Laugardagur 18.09.2010 - 10:01 - 7 ummæli

Gjaldeyrislánin geta orðið dýrari

Margir munu sitja og velta fyrir sér hvað þeir eigi að gera með sín húsnæðislán.  Fólk með gjaldeyrislánin virðast hafa eftirfarandi val:

1. Óverðtryggð íslensk lán

2. Verðtryggð lán

3. Lán í erlendri mynt (nýir samningar)

Þetta er ekki einfaldur samanburður og erfitt verður fyrir marga að átta sig á hvernig lánin geti þróast í framtíðinni.  Það sem gerir þetta sérstaklega erfitt er að vaxtakúrfurnar eru óvenjulega brattar í  augnablikinu, en kannski auðveldar það dæmið að íslenska kúrfan er negatíf á meðan sú erlenda, miðað við núverandi lánstraust, er pósitíf.

Miðað við nýjust tölur frá ríkinu og Landsvirkjun (bæði með sama lánstraust) má áætla að fjármagnskostnaður íslensku bankanna sé orðinn 150-200 punktum (1.5%-2%) hærri í gjaldeyri en íslenskum krónum, þ.e.a.s. ef erlendir markaðir væru opnir bönkunum.  Þetta skiptir máli, því ef bankarnir ætla að bjóða nýja og löglega gjaldeyrislánasamninga til sinna viðskiptavina er erfitt að sjá að þeir taki ekki mið af markaðsaðstæðum.  Varla er forsvaranlegt að kúnnar með íslensku lánin fari að  „niðurgreiða“ erlendu lánin.  Þessi staða gæti auðvita breyst með árunum, þegar og ef,  lánstraustið batnar, en það fer líka eftir hvers konar ákvæði verða sett í nýju samningana.  Hins vegar verður að segjast, að þeir sem ekki hafa tekjur í erlendum gjaldeyri eiga ekki að taka lán í gjaldeyri og þegar þessi vaxtamunur leggst ofan á dæmið,  er vandséð að það verði í hag neytenda að taka svona lán.

Þá komum við að hinni spurningunni, verðtryggð eða óverðtryggð íslensk lán?  Óverðtryggðu lánin hafa nú oftast reynst neytendum betur en þau verðtryggðu í gegnum söguna, þess vegna var þessi verðtrygging sett á!  Söguleg staðreynd, sem vert er að hafa í huga en þarf ekki endilega að vera rétt í framtíðinni.  Óverðtryggðu lánin hafa þó þann kost að þau eru auðveldari að reikna og átta sig á.  Sérstaklega á þetta við óverðtryggð lán með fasta vexti.

Ef Seðlabankinn lækkar vexti myndarlega nú í september eru komnar kjöraðstæður fyrir neytendur að taka óverðtryggð lán á föstum og viðráðanlegum vöxtum.  Best er að taka lán með föstum vöxtum þegar vaxtakúrfan er að nálgast botninn, en margt bendir til að þeim botni verði náð á næstu 12 – 18 mánuðum.  Vandamálið fyrir íslensku bankana verður að telja innlánseigendum trú um að sparifé þeirra sé best geymt á óverðtryggðum reikningum.   Ef innlánseigendur fara yfir í verðtryggingu á meðan lántakendur velja óverðtryggð kjör myndast ójafnvægi í rekstri bankanna.

Að síðustu verða menn að líta á verðbólguvæntingar í framtíðinni.  Þó verðbólga sé ekki vandamál í heiminum í dag er Ísland sérdæmi.  Hin gríðarlega gengisfelling hér fyrir 2 árum og há skuldabyrði hafa skapað þrýsting fyrir verðhækkunum sem ekki eru að fullu komnar fram.  OR er gott dæmi og hvað með lausa kjarasamninga?

Það gæti því verið klókt að vera með lánin óverðtryggð en sparnaðinn verðtryggðan í framtíðinni.  Rétt tímasetning skiptir hér miklu máli, en íslensk óvissa eins og íslenska veðrið getur alltaf sett strik í þennan reikning.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Miðað við hvað helstu ríki heims hafa prentað mikið af peningum er bara tímaspursmál hvenær verðbólga fer af stað í þessum löndum sem við munum svo flytja inn. Leið og efnahagur ríkjanna hjaðnar við sér fer verðbólgan af stað.

    Manni sýnist líka að í núverandi peningakerfi, hvar banka geta í raun framleitt peninga oþal framleitt verðbólgu sé algjört rugl að vera með verðtryggð lán.

    Það verður að stoppa verðtrygginguna á Íslandi, kannski er eina leiðin til þess innganga í ESB?

  • Það hefur sýnt sig að það borgar sig einfaldlega ekki að taka lán á Íslandi. Samningalögin virðast vera ónýt og forsendubrests-ákvæðið óvirkt. Verið er að boða afturvirk lög, sem ætti ekki að vera löglegt. Lánasamningi mínum mun verða breytt, ef það hentar „almannahagsmunum“. Ef lánveitandi gerir mistök þegar hann gerir samning við mig, þá má hann „taka upp“ einsog hann hefði leikið rangan leik í skák. Þó svo að ég hefði ekki gert lánasamning ef ég hefði vitað að ég ætti á hættu honum yrði snúið við, lánveitanda í hag, þá verð ég samt að borga meiri kostnað en mér var lofað. Slíkir gerningar bera öll einkenni flókinnar spákaupmennsku og jafnvel afleiðuviðskipta og eru ólöglegir skv. ESB reglum.

    Með öðrum orðum, samningaumhverfið á Íslandi er ónýtt.

  • Sæll,

    Þú segir að „Ef innlánseigendur fara yfir í verðtryggingu á meðan lántakendur velja óverðtryggð kjör myndast ójafnvægi í rekstri bankanna.“ Þetta leiðir að sjálfsögðu af sér að sama „ójafnvægi“ verður hjá neytendunum (heimilunum). En það er nákvæmlega sú staða sem hefur verið hér í einhvern tíma, nema á hinn veginn. Lánin hafa að mestu verið verðtryggð en innlán ekki. Bankarnir eru töluvert betur í stakk búnir en neytendur til þess að meta áhættuna af þessu „ójafnvægi“ og ákvarðað vextina í samræmi við sínar verðlagsspár. Neytendurnir hafa ekki sömu þekkingu til að gera sínar spár og sitja því uppi með áhættuna. Hér geri ég ekki einu sinni ráð fyrir því að bankarnir stýri gengi krónunnar og framboði á lánsfé til þess að verðlagsþróun verði þeim hagstæð (og neytendunum þá óhagstæð).
    Í fullkomnum heimi (fyrir neytendur) væri virk samkeppni á bankamarkaði. Neytendur gætu fært sín viðskipti, jafnt innlán sem útlán, milli banka eftir því hvernig vextir og kjör væru í boði hverju sinni. Nú eru lán almennt með uppgreiðsluálagi, eignir oft yfirveðsettar og innlán oft bundin til langs tíma. Þetta verður til þess að samkeppnin verður ekki mjög virk og það er neytandinn sem þarf að spá fyrir um þróun verðlags, vaxta og gengis til langs tíma (jafnvel áratuga) til þess að bera saman kjörin sem í boði eru.

    Niðustöður þínar eru að „Það gæti því verið klókt að vera með lánin óverðtryggð en sparnaðinn verðtryggðan í framtíðinni.“
    Ég held að klókast sé að veðja á sama hest og bankarnir. Þ.e. að taka óverðtryggt lán á meðan flestir aðrir neytendur taka verðtryggð, en skipta svo yfir í verðtryggð þegar meirihluti neytenda velur óverðtryggð. Þetta byggir á þeirri ályktun að þróun verðlags verði alltaf bönkunum í hag (og neytendum í óhag). Að auki væri klókt að velja lán án uppgreiðsluálags og forðast yfirveðsetningu, til þess að geta valið betri kjör ef þau bjóðast í framtíðinni.

    E.s. Þar sem að þú ert verkfræðingur legg ég til að þú endurskoðir orðalagið varðandi „pósitífa og negatífa vaxtakúrfu“. Vaxtakúrfan getur verið rísandi eða fallandi, með pósitífa eða negatífa hallatölu, en vaxtakúrfan er ekki negatíf nema vextirnir séu lægri en 0%. Mér væri slétt sama um svona smáatriði ef þú værir hagfræðingur eða viðskiptafræðingur.

  • Það er reyndar eitt sem kemur í ljós við þennan dóm.
    Ef fólk ætlar að halda lánunum sínum í mynt þá fær það að kynnast lánstrausti Íslendinga erlendis og því vaxtaálagi sem fylgir því að vera frá Íslandi þessa dagana. Flestir hafa ekki fundið fyrir þessu hingað til.

    Endurfjármögnunin hjá Landsvirkjun sýnir best hvernig kjör bjóðast Íslendingum í dag.

    Varðandi verðtryggt vs. óverðtryggt þá væri óskandi ef það yrði einhver hvati til að koma sem flestum í óverðtryggt. Það græða allir á því til lengri tíma. Spurning hvort bankarnir ættu að gefa einhvern afslátt af óverðtryggðum vöxtum til að fá fólk yfir.

  • Peacedust Rockyfriendsson

    Góðan dag
    Þetta er allt rétt og getur komið verulega á óvart þar sem til eru dæmi að greiðslubyrgði lækkaði frá lántöku. Óverðtryggðuvextirnir voru mun hærri og koma út sem veruleg hækkun vegna vangreiðslu lántakenda sem getur safnast upp sem vaxtastofn eða vaxtaberandi skuld umfram raunverulega skuld sem stofnað var til með lánasamningnum.
    Já þetta er mjög flókið en ef Árni Páll ætlar að feta í fótspor Hæstaréttar og gerast gerðardómari þá verður að taka á þessu hluta vandamálsins. Ég treysti ekki Árna Páli til þess því hann hefur bara ekki skilning á því hvað vextir eru. Ég teldi jafnvel að þessar vaxtaberandi skuldir beri dráttarvexti og á sama hátt ofgreiðslurnar, því til staðfestingar set ég hér inn hluta af lögunum með dráttarvaxta kaflanum. Því skuld getur ekki bara borið dráttarvexti ef skuldari skuldar lánadrottnum hún hlýtur að bera dráttarvexti ef lánadrottinn skuldar skuldara, en lesið þetta og gefið þessum punkti smá tækifæri…

    18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af hon- um haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv.
    4. gr., eftir því sem við getur átt.

    4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum al- mennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birt- ir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.
    10. gr. Lánastofnunum ber að tilkynna Seðlabanka Ís- lands um öll vaxtakjör og breytingar á þeim í því formi og með þeim fyrirvara sem Seðlabankinn krefst.
    Seðlabankinn skal fyrir lok hvers mánaðar birta í Lögbirt- ingablaði vexti af óverðtryggðum og verðtryggðum útlánum skv. 4. gr. og vexti af skaðabótakröfum skv. 8. gr. og skal hver tilkynning lögð til grundvallar í samræmi við lög þessi næsta mánuðinn eða uns næsta tilkynning birtist. Jafnframt skal Seðlabankinn birta í Lögbirtingablaði dráttarvexti skv.
    1. mgr. 6. gr., þ.e. grunn dráttarvaxta og vanefndaálag. Seðla- bankinn skal um hver áramót birta í B-deild Stjórnartíðinda töflu er sýnir vexti samkvæmt þessari málsgrein á hverjum tíma á næstliðnu ári.
    Auk vaxta skv. 2. mgr. getur Seðlabankinn birt í Lögbirt- ingablaði aðra vexti lánastofnana.
    3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peninga- kröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjald- daga.
    Varðandi vaxtaútreikninga er ekki réttara að reikna dráttarvexti á ofgreiðslur lánanna?
    III. kafli. Dráttarvextir.
    5. gr. Hafi gjalddagi verið fyrir fram ákveðinn er kröfu- hafa heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reikn- ast af ógreiddri peningakröfu frá og með gjalddaga fram að greiðsludegi.
    Dráttarvextir skulu ætíð reiknast sem dagvextir nema á annan veg sé sérstaklega mælt í lögum.
    Nú er ekki samið um gjalddaga kröfu og er þá heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Sé greiðslukrafan sett fram á mánaðardegi sem ekki er til í næsta mánuði skal skuldari greiða dráttar- vexti frá og með síðasta degi þess mánaðar.
    Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. er ætíð heimilt að reikna dráttar- vexti frá og með þeim degi er dómsmál er höfðað um kröfu, sbr. þó 9. gr.
    6. gr. Dráttarvextir skulu vera samtala gildandi vaxta al- gengustu skammtímalána Seðlabanka Íslands til lánastofn- ana (grunnur dráttarvaxta) auk [sjö hundraðshluta álags]1) (vanefndaálag), nema um annað sé samið skv. 2. mgr. þess- arar greinar. . . . 1) Seðlabankinn skal birta dráttarvexti sam- kvæmt þessari málsgrein eigi skemur en viku fyrir gildis- tökudaga dráttarvaxta sem eru [fyrsta dag hvers mánaðar].1)
    Heimilt er að semja um fastan hundraðshluta vanefnda- álags ofan á grunn dráttarvaxta skv. 1. mgr., að undanskildum neytendalánum. Einnig er heimilt að semja um fastan hundr- aðshluta dráttarvaxta, að undanskildum neytendalánum.
    1) L. 159/2008, 1. gr.
    7. gr. Ef atvik sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt valda því að greiðsla fer ekki fram skal ekki reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludráttur verður af þessum sökum. Sama á við ef greiðsla fer ekki fram vegna þess að skuldari neytir vanefndaúrræða gagnvart kröfuhafa eða heldur af öðrum lögmætum ástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Jens,
    Ég þakka ábendinguna, það er alveg rétt að tala um hallatölu. Það má bæta við þessa færslu að fyrir einstaklinga sem eru með lán er alltaf besta fjárfestingin að borga upp lánin, þ.e.a.s. ef fjármálamarkaðurinn er í jafnvægi og fólk fær ekki niðurfellingar á skuldum.

    Sumir bankar erlendis bjóða upp á einn reikning, fyrir lán og sparnað. Staðan á þessum reikningi er nettóstaða viðskiptavinarins, alltaf negatíf fyrir þá sem skulda. Fólk ræður hversu hratt og mikið það borgar upp lánin á þessum reikningi og hefur heimild til að fara niður að ákveðnu marki sem þó minnkar á hverjum mánuði. Kosturinn við svona reikning er að sparnaður er á sömu vöxtum og lánin.

  • Wow! what an idea ! What a concept ! Beautiful .. Amazing …

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur