Miðvikudagur 22.09.2010 - 17:08 - 8 ummæli

Már snýr upp á spekúlanta

Í þjálfunarbúðum SAS liðsveitarinnar í breska hernum er sagt að til að sigra andstæðinginn þurfi menn að hafa tvö af hinum þremur essum: „strength, speed, surprise“.

Seðlabankinn virðist vera farinn að tileinka sér þetta viðhorf en seðlabankar eru þekktir fyrir allt annað en hraða og að koma á óvart.

Markaðurinn átti greinilega ekki von á þeim áherslubreytingum sem Már tilkynnti í dag.  Þó vextir hafi lækkað er afnám gjaldeyrishaftanna allt í einu komið á dagskrá.

Þetta var að mörgu leyti klókt af Má, enda eru veikar forsendur fyrir frekari lækkun eins og ég hef skrifað um áður, og því skynsamlegt að snúa sér að hinu mikilvæga verkefni Seðlabankans, að tryggja efnahagslegan stöðuleika, en afnám gjaldeyrishaftanna er hluti af því dæmi.

Í framtíðinni þarf markaðurinn að reikna með „óútreiknanlegum“ Seðlabanka.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Hvernig búast menn við að höftunum verði aflétt?
  Í hvaða skrefum er æskilegt að gera það?

 • Vaxtastefna Seðlabankans er skemmdarstarfsemi. Hún veldur því að skattgreiðendur eru að greiða (í gegnum ríkissjóð) hundrað milljarða í vexti. Ef vextir yrðu settir í 0, minnkaði vandi ríkissjóðs um 60-70 milljarða. Að nota ekki gjaldeyrishafta tímann er mikið óráð, og einsog ég segi alvarleg atlaga við þjóðfélagið.

 • Gunnar Tómasson

  Afnám gjaldeyrishafta – sem væri hið bezta mál ef aðstæður væru aðrar – í skjóli uppsöfnunar SÍ á skuldsettum gjaldeyrisvarasjóði býður heim hættu á útstreymi innilokaðra innstæðna erlendra aðila og fyrrverandi peningasjóðsinnstæðum innlendra aðila.

  Gjaldeyrisvarasjóðurinn myndi nánast hverfa en eftir stæðu erlendu lánin sem tekin hafa verið til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóðinn.

  Í millitíðinni myndu SÍ og AGS hækka vexti í himinhæðir til að stemma stigu við útstreyminu – og allt færi aftur úr böndum.

 • Jóhannes

  Það er eins gott að Már og félagar fari ekki í tilraunastarfsemi með ónýtu krónuna. Því það eru fleiri en útlendingar sem vilja úr krónunni í alvöru myntir. Gríðarlegur peningalegur sparnaður í eigu Íslendinga er innilokaður í krónunni og nokkuð ljóst að margir þeirra myndu vilja dreifa áhættunni á aðra gjaldmiðla, verði þess nokkur kostur. Því er líkegt að seðlabankinn einbeiti sér að því að losa útlendinga úr krónunni til að komast úr sama flokki og Zimbabve á alþjóðavettvangi, en að Íslendingar þurfi að lifa við Berlínarmúr gjaldeyrishafta um nokkra framtíð.

 • Þórhallur Kristjánsson

  Það er mikill munur á opnum og lokuðum stýrikerfum. Opin kerfi eru stjórnlaus en lokuð kerfi fá merki til baka til þess að hægt sé að leiðrétta kúrsinn. Þeir sem tala um það í alvöru að hægt sé að sjtórna krónunni í opnu kerfi með vöxtum eru á miklum villigötum.

  Ég vil bara benda mönnum á að skoða verðþróun krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og vöruskiptajöfnuðinn árin sem krónan var í opnu kerfi. Við vitum allir hvernig það endaði en margir geta ekki beðið eftir því að prófa aftur. Sumir læra ekki einusinni af reynslunni.

 • Þetta er algjörlega uppí vindinn hjá þér Andri – enda öll fræði peningahagfræðinnar (og skoðanir paktísera innan Seðlabanka) sem færa rök fyrir því að Seðlabankar eigi einmitt að ekki að vera óútreiknanlegir – enda munu verkfæri þeirra – skammtímavextirnir sem ætlaðir eru til þess að hafa áhrif á eftirspurn í gegnum langtíma vaxtakúrvuna – virka mjög illa á ef Seðlabankar séu óútreiknanlegir. Þarna slærðu slærðu stóra feilnótu.

  Meðal annars er það þekkta fyrirbæri Seðlabanka að „smootha“ vaxtaferilinn sinn viðleitni til þess (ásamt því að viðhalda fjármálastöðugleika). Íslenski Seðlabankinn hefur ákkúrat jafnan verið frekar óútreiknanlegur. Hans „trackrecord“ er ekki sérstakt miðað við aðra Seðlabanka.

 • Björn Kristinsson

  Túlkun á orðun Más er einföld. Hann var einfaldlega að slá á þær væntingar sem var búið að skrúfa upp á innlenda skuldabréfamarkaðnum. Verðmyndunin þar var komin úr öllum kortum.

  Þetta voru hans skilaboð. Hann gaf einnig til kynna að vextir yrðu lækkaðir enn frekar ef…

  Menn túlka síðan mismunandi þessa lækjafræðistöðu sem komin er upp. Ef Már tekst vel hér upp þá fær hann tvo þumla.

  Varðandi gjaldeyrishöftin. Er SÍ að fara að létta á þeim ?

  Skemmtileg lækjafræði sem Seðlabankinn er búinn að koma upp. Hann spilar ekki aðeins á væntingar um vaxtaþróun en ekki síður á gengi.

  Það er það sem ég sé Andri Geir.

 • http://vb.is/frett/1/61488/

  Menn fúlir að hafa tapað á þessum „óútreiknanleika“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur