Sunnudagur 12.09.2010 - 11:45 - 14 ummæli

Hæpin einkavæðingarrök

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn segja að ekki sé þörf á að rannsaka einkavæðingarferli ríkisbankanna.  Og hver skyldu nú vera rökin fyrir þessari niðurstöðu?  Hana finnum við á bls. 31 í bókun 3, í skýrslu þingmannanefndarinnar:

„Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir telja í ljósi skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998–2003, og minnisblaða Ríkisendurskoðunar um sölu bankanna, að frekari rannsókn á einkavæðingarferlinu við sölu ríkisbankanna skili samfélaginu engu. Jafnframt er hæpið að halda því fram að ekki hafi verið fagþekking til staðar við einkavæðingu bankanna þar sem HSBC, einn stærsti banki heims, var aðalráðgjafi við ferlið og erfitt að taka undir að hann búi ekki yfir fagþekkingu.“

Þessi bókun sýnir litla þekkingu á vinnubrögðum og stöðu ráðgjafa í ferlinu.  Það er ekki nóg að hafa fagþekkingu, það þarf að miðla henni og svo þarf verkkaupi að hlusta, skilja og framkvæma.  Það er margt í RNA sem bendir til að staða HSBC hafi ekki verið önnur en sú, að finna kaupendur og stilla þeim upp samkvæmt fyrirskipunum frá verkkaupa.

Svo er það spurningin um fagþekkingu HSBC á einkavæðingarferlum sem er fyrirfram gefin hér á landi.  En er það svo?

HSBC er einn stærsti viðskiptabanki heims og þjónar fyrst og fremst einstaklingum og fyrirtækjum.  Hann er ekki fremsti fjárfestingarbanki heims og ekki sá banki þangað sem ríkisstjórnir myndu endilega snúa sér til að fá ráðleggingar um einkavæðingarferli.

Sá banki sem hefur mesta reynslu í einkavæðingarferlum er, Rothschild banki,  ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar á níunda og tíunda áratug 20. aldar þegar gríðarlega einkavæðing átti sé stað í Bretlandi.  Á þessum grunni byggði Rothschild upp eina þá sterkustu ráðgjafadeild í einkavæðingu og hefur ráðlagt ríkisstjórnum og ríkisfyrirtækjum út um allan heim í einkavæðingarverkefnum, þar á meðal í Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Ástralíu, Bretlandi, Serbíu og Jórdaníu til að nefna fáein lönd.

Á listum yfir fjölda einkavæðingaverkefna sem er tekin saman af Reuters er HSBC ekki að finna yfir 10 stærstu ráðgjafa, hins vegar er Rothschild yfirleitt þar í fyrsta  sæti.

Á síðustu tveimur árum hefur Rothschild unnið með ríkisstjórnum í Hollandi, Írlandi og Danmörku við endurskipulagningu og endurfjármögnun banka sem löskuðust mikið í lausafjárkreppunni.

Hefði íslenska ríkisstjórnin valið Rothschild en ekki HSBC á sínum tíma hefðu hlutirnir kannski farið á annan hátt.

Það er full ástæða til þess að fara ofaní saumana á þessu máli og þar á meðal athuga hvers vegna þessi HSBC banki var fyrir valinu og hverjir innan hans voru svo valdir sem ráðgjafar og á hvaða forsendum?

Val á ráðgjöfum er aðeins hálfnað með því að velja fyrirtækið, val á fólki innan ráðgjafafyrirtækisins er alveg eins mikilvægt og oft það mikilvægasta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Leifur Björnsson

    Góður pistill: Full ástæða er til að rannsaka einkavæðingu bankanna enda liggur rót bankahrunsins þar. Davíð Oddsson , Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir bera meiri ábyrgð á bankahruninu en þeir fyrrverandi ráðherrar sem nú stendur til að draga fyrir Landsdóm.

  • Ætli Ragnheiður og Unnur Brá hafi alveg gleymt þessum vinkli?

    „…má nefna að fyrirtækið HSBC, sem var ríkisstjórninni til ráðgjafar, sendi starfsmanni einkavæðingarnefndarinnar tölvubréf 29. ágúst 2008. Í því er lýst möguleikum til að hagræða mats viðmiðum á þann hátt að tryggt sé að „preferred party“, sá aðili sem vilji stendur til að selja, komi vel út úr matinu.“

    http://www.visir.is/article/20100413/FRETTIR01/299262060/1308

  • Mig rámar í að HSBC hafi beðið um að ekki láta bendla sig við þessa einkavæðingu.
    Davið fór lítið eftir því hvað þeir sögðu.

    Nokkuð vegin það sama gerðist við neyðarlögin. Var það ekki JP morgan í það skiptið.

  • Datt inn á snilling.Hann Júlíus Björnsson.
    Þetta er nokkur þungur lestur á bloginu hans en hann virðist vita hvað hann er að segja.

    Gott ef Besti flokkurinn er ekki búin að finna fjármálaráðherra í honum 🙂

    http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/

    Afhverju er hann ekki eyju bloggari ?

  • Vel ígrundaður pistill. Brýnt er að rannsaka þennan einkavæðingarferli af tveim ástæðum.

    1. Það er ljóst að mikil mistök hafa verið gerð við einkavæðingu bankana og fleiri opinberra fyrirtækja á Íslandi. Þar eru auðvitað ákveðnir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð, (þó hún sé fyrnd). Starfi stjórnmálamanna fylgir ábyrgð og þeir geta vissulega gert mistök eins og annað fólk.

    2. Þessi mistök hafa komið miklu óorði á einkavæðingu almennt. Það ætti því að vera mikið kappsmál fyrir talsmenn einkavæðingar og einkageirans almennt, að hreinsa þetta óorð af ferlinu, svo nota megi þennan valmöguleika með góðum árangri í framtíðinni þegar búið er að setja um það viðunandi regluverk á grundvelli fenginar reynslu.

  • Það er fásinna að ætla að það dragi úr ábyrgð stjórnvalds á vafasömum aðgerðum þó þeir hafi kallað til ráðgjafa – það þarf ekkert að ræða hvort hann er heimsins besti eða næstbesti á því sviði.

  • bjarnveig

    Mættir gjarnan birta rök framsóknarmanna í nefndinni en þau bóka að þau telji ekki þurfa sérstaka rannsókn vegna þess að það sé búið að rannsaka söluferlið og niðurstaðan sé að ekki hafi verið rétt staðið að einkavæðingunni

  • Garðar Garðarsson

    Góður vinkill andri Geir.

    Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bera ansi mikla ábyrgð á stöðu mála í dag, því það voru pólitíkusarnir sem gáfu ræningjum bankana og réðu svo flokksdindla í eftirlitsstofnanir eins og Seðlabankann, Fjármálaeftrilitið og Samkeppnisstofnun sem létu glæpi viðgangast. Flokksdindlar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks voru allstaðar við borðið og spiluðu jafnvel sumir hverjir við sjálfan sig.

  • Það er full ástæða til þess að fara ofaní saumana á þessu máli og þar á meðal athuga hvers vegna þessi HSBC banki var fyrir valinu og hverjir innan hans voru svo valdir sem ráðgjafar og á hvaða forsendum?

    Og kannski enn ríkari en þig grunar. HSBC vefst nefnilega tunga um tönn þegar farið er að senda þeim fyrirspurnir og kanna málið. Virðist sem þeir einu sem gefið gætu afdráttarlaus svör séu í áraraða kaffipásum eða skreppum. Eða höfðu gögn ekki tiltæki eða gátu ekki tjáð sig um málin.

    Einkavæðingin var eins og við vitum öll svakalega spillt og illa unnin. Svona opið útboð með öllum umgjörðum en fyrirframákveðnum enda.

  • Hlynur Jörundsson

    Einkavæðingin með HSBC sem meintan ábyrgaðaraðila að heilindum ferlisins er einungis eitt af mörgum atriðum.

    Eitt af því sem ég hef gert mér til skemmtunar undanfarin ár er að þýða og senda hin ýmsu málefni varðandi fjármál og annað slíkt til erlendra kunningja sem starfa vel flestir við rannsóknir eða framkvæmdir þess sem kallað er „fraud and corruption“ og iðulega hafa viðbr0gð þeirra verið undrun eða hneykslun á íslendingum. Martin Kenney kom með bestu lýsinguna “ The incrediable fiasco of Iceland“.

    Hérna er orðrétt úr einu emailinu frá honum.

    „I have been following what might be described as the breathtaking fiasco which has tragically befallen your beautiful land. Andrew Maclay, a Scot, wrote his classic, Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds, in about 1840. It catalogues moments of mass madness of investors and people in the market. Such as Tuilipmania of 16th century Holland, or the South Sea Bubble of 18th Century, and massive speculation in land in Louisiana in the early 19th Century as I recall. And then he dissects Alchemy – the notion that otherwise sane people can come to believe that a promoter/inventor can turn stone into gold.“

    Og fyrir þá sem ekki vita þá er Kenney næsti maður fyrir neðan Guð á sviði rannsókna á svikum og spillingu.

    Svo þá vitum við hvernig þeir sem vit hafa á líta á íslenska ævintýrið.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Þessi bókun nr. 3 segir allt sem segja þarf um vinnubrögðin á Alþingi! Þar virðist ekki hafa orðið mikil breyting á síðustu tveimur árum.

  • Er þetta Ómega trúboðs-skrif fyrir Rothscild, Goldman og Sachs?
    Hver er bita-munur og/eða fjár-munur, svona utan trúar-bragða?
    Er þetta ekki allt saman saman-súrrað í banka-valda mak-ræði?

    Ég spyr bara eins og Díógenes í tunnu sinni hefði getað spurt
    í leit sinni að heiðarleika og kannski einnig tærum sannleika
    í heimi okkar mannfólksins og án ljóma þeirra sem telja sig guði.

  • Orri Ólafur Magnússon

    gott innlegg; sýnir thetta margslungna mál frá nýjum sjónarhóli.
    sammála „árna“ um thad, ad adkeyptir rádgjafar firra stjórnvöld ekki ábyrgd af loka-ákvördun og theim afleidingum sem af henni leida

  • Þetta er hárrétt, Andri. Einstaklingarnir skipta höfuðmáli, ekki hver borgar launin þeirra. Ég hef unnið með ráðgjöfum frá PWC, KPMG, IBM, o.s.frv. og það er ekkert samhengi á milli vörumerkisins og gæði ráðgjafarinnar. Sumir eru peninganna virði en aðrir gagnslausir. Þessi fyrirtæki segja sjaldan nei við verkefnum og senda oft reynslulítið fólk.

    Menn nota líka oft þessu stóru nöfn til að upphefja sjálfa sig og tiltekin verkefni og til að réttlæta niðurstöður og firra sig ábyrgð. Fjölmiðlar eru mjög slappir í að negla þetta og taka oft þátt í leiknum með því að setja „virt, alþjóðlegt …“ fremst í setningar gagnrýnislaust.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur