Þriðjudagur 28.09.2010 - 18:24 - 9 ummæli

Hin fullkomna niðurstaða?

Laun heimsins eru vanþakklæti.  Það fær Geir Haarde að upplifa.  Nú þekki ég ekki Geir, en hann virðist vera einstaklega ljúf og hógvær persóna sem lenti í slæmum félagsskap.  Íslensk stjórnmál eru eins og stjórnmál í flestum löndum aðeins fyrir harða og freka nagla, sem þrífast best í alls konar plotti og baktjaldamakki.  Nú ætla ég ekki að gera lítið úr ábyrgð Geirs.  Hann stóð vaktina í hruninu og því verður ekki breytt.  Það því leyti var hann óheppinn.  Hrunið hefði ekki orðið betra ef Davíð og Halldór hefðu staðið í brúnni. 

Það eina sem hægt er að segja um þessa niðurstöðu, er að Alþingi hefur komist að hinni fullkomnu Machiavelli útkomu. 

Eina ljósið í tilverunni, en það er veikt og flöktandi, eru kjósendur.  Þeir hafa vald til þess að dæma þá alþingismenn sem svona matreiddu málið. 

Nú munu alþingismenn í klassískum Machiavelli stíl segja að þetta hafi verið „ömurleg“ niðurstaða, þeir munu reyna eins hratt og þeir geta, að fjarlæga sig frá þessari niðurstöðu, vegna þess að þeir vita að nú hefur taflið snúist við og spjótin standa á þeim.  Þegar kemur að því að bjarga eigin skinni verður að gefa íslenskum alþingismönnum 10 af 10.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Góður!

  • Geir var nú líka fjármálaráðherra DO, þannig að hann kannski á sögu sem nær lengra aftur.

    Pólitískar ofsóknir eru kannski fullmikið sagt, en finn eilítið til með honum aðalega út af því hann þarf að standa í þessu einn hefði þótt sjálfsagt að Ingibjörg og Árni væru þarna með honum.

    En einu getur maður ávallt treyst Íslenskir Alþingismenn standa vörð um hvorn annan þó svo þeir standi ekki vörð um kjósendur sína.

  • Uni Gíslason

    Sammála því að þessi niðurstaða hentar Nicolo nokkuð vel og er mjög í hans anda. ISG og co sluppu fyrir horn vegna siðleysis Jóhönnu og xD – en Haarde fórnað.

    Þannig er það uppfyllt að Landsdómur verði kallaður saman – VG geta ekki kvartað of mikið og xD lítur bara þokkalega út ásamt VG. xS lítur sérstaklega illa út og ég óska þeim bara góðs gengis að þvo þetta af sér.

    Tapararnir eru þó fyrst og fremst Framsóknarflokkurinn, sem sýndi það sem marga hefur svosem grunað, að Sigmundur Davíð er í xD, Guðmundur Steingríms er ennþá í xS og skagfirðingurinn sem er þingflokksformaður er raunverulega eins vitlaus og hann lítur út fyrir að vera.

    Samstaða Framsóknar um að ákæra alla 4 aðila hefði nægt til að hreinsa aðeins æru flokksins eftir skandala fortíðarinnar – en formaðurinn fylgdi jú bara samvisku sinni, sem er geymd í Valhöll.

    Allt í allt var þetta vægasta þolanlega niðurstaðan – Haarde var forsætisráðherra, hann verndaði mr. Oddson og var í góðum tengslum við hann og þegar allt er talið þá er þetta kannski eins gott og ætlast mætti til. Þó hefði mest réttlæti verið falið í því að ákæra ISG einnig. Ríkisstjórn Haarde var tvíhöfða skrímsli.

  • Ómar Harðarson

    Ég held að enginn alþingismaður hafi gengið gegn sannfæringu sinni. Þetta mál er of ábyrgðarmikið til þess. Mér finnst það einkennileg krafa að menn eigi að fylgja einhverri flokkslínu, eða líta svo á að allir beri sök eða enginn. Á endanum verða menn hins vegar að átta sig á að afgreiðsla Alþingis, þ.e. kæra ráðherra fyrir Landsdómi, er pólitísk og ekkert annað. Þetta var ekki sjálf ákæran, heldur ákvörðun um að höfða mál ásamt upptalningu kæruatriða. Það á eftir að höfða sjálft málið. Það gerir saksóknari kosinn af Alþingi. Hann á eftir að afla sönnunargagna. Án sönnunarfærslu verður ekki gefið út ákæruskjal.

  • Uni Gíslason

    Ég held að enginn alþingismaður hafi gengið gegn sannfæringu sinni.

    Nákvæmlega hvern heldur þú að þú sért að blekkja?

  • Andri Haraldsson

    Ég hef ekki greind eða gæfu til að fjalla af viti um þetta málefni; er kannski einn um það.

    En ég hef einstaka sinnum haft innsýn í atburði líðandi stundar. Held að Samfylkingin hafi hér unnið þrekvirki sem seint muni gleymast. Fáir flokkar hafa svo eindregið veitt sínum helsta andstæðingi á pólitíska sviðinu jafn dýrmæta gjöf.

    Sjálfstæðismenn munu þétta raðirnar og sækjast meira en áður í flokksstarfið.

    Óflokksbundnir munu missa trú á heilindi og hlutleysi Samfylkingunnar.

    Stjórnarsamstarfið verður enn veikara þar sem VG eru núna sessunautar þeirra sem ekki tókust á við eigin ábyrgð.

    Og Geir Haarde verður svo væntanlega fundinn saklaus af þeim sökum sem hann er borinn.

    Hugleysi og hugmyndaleysi, þegar þau eiga samleið, geta leyst ýmislegt úr læðingi.

  • Jóhannes

    Þetta var kannski ekki hin fullkomna niðurstaða fyrir VG en pólitíska fléttan þeirra Steingríms og Atla var óneitanlega eitursnjöll. Ljóst var að málið yrði erfitt fyrir Samfylkinguna og myndi líklega valda klofningi, en enginn átti von á að hún fletti hjálparlaust niðrum sig á almannafæri með svona afgerandi hætti. Sumir þingmenn hennar munu eiga erfitt um hríð. Steingrímur & Co eru nú með tögl og hagldir og stjórna ríkisstjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Steingrímur slær síðan ESB málið af þegar rétta tækifærið gefst enda getur Samfylkingin ekki farið í kosningar fyrr en gullfiskaminni kjósenda leyfir. Vissulega hefði fléttan verið fullkomin ef ráðherrum Samfylkingarinnar hefði verið stefnt fyrir Landsdóm og upplausn flokksins alger, en það er ekki hægt að fá allt.

    Geir verður að öllum líkindum sýknaður eftir 2-3 ára baráttu en óvíst er að málið hafi þá neina pólitíska þýðingu.

    Og brandarinn í þessu öllu er að Steingrímur og Atli eru svo grátbólgnir af hryggð að þeir mega vart mæla við fjölmiðla.

  • Útkoman verður þessi: Geir fær á sig blóraböggulsstimpilinn og þar með samúð þjóðarinnar (jafnvel þó hann verði dæmdur). Solla, Árni og Björgvin sitja eftir – rúin trausti og virðingu.

  • (frh frá síðustu athugasemd) Stjórnarandstaðan er ekki ennþá búin að fatta hvaða vopn þau voru að leggja í hendur Sjálfstæðsflokksins, sem nú hefur gullið tækifæri að hvítþvo sig frá hruninu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur