Fimmtudagur 09.09.2010 - 20:30 - 27 ummæli

Icesave að hætti Kafka

Nýr viðskiptaráðherra hefur gefið Icesave málinu ákveðinn Kafka blæ, enda virðist allt hafa verið reynt hingað til, svo ekki er vitlaust að reyna að fríska aðeins upp á málið með nýjum manni!

Ekkert gengur að semja um vextina sem við eigum að borga og því er skynsamlegt að fara dómstólaleiðina til að fá reikninginn felldan niður.  Aðeins Íslendingar og söguhetjur úr Kafka skáldsögum myndu eyða nærri 2 árum í að semja um skuld sem þeir vita ekki af hverju þeir eiga að borga, eða þannig sko.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (27)

  • Ómar Kristjánsson

    Allavega er látið opinberlega hérna eins og Ísland sé í hlutverki Herra K.

    En þetta er svona. Allur gangur á þessu. Reyndar verður fróðlegt að sjá svarbréfið eða athugasemda/gagnbréfið frá Íslendingu varðandi álit ESA. (þ.e. ef slíkt er birt opinberlega) Vegna þess einfaldlega, að menn hljóta að verða að nálgast málið eins og ESA gerir. Þ.e. vísa skipulega í dóma jafnhliða laga og reguverki, lið fyrir lið, að þeirri niðurstöðu að í raun sé engin ábyrgð ríkis. Það verður að gerast bæði með hliðsjón af lagaákvæðum tilskipunarinnar sjálfrar og mismununarþáttarins.

    Það er eiginlega vandamálið við upplegga Íslands, eins og það hefur birst opinberlega allavega, að það er algjör vöntun á vísun í dómafordæmi til að styðja afar einkennilega og sérkennilega túlkun á laga og regluverkum sem um ræðir.

    Að það er eins og eigi að koma með alveg nýjan skilning á evrópsku laga og regluverki o.s.frv.

  • Þjóðmundur

    Ég nenni ekkert að hafa þetta icesave hangandi yfir mér degi lengur, þetta er að drepa allan lífsvilja minn. samþykkjum Icesave strax!

  • Ég væri alveg til í að sjá ‘Réttarhöldin’ í þessu máli að hætti Kafka og ég vil gjarnan verða vitni af hamskiptum Steingríms og fleiri í þessu máli. Bara svo lengi sem við borgum ekki.

  • Evrópusambandið sjálft hefur lýst því yfir að engin ríkisábyrgð sé til staðar.

    Enda væri það skýlaust brot á samkeppnislögum ef Þýskaland gæti tryggt sína banka og Grikkland sína. Samkeppnisstaðan þeirra yrði afar skökk. Það hljóta flestir að skilja – sem reyna.

    Árni Páll heimtaði á sínum tíma að borga allt Icesave með nokkurra milljarða innheimtukostnaði, 5,5% vöxtum – sem áttu að byrja að tikka 9 mánuðum fyrir gjalddaga – og með öllum eigum ríkisins sem pant.

    Hreinlega heimtaði það! Var næstum eins slæmur og Steingrímur Joð.

    En nú má ekki semja um hvað sem er..! Gæta þarf að grundvallaratriðum…! Ja – hérna.

    En – batnandi manni er best að lifa.

    Og svo á að draga Geir og Ingibjörgu fyrir Landsdóm – með atkvæðum Steingríms Joð og Árna Páls.

    Bara á Íslandi.

  • Magnús Björgvinsson

    @Comon
    09.09 2010 kl. 22:51 #
    „Evrópusambandið sjálft hefur lýst því yfir að engin ríkisábyrgð sé til staðar.“ Hvaðan hefur þú þessa speki? Ég hef bara heyrt einn fulltrúa eða framkvæmdarstjóra svara Norsku blaði um að almennt sé ekki ríkisábyrgð á innistæðum hjá ESB. En svo bætti hann við að vegna þess að við komum ekki upp kerfi seem réð við hlutverk sitt þá bæri Íslenska ríkinu að borga. Sem og vegn jafnræðisreglna EES og ESB. Þ.e. óheimilt að gera upp á milli manna eftir þjóerni. Finnst lágmark að menn séu ekki að slíta orð manna úr sambandi. Eins bætti hann við að ESB væri sammála ESA.

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Evrópusambandið sjálft hefur lýst því yfir að engin ríkisábyrgð sé til staðar“

    Þetta er mýta. Kallgreyjið var spurður að því hvort tilskipunin kvæði á um að ríki ættu að fjármagna sjóðin. Svarið þar var nei. Fjármálastofnanir ætt í teoríunni að fjármagna. Svo bætti hann við að ekkert væri því til fyrirstöðu að ríkið komi inn til vara. Spurningin um ábyrgð ríkis eða hugsanlega vakningu skaðabótaábyrgðar ef lagaleg ákvæði tilskupunnar eru ekki uppfyllt – er í raun allt önnur spurning.

    ,,Enda væri það skýlaust brot á samkeppnislögum ef Þýskaland gæti tryggt sína banka og Grikkland sína“

    Já nú ertu á villigötum. Þetta er hugsanavilla. Slæm.

    Ríkin tryggja ekkert banka per se. Þetta er Tryggingarsjóðurinn sem málið snýst um og/eða lágmarksbætur er um ræðir sem einstaklingum er veitt lagalega. Ef þessar bætur fást ekki uppfylltar, þ.e. ef ríkið sér ekki til þess að stofnað sé kerfi sem standi undir þessum skuldbindingum – þá getur ríkið orðið ábyrgt. Þarna eru bara allir jafnir. Öll ríki. Ekkert ríki vill þurfa að borga brúsann ef illa fer. Þess vegna sjá þau til þess að í fyrst lagi tryggingarkerfið sé í lagi og í annan stað að sitt bankakerfi sé innan þokkalegs skynsemisramma. Þ.e. þetta setur þær skyldur eða kvaðir á herðar ríkja að sæmilegt eftirlit sé með bankakerfum. (Og nei – ees reglur banna ekki að ríki hafi eftirlit með sínu bankakerfi)

    Magbúið að fara yfir þetta alltsaman fram og til baka.

  • Þessi skoðun ESB var staðfest í bréfi sem var svar við fyrirspurn yfir-Icesave sérfræðings VG – Steingríms sjálfs. Bréfið var skýrt – innistæðusjóðir, ef þeir eru settir rétt á laggirnar skv. tilskipunum ESB – hafa ekki ríkisábyrgð!

    Svo einfalt var það nú.

    Sjálft ESB..! Engin ríkisábyrgð..! Ekki nokkur..! Ekki snefill..!

    Enda allir – og ég meina allir – sammála um þá skoðun, nema kannski lögfræðingarnir sem Bretar og Hollendingar hafa ráðið í vinnu við að trúa öðru.

    Jú – og einhver Ómar Kristjánsson.

    Að Ómar skilji ekki að öruggara sé að eiga innistæðu í þýskum banka en grískum – ef innistæðusjóðurnir hafa bakábyrgð viðkomandi ríkis – kemur ekki á óvart.

    Að enn séu til geirfuglar sem trúa – og heimta jafnvel – að íslenskur almenningur, Jón og Gunna á Kópaskeri og Siggi og Sigga á Stykkishólmi, greiði skuldir einkabanka í útlöndum, sem engin lagaskylda stendur til að borga – er sönnun þess að sumum er alls varnað.

    En – maður hefði haldið að þeir mundu minnka galið!

  • „Þessi skoðun ESB var staðfest í bréfi sem var svar við fyrirspurn yfir-Icesave sérfræðings VG – Steingríms sjálfs. Bréfið var skýrt – innistæðusjóðir, ef þeir eru settir rétt á laggirnar skv. tilskipunum ESB – hafa ekki ríkisábyrgð!“

    Þetta „sett rétt á laggirnar“ er soldið mikið understatement. Það er krafa að þeir TRYGGI 20.000EUR. Einungis þá er ríkið laust undan ábyrgð.

    Whereas this Directive may not result in the Member States’ or their competent authorities’ being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;

  • Sá skilningur að það sé engin ríkisábyrgð á innistæðutrygginasjóðum í Evrópu kemur víða fram, m.a. í skjölum frá Evrópusambandinu sjálfu:

    Í skýrslu European Commission, sem tekin var saman m.a. til þess að meta áhrifin af því að hækka innistæðutryggingar upp í 50 000 eða 100 000 evrur, kemur greinielga fram sá skilningur að innistæður séu EKKI ríkistryggðar.

    Í skýrslunni segir (í lauslegri endursögn), að í kreppunni nú hafi vel komið í ljós að innistæðutryggingasjóðir geti lent í vandræðum í kerfishruni, og jafnvel þótt ríkisstjórnir hlypu þá undir bagga, yrði það ekki gert á grundvelli neinnar lagalegrar skyldu í tilskipuninni um innistæðutryggingasjóði. Af þeirri ástæðu leggja skýrsluhöfundar ekki mat á getu ríkisstjórna til þess að standa undir hækkaðri lágmarktryggingu og segja það utan við sitt verksvið.

    Klausan er svona:

    „The Commission has been tasked to assess retroactively whether this increase is appropriate and whether it is viable for Member States. In this context, it has to be borne in mind that DGS are financed by banks and the Commission intends to maintain this requirement. That means that the budget of Member States is not directly concerned by the DGS Directive. The recent crisis has shown that in a systemic crisis, DGS may reach their limits. However, even if in such cases governments stepped in under strict obedience of state aid rules, this would not be triggered under a legal obligation in the DGS Directive and ‘viability for Member States’ is therefore not subject of this impact assessment“ (bls 8 og 9)

    Ef það hefði verið lagaleg skylda ríkisstjórna að gangast í ábyrgð fyrir innistæðutryggingasjóði, þá hefðu höfundar vaflaust talið nauðsynlegt að meta getu þeirra til þess að standa undir hækkaðri lágmarktryggingu. En fyrst svo er ekki, þá láta þeir vera, að kanna greiðslugetu ríkisstjórna.

  • Ómar Kristjánsson

    Same old. Not relevant. Sorry. Skaðabótaskylda ríkja samkv. evrópulögum er ekki sett fram með stríðsletri í einhverri helv. tilskipun! Hvenær ætla menn að koma því inní höfuðið á sér. Bretarnir skýrðu það út strax í byrjun hvernig skaðabótaábyrgð virkjast heilt yfir og í framhaldi afhverju hún virkjaðist í umræddu tilfelli. Síðan hafa allir staðfest í meginlínum upplegg bretana. Meir að segja dómur og nú síðast ESA.

    Auk þess er ofanverð klausa sett fram í vissu samhengi. Hún er sett fram í því samhengi að í raun stigu mörg, eða bara flest, EU ríki inn 2008. Þeir eru með það í huga þarna. Ríkin stigu inn og ábyrgðust innstæður – áður en bankarnir fóru á hausinn! Þeir eru með það í huga og þessvegna telja þeir lágmarkið um 20.000 evrur allt of lágt. Að það veiti ekki þennan öryggispúða gagnvart rönni á banka vegna þess að mikið af innstæðum sé umfram þetta og það hafi komið fram 2008 – og þess vegna verði að hækka lágmarkið til öppdeita í raun hugsunina á bak við dæmið. Tilgangur tryggingarinnar var og er að hamla rönni á banka eða gera það ástæðulaust.

    Mjög einfalt.

  • Ómar Kristjánsson

    Ps. ok. eg skal hjálpa mönnum af stað varðandi ríkisábyrgð samkv. evrópulögum (og sem ísland er skuldbundið af gegnum EES)

    Bretarnir skýrðu það strax út í 3 línum:

    ,,59…. the liability of the state for a failure properly to implement the Directive is not a matter governed by the terms of the Directive itself, but is rather a matter governed by the general principles of Community law…“

    Meina, þetta er bara kafkaískt hvað hægt er að rugla með jafn einfalt mál. Það veður að hugsa þetta og nálgast þetta útrfrá almennum reglum og prinsippum evrópulaga varðandi skaðabótaábyrgð ríkja og hún byggist og grundavallast í raun á dómafordæmum ECJ og EFTA dómstóllinn byggir í meginnlínum á sömu prinsippum.

  • Hver eru þessi „general principles of Community law“ sem bretarnir og þú, Ómar, byggð á, fyrst þú hefur þetta allt handbært.

    En eins og þú bendir réttilega á, þá er tilgangur tryggingasjóðanna að koma í veg fyrir áhlaup. Hins vegar hefði það ekki dugað í tilfelli Icesave. Viðhorfið til íslnkra banka var orðið slíkt, að ekki nokkur maður hefði geymt peningana sína þar inni, ef hann hafði völ á öðru. Því hefði verið fráleitt af íslenska ríkinu að fara að ábygjast þá, fyrst ekki var lagaskylda til þess, þða hefði bara þýtt massíf útgjöld – og hefði ekki náð að stöðva áhlaupið, sem þegar var hafið.

  • Um leið og farið er út í almenn prinsipp, þá er hægt að túlka þau á ýmsan hátt. Fyrir utan undantekningarnar.

    Tvö almenn prinsipp Evrópusambansins, um bann við ríkisstyrkjum og jafnan samkeppnisgrundvöll voru t.d. brotin þegar ESB leyfði Írum að ríkistryggja suma banka sína upp í topp, en láta aðra írska banka vera með lægri tryggingu, og erlenda banka í landinu með alls enga írska tryggingu, og mun lægri tryggingu frá sínu heimalandi. Þetta leiddi m.a. til þess að innistæður voru fluttar í stórum stíl frá bretlandi í „örugga ríkisskjólið“ á Írlandi.

    Þetta samþykkti ESB, enda „válegar aðstæður á fjármálamörkuðum“ eða eitthvað í þá veru. Auðvitað vofði yfir Írlandi kerfishrun, hætta á áhlaupi á Írsku bankana, sem hefði líklega breiðst út til Bretlands og víðar. Í þessu tilfelli samþykkti ESB frávikið frá grunnreglunni af því „nauðsyn krafði“. Það gerðu þeir vitaskuld af ótta við að kerfishrunið breiddist út um alla Evrópu.

  • Ómar Kristjánsson

    Bródlý spíking snýst þetta um eftirfarandi prinsip samfélagslaganna:

    1. Hvort lagaleg ákvæði tilskipunnar 94/19 um lágmarksbætur til handa viðomandi einstaklingum samfélagsins og þá sérstaklega grein 7(1) og 10(1) hafi það sem kallað er á evrópu level ,,dírekkt effekkt“. Eg ætla eigi að fara útí sagnfræðlega skýringu á tilkomu þess hér í smáatriðum enda of langt mál. Álit ESA er td. mjög góð grunnkennsla í þessu og svo er hægt að vinna sig áfram. (en þörf væri á að einhver lagasnillinn hérna á landinu, og þeir eru nú ófáir, útskýrði þetta fyrir íslendingum, lið fyrir lið og skipulega eða allavega þýddi álit ESA) en þar inní innvinklast Frankóvítts prinsippið sterklega og röð dómafordæma ECJ. Þetta föttuðu td. höfundar RNA skýrslunnar – sem er mjög óvanalegt hérna í pepsídeildinni. Þeir föttuðu þetta með dírekkt effekkt samt – en komust að því, eftir snögga leit á netinu að sögn, að það væri óljóst í viðkomandi tilfelli og mætti deila um. Það er nú óvart ekki óljósara en svo að dómur 222/02 Pétur Páll og fleiri gegn þýska ríkinu, tekur af öll tvímæli um það! Þó í þeim dómi hafi ekki þurft að dæma um það sérstaklega er afar auðvelt að lesa það er úr dóminum. Ennfremur er það mat í línu við önnur álíka dómafordæmi ECJ eins og ESA fer kannski best yfir. Þetta er háð ákveðnu mati hverju sinni. Það er alveg rétt. Og td. Hefur Davíð fv. bankastóri SÍ hneykslast mikið á því að í Evrópu semji menn bara lögin um leið og þeir dæmi! En í þessu tilfelli falla einfaldlega öll vötn til Dýrafjarðar. Með tímanum hefur myndast alveg heildarrammi þar sem þeir er til þekkja sjá undireins í hendi sér hvort skaðabótaábyrgð myndast eða ekki. Í þessu tilfelli er það frekar augljóst. Yfirleitt er aldrei farið með svona meginatriði fyrir dóm í evrópu vegna þess að það er fyrir löngu búið að afgreiða slíkt. Það eru frekar svona undantekningar sem rata fyrir dómstóla eða vafi um hvort eitthvað falli innan þessa meginpunkts etc. Eins og í dómi Péturs Páls, þá vildi hann og þau meina að Ríkið yrði ábyrgt umfram lágmarkið ef eftirlit hefði ekki verið í lagi. Dómur hafnaði því. Þ.e. það dettur engum í hug að véfengja slíka meginpunkta eins og þetta mál snýst um. Skyldu ríkja til að sjá tl þess að lagalegum ákvæðum séu uppfyllt er einstaklingum eru færð eins og í þessu tilfelli. Það bara dettur engum það í hug. Svo augljós er skaðabótaskyldan miðað við riðkjandi framkvæmd og dómafordæmi og meginramma er myndast hefur þar um. Ef ríki yrðu ekki ábyrg fyrir slíkum grunnatriðum sem einstaklingum eru veitt – þá væru lög EU/EES bara meaningless! Það þyrfi ekkert að framfylgja þeim ef ríki nenntu þess ekki! Halló. Eða ríki gætu bara framfylgt þeim einhvernveginn og eftir behag hverju sinni. Td. ekkert að vera að uppfylla þau gagnvart ,,vondum útlendingum“ etc.

    2. Mismununarprinsippið. Þar skiptist það í þessu tilfelli í raun í tvennt eins og ESA bendir skaplega á:

    1. Tilskipunin sjálf er klárlega þannig uppsett að öll mismunun gagnvart einstaklingum er undir viðkomandi sjóð falla er óheimil. Klárlega.

    2. Jafnræðisreglan EES. 4.grein EES samningsins sjálfs.

    Hope it helps.

  • Hvað gerist ef við skyldum tapa málinu, það gæti gerst, þá verðum við borga eða fara í þrot. Ef við ætlum að borga fáum við hvergi Svavarsvexti upp á 5.5%, ekki Írar eða Spánverjar fá slíka vexti í dag hvað þá Grikkir. Við verðum heppin að fá vexti upp á 7% og hvað með afborgunartímann?

    Alveg eins og menn héldu að bankarnir gætu aldrei hrunið halda menn í sömu bjartsýni að Icesave geti aldrei tapast fyrir dómi.

    Svo má ekki gleyma að það er hægt að tapa þessu máli á fleiri en einn hátt.

  • Gott og vel – eðlilegt að fara eftir dírektífum, og slæmt ef aðildarlönd kæmust upp á lag með það, að sleppa því að fylgja þeim, þegar þeim hentaði.

    En nú er komið í ljós að dírektívið um innistæðutryggingar er svo illa hannað, að ekkert land getur í raun látið stóra banka falla. Og (bíla)tryggingakerfi verða að gera ráð fyrir því, að dýrir bílar geti líka lent í tjóni, ekki bara litlir og ódýrir bílar. Sama gildir um innistæðutryggingakerfi.

    Bankar falla ekki bara á Íslandi. Það gera t.d. breskir bankar, án aðstoðar íslenskra bankasnillinga, og staðan á Írlandi sýnir að þar eru risastórir bankar í ríkisgjörgæslu, einnig án hjálpar Sjálfstæðisflokksins, sem verður að láta sér nægja að hafa brugðist gersamlega á Íslandi og fyrir að hafa ekki spornað hér á landi við þessari fjölþjóðlegu vitleysu, heldur kynt undir hana.

    ESB leggur núna nótt við dag, að laga dírektívið um innistæðutryggingar og almennt hvernig taka skuli á falli stórra banka. ESB væri ekki að leggja í þessa miklu vinnu við að endurskoða sínar tilskipanir um bankastarfsemi, ef það væri bara Ísland sem klikkaði.

    Samtökin sjá að það gengur ekki að gera kröfu um að almenningur haldi bönkum á lífi, og vita, að eigin þjóð getur ábyrgst innistæður ef stærstu bankarnir í einhverju landi falla. Tökum aftur Írland sem dæmi. Margar milljónir myndu falla á hverja írska fjölskyldu, ef Anglo Irish bankinn yrði látinn rúlla eins og hvert annað fyrirtæki, en írska ríkisstjórnin ákvað að tryggja hann upp í topp, til þess að forðast áhlaup. Verði þeim að góðu.

    Dæmið um írsku bankana, sem ég minntist á í athugasemd að ofan, sýnir að ESB getur vel verið sveigjanlegt, þegar nauðsyn krefur og vilji er fyrir hendi.

    Því fyndist mér heiðarlegra, ef ESB féllist á það nú, að hér á landi hefðu einfaldlega stórkostlegir gallar tilskipunarinnar komið í ljós, og leitaðist við að leysa málið á þeim grundvelli, fremur en (í krafti ESA) að prjóna inní tilskipunina kröfu um ríkisábyrgð, sem aldrei var til staðar, og þröngva uppá Íslendinga niðurstöðu, sem ekkert hinna landanna myndi láta bjóða sér.

    Tilskipunin er slíkt klúður, og lausnir ESA stangast á við svo mörg önnur prinsipp, að við þetta er ekki unað. Prinsippið t.d. um að einkabisness standi og falli með sjálfum sér, að ríkisaðstoðir séu ekki veittar.

    Fjórfrelsi með ríkisábyrgð er einfaldlega ekki í boði.

  • @Ragnar

    Og hver var gallinn?

    -Íslendingum var í sjálfvald sett að leyfa þessum tryggðu útibúum að opna erlendis með hundruði þúsunda viðskiptavina í gjaldeyri?

    -Íslendingar ákváðu að 1% yrði borgað í sjóðinn sem getur aldrei staðið undir tryggingu á kerfi þar sem í raun starfa 3 bankar. Sjóðurinn yrði í mesta basli með að tryggja lítinn sparisjóð hvað þá banka sem er 1/3 af kerfinu

    -Þar fyrir utan leyfðu menn bönkunum að setja skuldabréf í sjóðinn sem er ekki vænlegt þar sem skuldabréfin minnka fljótt í verði á sama tíma og viðskiptavinirnir leita í tryggingarsjóðinn.

    -Og í síðasta lagi þá nýttu menn sér ekki heimildina til að tryggja ekki fagfjárfesta.

    Gallinn er allur hjá Íslendingum.
    Menn settu tryggingarsjóð til málamynda. Eitthvað sem aldrei hefði getað tryggt eitt eða neitt og héldu að þeir kæmust upp með það.
    Það gengur bara ekki upp þar sem viðskiptavinir bankanna hafa eignast rétt á þessari tryggingu um leið og direktive-ið er innleitt hér á landi.

  • Ómar Kristjánsson

    Sigrún Davís var með smápistil á speglinum í kvöld varðandi icesave.

    Hún segir að ,,skynsamir einstaklingar“ innan ísl. stjórnkerfisins telji varasamt að láta fara fyrir EFTA dómsstól. Það gæti komið verr út en semja og jafnvel mun verr.

    Hún minntist á Jafnræðisregluna – en það sem eg er ósáttur við er, að enginn virðist fást til að skilja eða tala bara hreint út um hvað ESA er að segja með skaðabótábyrgð sem myndast vegna dírekt effekts í viðkomandi tilskipun. Að í raun er þetta ekkert svo flókið hugmyndin á bak við það – en jú jú, það er matsatriði, allavega upp að einhverju marki, í hverju máli má segja.

    En – hún mintist á Frankóvítts prinsippið! Og það eru bara tíðindi í fréttaflutningi á íslandi.

    Svo er þetta með ,,implementera“ að það þýðir ekkert eða á ekki eingöngu við að rammi dírektífisin sé innleiddur formlega og tímanlega í íslensk lög. Það er misskilningur. Það á líka við að ákvæði tilskipunarinnar eða það sem tilskipunin kveður á um sé rétt framkvæmt. Eða framkvæmt yfirhöfuð! Menn sjá að Bretarnir segja ,,for a failure properly to implement the Directive“ að þetta þýðir bara að það feilaði að framfylgja lagalegum ákvæðum dírektífisins. þ.e. veita lágmarksbætur. þá virkjast skaðabótaábyrgð samkv. evrópulögum.

    Það er búið að taka þetta fram í dómaframkvmdum í ECJ nokkrum sinnum. Fyrsta skrefið fyrir löngu var að ef einstaklingum var veittur lagalegur réttur með EU samþykktum – þá gátu menn sótt þann rétt fyrir dómsstóli heimafyrir. Síðan þróaðist smá saman skaðabótarábyrgðar teórían og umrætt tilfelli hefur öll skilyrði sem þarfnast til að virkja skaðabótaábyrgð – eða allaveg hefur ekki verið sýnt framá eitt einasta dómafordæmi líkt þessu, þar sem ríki eru ekki dæmd ábyrg. Menn verða að gera það. að þýðir ekkert að gera eins og hingað til að fabúlera á almennan hátt útfrá hverig þeir lesa dírektífið eða skilja evrópulög. Menn verða að vísa jafnhliða í dómafordæmi til að undirbyggja þann skilning! Og dómafordæmin verða þá að ganga þveröfugt við dæmin er ESA nefnir til að rökstyja sinn málflutning. Hingað til hafa ísl. ekki nefnt eitt einast dómafordæmi máli sínu til stuðnings heldur komið með nánast ,,afþvíbara“ rök.

    Það er ekkert verið að ,,prjóna“ neitt eftir á varðandi það að ríki séu ábyrg fyrir umræddu lágmarki. ESA byggir á fyrirliggjandi dómafordæmum lið fyrir lið. Ofan á þetta, þ.e. ríkisábygð sem stofnast af efni tilskipunar og því að grein 7(1) hefur dírekt effekt – kemur svo jafnræðisreglan sem ísland mölbrýtur. Og ekki er síður athyglsivert hvernig ESA nálgast það atriði.

  • Sjóður, þú segir réttilega „Menn settu tryggingasjóð til málamynda“. En það var ekki bara á íslandi (þótt það réttlæti auðvitað ekki heimsku okkar). En ALLT innistæðutrygginakerfið (um alla Evrópu) sama marki brennt. Það er til málamynda, að þessu leyti.

    Það voru ekki bara íslendingar, sem settu 1% eða minna í sjóðinn. Það var og er reglan um alla Evrópu. Hvergi í Evrópu hefði sjóður staðist áfall uppá 1/3 af bankakerfi landins, eins og nýleg álagspróf Evrópusambandsins sýna.

    En þetta er einmitt einn helsti gallinn við innisætðutrygignkerfin í allri Evrópu. Sumir innistæðutrygignasjóðir eru nánast tómir, t.d. breski innistæðusjóðurinn, sem er ex-póst sjóður (safnar engu fé, en rukkar starfandi banka þegar einhver banki fellur). Vonandi fellur aldrei stór banki hjá þeim. Og vonandi hafa þá aðrir bankar fé aflögu til þess að greiða innistæðurnar.

    Eins og Ómar benti á, þá er tilgangur sjóðsins að koma í veg fyrir áhlaup. Almenningur á að trúa því að innistæðurnar sér tryggðar, og að það séu starfandi bankar í landinu, sem sjái um að greiða. Þetta er blekking, eins og best sést af þessu trygginahlutfalli (1%) og engin ástæða til þess að íslendignar taki á sig manndrápsvexti til þess að viðhalda þessari blekkingu.

  • Ómar Kristjánsson

    Meðal annars til að hindra rönn. Að innstæðueigendur geti treyst því að innstæður væru öruggar eða allavega upp að ákveðnu marki. Þetta er bara skynsamlegt og fyrir lögu tilkomið í mörgum ríkjum. Það sem kom kannski í ljós í krísunni 2008 var að lágmarkið var ekki nógu hátt. Annars skýra aðfararorð tilskipunnar 94/19 alveg út tilganginn og tilfelli eins og í Íslands dæmið snýst um var ekki síst haft í huga við gerð tilskipunarinnar. Starfsemi yfir landamæri. Íslendingar klikkuðu bara big tæm á öllum atriðum og það þýðir ekkert að láta svona.

    ,,Samkvæmt markmiðum sáttmálans skal stefnt að samræmdri þróun lánastofnana í öllu bandalaginu með því að fjarlægja allar takmarkanir á staðfesturétti og frelsi til að veita þjónustu og auka um leið festu í bankakerfinu og vernda hag sparenda.

    Um leið og takmarkanir á starfsemi lánastofnana eru fjarlægðar verður að huga að þeirri stöðu sem getur komið upp ef innlán í lánastofnun, sem hefur útibú í öðrum aðildarríkjum, verður ótiltækt. Nauðsynlegt er að tryggja samræmda lágmarksinnlánstryggingu, óháð því hvar innlánið er í bandalaginu. Slík innlánstrygging er jafnmikilvæg fyrir framgang sameiginlegs bankamarkaðar og varfærnisreglurnar. Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni.“ (tilskipun 94/19)

    Varðandi kostnað sem af hlýst fyrir ríki við stórfelld bankaþrot, þ.e. ef kostnaður lendir á þeim o.s.frv – þá náttúrulega verður að hafa í huga að sjóðirnir eða ríki eftir atvikum eiga kröfu í eignir hins fallna banka. Td sagði hollenskur ráðherra það fyrir ári þegar búið var að hækka tryggingu þar, að þó allir hollenskir bankar færu á höfuðið amtímis – þá væri óraunhæft að ætla að eignir dekkuðu ekki innstæður o.þ.a.l. tapaði ríkið ekki þegar upp væri staðið.

  • Ari Eiriksson

    Ef Íslendingar ætla að borga eitthvað fyrir Icesave, er eins gott að reyna að hámarka það sem íslenski innlánstryggingasjóðurinn fær úr búinu. Ragnar Hall ofl. telja að íslenski sjóðurinn eigi óskiptan forgang að eignunum, eins og þeir vilja túlka íslensk gjaldþrotalög.

    Til að þetta gangi eftir, þarf tryggingasjóðurinn auðvitað að krefjast þessa forgangs og fá málið útkljáð sér í vil fyrir dómi, fyrst í héraðsdómi (ogso videre). Hvar er þetta mál statt? Sér enginn ástæðu til að fá þetta á hreint sem fyrst?

    Veit einhver hvort tryggingasjódurinn er búinn að gera formlega kröfu um þennan „einkaforgang“ til skilanefndar LÍ, sem hlýtur að vera fyrsta skrefið?

    Það væri í stíl við annað í íslenskri stjórnsýslu, ef þessi kröfugerð hefur einfaldlega gleymst.

  • Hann er brattur, hollenski raðherrann, þykir mér. Myndi hollenska ríkið standa undir vaxtakostnaði, á meðan eignir fallinna hollenskra banka skiluðu sér í ríkiskassann á nokkrum árum?

    En eins og ég minntist á, þá er ESB núna að reyna að koma sér upp sjóði, sem kemur til skjalana þegar kerfislega mikilvægir bankar falla, og aðstoðar við að taka þá í sundur (í good bank/ bad bank t.d.) þar sem innistæður lenda í good bank og kröfur annarra í bad bank. Þetta má sjá í skýrslum og skjölum af nýlegum ráðstefnum ESB. Framlagið úr sjóðnum á ekki að bjarga bankanum eða hluthöfum, heldur slá hring um innistæður, en láta ótryggða aðila að bankanum taka skellinn. Michel Barnier hefur m.a. tjáð sig um þetta. Þarna fer ESB í rauninni furðu nærri þeirri lausn sem íslenska ríkið valdi á sínum tíma. Væntanlega eignast þessi sjóður svo kröfu í þrotabúið, sem nemur útgjöldunum, en almenningur í heimalandi viðkomandi banka er að mestu leyti látinn í friði.

    ESB er að átta sig á að of stórir bankar, of litlir innistæðutrygginasjóðir (1%) og ójöfn stærðarskipting banka, og fáir bankar i hverju kerfi, er stórhættulegt kerfi, sem hrundi á Íslandi og er tímasprengja í öðrum aðildarlöndum.

    Barnier hefur margítrekað, að það sé óviðunandi, að skattborgar í viðkomandi landi taki stöðugt skellinn, þegar bankar fara fram úr sjálfum sér.

    Þarna verður þá kominn möguleiki á samevrópusku inngripi, sem skellir ekki (peningalegu) skuldinni á borgara heimalands viðkomandi banka, enda afskaplega ósanngjarnt, ef menn vilja leyfa þessum sömu bönkum að tefla í ýmsa tvísýnu á alþjólegum vettvangi, eins og lögmál kaptíalismans (og fjórfrelsið) gera ráð fyrir. Og við verðum, ef kerfið á að vera raunsætt, að gera ráð fyrir að stórir bankar geti líka fallið.

    Nú koma þessar breytingar, sem verið er að vinna að, heldur seint fyrir Ísland, nema tekið verði tillit til gallanna í þessu kerfi, þegar lausn á deilunni verður fundin. Gallinn er í stuttu máli sá, að ekkert innistæðutyrggingakerfi ræður hjálparlaust við fall stærri banka, og í flestum tilfellum (ekki bara í Íslandi) yrði slíkt kafsiglandi fyrir heimaland viðkomandi banka, ef á að gera ráð fyrir ríkistryggingu.

    Það er nóg í þrotabúinu, 20 000 evur og gott betur. Síðan tæki breski innistæðutryginasjóðurinn við, en Landsbankinn var með viðbótaryggingu þar, sem tryggir milli 20 000 og 50 000 evrur. Restin yrði á kostnað breska ríksins, enda var það ákvörðun þess að tryggja einnig greiðslur hjá sínu fólki, umfram allar tryggingar.

  • Ari Eiriksson 11.09 2010 kl. 02:36

    Ef Íslendingar hefðu kanski haft vit á því að setja þetta í gjaldþrotalög þá væri hægt að ræða það. Eins og lögin eru í dag þá er enginn munur á forgangskröfu í þrotabú frá Íslandi og forgangskröfu frá Bretlandi.

  • Ari Eiriksson

    Sjóður 11.09 13:04,

    Þetta álitamál er ekki skýrara en svo, að Bretar og Hollendingar komu inn ákvæðum í “Icesave 1” til að verja sig gegn þessum hugsanlega “einkaforgangi” eða öðrum uppákomum sem gætu gert heimtur íslenska tryggingasjóðsins betri en erlendu sjóðanna. Þó gjaldþrotalögin (og neyðarlögin jafnvel enn frekar) veiki hugsanlega möguleikana á þessum einkaforgangi, er galið af íslenskum stjórnvöldum að láta ekki reyna á þetta.

  • Ari Eiriksson

    Það er ástæða fyrir því að menn þurfa að teygja sig yfir í pælingar um ábyrgðarsjóð launa sem kemur málinu ekkert við.

    Það sem var sett inn í Icesave samninginn var nákvæmlega það sem íslensk lög segja. Menn voru að reyna að tryggja sig að ný lög um forgang yrðu ekki sett eins og gert var um innistæðurnar.

    Af hverju settu Íslendingar ekki í gjaldþrotalög hvaða aðkomu tryggingarsjóðurinn hefur að þrotabúinu eins og önnur lönd gerðu?

  • Ari Eiriksson

    Sjóður,

    Ábyrgðarsjóður launa kemur málinu við, þar sem hann er eina apparatið í íslenska kerfinu sem líkist tryggingasjóði innlána að einhverju leiti hvað hlutverk þeirra varðar. Báðir eru skyldugir til að tryggja smáar kröfur í þrotabú eftir gjaldþrot, munurinn er helst sá að tryggingasjóðurinn var ekki rekinn (og mátti ekki vera rekinn) með ríkisábyrgð.

    Hitt er svo alveg rétt, að það var (og er) frámunalega heimskulegt að hafa ekki skýr lagaákvæði um hvaða stöðu tryggingasjóðurinn hefur í þrotabúum bankanna. En þetta er jú sama stjórnsýsla og setti orkulög, sem taka ekki á því af neinu viti ef tveir aðilar vilja virkja á sama stað.

  • Gætir þú gefið linka á dómafordæmin?
    Bestu þakkir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur