn tekst sæmilega upp þar í landi. Í síðustu skipti sem borgaraflokkarnir voru við völd þá skildu þeir eftir sig sviðna jörð. Hingað til hafa socal demokratar haft sömu ímyndina og Sjálfstæðisflokkurinn hérna, að ríkisstjórn án þeirra sé ávísun á glundroða og óreiðu. Sænski kjósendur telja greinilega þetta eiga ekki lengur við. Annars er nú endurnýjunin kannski ekki jafn mikil og þú heldur, Mona Sahlin er nú búin að vera í forustu sveit sossanna í rúmlega 20 ár og utanríkisráðherran Carl Bildt er líka gamall í hettunni.
    Við verðum að muna það að Ísland hefur alltaf verið tölvert á eftir hinum norðurlöndunum, hvað pólitískar hugmyndir snertir, það er ekkert nýtt, þó að Verslunarráð Íslands hafi um tíma talið okkur standa þeim framar að flestu leiti.

  • Ragnar Thorisson

    Hvenær ætli íslenskir kjósendur læri það að spilltir stjórnmálamenn sitja á þingi vegna þess að þeir eru kosnir þangað af.. jú kjósendum.
    Mona Sahlin var t.d. kippt út hið snarasta eftir að blaðasnápar rákust á að hún hafði keypt súkkulaði og bleyjur fyrir kredit kort sem ekki var ætlað til einkanota. Henni var kippt út af sínum eigin flokki af mjög einfaldri ástæðu, spilltir stjórnmálamenn á lista er ávísun á lélegt fylgi.
    Hér á landi hins vegar, gildir þetta lögmál ekki. Hér á landi kjósa menn spillta stjórnmálamenn aftur og aftur. Við getum tekið Árna Johnsen t.d. menn sem stolið hafa gróflega af ríkinu sem alþingismenn og setið inni fyrir glæpinn hafa engan séns á endurkomu í siðmenntuðum löndum.
    Hvað er það sem veldur því að íslenskir kjósendur gera ekki meiri kröfur?
    Er það vegna að kjósendur allmennt eru álíka siðspilltir og stjórnmálamennirnir?

  • Þrándur

    Takk fyrir þessa færslu!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur