Laugardagur 18.09.2010 - 15:05 - 22 ummæli

FIH á brunaútsölu

Danir hafa þvingað fram brunaútsölu á FIH bankanum sem Seðlabankinn lánaði nær 80 ma kr. rétt áður en Kaupþing hrundi.  Eftir að hafa selt Íslendingum bankann á yfirverði (um 160 ma kr.)  fá Danir hann nú aftur tilbaka á slikk.  Sá hlær best sem síðast hlær.

Kaupverðið hefur ekki verið uppgefið og dönskum heimildum ber ekki saman um verðið.  Samkvæmt TV2 er talað um verð í kringum 40 ma kr.  Ef þetta er rétt mun Seðlabankinn þurfa að afskrifa um helming af láni sínu til Kaupþings, en fyrir þá upphæð væri hægt að reka Landspítalann í rúmt ár.  Samkvæmt Berlinske Tidende er verðið hærra, allt að 80 ma kr. sem nægði til að dekka skuldina, en þetta er ekki staðgreiðsluverð heldur mun verðið vera háð afkomu bankans á næstu árum.

Hvert sem hið endanlega verð verður eru Danir að gera reyfarakaup.  Sölunni verður að vera lokið fyrir 30. september svo kaupendur sitja bara sallarólegir og bíða.  Þeir vita sem er, að með Icesave í klemmu eru flestar leiðir lokaðar Íslendingum og því er hægt að eignast bankann á miklu undirverði.

Icesave deilan verður líklega talsverð búbót fyrir danska lífeyrissjóði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Hvað verður um afganginn af kröfu Seðlabankans? Almenn krafa í þrotabúið?

  • fridrik indridason

    vissulega eru danir, það er tveir af stærstu lífeyrissjóðum þeirra ásamt sænska tryggingarfélaginu folksam, að gera reifarakaup. en dönsk stjórnvöld eru hér fyrst og fremst að hugsa um eigin hag en ekki hag kröfuhafa kaupþings. fih fékk sem danskur banki aðgang að ríkisábyrð fyrir skuldabréfaútgáfu upp á 50 milljarða danskra kr. án þessarar útgáfu væri rekstur bankans ekki beysinn í dag. dönsk stjórnvöld hafa hinsvegar að því er virðist séð um að seðlabanki íslands ber ekki skarðan hlut frá borði í þessum viðskiptum og það er það sem máli skiptir fyrir okkur.

  • http://www.ruv.is/frett/fih-bankinn-seldur-0

    Frétt ruv talar um hærri tölur eða 4-5 ma. DKK

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Við skulum vona að verðið sé um 80 ma en ekki 40 ma. JP Morgan verðlagði FIH um 40 ma rétt eftir hrun, i október 2008 að mig minnir.

    Til að Seðlabankinn komi út á sléttu þarf kaupverðið að hafa núvirði upp á 80 ma kr.

    Út frá dönsku sjónarmiði er nauðsynlegt að koma FIH í annað og traustara eignarhald svo bankinn geti fengið almennilegt lánstraust og þurfi ekki að treysta á hjálp danskar stjórnvalda.

  • Af hverju þarf að selja fyrir 30. sept?

  • fridrik indridason

    þá rennur fyrrgreind ríkisábyrgð út

  • Geta íslensku lífeyrissjóðirnir ekki keypt FIH?

    Æi nei, þeir keyptu íslensk ríkisskuldabréf fyrir gjaldeyrinn sinn…og restin fór í Icelandair og Húsasmiðjuna.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Á meðan FIH bankinn er í íslensku eignarhaldi er farið með hann eins og íslenska fjármálastofnun, lánstraustið er lágt, kostnaður hár og arðsemi lág. Um leið og hann kemst í dansk eignarhald vænkar hagur bankans til muna og hann mun fá alvöru lánstraust.

    Traust og trúverðugleiki Íslands þegar kemur að fjármálum er núll í allri Evrópu.

    Menn verða að gera sér grein fyrir að öll fyrirtæki sem eru vel rekin og með erlenda kúnna, eru betur sett með sínar höfðustöðvar erlendis þar fá þau aðgang að ódýrara fjármagni.

    Landsvirkjun þar að borga 6.5% vexti á sín erlendu lán í dag á meðan sambærileg fyrirtæki í Evrópu og USA þyrftu líklega að borga innan við 3%.

    Hluti að þessum 6.5% vöxtum LV er Icesave álag, útlendingar eru þegar farnir að fá Icesave borgað!!

  • Sigurður Hermannsson

    Hvað hefurður fyrir þér með Icesave tenginguna í þessu máli? Sama með Landsvirkjun.

    Staðreyndin er að Ísland er í þröngri stöðu með eða án Icesave og menn tregir til að lána inn í slíkt.
    Enn eitt bullið um að eitt kúlulán skipti ekki máli (þó að það gæti orðið í það heila 700 milljarðar tótal – ef annað bankahrun á sér stað og eigurnar í þrotabúi Landsbankans verði lítils virði) og að enn meiri skuldir/ábyrgðir hljóti að bæta ímynd okkar sem lántaka.

    Eða er þetta bara enn eitt dæmið um bull á blogginu?

  • Sigurður,
    Allt skiptir máli, öll óvissa leiðir til hærra verðs á fjármálamörkuðum, sérstaklega núna. Á föstudaginn birtist grein í írsku dagblaði að Írar gætu þurft að leita til AGS, markaðir féllu og tryggingarálag á írsk ríkisskuldabréf hækkaði um 10%.

    Það að halda að Icesave hafi ekkert með kjör og aðgang að erlendum fjármálamörkuðum er hrein blekking.

    Á meðan Icesave er óklárað gera menn ráð fyrir hinu versta þegar þeir eru að verðleggja. Íslendingar gætu farið með þetta fyrir dómstól, tapað og lent í algjörum vandræðum með fjármögnunina. Það eru líkur á þessu og þar með er það tekið með í reikninginn.

  • Jóhannes

    Hvar kemur fram rökstuðningur um að FIH sé á brunaútsölu og að Danir séu a gera reyfarakaup? Hafa verið birtar tölur úr rekstri og efhahag bankans?

  • Á síðustu árum hefur hugtakið viðskiptavild verið fléttað inn í verð fyrirtækja.
    Þurfum við ekki núna að flétta viðskiptaóvild.
    Það er það óhagræði og sá kostnaður sem af því hlýst að vera bendlað við Ísland með íslensku eignarhaldi. Í gegnum gjaldeyrishömlur og falsað krónugengi og þessar gríðarlegu afskriftir erlendra skulda. Við erum bara 300 þús og það þarf enginn að tala við okkur eða eiga við okkur nein viðskipti ef hann ekki vill.

    Lélegri orðspor, lélegra lánstraust, hærri vextir og lélegri lánskjör. Við erum Nígería Evrópu.

  • Banki byggist á trausti og án trausts er ómögulegt að reka banka augljóslega.
    Það er ekki traustvekjandi að vera í íslensku eignarhaldi og augljóslega gríðarlegt „drawback“. Okkur er hreinlega ekki treyst sem þjóð.

  • Gunnr,
    Þegar hlutir eru seldir undir markaðsvirði myndast neikvæð viðskiptavild (negative goodwill), þetta gerðist þegar skilanefnd Glitnir seldi eignir í Svíþjóð eftir hrun. Miklar líkur eru á að það sama gerist með FIH.

    Það þarf ekki annað en að skoða dönsk blöð til að sjá að bankinn er seldur í þvinguð ferli.

  • fáum við 3% vexti eftir að samið hefur verið um Icesave?

    Best að sjá hvort þetta reynist er rétt hjá þér.

  • Ragnar,
    Ég sagði aldrei að við fengjum 3% vexti ef samið væri um Icesave. Icesave er bara einn af mörgum þáttum. Við erum kannski að tala um 25 punta eða svo (0.25%). Hlutirnir eru ekki svart eða hvítir heldur er allt mismunandi grátt.

    3% vexti fáum við ekki fyrr en við höfum AA lánstraust, alvörugjaldmiðil, engin gjaldeyrishöft, viðunandi skuldastöðu og ríkishalla, og getum sýnt fram á heilbrigða hagstjórn. Þetta er vinna sem tekur áratugi ef ekki mannsaldur.

  • Sigurður Hermannsson

    Eins og þú segir Andri eru hlutirnir aldrei svartir eða hvítir. Sem dæmi lýstu Rússar yfir gjaldþroti fyrir rétt rúmum 15 árum og hættu að borga af sínum skuldum en eru í dag með ágætis skuldaeinkun.

    Markaðir eru „forward thinking“ fyrst og fremst. Þegar lántaki kemur og óskar eftir láni þá skoða lánveitendur fyrst og fremst stöðu lántakans á þeirri stundu og væntanlegum framtíðarhorfum. Allt sem hefur gerst einhverjum áratug undan því er (að mestu allavega) gleymt og grafið. Ef við Íslendingar veðrum kreppuna á hörkunni, stöðvum frekari skuldaaukningu opinberra aðilla (ríki, sveitarfélög, ríkisfyrirtæki) og pissum ekki í skóinn með frekari skuldaaukningu þá verðum við í frábærri stöðu eftir sirka áratug með allar okkar auðlindir og mjög sterka útflutningsgeira.

    Ef við þjóðnýtum meira af útiliggjandi skuldum í kerfinu hvort sem það eru Icesave eða aðrar skuldir bankakerfisins (meira en komið er), skuldir annarra einkaaðilla eða heimila landsins þá er ekkert framundan annað en áratuga (í fleirtölu) stöðnun og varanleg lífskjararýrnun.

    Þetta er fyrst og fremst skuldakreppa og hún leysist ekki nema með því að sturta skuldunum út með því að borga þær, gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja og svo að örugglega hafna öllu sem fræðilega er hægt að hafna sem eykur skuldabirgði opinberra aðila

  • http://www.visir.is/fih-seldur-fyrir-103-milljarda-krona/article/2010534861904

    Spurning hvort þessar fréttir sem töluðu um 40 ma. hafi verið að meina staðgreiðsluverðið svo virðast menn gera ráð fyrir að fá inn annað eins næstu árin

  • Já – öll vandræði okkar eru tilkomin vegna Icesave.

    Bara ef við hefðum náð að skuldsetja íslenskan almenning um nokkur hundruð milljarða í erlendum gjaldeyri vegna skulda Landsbankans hf. við kröfuhafa – þá væru hér slegin tún og bleikir akrar til allra átta og, til viðbótar, Landsvirkjun með lægstu vexti sem þekktust.

    Við bara skuldum ekki nóg – það er vandamálið..!

    Það er Stanford hagfræðin – eins og hún gerist best.

  • Thrainn Kristinsson

    FIH bankinn sem var seldur á því verði sem hægt var að fá miðað við að bankinn hafði ekkert lánstraust (vegna eignarhjaldsins) og varð að reiða sig á lán frá dönskum skattgreiðendum til að fjármagna sig.

    Verðið er um 1,9 milljarðar danskra króna en gæti hækkað í 5 milljarðar en það er háð því hvort tap verður á rekstri bankans og hversu mikill hagnaður verður af sölu eigna fram til 31.des. 2015. Fyrir utan 1,9 milljarða króna sem kaupandinn greiðir fær bankinn yfirdrátt uppá 10 milljarða hjá einum af hinum nýju eigendum.

    Kaupandinn hefur góða möguleika á að fá arð af fjárfestingu sinni. Þannig á það að vera í viðskiptumþ

    það er ekkert til sem heitir íslendingar eða danir í þessu máli – Finasiel Stabilitet, fyrir hönd danskra skattgreiðenda, bar að nota fyrsta tækifæri til leysa til sín þær ábyrgðir sem FIH banki hafði fengið og hagsmunir hluthafa (eða kröfuhafa) hafa lítið vægi.

  • Frekar sorgleg staða samt að skammtímalánið sem Davíð veitti Kaupþingi fyrir 2 árum og átti einungis að vera til nokkurra daga eða vikna mun hugsanlega koma út á núlli 7 árum síðar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur