Laugardagur 11.09.2010 - 15:59 - 10 ummæli

Hneisa Alþingis

Varla er hægt að hugsa sér verri útkomu en að þingið klofni í afstöðu sinni til RNA út frá pólitískum línum og vinskap.

En var raunhæft að ætlast til að þingmenn gætu tekið hlutlaust á sjálfum sér og sínum samstarfsmönnum til margra ára?

Það er ljóst að ef þingmenn geta ekki tekið heilshugar á þessu máli, þá er það kjósenda að taka til á Alþingi, og það strax.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • jón snærisþjófur

    Sammála, þingið er skaddað. Hrunamenn eru þar ennþá um að véla.

  • Þetta er skammarlegt.
    En sýnir best að þessu fólki er ekki treystandi til að taka hlutlaust á málum.

  • Andrés Ingi

    Já, því miður, eftir pólitískum línum.

  • Þetta er skandall og ávísun á áframhaldandi upplausn og rifrildi á Alþingi og í þjóðfélaginu.

    Framsóknarflokkurinn og forysta hans ásamt Sjálfstæðisflokknum er búnir að binda örlög sín við niðurstöðu í dómsmálinu um Icesave. Tapi landið þessu og þurfi að greiða jafnvel miklu meira en samkomulagið stefndi í þýðir í raun að þessir flokkar og forsysta þeirra hafi í raun lagt höfuðið á höggstokkinn.
    Það er ekkert hægt að áfrýja þessum dómi og það er annað hvort að borga og væntanlega með markaðsvöxtum og í versta falli meira en þessi 20 þús €. Við getum skrifað okkur í hel yfir alls kyns reglum og lögum og grátið úr okkur augun og bísnast yfir óréttlæti heimsins og mei meintri vonsku annara þjóða. Getum haft margítrekaðar þjóðaratkvæðagreiðslur en ekki bætir það því miður okkar samningsstöðu eða málstað.

    Ef hins vegar þjóðin þarf lítið sem ekkert að greiða eftir dómstólsúrskurðinn um Iceasave mun þessi stjórn sem núna situr þurfa að segja af sér og missir raun tiltrú þjóðarinnar enda er Samfylkingin og hluti VG búin að binda sig við þetta.

    Báðar fylkingarnar hafa í raun hausinn á höggstokknum og tiltrúin innanlands sem utan verður náttúrlega lítil. ðÞað var telft djarft í fjármálum og eins í stjórnmálum á Íslandi og slíkt spil væri ólíklegt í okkar norrænu nágrannalöndum. Hér er allt eða ekkert. Forysta Framsóknarflokksins hefur í raun lagt allt undir og flokkurinn getur nánast strokast út af þingi ef við skíttöpum þessu máli og þjóðin bíður tjón þá held ég að gagnrýnisraddirnar verða náðarlausar.

  • http://www.althingi.is/altext/138/s/1501.html
    tengill á skýrsluna á vef Alþingis.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Var hægt að búast við öðru?

  • Þráinn Guðbjörnsson

    Fyrstu tvær málsgreinarnar fínar. Sú þriðja finnst mér „biased“ framhald eða í öllu falli úr samhengi. Þá á ég við að nýjar kosningar munu ekki breyta núverandi samsetningu þingsins sem neinu nemur. Ég er óflokksbundinn. Núverandi þing finnst mér ágætis „samviskuþing“. Erfitt að mótmæla því eftir ummæli Bjarna B. í dag.

    Sjálfur er ég fylgjandi þeirri speki að menn þurfi að ná botni áður en viðspyrnan kemur. Svo lengi sem vottur er af hræsni eða sjálfsblekkingu Arna úti þá vil ég bíða.

  • Björn Kristinsson

    Þetta var sorgardagur, bæði fyrir Alþingi, stjórnmálafólki en ekki síður okkur sem þjóð.

    Andri, ég spyr eins og svo oft áður, stendur hrunið ekki svo nærri okkur sem örþjóð að við getum ekki unnið óhlutdrægt úr því. Það er mikil hætta á því að hratt falli að og sú litla tiltrú sem hafði kveiknað slokkni aftur.

    Við þurfum mikla hjálp og Íslendingar verða hreinlega að fara að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að til að endurreisa aftur landið duga ekki aðeins okkar kraftar og aðkoma að fjármagni.

    Við þurfum mikla hjálp á öllum sviðum.

    Norðmenn standa okkur næst, nær en við viljum sjálf kannast við.

  • Mér finnst raunar að tillögur nefndarinnar um úrbætur á stjórnkerfinu séu nokkuð góðar. Það er kannskiekk hægt að ætlast til þess að að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokka mæli með með því að sakfella ráðherrana. Varð fyrir vonbrigðum með fulltrúa Samfylkingar hvað varðar Björgvin G Sigurðsson. Ekki að ég sé að dæma einn eða neinn, en það lítur bara ekki vel út að taka einn ráðherra út og halda því fram að hann beri ekki ábyrgð á því ráðuneyti sem hann stýrði.
    Ég held að okkur vanti allt annað en kosnigar núna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur