Miðvikudagur 22.09.2010 - 10:51 - 7 ummæli

Lægstu vextir á Íslandi

Eftir vaxtalækkun Seðlabankans eru vextir á Íslandi í íslenskum krónum að verða með þeim lægstu í Evrópu.  Fá ríki geta fjármagnað sig á jafn hagkvæman hátt og íslenska ríkið og ekkert ríki með jafn lélegt lánstraust hefur aðgang að svo ódýru innlendu fjármagni og Ísland.

Vaxtakrafa á 5-10 ára ríkisskuldabréf, óverðtryggð, er nú um 5.3%, verðbólga mælist 4.5.%, þannig að raunvextir sem ríkið borgar eru 0,8%.  Þetta er rétt fyrir ofan það sem svissneska ríkið borgar en þar eru raunvextir 0.5%, þó að uppbyggingin sé þar aðeins önnur, vaxtaálagið á óverðtryggð ríkisskuldabréf í Sviss er 0.9%, en verðbólga 0.4%.

En það er ekki sanngjarnt að bera Ísland saman við besta bekkinn í efnahagsstjórnun, við eru neðst í tossabekknum og eigum að bera okkur sama við lönd í okkar flokki.  Ef við lítum á Írland, þá er nýlokið uppboði á 8 ára ríkisskuldabréfum, óverðtryggðum í evrum með vaxtakröfu upp á 6%, verðbólga í Írlandi mælist -0.1%, þannið að raunvextir á Írlandi eru yfir 6%, eða 7 sinnu hærri en hér.  Svipað er upp á teningnum hjá Grikkjum og Portúgölum en ástandið er aðeins betra á Spáni og Ítalíu.

Þetta er auðvita okkar dásamlegu krónu að þakka. Með henni er hægt að handstýra öllu, fyrst eru taxtalaun lækkuð um helming (mælt í evrum) og Ísland gert að láglaunalandi til að viðhalda samkeppnishæfni og til sporna við atvinnuleysi og svo eru áhættumetnir raunvextir keyrðir niður undir núllið og  sparifjáreigendur (og þá sérstaklega eldri borgarar) eru skikkaðir (eða plataðir) til að niðurgreiða innlenda fjármögnun,  þökk sé gjaldeyrishöftum og lélegri neytendaráðgjöf.

Á Írlandi hafa sparifjáreigendur val,  þeir geta valið  að kaupa írsk ríkisskuldabréf og fengið 6.1%  raunávöxtun, þeir geta sett peninga inn á írska banka og fengið 3.5% raunávöxtum eða þeir geta farið með sitt sparifé í þýska eða franska banka og fengið lægri ávöxtun en minni áhættu.  Þetta stendur Íslendingum ekki til boða.   Hér eru allir fastir í sömu áhættunni en enginn fær áhættumetan ávöxtun sem er ekki það sama og nafnvextir eða raunvextir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með uppboði á ríkisskuldabréfum á föstudaginn og sjá hver ávöxtunarkrafan á verðtryggð og óvertryggð bréf verður.

Margt bendir til að ávöxtunarkrafa á óverðtryggð bréf og innlán sé komin úr takt við framtíðarvæntingar hvað verðbólgu snertir.  Sparifjáreigendur ættu að hugsa sitt mál og íhuga að koma sér yfir í verðtryggð innlán og ríkisbréf.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Bjarni Gunnlaugur

    Verðbólgan nú, stafar af gengisfalli og sligandi fjármagnskostnaði þar sem jafnvel lágir vextir virka því meir sem höfuðstóll stökkbreyttra lána er of stór. Gengisfallið varð bara einu sinni en vextirnir halda áfram að malla.
    Lækkun stýrivaxta getur því orðið til þess að lækka verðbólgu,vextir – verðbólga segir því ekki alla söguna, skólabókarhagfræðin gildir nefnilega ekki alveg þessa dagana!

  • Andri Geir, vissulega er verðbólgan síðustu 12 mánuði hér á landi 4,5%, en síðustu 6 mánuði mælist hún 0,94% á ársgrunni og síðustu þrjá erum við að tala um -2,96%. Þú getur ekki skoðað ávöxtun fram í tímann og borið saman við verðbólgu sem er að baki. Það sem þú þarf að gera er að skoða hvaða kjör ríkissjóði bauðst á skuldabréfum fyrir ári og bera það saman við verðbólguna sem varð. Haldist verðbólgan svipuð næstu 9 mánuði og hún hefur verið síðustu þrjá, þá verður raunávöxtun á 5,3% skuldabréfunum hvorki meira né minna en 8,15%, sem sagt hærra en á Írlandi.

    Vextir ríkisskuldabréfa ráðast af sýn fjárfesta á framtíðina en ekki skoðun þeirra á fortíðinni.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Marinó,
    Við erum að segja sama hlutinn en höfum mismunandi upphafspunkt og trú á hagstjórn á Íslandi. Þó að við gerum ráð fyrir að verðhjöðnun verði hér upp á 3% og þar með raunávöxtun upp á 8% er það ekki nóg. Grikkland sem er með sama lánstraust og Ísland er með vaxtaálag upp á 9% hærra en Þýskaland, m.ö.o það er 11% ávöxtun á þeirra skuldabréfum.

    Svo er engin grunnur fyrir þessari verðhjöðnun, hún var búin til af Seðlabankanum með gengishækkunum, verðbólga í nágrannalöndunum er á leið upp á þessu ári eftir að hafa nágð lágmarki 2009.

    Hækkun OR kemur nú inn í október, samningar eru á lausum, korn, kaffi og bómull hefur snarhækkað, þannig að allt bendir til að siðustu 3 mánuðir hafi verið „undantekningin“ sem sannar regluna.

    Seðlabankinn átti að lækka vexti fyrir ári síðan, hann er einu ári á eftir.

  • Seðlabankinn er skrefinu á eftir sem þýðir að viðbrögð hans við komandi verðbólgu verða óþarflega harkaleg

  • Vaxtakrafa á verðtryggð bréf er núna tæp 3% á meðan óvertryggð bréf eru rétt fyrir neðan 6%, þe. fjárfestar búast við verðbólgu upp á 3%.

    Ef verðbólga verður hærri en 3% á næsta ári er betra að kaupa verðtryggð bréf fyrir þá sem eru að huga að langtíma fjárfestingu með sinn sparnað.

  • Að reikna raunvexti út frá 12m lagging verðbolgu og kröfu á 5-10 ára bréfi segir alt sem segja þarf um þennan pistil þinn. Raunvextir hafa verið 3,5%-4,5% frá hrúni.

    Hvað þá þessi útreikningur þinn með Írland þar sem EUR depo er 0,25%-1%, eða 3% í banka sem er a barmi gjaldþróts, og þar sem meginhluti kröfunar á 8% bréfinu er út af default risk ekki vaxtar ahættu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur