Miðvikudagur 22.09.2010 - 08:32 - 2 ummæli

Enn um efnahagslegan stöðuleika

Í mogganum í dag birtist grein sem nefnist „Blekkingar ESB-sinna“ eftir Helga Helgason.  Þetta er góð grein um margt, en ein fullyrðing er á skjön við titil greinarinnar.

Þar segir:

Það sýna dæmin t.d. frá Grikklandi og Ítalíu. Efnahagslegur stöðuleiki í þessum ríkjum er sennilega verri en á Íslandi í dag.“

Nú vill svo til að ný skýrsla frá World Economic Forum tekur einmitt á efnahagslegum stöðuleika ríkja í heiminum fyrir 2010-2011.  Þar raðast 139 lönd þannig frá mestum stöðuleika til hins versta:

76. Ítalía

123. Grikkland

138. Ísland

139. Simbabve

Heimild: 2010 World Economic Forum, tafla 6.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Ísland er í 31. sæti á þeim lista.Ítalía í 48. og Grikkland í 83. Þeir í Simbabve eru 136. sæti en eflaust stefnir Ísland í þá átt enda sækja stjórnvöld hér á landi innblástur sinn til Mugabe þegar kemur að nýtingu auðlinda.

    http://www.weforum.org/documents/GCR10/Full%20rankings.pdf

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Freyr,
    Samkeppnisþátturinn sem þú vitnar í er byggður upp af 12 undirþáttum. Þáttur 3 er um efnahagslegan stöðuleika og þar er Ísland í 138 sæti og röðunin eins og hér fyrir ofan. Kíktu á töflu 6, bls. 18 fyrir miðju undir „pillar 3“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur